Morgunblaðið - 25.10.1968, Side 3

Morgunblaðið - 25.10.1968, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1968 3 Éinrömá áiit á aukafundi SÍF að efla beri samtökin AUKAFUNDUR SÍF hófst kl. 10 árdegis i Sigtúni og lauk honum um kl. 19 síðdegis. í upphafi fundarins flutti for- maður samtakanna, Tómas Þorvaldsson yfírgripsmikla skýrslu um markaðs- og sölu- málin, en ank hans talaði fjöldi fundarmanna. Fundar- stjóri var Jón Árnason, al- þingismaður, en fundarritari var Bragi Steinarsson. í ræðu sinni rakti Tómas Þorvaldsson rækilega allar söluferðir á vegum SÍF á þessu ári, tiltók samningsdaga á hverjum stað og við hverja var rætt, svo og niðurstöður af samningaviðræðunum. f ræðu Tómasar kom m.a. fram, að fyrsta söluferðin var farin í síðari hluta janúar og stóð hún yfir til síðari hluta febrúar. Var þá rætt við kaup endur á ftalíu. Spáni, Portú- gal og Englandi Mikil óvissa ríkti á ítalska markaðnum, aðallega vegna þess að verið var að leggja r.iður innkaupa- samtökin Gadus (aðilar: Rid- ce, Valesce, Marabotti og La Rocca Eminente o.fl.) ítölsk- um kaupendum bar saman um, að markaðurinn þar tæki aðeins á móti 3 þúsund tonn- um frá íslandi. í Portúgal var einnig mik- 11 óvissa á markaðinum, þar sem innflutningur á saltfiski hafði verið gefinn frjáls og það haft í för með sér óheppi leg kaup Portúgala á saltfiski og valdið þeirra eigin fram- leiðslu erfiðleikum. í fyrstu söluferðinni tókst þó að selja ca. 9000 tonn á góðu verði og von í 12-1500 tonna sölu til viðbótar. Mark aðsútlit var þó ekki eins gott og yfirleitt á þessum árs- tima. í aprílbyrjun var farið til Esbjerg og Þýzkalands og rætt við kaupendur þar. f mai var farið til Portúgals og Spánar, en engar sölur gerð- ar, enda mikil óvissa á mörk- uðum þar. Einnig var farið til ftalíu, en þar var allt í uppnámi á mark aðinum. Innflytjandinn La Rocca hafði gert bandalag við Færeyinga og myndað með þeim innkaupasambandið Ital faroe. Afleiðingin var alger ó- vissa þar á markaðinum. Ekk ert varð úr sa>nningum í það skiptið. Hins vegar tókust samningar í júní í London um sölu á 1300 tonnum til Unifish, sem ftalarnir Ricce, Valeski og Eminenti standa að. Keyptu ítalarnir með því skilyrði, að þeir fengju einka- leyfi á viðbótarsölum á smá- fiski og millifiski til Ítalíu í ár. Var á það fallizt með leyfi íslenzkra stjórnarvalda. í júní tókst einnig að selja 2.600 tonn til Portúgal. • í júní var innflytjandanum Paonessa boðir.n stórfiskur til kaups, en hann hafnaði boð- inu. í ágúst var farið til Grikk- lands og seld þar 2 þúsund tonn. f sömu ferð var reynt að selja á ítalíu og þá seld 12— 1600 tonn af stórfiski og milli fiski til innkaupasambands Unifisih, Nordfish og Soc- imba. Var þessi fiskur seldur með því skilyrði, að öðrum aðilum á ítalíu yrði ekki seld ur sa’ltfiskur fram í janúar 1967. Fékkst leyfi stjórnar- valda hér fyrir því. Gat því ekki orðið af frekari sölum til Paonessa, sem hafði fyrr á árinu keypt ca. 1000 tonn. í september var faríð í sölu ferð til Portúgals, Spánar og Suður-Ameríkulanda. Hefur sú för Tómasar og Helga Þór- arinssonar, framkvæmdastj. SÍF, áður verið rakin ítarlega í Morgunblaðinu. Því er þeim kafla úr ræðu Tómasar sleppt hér. Nægir að geta þess, að innflutningsleyfi fyrir ailt að 4.850 tonnum feri^ust endur- nýjuð í Portúgal. í lok ræðu sinnar sagði Tómas, að nú væri unnið að því að fá innflutningsleyfi á Spáni, enda lægju þá fyrir sölur þanga'ð. Er sendiherra íslands í London þegar kom- inn til Spánar til að vinna að því og Helgi Þórarinsson fer þangað sömu erindagjörða fljótlega. Loks sagði Tómas Þorvalds- son, að sölur á þurrfiski á S- Ameríkumarkað á árinu hefðu orðið betri en búizt hefði verið við en verð þó heldur lakara en á sl. ári. Stjórn SÍF hefði góðar vonir um, áð geta selt allar birgðir í landinu á næstu vikum. Á aukafundinum voru lagð ar fram 12 spurningar til stjórnarinnar og dreift meðal fundarmanna. Voru þær frá Jóni Guðmundssyni og Hall- dóri Snorrasyni (Eyvör h.f.) og Árna Halldórssyni (Brynj- ólfur h.f. í Keflavík). Skúli Þorleifsson tók fyrst- ur til máls að ræðu Tómasar lokinni (eftir matarhlé). Vildi Skúli fá að vita, hvað stjórn SÍF hefði gert fyrir saltfisk- framleiðsluna á innlendum vettvangi. Loftur Bjarnason kvaddi sér hljóðs og kvað spurning- arnar tólf hafa átt að hafa borizt stjórn SÍF tveim til þrem dögum fyrr, ef spyrj- endur hefðu ætlazt til að fá þeim svarað. Þær væru of yfirgripsmiklar ti’l þess a’ð svör fengjust fyrirvaralaust. Arni Halldórsson sagði, að bréf þeirra félaga hefði ver- ið lagt fram í fundarbyrjim og hlytu forsvarsmenn SÍF að hafa svörin á reiðum hönd um. Einnig vildi hann fá að vita, hvers vegna Seðlabank- inn hefði gefið sjónvarpinu upp, að birgðir saltfisks í land inu væru 19 þúsund tonn, en þa'ð stemmdi ekki við tölur formanns SÍF. Stefán Pétursson kvað fulla þörf á að slaka ekki á við sölur á saltfiskframleiðslunni. Hann kvaðst hafa lagt til á stjórnarfundi í SÍF, að út- flutningsgjald á saltfiski yrði lagt niður. Vildi hann fá að vita hvað aðhafzt hefði vexið í því máli. Pétur Benediktsson kvað fháleitt að gefa upp umsamið verð á hinum einstöku söl- um. Enginn með réttu ráði sýndi mótleikaranum á spil sín. Kvað hann meðalverð til Ítalíu hærra en hið fræga boð Poanessa. Kvað 'hann spaugi- legt, hvernig höfundar spurn inganna tólf reyndu að dreifa ósannindum á fundinum, ein- mitt á sama tíma og formað- urinn væri að segja sannleik- ann í sölumálunum í ræðu sinni. Pétur kvað óhróðurinn, sem borinn 'hefði verið út í sam- bandi við Poanessa-tilboðin sýna algjört þekkingarleysi viðkomandi manna á ítalska markaðinum. Ef boði Poan- essa hefði verið tekið hefði álika samningur eða stærri fallið niður og íslendingar orðið minni menn fyrir. Pétur Benediktsson kvað spurninguna fyrst og fremst vera þá, 'hvort halda ætti uppi samtökum saltfiskframleið- enda eða drepa þau. Ættu menn að minnast þess, hvern ig umhorfs hafi verið í salt,- íisksmálunum þegar samtök- in voru stofnuð. Kvað hann samtökin geta gert margt, sem einstaklingum væri um megn, m.a. að taka á sig smá skakkaföll, sem einstaklingar þyldu ekki. Kvaðst hann full yrða, að það væri hagur salt- fiskframleiðenda að halda áfram að starfa í samtökun- um og efla þau. Benti hann á reynslu manna af því, þegar þeir hefðu selt saltfiskinn í gegnum ævintýramenn utan SÍF. Tómas Þorvaldsson skýrði frá því, að tölur sjónvarpsins, sem hafðar voru eftir Seðla- bankanum um 19000 tonna birgðir í landinu, væru byggð ar 'á misskilningi. Margeir Jónsson kvað auka fundinn hafa verið boðaðan með 1'5 daga fyrirvara. Því hefðu þeir félagar vel getað lagt fram spurningarnar tólf í tíma, ef þeir hefðu haft það eitt í huga að afla sér upp- lýsinga. Lagði Margeir á'herzlu á, að SÍF greiði öllum framleiðend um hvar sem er á landinu sama verð fyrir sömu fisk- tegundir. Það sé ekki svo lít- ils virði. Jón Guðmundsson las upp spurningarnar tólf og kvað for manninn eiga að hafa svör við þeim fiestum í höfðinu. Kvað hann engum hafa <jfott- ið í hug að leggja SÍF nið- ur, en samtökin væri varla svo veik að þau þyldu ekki að fleiri flyttu út saltfisk. Jón Axel Pétursson kvaðst vara eindregið við því, að láta uppi upplýsingar um framleiðsluna, sem keppinaut ar og kaupendur gætu fært sér í nyt. Kvað hann sam- tökin hafa orðið til vegna nauðsynjar meðlimanna. Kvað Jón Axel enga þjóð fá jafn hátt verð fyrir saltfisk- inn og íslendingar. Það væri vegna þess að vel væri á spil unum haldið og erlendum herramönnum ekki leyft að komast inn í raðir íslenzkra framleiðenda. Væri nær að þakka forystumönnum 9ÍF vel unnin störf fremur en að íáta þá sæta ákúrum. Tómas Þorvaldsson svaraði spurningu um stuðning við saltfiskframleiðsluna og saigði, að lofað hefðj verið af hálfu hins opinbera 6 milljónum fcr., 2,5 milljónum á smáfisk og 3,5 millj. á millifisik. Hve- nær þetta fé kæmi til út- borgunar vissi hann ekki. Kvað Tómas ekki koma til mála að gefa upp söluverð samkvæmt einstökum samn- ingum. Hins vegar kvaðst hann vilja upplýsa, að meðal- verð í ár fyrir stórfisk 1. fl. væri 485,59 Bandaríkjadollar- ar á tonnið, sem búið væri að afskipa. Sigurgeir Sigurdórss. kvaðst hafa skipt við Friðrik Jörgen- sen á sínum tíma og fengið þar góða fyrirgreiðslu og eng- an skaða beðið af þeim við- skiptum. Minnti hann á, að erfitt væri að fá fisk þurrk- aðan og sífellt þyrfti að um- stafla honum í geymslum með ærnum kostnaði. . Sigurður Haraldsson spurð- ist fyrir um lánamöguleika vegna framhaldsverkunar á saltfiski. Þakkaði h,ann Tóm- asi Þorvaldssyni greið svör við spurningum. Einar Guðfinnsson kvaðst vera einn af stofnendum SÍF. Þjóðin hefði stigið happaspor með stofnun samtakanna. For ráðamenn samtakanna frá fyrstu tíð hefðu verið mætir menn og þakkaði hann stjórn SÍF störf hennar. 1 Ólafur Jónsson spurðist fyr- ir um afgreiðslu á samþykkt- um aðalfundar. Svaraðí for- maður því til, að þær hefðu aliar verið afgreiddar hjá stjórninnL Sigurgeir Sigurdórsson bar fram tillögu, þar sem stjórn SÍF voru þökkuð vel unnin störf að fisksölumálum og trausti lýst á stjórnina. f til- lögunni var einnig kveðið svo á, að fleirum en SÍF væri heimilað að flytja út saltfisk. Meðflutningsmaður að tillög- unni var Þorgeir Árnason. Óskaði Sigurgeir leynilegrar atkvæðagreiðslu. Sigurður Ágústsson lýsti trausti sinu á samtökunum. Hann kvaðst hafa kynnzt vel sölumálum íslendinga. Hefði ' SÍF unnið ómetanlegt þjóð- nytjastarf. Jón Árnason, fundarstjóri, kvað rétt að bera tillöguna upp í tvennu lagi, þar sem fyrri hluti hennar færi ekki saman við seinni hlutann. Finnbogí Guðmundsson tók til máls og kvað stjórn SÍF hafa unnið mjög gott starf. Benedikt Jónsson kvaðst styðja það að tillaga Sigur- geirs og Þorgeirs yrði borin upp í tvennu lagi. Kvað hann ekki ráð að splundra sam- tökunum nú, fremur ibæri að efla þau. Við atkvæðagreiðslu var til— lagan borin upp í tvennu lagi. V Fyrri hlutinn, sem lýsti fcrausti á stjórnina, var sam- þykktur einróma með handa- uppréttingu. Skrifleg atkvæða greiðsla var um seinni hlut- ann og var hann felldur með 486 atkvæðum gegn 26. Fimm seðlar voru auðir og 40 ógild- ir- . Tomas Þorvaldsson mælti nokkur lokaorð. Minnti hann á, að vandi saltfiskframleiðsl- unnar værj ekki yfirstiginn, en vonandi leystust málin á farsælan hátt. Þakkaðj hann fundarmönnum komuna og sleit síðan fundinum. Hlýtt á ræður af athygli. 8TAK8TE1HAR í læri hjá Heimdalli Bersýnilegt er, að stjórn Al- þýðuflokksfélags Reykjavíkur hefur gengið í læri hjá Heim- dalli, félagi ungra Sjálfstæðis- manna i Reykjavík, í sambanði við undirbúning vetrarstarfs A1 þýðuflokksfélagsins. Er það að sjálfsögðu til fyrirmyndar og ekkert nema gott um það að segja. Öllu lakara er, að for- ráðamenn félagsins hafa séð ástæðu til að básúna út sem ein- hverjar „nýjungar“ það sem þeir hafa lært af Heimdallar- félögum. Stjórn Alþýðuflokksfé- Iagsins boðaði sem sé til blaða- mannafundar í fyrradag til þess að kynna þessar „nýjungar“ og segir að þær séu svar við kröf- um fólks um opnara stjórnmála starf. Aðal „nýjungin" hjá Al- þýðuflokksfélaginu er sú, að nú eiga fundir þess að vera öllum opnir, en ekki eingöngu fyrir flokksmenn í Alþýðuflokknum. Þessi nýjungagimi þeirra Al- þýðuflokksfélagsmanna kemur þeim á óvart, sem kynnst hafa starfi annarra stjórnmálaflokka sem hingað til hafa ekki bann- að fólki aðgang, þótt það til- heyrði ekki viðkomandi flokki. Þess vegna er hér um enga „ný- ung“ að ræða, en bendir til þess, að úrelt fyrirkomulag hafi lengi ríkt í þessum efnum í Alþýðu- flokksfélaginu. Annað atriði, sem Alþýðuflokksfélagið leggur nú mikla áherzlu á er sú „nýj- ung“ að efna til hádegisverðar- funda. Þetta hefur Heimdallur FUS gert síðan 1959 og gefið góða raun. Þá þykir stjórnar- mönnum Alþýðuflokksfélagsins það mikið frjálslyndi, að félag- ið hafi á sl. vetri boðið stjóm- málaandstæðingi til fundar við sig og segjast ætla að halda þessari „nýjung“ áfram. Heim- dallur FUS tók upp slíka starfs hætti fyrir 3 eða 4 áram og sá ekki ástæðu til að efna til blaðamannafundar af þeim sök- um. Formaður Alþýðuflokksfé- lagsins afhenti blaðamönnum prentaða vetrarstarfsskrá og sagði að þetta mundi vera í fyrsta skipti, sem stjórnmála- félag gæfi út slíka vetrar- starfsskrá, en taldi að önn- ur félög mundu fylgja í fót- spor brauðryðjandans í þessu efni. Heimdallur FUS hefur gef- ið út slíka prentaða starfsáætl- un í a.m.k. heilan áratug, ef ekki lengur. Af þessu má glöggt sjá, að Alþýðuflokksfélagið hef- ur af mikilli samvizkusemi tek- ið sér starfshætti Heimdallar FUS til fyrirmyndar og er það vissulega fagnaðarefni, og mættu fleiri stjórnmálafélög fylgja Al- þýðuflokksfélaginu eftir í þess- um efnum, enda hefur Heimdall- ur FUS jafnan verið langt á undan öðrum stjórnmálafélögum í breyttum starfsháttum. Hitt er svo annað mál, að það er nokk- uð bíræfin senuþjófnaður að boða til sín fréttamenn blaða, útvarps og sjónvarps til þess að skýra frá því hvað Alþýðu- flokksfélagið hafi lært mikið af Heimdalli án þess að geta læri- föðurins! Eiga að gefa upp nafn og númer Viðleitni Alþýðuflokksfélags- ins til að feta í fótspor Heim- dallar er ánægjuleg. Hitt er al- varlegra, þegar félagið hyggst efna til ráðstefnu, sem er öllum opin, að viðkomandi verða að skrá sig til þátttöku á skrif- stofu Alþýðuflokksins og er ekki víst, að allir vilji leggja þar inn nöfn sín, heimilisföng og simanúmer. <

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.