Morgunblaðið - 24.02.1968, Side 4

Morgunblaðið - 24.02.1968, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRUAR 1958 MAGIMÚSAR SKiPHOlH 21 SÍWÁ* 21190 tt eftir lokun simi 40381 Hverfisgötn 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigngjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 ella 81748 SigurSur Jónsson. BÍLALEIGAINi - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. Nýr sími 23-222 SENDIBÍLAR H.F. Einholti 6. FÉLACSIIF Ármenningar. Skíðaferðir verða í Jósefs- dal, laugardag kl. 7 og 6 og sunnudag kl. 10 frá Umferðar miðstöðinni. Nægur snjór er og mun skíðalyftan verða í gangi. Seldar verða veitingar f skálanum. Ath. að gisting verður seld við bilana. Stjórnin. K.R.-ingar, skíðafólk. Næturgisting í Skálafelli verður ekki helgina 24. febr. Skíðafólk, sem ætlar í Skála- fell á laugardag verður að fara í bæinn aftur. Ferðir eru uppeftir á sunnud. kl. 10 f. h. Gott skíðafæri er í Skálafelli, mikill snjór. Lyfta í- gangi. Veitingar í skála. Stjórnin. 'A' Bezta öryggisráð- stöfunin að hver leggi sitt af mörkum Frá upplýsingafulltrúa H-nefndaTÍnnax hefur Velvak- anda borizt eftirfarandi bréf sem svar við bréfi vegfaranda, sem birtist hér í dálkunum í fyrradag. Ágæti Velvakandi. í dag birtist bréf frá „Veg- faranda" í dálkum þínum, og spyr hann hvað gert verði til að vernda öryggi okkar fyrir þeim, sem ef til vill reyna að hindra H-umferð. í tilefni af þessu vil ég benda „Vegfaranda“ á, hver svo sem hann er, að við höfum ekki trú á, að neinn reyni á H-dag- inn, að koma í veg fyrir að umferðarbreytingin geti átt sér stað með eðlilegum hætti. f>að kæmi verst niður á þeim sjálf- um, sem það reyndu, því þeirra biði, eftir það líklega ekki nema grár fangaklefinn í svo og svo langan tíma. Um- ferðarbTeytingin er lög , og eftir þeim ber öllum borgurum þessa lands að fara. Þeir sem brjóta Iögin fá sina hegningu. Þ>á talar vegfarandi um sjúkrahjálp á vegum úti á H- dagin. Að sjálfsögðu verða gerðar öryggisráðstafanir, til þess að tryggja það, að um- ferðarbreytingin fari sem bezt fram. Því hefur þegar verið lýst yfir að löggæzla á vegum og í borgum verði stóraukin. Þá hafa aðilar, sem hafa björg- unar og hjátparstörf með höndum boðið fram alla sína aðstoð, bæð: hér í Reykj avík og úti á landi. Bezta öryggisráðstöfunin er samt sem áður, að hver og einn leggi sitt aí mörkum til þess að umferða rbreytirvgin gangi vel fyrir sig, og við sem störf- um að því að koma á hægri umferð á íslandi, efumst ekki um að hver muni leggja sitt af mörkum, eftir þær viðtökur, sem erindrekar okkar fá víða um land um þessar mundir. Kári Jónasson, upplýsingafulltrúi H-nefndax. 'A' Enn íil hjálpar hreindýrunum Reykjavík 21/2. 1968. Dýravinur skrifar: Heiðraði „Velvakandi"! Vegna bréf frá Valgerði sem birtist í dálkum þinum í dag vil ég eindregið leggja fram sömu upphæð og hún til björg- unar hreindýrunum og sendi hana hér með. Ég trúi þvi ekki þótt einhver segi að það sé gagnslaust að gefa þeim. Hvað annað á að gera en að senda þeim fóður flugleiðis og það sem fyrst. Fóðrið má binda saman í bagga þannig að það ekki fjúki í allar áttir, en sé þó aðgengilegt til ætis. Flug- vél gæti flutt það og varpað því niður þar sem hreindýrin eru. Vinsamlegast, Dýravinur. ★ Magartinn í hljóð- varpinu Ég var að hlýða á fréttir úrvarpsins öðru nafni Hljóð- varpsins, miðvikudagskvöldið 14. þ.m. Mér fannst ég kann- ast við málróm fréttamanns- ins, sem var að rekja eitthvert viðtal, en kom ekki fyrir mig nafni hans. Vart hafði hann sleppt orðinu er þulan til- kynnti að Tryggi Gíslason mag. art. annaðist næsta dag- skrárlið, íslenzkt mál eða dag- legt mál, hvort sem það nú hét. Og þegar hann hóf mál sitt var málrómurinn hinn sami og fréttamannsins, sem var að Ijúka máli sínu. Tryggvi Gísla- son, fréttamaður, og Tryggvi Gíslason, íslenzkufræðingur og mag. art., eru sem sé einn og sami maðurinn. Jú, milkið rétt. Ég þekki nú ekkert til þessa unga manns, sem nýlega mun hafa lokið há- skólaprófi í íslenzum fræðum, nema hvað ég minnist þess að hafa heyrt í honum sem frétta- manni hljóðvarpsins öðru hvoru á undanförnum árum. En nú er þessi fréttamaður sem sé orðinn mag, art. og mál- fræðingur og fullur af merki- legheitum. Yfirlætisdómur ung liða þessa, er sem sé ástæðan til þess að ég rita þennan pistil. Það var enginn smékalli sem ■knésetti Alþingi og Sjónvarpið þetta kvöld í Hljóðvarpinu. „Sáuð þið hvernig ég lagði hann piltar". Það prýðir vitaskuld hvern þingmann, eins og aðra menn, að tala fagurt mál. En fleira kemur til greina en málsmekk- ur frambjóðenda, er menn velja fulltrúa á Alþing. Og hvaðan kemur magartinum vit- neskja um lélegt málfar al- þingismanna almennt, nema hann eigi einhvern sögumann á þingi. Þingmenn korna sjaldn- ast fyrir eyru útvarpshlust- enda í eigin persónu, og þvi hægra er um vik fyrir magart- inn í Hljóvarpinu að læða því inn hjá almenningi að þeir tali slæmt mál. Og þessi vígdjarfi riddari hefir ekki fyrr greitt Alþingi banahöggið en hann vegur í knérunn Sjónvarpsins og vex nú ásmegin, enda orðinn reið- ur „mjök“. Var mieð engu móti unnt að skilja ummæli mag- artins um sjónvarpsmenn, á annan veg en sem atvinnuróg. Vildi hann hreinlega láta reka þá úr vistinni og mátti lesa milli Mnanna að mikill væri nú munurinn ef þar væri á vist andlegur jafnokí hans sjálfs. (Eða kannske hann léti tilleið- ast, ef að honum væri lagt, þjöðarinnar vegna, að gerast þar sjálfur vistmaður?) Ekki nefndi hann þó nema eitt dæmi til stuðnings þessari hug mynd sinni um hreinsun hjá Sjónvarpinu, sem sé að sögnin að framkvæma væri ofnotuð hjá þeirri stofnun, enda virð- ist hafa verið mikið fram- kvæmt þar á skömmum tíma og tekist flestu öðru betur sem ráðizt hefir verið í hér á landi. Ég fór að hugsa um það hversu framúrskarandi smeikk- laust það væri, að ekki sé sagt drengskaparlítið, að vega þannig opinberlega og órök- stutt að samstarfsmönnum sín- um eins og fréttamaður Hljóð- varpsins í gervi magartsins gerði þetta kvöld. Því að vita- skuld eru Sjónvarp og Hljóð- varp ein stofnun, sem sé Ríkis- útvarpið, og allir staTfsmenn Ríkisútvarpsins því samstarfs- menn. Ég get ómögulega séð að þetta fyrirbæri hjá Tryggva Gíslasyni sé anað en angi af þeirri afbrýðisemi í garð Sjón- varpsins, sem þráfaldlega hefir skotið upp kollinum í dag- skrám hljóðvarpsmanna síðan Sjónvarpið tók til starfa. Þetta er skiljanlegt, þar sem Sjón- varpið s kyggir í sívaxandi mæli á Hljóðvarpið og hefur „slegið í gegn“. En stórmann- leg eru þessi viðbrögð Tryggva Gíslasonar og haaas nóta ekki og aðeins til þess að vekja atihygli á öfund þeirra og sárindum. Reynið að bera harm ykkar i hljóði hljóðvarpsmenn góðir. Sjónvarpsmenn virðast umbera nagg ykkar með fullkominni þögn og skilningi á sálar- ástandi ykkar en við hlustend- ur, sem ekki höfum alveg hætt að hlýða á Hijóðvarpið ennþá, nennum ekk: lengur að um- bera öfundar- og ólundartón- inn í ykkur. Einbýlishús Vil skipta milliliðalaust á 6 herbergja hæð í tví- býlishúsi á mjög fallegum stað og um 200 ferm. einbýlishúsi fullkláruðu eða langt komnu. Það þarf ekki að vera alveg nýtt og má vera í Kópa- vogi. Lysthafendur leggi símanúmer sitt inn hjá afgreiðslu Mbl. merkt: „Einbýlishús — 8844“. H. BENEDIKTSSON. H F. Sudurlandsbraut 4 Nauðungaruppböð Að kröfu innheimtumanns ríkissjóðs og lögmanna verður opinbert uppboð haldið við Bílaverkstæði Hafnarfjarðar laugardaginn 2. marz n.k. kl. 14.00. Seldar verða eftirtaldar bifreiðar: G-123, G-161, G-947, G-1531, G-2932, G-3422, G-4097 og G-4322. Auk þess verður seld loftpressa. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. S. R. P. Tilboð óskast í sendiferðabifreið og nokkrar fólksbif- reiðar er verða sýndar að Grensásvegi 9, miðviku- daginn 28. febr. kl. 1—3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5. Sölunefnd varnarliðseigna. ^Clœöning U}. „MAY FAIR“ Vinyl veggfóðrið fyrirliggjandi. KLÆÐNING H.F. Laugavegi 164 — Sími 21444.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.