Morgunblaðið - 08.11.1966, Síða 19
Þriðjudagur 8. nóv. 1966
MORGUNBLAÐIÐ
19
„Ðraugagangur"
A. Magnússonar
Það hefur dregizt fyrir mér
að þakka Sigurði A. Magnússyni
svar hans við grein minni um
toókmenntakynningu hans í Nor-
disk Tidskrift þ. 23. sept. sl.
Svargrein Sigurðar Mbl. 7. 10. sl.
ias ég erlendis, en hafði ekki
tóm til að sinna henni í svip-
xnn. Svo kemur þá kvittun eftir
dúk og disk.
Ég hef ekki ástæðu til a'ð vera
óánægður með svar Sigurðar,
iheldur þvert á móti. Ef ég ætti
að finna eitthvað að því, myndi
það helzt vera hinn algeri skort-
ur á húmor sem einkennir það,
sem og flest skrif þeirra manna,
sem tekið hafa að sér að upp-
lýsa okkur um skáldskap sam-
tímans. Maður með kímnigáfu
myndi t.d. aldrei láta sér koma
til hugar að halda fram í alvöru,
að persónulegt mat hans á.skáld
skap væri svo þungvægt að hann
gæti rólega látið undir höfuð
leggjast að nefna aðra höfunda
en þá, sem honum geðjaðist per-
sónulega bezt að í ritgerð, sem
átti að vera yfirlit handa útlend-
ingum.
Þessi skortur á húmor hefur
að mínum dómi verið yngstu
höfundakynslóð okkar fjötur
um fót. Húmorinn verkar sem
einskonar hemill á miður
skemmtilegar tilhneigingar í
fari manna. Hann er svarinn
fjandi þeirrar fullyrðingar-
hneigðar, sem allmjög hefur
gætt í skrifum sumra gagnrýn-
enda. En maður, sem hefur kímni
gáfu, fær sig ekki til þess að
reyna að telja öðrum trú um að
hann sé nafli veraldar, en af
því leiðir aftur að hann temur
sér sanngirni og hófsemi í dóm-
um óg forðast órökstuddar stað-
hæfingar til lofs eða lasts, hvort
heldur menn eða stefnur eiga í
falut.
Ég hef að sjálfsögðu mínar
ekoðanir á bókum og höfund-
úm, en ég teldi óverjandi að ég
þess vegna færi að velja úr höf-
undum eftir eigin geðþótta í
grein, sem samkvæmt e'ðli máls-
ins ætti að vera yfirlit yfir bók-
menntastarfsemi ákveðins tíma.
Vel veit ég, að þegar erlend tíma
xit snúa sér til manna um yfir-
litsgrein, eru þeim ekki settar
eðrar skorður en þær, sem hvar-
vetna eru óskráð lög: óhlut-
drægni í frásögn. Ég held, að
erlendir bókmenntamenn myndu
telja það móðgandi að taka
fram svo sjálfsagðan hlut. En
það útilokar enganveginn að
greinarhöfundur megi segja sín-
ar skoðanir á einstökum höfund
tun og verkum þeirra. Hitt mun
hvergi vera viðurkennt að í slíku
yfirliti sé Ieyfilegt að sleppa höf
nndutn af þeirri ástæðu einni að
þeir eru á annarri „línu“ en grein
arhöfundur sjálfur. En þetta
virðist mér Sigurði A. Magnús-
eyni hafa orðið á, svo sem skýrt
kemur fram í upptalningu hans
á ljóðskáldum þeim, er hann
mefnir í svarinu til mín. Ham-
ingjan forði mér frá að gefa
einkunnir — við höfum meira
en nóg af slíkum hégóma í okk-
ar þjóðfélagi — en ekki held ég
að það hefði verið úr vegi að
nefna t.d. ljó'ðskáldin Gunnar
Dal og Þórodd Guðmundsson.
sem báðir gáfu út bækur á þessu
tímabili, og það eins fyrir það,
þótt þeir séu auðsýnilega
ekki í „náðinni“ hjá þeim mik-
ilvirka „dómara“ Ólafi Jóns-
syni. Og undarlega kemur það
fyrir sjónir, að Ólafur Jónsson
eys fyrst og fremst þessi skáld
fúkyrðum, svo sem til að undir-
búa þau undir einskonar „af-
töku“, sem Sigurður A. Magnús
son síðan framkvæmir á síðum
Nordisk Tidskrift, með því að
láta þeirra a'ð engu getið! Mun
þó flestra sanngjarnra manna álit
vera, að þeir hefðu átt heima í
þeirri upptalningu, ekki síður
en ýmsir, sem þar er gert hátt
undir höfði. Þetta lítur allt svo
einkennilega út, að maður gæti
freistast til að halda, að hér væri
um einskonar samspil að ræða,
eða þá að gagnrýnendurnir væru
af veikum mætti að leggja sinn
skerf — að vísu misskilinn —
til einhvers „stjórnarsamstarfs"
á bókmenntavettvangi! Hinu síð
ara mun þó ekki vera til að
dreifa. Sannleikurinn er líklega
sá áð hér er um að ræða algeng
viðbrögð manna, sem skortir þá
sjálfsgagnrýni, sem gerir það
kleift að skynja eigin takmark-
anir og losna með því við þá
bjargföstu „autorítetstrú“ sem
þeir hafa á sjálfum sér.
Svipuðu máli og um Ijóðskáld
in gegnir meðferð Sigurðar A.
Magnússonar á þeim prósahöf-
undum sem hann tekur til með-
ferðar. Ég sakna þar höfunda,
sem ég tel engu síður „bitstæða"
en ýmsa þá sem hann nefnir.
Svo aðeins eitt dæmi sé nefnt,
þá kom bók Stefáns Júlíussonar,
„Sumar*uki“, út á þessum ár-
um, en á'ður hafði hann sent frá
sér söguna „Sólarhring", þar sem
tekið er til meðferðar efni, sem
áður hefur lítið verið fjallað um
í íslenzkum bókmenntum.
Það er skemmtilegur útúrsnún
ingur hjá Sigurði, er hann fer
að tala um að ég hafi ætlazt
til að hann gerði einhverskonar
bókaskrá (þar sem m.a. Stjórn-
artíðindi, Alþingistíðindi og
markaskrár ættu réttilega
heima), og get ég ekki sé'ð bet-
ur — og skýt því undir dóm
lesenda þessara greina okkar —
en að hér sé óbein játning
á því, að honum hafi meira en
lítið yfirsézt í grein sinni í Nor-
disk Tidskrift. Grein hans hef-
ur að fyrirsögn: „Islandsk skön-
litteratur 1962—64“. Ég ætla, að
það segi allt, sem segja þarf í
þessu sambandi.
Sigurður A. Magnússon virð-
ist kunna því illa að ég rakti
lítið eitt starfsemi vissra póli-
tískra afla á bókmenntasviðinu,
og telur, að ég sé með því að
vekja upp draug sem hann hélt
að væri fyrir löngu kve'ðinn nið
ur. Það er nú svo. Mér kemur
ekki til hugar að halla á þau
stjórnmálasamtök, sem létu mest
til sín taka í þeim efnum á
tímabili; þeir stjórnmálamenn,
sem þar var um að ræða, skildu
hvílíkt afl bókmenntirnar geta
verið í þjóðmálabaráttunni, ef
vel er á haldið, og færðu sér það
í nyt. Það er meira en hægt er
Sigurðar
að segja um andstæ'ðinga þeirra
á sama tíma. En að draugurinn
sé hættur að „ríða húsurn" virð-
ist mér muni vera ofmælt hjá
Sigurði. Ég leyfi mér að tilfæra
nokkur orð úr viðtali við Jó-
hann Hjálmarsson skáld, einn
hinna nýju gagnrýnenda Morg-
unblaðsins; til að varpa ljósi á
þetta atriði. Þar segir svo (Mbl.
23. okt. sl.):
„Ung íslenzk skáld eru að því
er virðist upptekin af öðrum
hlutum ( en að lesa bókmennt-
ir). Þau eru að eltast við póli-
tík. Þegar maður hittir ung er-
lend ljóðskáld er talað um bók-
menntir, en hér er spurt hvar
maður standi í pólitík og hvort
maður hafi farið í. göngu til þess
að mótmæla hersetu. Svo er kom
ið með ýmiss konar plögg til
manns, samin af vafasömum
mönnum, og fnaður beðinn a'ð
skrifa undir þau“.
Hér þarf ekki framar vitn-
anna við. Hér talar maður úr
hópi skáldanna sjálfra og veit án
efa hvað hann er að segja. Ætli
við S.A.M. getum ekki verið
sammála um að honum skjátlað-
izt, er hann segir í svargrein
sinni að þessir_ draugar væru
kveðnir niður? Ég þarf ekki að
taka það fram, að mér er hjart-
anlega sama hvort skáldin telja
sig kommúnista, framsóknar,
menn, sjálfstæðismenn, .alþýðu-
flokksmenn eða eitthvað ann-
að, aðeins ef þau láta skáld-
skapinn sitja í fyrirrúmi. En sam
kvæmt skoðun Jóhanns Hjálmars
sonar, sem virðist byggð á
reynslu, er þessu öfugt farið.
Þarf það þá að undra S.A.M.
eða nokkurn annan, sem fylgist
með þessum málum, þátt áhuga-
menn um skáldskap séu ekki
reiðubúnir að slá striki yfir þann
þátt, sem pólitískur klíkuskapur
á í umræðum um skáldskap og
skyld efni? Að neita þessum/stað
reyndum hlýtur að stafa af fá-
fræði einni, en getur þó leitt til
þess að óprúttnir pólitikusar fari
að núa S.A.M. og öðrum því um
nasir að þeir vildu ekki við það
kannast, af því að slík afstaða
væri hluti af dulargerfinu!
Þetta er nú gamli uppvakning-
urinn, sem S.A.M. sakar mig um
að draga fram á ný. Aúðvitað hef
ég hvergi sagt í grein minni að
þeir S.A.M. og Ólafur Jónsson
væru dulbúnir kommúnistar. Ég
sagði aðeins, að í grein sinni í
Félagsbréfinu hefði S.A.M. tal-
ið þá af yngri höfundunum upp,
sem áður höfðu („flestir") hlot-
ið náð hjá „fyrrnefndri^ póli-
tískri bókmennta klíku“. Ég tek
það fram, að þessi orð mín áttu
eingöngu við greinina í Félags-
bréfinu, en ekki þá í Nordisk
Tidskrift, þar sem upptalningin
er bundin aðeins við tvö ár. Með
þessu átti ég að sjálfsögðu við
það, að hann fór þarna troðnar
slóðir. Ég læt mér því í léttu
rúmi liggja, þótt S.A.M. telji að
mér veitist erfitt „að feta ein-
stigi sannleikans“ í þessu atriði.
Hér er ekki þörf stóryrða af
neinu tagi; það sem ég sagði um
þetta var satt, og ég hef heldur
ekki lastað það út af fyrir sig,
eins og ég drap á hér áð ofan.
En hitt játa ég, að ég hafði gert
mér vonir um að víðsýni S.A.M.
næði út fyrir þennan hring.
Síðan segir Sigurður orðrétt:
„ . . . . fæ ég ekki betur séð en
þungamiðja þeirrar útleggingar
(þ.e. minnar -J.B.) sé sú að ég
fari mjög villur vegar í bók-
menntaskrifum mínum heima og
erlendis vegna þess að mér láð-
ist að nefna Jón Björnsson (auðk.
af mér J.B.) í yfirlitsgrein um
íslenzkar bókmenntir í Félags-
bréfi Almenna bókafélagsins í
fyrravetur og gat hans aðeins
„stúttlega í greininni í Nordisk
Tidskrift“. Þarna hefur máður
það svart á hvítu. Hér hefur
gengið einskær öfund til, er ég
gagnrýndi ' bókmenntakynningu
S.A.M.! Hér er nú sálgreining
sem segir séx. Ég dirfist naum-
ast að vefengja þennan dóm bók-
menntafræðingsins, en neyðist
þó til að segja honum í fullri
vinsemd, að mér er svona hér-
umbil sama hvort ég er talinn
„bitastæðúr“ í grein, eins og
þeirri sem birtist í Félagsbréf-
inu, eins og þar er haldið á mál-
unum. Hitt mætti ég kannske
auðmjúklega telja mér til tekna,
að hvað sem öðru líður verður
þó ekki sagt að mig hafi skort
lánglundarge’ð, þar sem grein
S.A.M. kom í des. 1965 og athuga
semdir mínar eru ritaðar um
mánaðamótin ágúst — sept. sl.
Hef ég því „gengið með“ öfund-
sýkisgeðvonzku mína á níunda
mánuð! Ég er heldur ekki ó-
ánægður með hina „stuttlegu"
umgetningu í Nordisk Tidskrift,
þar sem tilgangurinn með grein-
inni er svo auðsær. í þessum
kafla kemur enn einu sinni í
ljós sá skortur á húmor, sem
virðist vera nærri því einkenn-
andi fyrir marga þá menn, sem
telja sig útvalda til að fræða
lýðinn um bókmenntir samtím-
ans. Hvernig væri, ef þeir temdu
sér að brosa öðru hverju, þó
ekki væri nema með öðru munn-
vikinu — og þá að sjálfum sér?
Ég hef nú drepið á örfá atr-
iði í grein S.A.M. og farið fljótt
yfir sögu, en ekki get ég látið
hjá líða að minnast enn á leik-
ritin. Nú deili ég enganveginn
á S.A.M. fyrir að nefna „Gesta-
gang“ í upptalningu sinni, ef
hann hefði látið aðra njóta sann
mælis. Ég vítti fréttaflutning
Mbl., þar sem þessa leikrits var
alls ekki getið, en hin nefnd
með tölu. Ég gagnrýndi einmitt
óþarfa hlédrægfti blaðamanns-
ins, en í greininni í Nordisk Tid-
skrift var rétt sagt frá og ein-
mitt þannig, sem ég hefði ósk-
áð að öll greinin hefði verið,
þ.e. laus við úrvinnslu á höf-
undum. Heldur finnst mér það
óvarlegt af S.A.M. að bregða
mér um ósannindi, þótt að ég
nefndi leikrit hans tímamóta-
verk. Það er að vísu rétt að
hann leggur ekki mat á það
beinlínis, annað en það sem
felzt í þessum orðum: „Den nye
bölge“ indenfor det islandske
teater begyndte í marts 1962 med
Nationalteatrets premire pá skue
spillet „Gestagangur“ (Gæsteri)
af undertegnede". Svo er greint
frá efni leikritsins í fám orð-
um. Ég leyfi mér að kalla verk,
sem boðar nýjungar („den nye
bölge“) innan þessarar listgrein-
ar, eða kemur nýrri hreyfingu
á stað, tímamótaverk. Ég hygg,
að flestir, sem um bókmenntir
hafa fjalláð fyrr og síðar muni
telja þessa skilgreiningu nærri
sanni. En eins og við S.A.M.
vitum báðir, þurfa slík rit ekki
að vera nein snilldarverk. — !
þessu sambandi er rétt að geta
þess að S.A.M. staðhæfir, að ég
fari með rangt mál af því hann
hafi orðin „den nye bölge“ inn-
an gæsalappa, en ég sé ekki að
gæsalappir þessar skipti máli,
því að ekki verður séð að um
tilvitnun sé að ræða, nema ef
vera skyldi í hugsanir S.A.M.
sjálfs, og þá finnst mér engin
fjarstæða að telja þáð skoðun
hans. Hitt er svo óumdeilanleg-
ur réttur hvers höfundar að á-
kveða hvort hann talar við sjálf
an sig innan gæsalappa eða án
þeirra.
Ég hafði því miður ekki tæki-
færi til að sjá leikrit Sigurðar,
og vil því engan dóm á það
leggja, en ég vil leggja áherzlu
á að ég tel það þakkarvert, er
ungir höfundar gera tilraunir á
þessu sviði. Leiklist okkar er
vinningur að hverju nýju sviðs-
hæfu verki og ber vel að meta
viðleitni í þá átt. Hitt er svo
annáð mál að jafnvel í kaflan-
um um leikritin, sem er bezti
kafli greinarinnar, skortir á ná-
kvæmnina. Það má teljast til
nýjunga er islenzkir höfundar
hófu að semja framhaldsleikrit
fyrir útvarp. Mun Agnar Þórð-
arson hafa riðið þar á vaðið.
Að minnsta kosti eitt slíkt leik-
rit kom út á prenti á umræddu
tímabili, „í múrnum" eftir Gunn
ar M. Magnúss. Hér er um að
ræða nýtt svið fyrir rithöfunda
hér á landi.
Ég vék að því í grein minni
að S.A.M. myndi aðhyllast ein-
hverskonar „ný form“ í skáld-
skap. Þetta hélt ég að væri ekk-
ert launungarmál. Þetta sjónar-
mið hefur komið fram í mörg-
um ritsmíðum hans og, einnig i
greininni í Nordisk Tidskrift.
Þar stáðhæfir hann fullum fet-
um að skáldsagan sé í niður-
lægingu hér á landi. Það virð-
ist vera orðin tízka að fullyrða
þetta í tíma og ótíma, þó að
sjaldan sé spúrt um, hvort slík
staðhæfing hafi við rök að styðj-
ast, en það efa ég raunar stór-
lega. í framhaldi af því segir
hann orðrétt: „Men máske ligg-
er hovedársagen deri (e. rom-
anens forfald), at de islandske
romanforfattere ikke har holdt
trit med tiden — eller snarere:
de er blevet overvældet af en
tradition som var altomspæn-
dende og med hvilken meget
f& kunne hábe at mále sig: den
episke sagatradion". Mér er
spurn: Úr því að skáldsagan, að
áliti S.A.M., hefur dregizt aftur
úr vegna formsins, er það þá
nokkúr goðgá af mér áð telja
hann aðhyllast önnur form? Og
þá fer mönnum að skiljast, að
eldri skáldakynslóðin, sem aðal-
lega aðhylltist hefðbundið form,
geti naumast átt upp á pallborð-
ið hjá honum og öðrum svipaðr-
ar skoðunar, og að ummæli min
eru ekki órökstudd. Ekki hef
ég sagt að „ný form“ þurfi endi-
lega að vera vísbending um
kommúniskar tilhneigingar, en
það er eigi áð síður staðreynd
að margir leiðandi menn þeirrar
stefnu vestantjalds hafa tekið
„formbyltingarskáldskap“ tvéim
höndum, meðan skoðanabræður
þeirrg í Rússlandi hafa horn i
síðu slíkra skálda og hafa oft
látið þau sæta ofsóknum. Enn
eitt dæmi um ofstæki í þessum
efnum berast einmitt upp í hend
urnar á mér meðan ég skrifa
þessar línur. í ritdómi um ný-
útkomna bók Guðbergs Bergs-
sonar í Mbl. 28. okt. sl. segir
Erlendur Jónsson er hann hefur
fjallað um einn kafla bókarinn-
ar: „Og verður að segjast eins
og er, að með þeirri lausn hefur
höfundur „Metsölubókarinnar**
komið í veg fyrir, áð alvarlegum
höfundum sé framar fært að not
ast við þá mjög svo tiltækilegu
aðferð til ástarfarslýsinga: Þeir
verða nauðugir viljugir að
brjóta upp á einhverju nýju í
þeim efnum“.
Tónninn í þessum orðum minn
Framhald á bls. 22
HAPPDBÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS
Á fimmtudag verður dregið í 11. flokki.
2.500 vinningar að fjárhæð 7.500.000 krónur.
Á morgun eru seinustu forvöð að endurnýja.
Happdrætti Háskóla tslands
11. FLOKKUR:
2 á 500.000 kr. . . 1.000.000 kr.
2 á 100.000 kr. .. 200.000 kr.
160 á 10.000 kr. . 1.600.000 kr.
332 á. 5.000 kr. . 1.660.000 kr.
2.000 á 1.500 kr. 3.000.000 kr.
Aukavinningar:
4 á 10.000 kr. .. 40.000 kr.
2.500 7.500.000 kr.