Morgunblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 4
MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur í. maí 1966 * BÍLALEICAN FERÐ SÍMI 34406 SENDUM LITLA bíloleigan Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. Sími 14970 slHI311-G8 mfíii/m Volkswagen 1965 og ’66. BiFRElDALEIGAItt VECFERD Grettisgötu 10. Simi 14113. Rennilol.ur —4”. Keiluhanar Vi"—3”. Tollastopphanar V%"—3”. Rennilokur úr járni 2’’—8" ásamt mörgum fleiri gerðum og staerðum ávallt fyrir- liggjandi. Vald Poulsen h.f. Klapparstíg 29. — Sími 13024. BOSCH Flaufur 6 volt, 12 volt, 24 volt. Brœðurnir Ormsson Lágmúla 9. — Sími 38820. Háttprýði Hér er bréf frá einum, sem kvartar yfir siæmu orð- bragði í útvarpinu: „Kæri Velvakandi. Leitt er að heyra blót og for- mælingar hvað eftir annað í útvarpinu. Ég hef í kvöld verið að hlusta á upphaf nýrrar út- varpssögu. Hún er krydduð, eða öllu heldur, henni er spillt með blótsyrðum og gífuryrðum. Við verðum að viðurkenna, að blótsemi er þjóðarlöstur meðal okkar. Þar finnum við, sem verið höfum erlendis. Fjöldinn allur misþyrmir máli sínu og spillir góðum siðum með blóts- yrðum, og verður oft Jítið úr siðprýði og háttvísi að þessu Jeyti. En hart er að geta ekki verið óhultur fyrir þessu í út- varpinu. Utvarpið nær inn á hvert heimili í landinu. Við verðum að gera þá kröfu til þess, að við þurfum ekki að eiga það á hættu, aldrei, að yfir okkur rigni óviðurltvæmi- legu orðbragði úr viðtækjum okkar. Mörg höfum við börn á heimilinu og viljum innræia þeim háttprýði og það, sem til dyggða má teljast. Útvarpið ger ir okkur erfitt fyrir í þessari viðleitni okkar með því að vanda ekki nóg það, sem flutt er, hvað þetta snertir. Blóts- yrði hafa jafnvel heyrzt í barnatímum. (>ó hef ég ekki heyrt neitt slíkt nýlega þar). Leikrit eru meðal þess út- varpsefnis, sem börn og ungl- ingar hlusta hvað mest á. Tölu- vert hefur viljað brenna við, að illt orðbragð heyrist í leikrit- unum, og stundum kveður svo ramt að þessu, að undrun sætir. Ég vil hér með beina orðum mínum til Þorsteins Ö. Stephen sens, þess ágæta leikara, en hann mun vera hæstráðandi í útvarpinu um leikrit — að hann sjái svo um, að illu orðbragði verði útrýmt úr leikritum út- varpsins. Ritstjórar blaða hafa vald til að gera athugasemdir við efni, sem á að birtast í blöðum þeirra, og krefjast þess jafnvel, að orðum og setningum sé breytt. Útvarpið hefur sama vald. AUt talað efrii er lesið yf- ir af útvarpsmönnum (nema kannski „Dagurinn og Vegur- inn“). Þéssu valdi eiga þeir að beita. Núverandi ástand er óvið unandi. Ég tel ekki, að útvarps efni sé gróft í heild, en gróf- yrði eiga að hverfa að fullu og öllu. — I“. Teiknimyndir Þegar ég fer í bíó finnst mér eitthvað vanta, ef engin er fréttamyndi — eða teiknimynd in. Að vísu eru sumar kvik- myndir þess eðlis, að þær væru betur sýndar án aukamynda. — Saint finnst mér fréttamyndirn ar yfirleitt ómissandi — og sama er næstum hægt að segja um teiknimyndirnar. Hér er bréf frá einum, sem er mér greinilega sammála: „Velvakandi góður. Ég og kona mín höfum ákaf- lega gaman af að sjá teikni- myndir, sérstaklega eftir Walt Disney, og af þeim sökum för um við stundum í Gamla Bíó á sunnudögum kl. 3. Höfum við m.a. séð Öskubusku og Þyrni- rósu nú alveg nýlega. Ég vildi gjarnan koma þeirri tillögu á framfæri, að þeir sýndu fleiri Walt Disney’s teiknimyndir, annað hvort á kvöldsýningu eða kl. 3 á sunnu dögum. Mætti nefna sem dæma: Gosi, Mjallhvít og dvergarnir sjö og Fantasía. Ég vil enn- fremur bæta því við, að fyrir nokkrum árum sýndi Nýja Bíó teiknimynd, sem var harður á- róður gegn kommúnisma. Fjall aði hún m.a. urn það, að svínin tóku völd af manninum. Ég man ekki fengið á myndinni, en forráðamenn kvikmyndahúss- ins vita sjálfsagt við hvaða mynd ég á. Auk áróðursgildis myndarinn ar, var hún mjög skemmtiteg enda sá ég hana tvisvar á sín um tíma. Vær: óskandi að kvik myndahúsið tæki hana ti'. sýn- íngar aftur, svo framarlega, sem það hefur myndina í fór- um sínum. Teiknimyndaunnandi". Bréfritari á vafalaust við mynd, sem nefnist „Félagi Napoleon" og byggð var á sam nefndri sögu (að ég held) eftir George Orwell. -k Ástæðulaus árekstur „Reykvíkingur“ skrifar um atvik, sem oft gerist í um. ferðinni: Nýlega kom ég að, þar sem árekstur hafði orðið. Ég sá ekki, hvernig hann atvikaðist, en hafði tal af manni, sem sá hann. Hann gerðist á Hringbraut, gegnt Elliheimilinu Grund. Atburðarásin virtist, eftir því sem ég komst næst, vei a á þessa Jeið. Bifreiðinni A er ekið vestur Hringbraut, á hægri akrein, hliðhait við hana er bifreið íí ekið. Þagar bifreiðin A er a5 aka yfir Furumel á gatnamot- unum, er bifreiðin-ii fi ekið i veg fyrir liana, þannig að A lendir á R með þeim ofleiðing um, að báðar skemmdust nokk- uð. Var nokkur ástæða fyrir R að aka fram fyrir A til þess að geta beygt? Fyrir leikmann virðist þarna hefði verið betra fyrir R að draga aðeins úr ferðinni og láta A komast yfir gatnamótin, þá hafði hann opna leið til hægri. Það er eins og ökumönnum hér hafi aldrei dottið það snjallræði í hug að draga úr ferð sinni til að komast í hliðar götu. Það er talsvert algeng sjón að sjá bíl þeysa fram úr öðrum bíl til þess svo að stanza nokkr um húsum lengra sömu megin götu. Undir svona kringumstæð um virðist hyggilegra að draga aðeins úr ferðinni og nema svo staðar. Ef menn vilja kynnast um- ferðamenningu í Reykjavík, þá ættu þeir að aka á vélknúnu hjóli, þá sæju þeir, hvernig rétt urinn er þráfaldlega tekinn al þeim, sem hjólinu ekur. — Reykvíkingur'4. Lyftari Til sölu stór diesel lyftari með drifi á öllum hjólum og skófluútbúnaði. Tækið þarf lagfæringar við. Selst því á lágu verði. Sími 34033. Kaupmenn Kaupfélög (jTclA/ter) BÚÐARKASSARNIR eru ódýrustu búðarkass- arnir á markaðnum enda eru þeir 1 notkun í mikl- um fjölda verzlana og verkstæða. Verð aðeins kr. 7,714 Góðfúslega leitið upplýsinga hjá oss. Síisli c7. <3oRnsen 14 Vesturgötu 45 — Sími 12747. Vinna við vöruflutninga Viljum ráða bifreiðastjóra og aðstoðarmann. Garðar Gíslason hf. Hverfisgötu 4—6. Husbyggjendur - Loftpressa Tökum að okkur sprengingar í húsgrunnum og holræsum í tíma- eða ákvæðisvinnu. Einnig allt múrbrot. — Upplýsingar í síma 33544. Atvinna Óskum eftir að ráða nú þegar ungan mann til skrifstofustarfa í bókhaldsdeiid vora. Vélsmiðjan Héðinn hf. Sími 24260.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.