Morgunblaðið - 08.11.1966, Síða 11

Morgunblaðið - 08.11.1966, Síða 11
Þriðjudagur 8. nóv. 1966 MORCUNBLADIÐ 11 Hafsteinn Davíðsson rafveitustjóri: Um rafvæðingu dreifbýlis á Vestfjörðum Landshættir og vatnsorka VEGNA landshátta hér á Vestfjörðum má fullyrða, að Vestfirðir eru sá hluti lands- ins sem fjárhagslega erfiðast mun reynast að rafvæða, þannig að allar byggðir verði tengdar við sameiginlegt veitukerfi og verði aðnjót- andi ódýrrar raforku. Lang- ir firðir og háir fjallgarðar gera byggðina strjála, lagn- ing háspennutauga yfir fjöll og firði eru mjög dýr í hygg- I ;gu og rekstri. Hinsvegar er aðstaða til virkiana yfir- leitt talin mjög góð. Landshættir og vatnsorka. : f nóvemberhefti Qrkumála frá J963 er frá því greint að áætlað tæknilega virkanlegt vatnsafl á Vestfjörðum sé í meðalári 1107 milljónir kw-stunda, í þurru ári 924 milljónir kw-stunda og að núverandi vinnslugeta orkuver- anna á Vestfjörðum sé um 27 milljónir kw-stunda. Sennilega eru hér ekki meðtaldar margar smá-ár og lækir, sem víða eru á Vestfjörðum og virkja mætti án mikils kostnaðar, en gætu unnið mikla orku, sérstaklega ef slíkar virkjanir tengdust við stærri veitukerfi, þar sem mark- aður er nægur. Til gamans má geta þess, að á árinu 1965 unnu núverandi vatnsorkuver á Vestfjörðum að- eins 18.5 milljónir kw-st. eða um tæp 2% af svokallaðri tækni- lega virkjanlegri orku í þurru ári. á býli. Áætlun raforkumála- stjóra kom fram vegna áætlun- ar, sem ég og Jóhann Indriða- son, verkfræðingur o.fl. gerðam fyrir þessi byggðarlög. Fjárfesting og hagnýtt gildi hennar. Að fengnum þessum'upplýsing um er eðlilegt að hik komi á menn við að fara út í slíkar fram kvæmdir, og reyndar ekkert vit að fara þannig með opinbert fé. Eflaust eru tölur raforkumála- að verða mest, og er því hægt að byggja bæði virkjanir og veitur þannig að hvorutveggja geti verið hæfilegt fyrir það svæði sem það nær yfir, um langa framtíð. Er það allt annað en með þorp og kaupstaði sem eru í mismunandi hröðum vexti. En spurningin verður: Getur rafmágnið keppt við olíuna á þessu sviði? í erindi raforku- málástjóra sem ég - minntist á hér að framan segir svó um raförku til húshitunar: „Dr. Gunnar Böðvarsson og Sveinn S. Einarsson verkfræð- % okt. ne.L. - f: íotfta r: & J>. Áætlanir í eriridi sem Jakob Gíslason, raforkumálastjóri flutti um raf- væðingaráætlanir á aðalfundi Sambands íslenzkra rafveitna (SÍR) að Hólum í Hjaltadal 1963 og fjallaði aðallega um sveita-rafvæðingu, er að finna ýmsar upplýsingar um þau mál. Erindi þetta er prentað í árs- riti SÍR, 21. árgangi bls. 221-235. Telur raforkumálastjóri að með- alstofnkostnaður við þau býii, sem rafvædd yrðu á árinu 1964, næmi um 295 þús. kr. á býli, miðað við verðlag ársins 1963. Ennfremur að áriegur rekstrar- halli á þessum veitum muni nema um 19.800.— kr. að meðal- tali á býli. Að orkusalan nægði tæplega til að greiða viðhald, gæzlu- og raforkukaup, það eru bein rekstrargjöld, þegar reikn- að væri með meðalvegalengd í línum á milli bæja að 1V2-2 km. En ef linurnar væru teygðar lengra út í strjálbýlið dygði ekki nándar nærri að greiða stofn- kostnað niður að fullu, tekjurnar Stæðu aldrei undir beinum rekstr argj öldum. í lauslegrl áætlun sem raf- orkumálastjóri gerði á þessu ári og afhent var þingmönnum Vest- fjarða-kjördæmis, um rafveitu fyrir Rauðasands- og Barða- strandarhreppa og næði til 55 býla á þessu svæði, kemur fram, að meðalstofnkostnaður á hvert kw. komið heim til bóndans. nemi um 120 þús. kr. Er þá ekki meðtalinn virkjunarkostn- aður í Mjólkurá, eða hlutdeild i línunni þaðan til Patreksfjarðar, en veitan átti að tengjast þar við línur Vestfjarða-veitu. Þá telur raforkumálastjóri, að árlegur meðal rekstrarhalli á þéssari veitu nemi um 25 þus. kr. á býli. Ef bætt væri við þess- ar tölur virkjunarkostnaði per kw. í Mjólkárvirkjun ca. 20 þús. kr., en flutningskostnaði Mjólká- Patreksfjörður sleppt, kosta heimkomin til bóndans tvö kíló- wött, sem raforkumálastjórí reiknar með að þurfi að meðal- tali á býli, hvorki meira né minna en 280 þúsundir króna, og þá árlegur rekstrarhalli sennilega ekki undir 30 þús. kr. / ÍTH Z. ÖAví OC. ÝtC.nH 3. fKJKLpTDKrvapncuTL */ 'HKrfrsnvePVuV S. ÝrtTt/i KScejruu, f ur> U v K', PJI ; e . 7. TfltupA icap L H PEVP MP f. nneppvg. V ■ /1tunHS£í>PiiR /0. >OúLLTt PTÖepult i ítv f UJ?AL SS 't ÍT, //. FLnTEY. BTÍp fý'/i'ÍP CYCtefn' SBKt SKu f flTHt/bt/K ep r>Tn<J‘cvcffíB /r>£J> TU-Liri r/L. S’/f/a veiT/rn. stjóra byggðar á reynslu Hér- aðsrafmagnsveitna rikisins, sent hafa annazt lagningu mest-allra dreifbýhs-veitna í landinu og sölu raforku þar, undanfarin ár. Alllr aiá að það eru hinar löngu línur og litla orkusala sem gerir rafvæðingu dreifbýlisins svona erfiða. Vaknar þá að sjálf- sögðu sú spúrning, er ekki hægt að stytta línurar og auka orku- söluna? Svarið verður: hvorttveggja er hægt í flestum tilfellum. Dieselvél inn á hvert heimili mundi að sjálfsögðu gera allar dreifilínur óþarfar, en vélar af þeirri stærð, sem taldar eru við- ráðanlegar í stofnkostnaði og rekstri, leysa ekki þarfir bónd- ans nema takmarkað til ljósa og smávélanotkunar. Orkuþörf og orku-öflun. Erlenð eða innlend orka. Aðalorkuþörf dreifbýlisins er húshitun, eldun og súgþurrkun. Húshitun og eldun er nú vana- lega leyst með brennslu gasolíu með oft mjög lágri nýtni og með gasnotkun, en súgþurrkun er vanalega leyst með sérstakri dieselvél eða dráttarvél, sem virðist ryðja sér nokkuð til rúms þó rafmagn frá Héraðsveitum ríkisins hafi verið lagt til býlis- ins. Með því móti, að rafmagnið verði látið leysa, svo sem kostur er, orkuþörf bóndans, mun verða hægt að tí-falda orkumagnið og fimmfalda sölutekjurnar miðað við það að rafmagnið sé aðeins notað til eldunar og ljósa, án þess þó breyta þurfi styrkleika að nokkru ráði í þeim dreifiveit um sem hafa verið eða eru nú byggðar. Orkunotkun til sveita er þanri ig háttað að hæglega er hægt að ákveða hvað hún kemur til með ingar hafa verið að athuga hag- kvæmni þess að nota rafmagn til húshitunar og eru bráða- birgðaniðurstöður þeirra þær, að rafmagnið geti orðið samkeppms fært jafnvel við jarðhita, ef allir kostir rafmagns eru nýttír, hús- in byggð fyrir rafmagnshitun eingöngu, borgarhverfi eða kaupstaðarhverfi skipulögð fyrir hana, og allir íbúar á hitunar- svæðinu skyldaðir til að taka hana. Auk þess er þetta væntan- lega bundið við hóflegt Vinnslu- verð á rafmagni og þýðir tiltölu- lega stórar virkjanir1*. Gaman væri að fá að sjá end- anlegar niðurstöður þessara sér- fróðu manna um þessi mál, en ég veit ekki til að þær hafi verið birtar opinberlega. Þar sem pess ir sérfróðu menn telja að -af- orkan geti jafnframt orðið sam- keppnisfær við jarðhita í þétt- býli, er ekkert að efa að hún getur orðið samkeppnisfær við olíu og gas í strjálbýli, þegar all- ir umframkostir rafmangs, miðað við olíu og gas, eru taldir. Á hverju hausti þurfa bændur að birgja sig upp sem mest þeir mega með olíu- og gasforða fyrir veturinn, sem oft dugir þó ekki til vorsins. Ot þarf að leggja í mikinn kostnað vegna snjómokst urs og annarra óþæginda við að koma olíu til bænda. Þunga- flutningar með olíu fara aðal- lega fram seint á haustinu og snemma á vorin þegar vegir eru blautir og veikastir fyrir, eykur það að sjálfsögðu mikið á við- hald þeirra. Jöfunarverð er nú á olíu um allt land og kostar útkeyrð olía nú kr. 1.67. Þegar olían kostaði kr. 1.63 líterinn, og er verðút- reikningur hennar þannig: Cif-verð 84 aur Tollur og sölusk. 11,5 — Gjald í verðjöfunarsjóð 15.5 — Kostnaður og álagning 47.0 — Heimkeyrsla 5.0 — Samtals 167 aur. Með -þeirri nýtingu sem talin er vera á olíu til sveita, þarf um 5 kw-stundir til að jafnast á við einn líter af olíu. Ef rafmagnið leysir nú olíuna og gasið af hólmi, sparast við það nokkur gjaldeyrir og tolla- tekjur ríkisins munu aukast um 30% af þessum gjaldeyri, þar sem olía er svo að segja toll- frjáls. Sá galli er á gjöf Njarðar, að Rafmagnsveitur ríkisins standa á móti ráfmagnssólu til húshitunar, þó sérstaklega hér á Vestfjörðum og Austfjörðum og haga verðlagningu rafmagnsins þannig að komið er í veg fyrir að rafmagnið sé notað til þeirra hluta. Virðist raforkumálastjórn- in vera hér á öndverðum meið við marga aðra. Hver verður þa lausn þessa máls hér? Smávirkjanir og samveitur. Skoðun mín er sú, að hag- kvæmar smærri virkjanir heima í héraði, sem bændur sameina sig um sé eina og rétta rausnin. Þær losa okkur við dýrar ið • flutningslínur og geta séð bænd- um fyrir nægri raforku til hús- hitunar og súgþurrkunar auk venjulegrar heimilisnotkunar. Með þessum samvirkjunum geta bændur valið mun heppilegri virkjunaraðstöðu, lækkað virkj- unarkostnaðinn um allt að helm ing, miðað við litlu einkavatns- virkjanirnar, gert stöðvarnar ör- uggari og náð frekar til þeirra býla sem ekki hafa aðstöðu til einkavirkjana. Að sjálfsögðu eykur línubyggingin á kostnað- inn en fyrir hvert kilowatt, sem virkjað er í lítilli einka-vatns- virkjun (8-15 kw) má að jafn- aði leggja um einn km. há- spennulínu. Ef ástæða þykir og aðstæður leyfa, má svo síðar tengja þess- ar veitur saman eða við stærri veitukerfi og geta þá þessar virkjanir unnið mikið gagn, eins og fyrr segir. Á Snæfjallaströnd N-fsafjarð- arsýslu er nýlega tekin til starfa virkjun og veita, sem bændur þar hafa komið sér upp og nær til allra býla í hreppnum, sem flestöll eru stórbýli. Stærð virkjunarinnar er 65 kw og háspennulínur 7 km þar af um 3.2 km sæstrengur, er lagður var út í Æðey. Meðal- kostnaður á hvert virkjað kilo- watt, komið heim til bóndans, nemur um 27.700.— kr. og er það um fimm sinnum lægra verð en fram kemur í áætlun raforku málastjóra um rafveitu fyrir Rauðasands- og Barðastrandar- hreppa. Heildarkostnaður var um 1.625 þús. kr. en tollar af innfluttu efni fengust endurgreiddir og eru hér ekki meðtaldir. Bænd- urnir stóðu sjálfir fyrir þessum framkvæmdum og fengu fag- vinnu frá ísafirði og tæknilega aðstoð hjá Rafveitu ísafjarðar, en verkfræðilega hjá Ásgeiri Sæmundssyni, iðnfræðing I Reykjavik, sem átti fyrstu hug- mynd að þessari samstöðu bænd anna. Kostnaður virkjunar og veitu skiptist þannig: 65 kw virkjun m/stíflu pípu, rafbúnaði stöðvarhúss o.þ.h. á 14.920 pr. kw. kr. 970,000.— 3.2 km. sæstrengur á 47.500,— kr. 152.000.— 3.8 km háspennulína 38.300,— kr. 145.000,— 5 spennist. jarðsk. _ og 7 heimt. 180.000.00 Útilýsing kr. 25.000.— Ýmislegt kr. 153.000.— Samtals kr. 1.625.— Hafsteinn Davíðsson. Hver bóndi leigir minnst 8 kw í virkjuninni, en á kost á 10 kw og greiðir fyrir það kr. 1.000— á mánuði. Getur hann nýtt þetta afl eiris og honum Sýnist fyrir 25 aura hverja kw. stund. En í umframafli greiðir hann kr. 3,— fyrir kw-stundina. Þeir bændur reikna með að ná fljótlega 4-5000 stunda nýtingu (45-60%) og gerir það meðal- verð um 55-60 aura per kw- stund heimkomið til bóndans, sem verður að teljast mjög hag- v kvæmt. Sá bóndi, sem næstur. býr við stöðina annast daglegt eftirlit hennar og er reksturs- kostnaður mjög lítill. Nutu þeir fyrirgreiðslu þing- manna kjördæmisins varðandi lántöku, en óafturkræf stofn- framlög úr ríkissjóði hafa þeir ekki þurft á að halda og reikna með að reka sína veitu án opin- berra styrkja. Það er að sjálfsögðu mikils- vert að þetta framtak bændanna hefur fært þeim ljós, yl og véla- afl inn á hvert heimili, en hitt er ekki síður mikilvægt að þetta sameiginlega átak þeirra hefur gefið þeim meira traust á þeirra heimabyggð. Þeir mega vera stolt ir af sinni rafveitu, og því að hafa getað leyst þessi mál án op- inberra styrkja eða framlaga. Getur nokkur bent á hag- kvæmari lausn rafmagnsmáda þessa byggðarlags? Eflaust verður fjárhagurinn nokkuð erfiður fyrstu árin vegna frekar stutts tíma á lán- um, 15 ár, en hann léttist með hverju árinu sem líður og eftir 15 ár verða þessi mannvirki skuldlaus eign bændanna og nokkur varasjóður til sem fljót- lega mun vaxa eftir að afborgun um lána lýkur. Aldrei verður það þó svo, að allir bændur hér á Vestfjörðum komist undir það að fá svona hagkvæma lausn á sínum raf- magnsmálum. Verst verður við að eiga þá afskekktu staði sem ekki hafa aðstöðu til virkjana, þeirra rafmagnsmál verður að leysa með diselvélum annað hvort með einkastöðvum fyrir hvert heimili eða öllu heldur að bændur tveir eða fleiri eftir að- stæðum sameina sig um eina stöð, sem hefði dag- og nætur- vélar sem gerðu mögulegt að sjá bændum fyrir raforku til eldun- ar og súgþurrkunar svo og ljósa allan sólarhringinn. Ekki þætti mér ósennilegt að bændur á Snæfjallaströnd byggju við hagstæðara raforkuverð frá sinni litlu virkjun eftir 10-15 ár, heldur en bændur á Suðurlandi er fengju raforku frá stórvirkj- un og niðurgreiðslu að auki. Niðurlagsorð. Rekstrarhalli hjá Héraðsraf- magnsveitum ríkisins er nú tal- inn vera um kr. 15.000.— á árá að meðaltali á býli yfir allt land- ið. Ekki er ég að mæla því bót að aukið verði á þennan halla eða stuðlað verði sérstaklega að því að halda í byggð afskekktustu býlum landsins. Hinsvegar tel ég að stuðla beri að því, að þær sveitir sem aðstöðu hafa til sam- veitna í því formi, sem hér er minnst á og nauðsynlegar eru fyrir heildarbyggðina á Vest- fjörðum, að þeim verði veitt sú fyrirgreiðsla af hálfu hins opin- Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.