Morgunblaðið - 08.11.1966, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 8. nóv. 1966
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Ejarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands.
I lausasölu kr. 7.00 eintakið.
SPOR VINSTRI
VILLUNNAR HRÆÐA
Plaza Sucre í La Paz, Bolivíu.
Chile og Bolivía endurnýja
fornar væringar
CHILE og Bolivia hafa löng-
um eldað grátt silfur saman
allt síðan þar lauk yfirráðum
Spánverja og löndun urðu
sjálfstæð og fullvalda ríki.
Um þessar mundir er sambúð
þeirra með stirðasta móti og
ber sitthvað til.
Blöð í Chile hentu fyrir
nokkru á lofti þá fregn að
Bolivíumenn hygðu á innras
inn í landið og eitthváð svip-
að heyrðist í þingsölum Santi
ago um sama leyti. Bolivíu-
menn harðneituðu að þeir
hefðu nokkuð misjafnt í
hyggju og höfðu í fyrstu held
ur gaman af þessum flugu-
fregnum en þótti síðar nóg
um.
Það var þegar frá því sagt
í blaði í Chile, að þota úr
Bolivíuher hefði farið inn yf-
ir landamæri Chile og rofið
lofthelgi landsins. Bolivíu-
menn þykktust við og minntu
á þá staðreynd, (sem þeim
er sjálfum töluverður þyrn-
ir í augurn) að flugher Boli-
víu hefur engar þotur til um-
ráða enn sem komið er. Ekki
gætti heldur neinnar sérlegr-
ar hrifningar í Bolivíu er
maður nokkur úr her Chile
lét þau orð falla á opinberum
vettvangi að engin hætta
væri á ferðum, því Bolivíu-
menn gætu hvort er væri
ekki ráðist inn í Chile, þeir
ættu ekki nóg benzín til að
flytja herliðið að landamær-
unum, hvað þá lengra.
Talsmenn hins opinbera í
Bolivíu lýsti lausafregnir
þessar að sjálfsögðu dauðar
og ómerkar og í sama streng
tók forseti Chile, Eduardo
Frei og ráðherrar úr stjórn
hans. En þegar chileanskur
þingmaður lýsti forseta Boii-
víu óábyrgan gerða sinna
vegna skorts á vitsmunum og
haft var eftir yfirmanni flug
hers Chile að landinu staf-
aði hugsanleg ógnun af ekki
aðeins Bolivíu, heldur einiiig
Perú og Argentínu, hUrfu
brosin unnvörpum af vörum
manna handan landamær-
Forseti Bolivíuþings, Ric-
ardo Anaya, sagði við frétta-
menn, að stjórn kristilegra
demókrata í Chile væri að
reyna að breiða yfir mistök
sín í innanríkismálum með
því að beina þjóðinni inn á
braut fjandskapar við Boli-
víu. Blöð í Bolivíu tóku í
svipaðan streng. „Presencia",
eitt stærsta blað landsins,
sagði, að hér kynni allt eins
að vera á ferðinni tilraun af
hálfu Chilestjórnar til þess
að fitja upp á einhverju því
stórmáli er sameinað gæti
Chilebúa og fengið lands-
menn til þess að færa þær
fórnir sem nauðsynlegar
væru. Annað stórblað í Boli-
víu, „E1 Diario“, taldi leik-
inn til þess gerðan að draga
athygli almennings í Chile
frá ástandinu í efnahagsmál-
um landsins, og minnti á, að
sjálfir hefðu Bolivíumenn
reynt þetta 1962, er Victor
Paz Estenssoro hefði leitt at-
hygli landsmanna frá óða-
verðbólgu og öðrum aðsteðj-
andi vanda með ábúðarmikl-
um áveituframkvæmdum við
Lauca-fljót.
Bæði stungu blöðin upp á
því og sömuleiðis Barrientos
Bolivíuforseti, að einnig gæti
Chilestjórn gengið það til að
vilja koma óorði á BolivÁu-
stjórn áður en haldinn yrði
fyrirhugaður fundur leiðtoga
Ameríkuríkja ellegar stofna
til vopnaviðskipta á landa-
mærunum með það fyrir aug
um að vekja andúð á Bolivíu
erlendis. Dagblöð og stjórn-
málaleiðtogar voru sammála
um að ekki gæti það verið
einber tilviljun að þessar úf-
ar skyldu verða einmitt í
þann mund er Bolivíuscjórn
lét það uppskátt, að hún
myndi leggja fyrir fund leið
toga Ameríkuríkja sem áður
sagði, kröfur Bolivíu um að-
gang að sjó.
Sú er forsaga þessa máls,
að eftir Kyrrahafsstríðið
1879 missti Bolivía í hendur
Chile þrjár hafnarborgir sín-
ar og hina steinefnauðugu
Atacama-auðn og hefur æ
síðan reynt að endurheimta
þessi héruð. Chile hefur aft-
ur á móti jafnan hafnað öll-
um kröfum Bolivíu um að-
gang að sjó og segja að land-
inu dugi mæta vel hafnar-
borgir þær í Chile sem Boli*
víumenn hafi frjálsan aðgang
að.
Þetta hafnarstríð hefur
skyggt á flest mál önnur sem
á milli hefur borið í samskipt
um Chile og Bolivíu en ýmis
legt fleira hefur þeim orðið
til sundurþykkis. Chilebúar,
sem flestir eru af evrópsku
bergi brotnir, líta heldur nið-
ur á Bolivíumenn fyrir þá
sök hversu fjölmennir Indíán
ar eru þar í lahdi og þykir
efnahagsþróun þar næsta
skammt á veg komin. Bolivíu
menn svara því til að „Efna
hagsstríð“ Chile sér á hendur
sé aðalorsök vanþróunarinn-
ar í landinu og bera Chilebú-
um á brýn ólögmætan inn-
flutning ýmisskonar inn í
Bolivíu, einkum um fríhöfn-
ina Arica, sem er rétt við
landamærin og segja að
þetta skapi glundroða í efna
hagslífi lands síns og ýti und
ir verðbólgu.
Chilebúum gremst á hinn
bóginn það sem embættis-
menn þarlendir kalla „óraun
sæjar kröfur“ Bolivíu um
hafnarborg og önnur skilyrði,
svo og „sífelldar tilraunir"
Bolivíumanna til þess að
gera Chile að yfirgangsaðila
í augum alþjóðar.
Flestir þeir sem til þekkja
telja þó að tæpast muni
koma til vopnaviðskipta milli
Chile og Bolivíu, ekki sízt
fyrir þá sök að báðir eru for-
setar landanna mjög áfram
um þjóðfélagsumbætur og
eflingu atvinnulífsins í lönd-
um sínum og gera sér þess
ljósa grein hverjar afleiðing-
ar styrjöld myndi hafa á
áform þeirra í þessum efnum.
Allt um það fer hitt ekki
milli mála að hinn forni
fjandskapur milli ríkjanna
hefur enn ýfzt og bilið milli
þeirra breikkað.
Allt að því áratugum sam-
an höfðu hinir svoköll-
uðu vinstri flokkar á íslandi
talað og skrifað fjálglega um
það, að vinstri stjórn væri
íslendingum lífsnauðsyn.
Slík stjórn mundi ráða fram
úr öllum vanda. Hún hlyti
fyrst og fremst að stjórna
landihu með hagsmuni verka
lýðsins og „almúgans“ fyrir
augum.
Sú stund rann svo upp að
vinstri stjórn var mynduð
sumarið 1956. Sorgarsaga
hennar er margsögð og þarfn
ast ekki endurtekningar. Spor
hennar hræða. Flokkar henn-
ar gátu ekki komið sér sam-
an um neitt annað en að
leggja nýjar og sligandi á-
lögur á þjóðina. Hún sleppti
verðbólgunni lausri eins og
óargadýri á þjóðina. Á hinu
stutta valdatímaibili hennar
var meiri ófriður en nokkru
sinni fyrr á vinnumarkaðn-
um. Launþegasamtökin van-
treystu þessari stjórn. Þau
vildu ekki veita henni nokk-
urra vikna frest haustið 1958,
til þess að kanna það enn
einu sinni, hvort nokkur sam
eiginleg úrræði fyndust inn-
an stjórnarinnar um raun-
hæfar aðgerðir gegn sívax-
andi verðbólgu. Þá sagði
vinstri stjórnin af sér. Hún
gafst hreinlega upp fyrir
þeim vanda, sem hún hafði
leitt yfir „almúgann“ og al-
þjóð. Við blasti efnahagslegt
hrun. Vinstri stjórnin hafði
leitt yfir íslendinga niður-
lægjandi vantraust út á við
og upplausn og öngþveiti inn
á við.
Þannig lék vinstri villan
íslenzkt fólk.
Síðan hefur minna verið
rætt um nauðsyn vinstri
stjórnar. En kommúnistar og
Framsóknarmenn eiga þó enn
þá ósk heitasta og einlæg-
asta, að geta sett á laggirn-
ar nýja vinstri stjórn. Það er
þeirra mikla takmark. Þess
vegna berjast þeir trylltri bar
áttu gegn jafnvægis- og upp-
byggingarstefnu Viðreisnar-
stjórnarinnar. Þess vegna
hafa þeir s.l. 7 ár reynt að
torvelda hvers konar við-
leitni til þess að hindra verð-
bólgu og dýrtíð í landinu.
En vill íslenzkur almenn-
ingur leiða öngþveiti og úr-
ræðaleysi vinstri villunnar yf
ir sig að nýju?
Áreiðanlega ekki, Þjóðin
fagnar verðstöðvunaraðgerð-
um ríkisstjórnarinnar og ger-
ir sér ljóst að áframhaldandi
kapphlaup milli kaupgjalds
og verðlags leiðir til ógæfu
og kjaraskerðinga. Þoku
vinstri villunnar hefur létt af
íslendingum. Yfirgnæfandi
meiri hluti þjóðarinnar ger-
ir sér Ijóst, að hún er óraun-
sætt skrum, sem enga far-
sæld getur skapað.
í Ijósi þessara staðreynda
verður baráttan háð við
næstu alþingiskosningar. Þá
svara íslenzkir kjósendur
fyrst og fremst einni spurn-
ingu. Það er spurningin um
það, hvort þeir kjósi heldur
jafnvægisstefnuna, athafna-
og viðskiptafrelsi eða spill-
ingu og ranglæti haftastefn-
unnar og vinstri villunnar.
UMBÓTA TÍMAR
egar litið er yfir hið um-
fangsmikla umbótastarf
núverandi ríkisstjórnar á sjö
ára stjórnarferli hennar verð-
ur ljóst að á þessu tímabili
hefur orðið meiri breyting á
högum og lifnaðarháttum
þjóðarinnar en á nakkru öðru
sambærilegu tímabili í henn-
ar sögu. Þrjár höfuðstaðreynd
ir vekja sérstaka athygli.
Á s.l. fimm árum hafa lífs-
kjör þjóðarheildar og ein-
staklinga batnað um 33%—
40%. Um þetta eru óyggj-
andi tölur en mestu skiptir
þó, að fólkið veit að þetta er
rétt.
Frá því að vinstri stjórnin
lét af völdum hefur skuld-
laus eign atvinnuveganna í
landinu aukizt um 50% í
raunverulegum verðmætum.
Þetta er einnig staðreynd,
sem ekki verður hrakin og
reyndar öllum ljós, sem
fylgst hafa með þróttmiklu
atvinnulífi landsmanna síð-
ustu árin.
Loks má benda á, að á sl.
tveimur árum hefur tekizt að
tryggja vinnufrið í landinu
án þess að til meiri háttar
verkfalla hafi komið og er
það vafalaust einn farsælasti
árangur stjórnarstefnunnar
og ávöxtur góðrar samvinnu,
ríkisstjórnar, verkalýðshreyf
ingar og atvinnurekenda.
Þessi þrjú atriði sýna svo
ekki verður um villst að á
stjórnartímabili núverandi
ríkisstjórnar hefur orðið
meiri breyting til batnaðar
á högum þjóðarinnar en á
nokkru öðru jafnstuttu tíma
bili.
GLÆSILEG
BYGGÐAÞING
Oyggðaþingum ungra Sjálf-
" stæðismanna er nú lok-
ið. Þau voru haldin í öllum
landshlutum á sex stöðum sl.
tvær helgar. Á þingum þess-
um fluttu ráðherrar og þing-
menn Sjálfstæðisflokksins
ræður og svöruðu fyrirspurn
um og fjallað var um hags-
munamál byggðarlaganna.
Byggðaþingin tókust með af-
brigðum vel um land allt og
eru tvímælalaust merki þess,
að ungir Sjálfstæðismenn um
land allt hafa hafið nýja sókn
til eflingar Sjálfstæðisflokkn
um.
Samband ungra Sjálfstæð-
ismanna og hin einstöku fél-
ög ungra Sjálfstæðismanna
hafa aukið mjög starf sitt á
síðustu árum og eru öflug-
ustu stjórnmálasamtök ungs
fólks á íslandi. Með byggða-
þingum hafa þessi samtök
markað starfsemi sinni og
stefnu vetur ög vor ákveð-
inn farveg og væntanlega
verða hin velheppnuðu
byggðaþing til þess að ef'a
mjög félagsstarf ungra Sjálf
stæðismanna.
Tokíó, 5. nóv. NTB.
• Fjórir japanskir fjallgöngu-
menn fórust í ofsastormi á föstu-
dag, er þeir voru að klífa fjallið
Tanigawa, sem er um 2000 metr-
ar á hæð. Sex manna annarra er
saknað.