Morgunblaðið - 12.06.1968, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JUNI ITTTO
Skipta um félög en
halda búsetunni
Reykvískir íþróttamenn keppa fyrir
ýmis félög úti á landi
ÞAÐ hefur vakið athygli í vor
að mikið hefur verið um félaga-
skipti hjá frjálsiþróttamönnum.
Munu þeir að minnsta kosti
fimm talsins hafa skipt um fé-
lög og keppa í sumar fyrir ýmis
félög úti á landi langt frá þeim
stöðvum sem þeir eiga lögheimili
á.
Jón Pétursson ,hástökkvari, og
síðar kringlukastari KR keppir
í sumar fyrir HSH á Snæfells-
nesi.
Hallgrímur Jónsson, kringlu-
kastari, keppir í sumar fyrir
HSÞ (S-Þing).
Þorsteinn Löwe, kringlukastari
ÍR, keppir í sumar fyrir UMS
Eyjafjarðar.
Karl Stefánsson lang- og þrí-
stökkvari KR, keppir í sumar
fyrir Breiðablik í Kópavogi og
Trausti Sveinbjörnsson hlaupari
í FH keppir í sumar fyrir Breiða
bhk í Kópavogi.
Enginn þessarra manna hefur
skipt um búsetu eða lögheimili,
sem er Reykjavík eða Hafnar-
From - Akur-
eyri 18. júní
LEIKUR Fram og Afeuneyringa
i 1. deiLd, sem fram átti að fara
iaugardaginn 15. júní á Lau'gar-
dalsvellinuim, hefur verið ffliutt-
ux titt og fer hann fram þriðju-
daginn 18. júní. Leifeurinn fer
fram á Laugardalsveiliniuim og
hefst hann fcl. 20.00.
Drengjumeistaru
mótið í kvöld
í KVÖLD kl. 8 hefst á Laugar-
dalsvelli Drengjameistaramótið
í frjálsum íþróttum. Keppendur
eru beðnir að mæta á vellinum
ki. 7 til skráningar.
Keppt verður í kvöld í þessum
greinum: 100, 400 og 1500 m
hlaupum, 110 m grinda'hlaupi,
4x100 m boðhlaupi, kúluvarpi,
kringlukasti, hástökki og lang-
stökki.
—
150 þús-
und pund
ALLAN Clárke, hinn efni-
Iegi unglingalandsliðsmaður í
enskri knattspyrnu var í gær
seldur frá Fulham til Leicest-
er fyrir 150 þúsund pund eða
sem svarar 20.7 millj. ísl. kr.
Þetta er langhæsta upphæð
sem getur í enskri knatt-
spymu fyrir leikmann.
Fulham féll úr 1. deild í 2.
deild nú í vor. Félagið seldi
einnig framherjann Frank
Large til Leicester. Hann fór
á 50 þúsund pund.
fjörður, og þeir munu áfram
þjálfa með sömu félögum og þefr
áður kepptu fyrirH
Astæðan fyrir þessum „flótta
úr þéttbýlinu" er sú að í sumar
verður háð landsmót UMFÍ.
Munu þessir menn hafa hug á að
keppa þar — en þátttaka er að-
eins heimil Ungmennafélögum,
en ekki öðrum íþróttafélögum.
Félagi í Ungmðnnafélagi nýtur
allra réttinda innan ÍSÍ en önn-
ur félög t.d. íþróttafélög í kaup-
stöðum hafa ekki aðgang þar.
Burizt um til-
verurettinn
Á föstudaginn verður reynt að
fá úr því skorið hvort ísfirðingar
eða Siglfirðingar eiga að leika í
2. deild í ár þ.e. halda sínu sæti
þar og hvort félagið eigi að falla
í 3. deild. Liðin mættust hér á
dögunum og skildu jöfn 1:1 eftir
framlengdan leik.
Leikurinn verður á Melavelli
á föstudagskvöldið.
16 ára unglingur vann
Jason Clark bikarinn í golfi
Einar Cuðnason vann Hvítasunnubikarinn
NÝLOKIÐ er á golfvel'linum í
Grafarholtslandi keppni G.R. um
Hvítasunnubikarinn. Keppni
þessi er ein af stærri keppnum
félagsins. Bikar sá, er keppt var
um, var gefinn Golfklúbbi ís-
lands, en svo hét G.R. fyrstu ár
golfíþróttarinnar á íslandi. Einn
af frumherjum þess klúbbs, Ól-
afur Gíslason stórkaupm., vann
þennan veglega farandgrip fyrst
ur manna árið 1937. Fjölmargir
kyifingar hafa unnið þess hefð
oftar en einu sinni síðar. Sá, sem
oftast hefur unnið eð_a fimm sinn
um alls, er Ólafur Ágúst Ólafs-
son, sonur þess manns, er fyrst-
ur bar sigur úr býtum.
Hvítasunnukeppnin 1968 hófst
að vanda með undirbúnings-
keppni með forgjöf, þar sem
keppt var um þau 16 sæti, er rétt
gefa til þátttöku í framhalds
keppni. Ljómandi veður var þann
dag, 18. maí. Leiknar voru 18 hol
ur með forgjöf og voru þátttak-
endur um 35 talsins.
Árangur 3ja beztu manna þenn
an dag:
Með forgjöf :
Arnkell B. Guðmundsson og
Jón Thorlacius á 66 höggum
3. Gunnlaugur Ragnarsson 69
högg.
Án forgjafar:
1. Einar Guðnason 81 högg
2. Arnkell B. Guðmundsson 83 h.
3. Tómas Árnason 86 högg.
Framhaldskeppnin:
Þeir 16 kylfingar, sem áfram
komust, léku síðan tveir og tveir
innbyrðis holukeppni í útsláttar
formi næstu viku á eftir. Keppm
var mjög hörð og urðu sumir að
hefja aðra umferð á veilinum
áður en úrslit fengust. Þessi
keppni var líka leikin með for-
gjöf. Þeir tveir er eftir stóðu á
iaugardaginn 25. maí, voru Ein-
ar Guðnason (forg. 8) og Sveinn
Snorrason (16). Til úrsiita voru
leiknar 18 holur, eins og í und-
anrásunum. Lengi vel mátti efeki
á milli sjá en á síðustu tveimur
síðustu holunum .tryggði Einar
sér sigur.
Völlur félagsins er nú að verða
allsæmilega leikhæfur enda
fjöldi fólks, sem nýtur þar golf-
leiks og útiveru dag hvern. Ný-
lega er hafin veitingaþjónusta í
hinu glæsilega félagsheimili, þar
sem veitingar eru framreiddar
frá kl. 2-10 daglega.
Jason G. Clark keppni G.R.
Laugardaginn 1. júní var háð
á golfvelli G.R. við Grafarholt ár
leg keppni um forkunnarfagra
marmarastyttu, er félaginu var
gefin 1958 til minningar um ung-
an Bandaríkjamann, sem lézt af
slysförum á Keflavíkurflugvelli.
Jason G. Clark var frábær golf-
leikari og ágætur félagi þann
stutta tíma, er hann veitti birtu
á golfíþróttina hérlendis. Veður
var fremur óhagstætt til keppni.
Eigi að síður hófu 38 kylfingar
keppni en 7 heltust úr lestinni,
er á leið, sögum slagviðris og
vosbúðar. Þótt árangur væri ekki
sem beztur, var mjótt á munun-
um, hver hreppti hinn glæsilega
grip. Ólafur Skúlason, sem að-
eins er 16 ára gamall, lék 18
holur vallarins á 82 höggum,
þ.e. á 69 h. nettó að frádreginni
forgjöf hans 13. Við svo afleit
skilyrði til leiks, er ríktu þenn-
an dag, verður að telja þetta
lofsverða frammistöðu af 16 ára
unglingi. Þetta var bezti árangur
dagsins, svo að Ólafur Skúlason
hreppti hinn glæsilega farand-
grip til varðveizlu í 1 ár.
Árangur beztu manna varð
annars, sem hér segir:
Með forgjöf:
1. Ólafur Skúlason, 69 högg.
2. Haukur Guðmundsson 70 h.
3. Gunnar Kvaran 71 högg.
4. Hörður Ólafsson 72 högg.
Án forgjafar:
1. Ólafur Skúlason 82 högg.
2. Hafsteinn Þorgeirsson 87 h.
(gestur)
3. Ottar Yngvason 89 högg.
Þessar síðbúnu myndir frá
lokaátökunum í keppninni
um Evrópubikar félagsliða
tala skýru máli um hve snar
þáttur knattspyrnan er í lífi i
Evrópubúa. Fullskipaður
Wembleyleikvangur og beint
sjónvarp um alla Evrópu —
og víðar gáfu tekjur af leikn-
um sem námu um 70 millj. ísl.
kr.
Á annari myndinni sést
mark það er Brian Kidd skor-
aði með skalla undir þverslá.
Kidd er á miðri mynd (dökk-
klæddur nr. 8). Hin myndin
sýnir Bobby Charlton, sem
skoraði tvö marka Manch.
Utd. í úrslitaleiknum, lyfta
bikarnum, sem er engin smá-
smíði, til lofts í sigurgleði og
hið sama má lesa úr andliti
Stephney markvarðar.
íþróttubluðið
komið út
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ, 1. hefti þessa
árgangs, er nýlega komið út. Er
blað þetta margfalt að stærð og
bætir því upp að nokkru það hlé
sem orðið hefur á útfeomunni.
Blaðið flytur yfirlitsgreinar um
íþróttastarfið 1967, afrekaskrá í
sundi og frjálsum íþróttum og
metaskrár. Er fjallað um eftirtald
ar greinar (innan sviga blaðsíðu
fjöldi um hverja grein): Bad-
minton (3), Frjálsíþróttir (36),
Glímu (25), judo (3), knatt-
spyrnu (10), körfuknattleik (J8),
lyftingar (1,5), skíðaíþróttir (4),
sund (21). Blaðið er alls 114
síður auk kápu.
Enn nýtt sundmet
Ellen Ingvadóttir nálgasf 3 mínútur
í 200 metra bringusundi
Á INNINFÉLAGSMÓTI Sund-
sambandsins á sunnudaginn var
enn eitt ísl. sundmet sett og
annað jafnað.
Ellen Ingvadóttir Á synti þá
200 m bringusund og tími henn-
ar var 3:01.4 sek eða 2/10 úr
sek betri tími en hún náði á
vígslumóti nýju Sundlaugarinn-
ar, fyrir nokkrum dögum.
Þessi árangur Ellenar er mjög
góður og má fullvíst telja að hún
fari fljótt undir 3. mínútna tak-
markið. Má og geta þess að þessi
tími er 4/10 úr sek. frá lágmarki
því sem SSÍ setti til þátttöku á
norræna unglingamótinu í Osló
2. og 3. júlí n.k. Yrði ánægjulegt
fyrir Ellen að fara þangað, þvi
móðir hennar er norsk en faðir
Ellenar er Ingvi Þorsteinsson
magister.
Á sama móti jafnaði Leiknir
Jónsson Á met Harðar B. Finns-
sonar í 100 m. bringusundi 1:14.9.
Er það met komið nokkuð til ára
sinna, eða 5-6 ára, en þó meðal
elztu ísl. sundmetanna.