Morgunblaðið - 25.10.1968, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 25.10.1968, Qupperneq 14
14 MOROUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1968 - FJÁRLAG ARÆÐ AN Framhald af bls. 13 arfélaga siitja í fyrirrúmi, þar aem þau eru frádráttarbær við álagningu næsta árs útsvars. Innheimtur tekju- og eignaskatt- ur á árinu 1967, varð 579 millj. kr., en óinruheimtar eftirstöðvar af á'lögðum sköttum 226 millj. í árslok. Tekjur af rekstri Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins urðu 55 millj. kr. hærri en fjárlög gerðu ráð fyrir. Kom þar bæði til aukin neyzía og einnig hækkaði út- söluverð hinn 10. október 1967. Resturshagnaður pósts og síma varð 25.7 millj. kr., en ekki hafði verið gert ráð fyrir hagnaði í fjárlögum. Gjöld á rekstrarreikningi rík- issjóðs árið 1967, urðu samtals 4.716.8 millj. kr. Urðu rekstrar- gjöld umfram fjárlagaáætlun 253.3 millj. kr. Meginorsök um- framgjaldanna, eru útgjöld sam- kvæmt lögum nr. 4/1967, um ráð- stafanir vegna sjávarútvegsins, og svo niðurgreiðshrr á vöru- verði og uppbætur á útfluttar landbúnaðarafurðir umfram fjár- lagaáætlun. Að venju var ekki auðið að fá heildarmynd af afkomu sjávarút regsins og þörf hans fyrir fjár- hagsaðstoð fyrr en eftir að fjár- lög höfðu endanlega verið af- greidd. Höfðu í fjárlögum verið áætlaðar 80 millj. kr. til aðstoð- ar sjávarútveginum á árinu 1967 auk 40 millj. kr. aðstoðar við tog araflotann, en skipting fjárins látin bíða frekari íagasetningar. Niðurstaðan varð hins vegar sú, að sjávarútvegurinn var talinn þurfa á miklum mun pieiri að- stoð að halda, og var sú aðstoð og fjáröflun til henmar ákveðin í áðurnefndum sérlögum. Þar var einnig ákveðið, að 80 millj. kr. fjárlagafjárveitingunni til sjávar útvegsins skyidi ráðstafa þann- ig, að 50 millj. kr. voru greidd- ar til hagræðingar í frystihús- um, 20 milfj) greiddar til verð- bóta á línu- og handfærafisk og 10 millj. kr. til verðbóta á út- fluttar skreiðarafurðir eða aðrar fiskafurðir. Að auki var ákveðið í lögunum að greidd skyldi sem 8varaði 8 prs. uppbót á fiskverð »g var ráðgert, að sú uppbót næmi 100 millj. kr. Til að mæta þess- um 100 mfllj. kr. útgjöMum var ríkisstjórnimni i lögunum heimil- að að lækka greiðslu til verk- iegra framkvæmda á vegum rík- isins og greiðsiu framlaga til ▼erklegra framkvæmda annarra aðila í fjárlögum ársins 1967 um 40 prs. Var áætlaður sparnaður af þessari ráðstöfun um 65 millj. kr. Að auki var framlag til Jöfn- unarsjóðs sveitarfélaga lækkað um 20 miHj. kr. og íoks áætlað flramlag til Ríkisábyrgðasjóðs toekkað um 15 millj. kr. Loks Tar ákveðið að ráðstafa 140 millj. kr. af greiðsluafgangi ársins 1966 til þess að greiða verðbæt- ar vegna verðfalls á frystum fiskafurðum, sem framleiddar roru á árinu 1967, öðrum en síld- «tr- og loðnuafurðum. SkyMu bæturnar greiddar eftir ákveðn- int reglum, en því fé, sem þá jrrði eftir, skyldi ráðstafað sem 8tofnfjárframlagi til Verðjöfnun- arsjóðs fiskiðnaðarins. Þótt ■parnaðarráðstafanirnar tækjust að verulegu leyti, þá urðu fram- lögin af greiðsluafgangi ársins 1966 að sjálfsögðu að færast til útgjalda ríkissjóðs á árinu 1967 og hafa því áhrif á afkomu þess irs. Vegna verðstöðvunarlaganna, varð að grípa ti'l ýmissa auk- lnna niðurgreiðslna á vöru- Terði fyrri hluta ársins 1967, tií þess að koma í veg fyrir hækk- an vísitölunnar. Þar eð niður- greiðslur voru hins vegar lækk- aðar verulega síðustu mánuði árs ins, varð umframgreiðsla á þess- um lið ekki nema 48.6 mill. kr. og eru tæpar 29 miHlj. kr. mis- munur daggjalda á sjúkrahúsum, gem ríkisstjórnin ákvað að greiða fem lið í framkvæmd verðstöðv- tmarinnar. Lögákveðnar uppbæt ur á útfluttar landbúnaðarafurðir, urðu rúmum 20 milíj. kr. hærri en áætlun fjárlaga. Vaxtaútgjöld urðu um 950 þús. kr. umfram fjárlagaáætlun vegna versnandi stöðu rikissjóðs og kostnaður við forsetaembættið varð 400 þús. kr. umfram áætl- un. Alþingiskostnaður varð lítið ei'tt undir áætlun, en kostnaður við Stjórnarráðið hins vegar rúm lega 10 millj. kr. umfram áætl- un. Féllur sá kostnaðarauki afl- ur undir svonefndan annan kostnað ráðuneytanna, sem verið hefur safnliður allra ráðuneyt- anna fyrir margvíslegan auka- kostnað, sumpart laun lausráð- ins starfsfólks, en að ýmsu leyti alls konar annar kostnaður, sem oft er ógerlegt að sjá fyrir, þeg- ar fjárlög eru afgreidd og hefur yfirleitt verið ætíð of naumt áætlaður. En það hefur ííka á- reiðanlega veitt ráðuneytunum minna aðha'ld, að þessi útgjöld Magnús hafa verið greidd af sameigin- legri fjárveitingu Stjórnarráðs- ins, og var því í fjárlögum yfir- standandi árs algerlega aðskilinn fjárhagur hinna einstöku ráðu- neyta og kemur þá glöggt í ljós, hvaða ráðuneyti aðallega eyða umfram heimildir fjárlaga. Útgjöld til utanríkismála urðu 1.1 millj. umfram áætlun. Raun- verulega er þó ekki um umfram- greiðslu að ræða á fjárlagaliðn- um sjálfum, því að meðal út- gjalda á árinu 1967 kemur tæp- lega 2 millj. kr. kostnaður vegna hins nýja sendiráðs íslands hjá NATO, sem fjárlög höfðu ekki gert ráð fyrir. Titlög ti'l alþjóða- stofnana fóru 2.2 millj. kr. fram úr áætlun vegna aukaframlaga til flóttamannahjálpar og út- gjalda vegna flutnings aðal- stöðva NATO frá París til Bruss él, sem heimilað var í 22. gr. f jártaga að veita fé til. í heild varð kostnaður við dóm gæzlu og lögreglustjórn nokkru lægri en fjárlög gerðu ráð fyrir g kostnaður við Landhelgisgæzlu varð mun lægri en fjárlög áætl- uðu. Hefir kostnaðaráætlun Land- helgisgæzlunnar sýni'lega verið of há og hún ekki gagnrýnd nægilega. Kostnaður við innheimtu skatta og totla varð rúmlega 15 millj. kr. hærri en fjárlagaáætl- un. Munar hér mestu um kostn- að við ríkisskattanefnd og skatt- stofur, rúmar 11 millj. kr. um- fram fjárlög. Stafar þetta fyrst og fremst af naumri áætlun, því að hin mikla hækkun tilkostnað- ar við skattaá'lagningu á undan- förnum árum hefur valdið því, að ráðuneytið hefur þrjózkast við að taka að fullu til greina ut- gjaldaáætlanir skattyfirvaldanna og lagt áherzlu á að spyrna eftir föngum gegn útgjaldaaukningu. Það hefur hins vegar reynzt svo, að með núverandí aðferðum við endurskoðun skattagagna og á- lagningu skatta, hefur ekki tek- izt að halda útgjöldum skatt- stofanna innan ramma fjárlaga. Kenna skattstjórar um vaxandi fjölda gjaldenda og vaxandi fjö'lda gjaMa, sem þeim ber að leggja á samkvæmt lögum. Er nú um að ræða 14 mismunandi gjöld og gjaldendur hvers gjaíds eru frá 1.355 til 76 þús. Vil ég láta það koma fram, að engin ástæða er til að álíta, að hinn mikli kostnaður við skatt- álagningu og skatteftirlit stafi af lélegum vinnubrögðum eða lé- 'legri stjórn og ég hef ekki tal- ið gerlegt að fyrirskipa sparn- aðaraðgerðir á þessu sviði, sem myndu leiða til lakara skatteft- irlits, heldur er miklu fremur nauðsynlegt að auka það og skerpa. Það er engum efa bund- ið, að hið aukna skatteftirlit, Jónsson. hefur þegar skilað mjög jákvæð- um árangri, þó að enn vanti mik- ið á, að skattsvik hafi verið upp rætt, en vel má hugsa sér ýms- ar skipulagsbreytingar við álagn ingu skatta, og leiddu slíkar breyt ingar, sem gerðar voru á þessu ári til þess, að auðið reyndist að ljúka álagningu skatta mun fyrr en undanfarin ár, sem jafn framt auðveldaði sveitarstjóm- um skjótari álagningu útsvara. Af hálfu skattyfirvalda og fjár málaráðuneytisins er unnið að endurbótum á skattálagningu og skatteftirliti, eftir því sem frek- ast eru föng á, og hefur nú ný- lega verið haldin ráðstefna með öllum skattstjórum til að skipu- leggja þessi viðfangsefni. Jöfnum höndum miðast þessi viðleitni að því að halda útgjöldum skatt- kerfisins í skefjum og að gera starfsemi skattyfirvaMa virkari til að skattalög gangi sem jafn- ast yfir borgarana. Er þar í senn um mikið nauðsynjamál ríkis- sjóðs og brýnt réttlætismál að ræða. Til fróðleiks má geta þess, að kostnaður við ríkisskatta- nefnd og skattstofur var árið 1967 1.5 prs af heildarupphæð þeirra gjalda, sem skattstofum- ar safna gögnum um og eða leggja á. Samsvarandi hlutfall fyrir árin á undan er 1966 1.5 prs., 1965 1.6 prs., 1964 1.4 prs., 1963 Má af þessum tölum rúða að þótt kostnaður við skattá- lagningu og skatteftirlit hafi aukizt verulega, þá hefir hann ekki vaxið í hlutfalli við álögð gjöld og hefir þó kostnaður við rannsóknadeild ríkisskattstjóra ekki komið til fyrr en frá ár- inu 1964. Framlög til heilbrigðismála urðu tæpl. 13 millj. kr. undir á- ætlun, aðallega vegna 10 prs. lækkunar á framlögum til bygg- ingar sjúkrahúsa og læknisbú- staða og vegna breyttra dag- gjalda. Samgöngur á sjó fóru um 4.8 millj. fram úr áætlun vegna hærri rekstrarhalla Skipaútgerð ar ríkisins en áætlaður hafði ver ið. Vita- og hafnargerðir fóm 4 millj. kr. fram úr áætlun, ann- ars vegar urðu greiðslur af lán- um vegna landshafnanna hærri en áætlað hafði verið og hins vegar voru færðar til gjalda á árinu fyrirframgreiðslur vegna fjárlaga ársins 1968. Nettó- umframgreiðslur vegna flug- mála urðu 3 milljónir kr. Út- gjöld fóru 9 millj. kr. fram úr áætlun m.a. vegna vaxta, sem láðst hafði að áætla, en tekjur fóru sömuleiðis verulega fram úr áætlun. Þrátt fyrir margvíslegt eftirlit af hálfu samgöngumála- og fjármálaráðuneytanna hefur þvi miður reynzt mjög erfitt að hafa hemil á útgjöldum flugmála Stjórnarinnar. Kostnaður við veðurþjónustu varð 1.3 milljónir króna umfram áætlun og ýms önnur mál á vegum samgöngu- málaráðuneytisins urðu 2.1 millj. kr. umfram fjárlagaáætlun. Mun ar þar verulega um Skipaskoð- un ríkisins, en tekjur hennar hafa reynzt mun lægri en áætl- að var og reksturshalli Ferða- skrifstofu ríkisins hefur orðið 1.2 millj. kr. umfram fjárlagaá- ætlun. Samtals fara framlög til kennslumála um 15 millj. kr. fram úr áætlun. Ýmsar helztu stofnanir á þessari grein svo sem Háskólinn, Lánasjóður náms- manna, menntaskólarnir í Reykja vik, Kennaraskólinn o.fl. skólar standast áætlun, en ýmsir aðrir gera það síður, og mestur hluti umframgreiðslunnar er vegna barnaskóla og gagnfræðaskóla. Framlög til opinberra safna, bókaútgáfu og kostnaður við listastarfsemi, fara nokkuð á 7. millj. kr. umfram áætlun. Stærst ur hluti þeirrar fjárhæðar er halli á Þójðleikhúsinu, sem er 6.6 millj. kr. hærri en þær 6.6 milljónir, sem áætlað var í fjár- lögum umfram lögbundnar tekj- ur leikhússins. Þessi viðbótar- halli hefur þó ekki verið greidd- ur leikhúsinu, heldur kemur fram sem skuldasöfnun, m.a. með þeim hætti, að Þjóðleikhúsið hefur ekki getað greitt hluta sinn í reksturskostnaði Sinfón- íuhljómsveitarinnar. Halli á rekstri Þjóðleikhússins árið 1967 varð því alls 21.3 millj. kr. Þar af greiðast 8.1 m.k. af skemmt- anaskatti. Framlög til landbúnaðarmála urðu á 8. millj. kr. undir áætl- un, aðallega vegna þess, að lög- bundin framlög samkvæmt jarð- ræktarlögum urðu talsvert minni en áætlað hafði verið. Hin föstu framlög til sjávarútvegsmála urðu einnig nokkuð undir áætl- un, en þau eru þó aðeins lítill hluti af heildarframlögum ríkis- sjóðs á árinu til sjávarútvegs- ins. Framlög til iðnaðarmála urðu 1 milljón umfram fjárlög, aðal- lega vegna færslu á fyrirfrajm- greiðslu til Iðnlánasjóðs. Sömu- leiðis varð kostnaður vegna rannsókna og undirbúnings stór iðju, sem greiddist á árinu 1966, um 1.4 millj. kr. umfram áætl- un, og var hér um að ræða loka- uppgjör áfallins kostnaðar. Hins vegar hafa byggingarstyrkir til tveggja iðnskóla e kki verið greiddir, svo sem ráðgert hafði verið. Framlög til raforkumála hafa samtals farið 2.7 millj. kr. fram úr áætlun. Kostnaður við undir- búning, rannsóknir og áætlanir um nýjar raforkuframkvæmdir umfram tekjur hafa orðið 5.2 millj. hærri en fjárlög ráðgerðu. Hins vegar hafa ýmis framlög orðið lægri en gert var ráð fyrir í fjárlögum, aðallega vegna 10 prs. lækkunar fjárveitinga til op inberra framkvæmda. Framlög til rannsókna í þágu atvinnuveg- anna, eru um 1.8 millj. kr. und- ir fjárlagaáætlun. Framlög til félagsmála urðu 34 millj. kr. undir áætlun, að verulegu leyti vegna lægri dag- gjalda á sjúkrahúsum, sem kom fram sem aukning á niðurgreiðsl um. Þá voru framlög til sjúkra- trygginga og atvinnuleysis- trygginga lægri á árinu en áætl- að hafði verið. Framlög vegna eft irlauna og tillaga til lífeyris- sjóða, höfðu einnig verið ofáætl- uð um 9 millj. kr. Óviss útgjöld fóru samtals 3.8 millj. fram úr áætlun. Hinar venjulegu eignahreyf- ingar samkvæmt 20. gr. ríkis- reikningsins, þarfnast óverulegr- ar skýringar. Þess er þó vert að geta, að sú ráðagerð, að fram- lag til Ríkisábyrgðasjóðs á ár- inu 1967 yrði 15 millj. kr. lægri en fjárlög gerðu ráð fyrir í sam- bandi við lögin um aðstoð til sjáv arútvegsins hélt ekki, þegar til átti að taka, vegna þess hversu miklar ábyrgðir féllu á sjóðinn til greiðslu. Reyndist ekki að- eins nauðsynlegt að greiða fram- lagið óskert heldur varð ríkis- sjóður síðast á árinu að greiða 15 millj. kr. viðbótarframlag til Ríkisábyrgðasjóðs, svo að bann gæti staðið við skuldbindingar sínar. Að öðru leyti eru út- greiðslur á eignahreyfingum eins og ráð var fyrir gert í öllum meginatriðum. Stofnkostnaður Tækniskólans varð þó töluvert hærri en gert var ráð fyrir vegna húsakaupa á árinu, og á nokkrum liðum gætir þess, að á árinu eru færðar fyrirfram- greiðslur t.d. í sambandi við bygg ingar við Menntaskólann á Laug- arvatni. Á hinn bóginn eru veitt lán, samkvæmt 20. gr. Út., óvenju há- ar fjárhæðir. Munar það mest um lán af innborguðu fé spariskír- teinalána og svo lán á aðflutn- ingsgjöldum til Landsvirkjunar Rafmagnsveitna ríkisins og Kís- iliðjunnar. Að því er varðar Landsvirkjun, er hér um að ræða færslu á aðflutningsgjöld- um sem lán, þar til gert hefur verið upp að hvaða marki þessi aðflutningsgjöld skuli falla nið- ur, samkvæmt lögum þar um. Me al þessarra útlána eru sömuleið- is útlagður kostnaður vegna undirbúnings á hægri umferð, sem lagður er út úr ríkissjóði og greiðist siðar með sérstökum skatti. Þarna koma líka fleiri bráðabirgðalán, svo sem í sam- bandi við síldarleitarskipið Árna Friðriksson, Atvinnumálanefnd Norðurlands, tollalán til Strætis vagna Reykjavíkur í sambandi við skipti þeirra á vögnum við tilkomu hægri umferðar og fleira af slíku tagi. Það veldur einnig óvenju miklum halla á 20. gr. fjárlaga, að vangreiddar tekjur frá innheimtumönnum eru mjög háar, eða rúmum 64 millj. kr. hærri í reikningi ársins 1967 en í reikningi ársins 1966, eða rúm- lega helmingi hærri. Þá verkar í sömu átt að greiðslur af geymslufé 1967, sem áður hafa verið færðar til gjalda á ríkis- reikningi, eru nær 95 millj. kr. hærri en ónotaðar fjárveitingar 1967, sem færast til gjalda í árs- lok. Þessu var öfugt farið 1966, þegar ónotaðar fjárveitingar 1966 sem færðar voru til gjalda þá í árslok, án þess að greiðast út, voru 134 millj. kr. hærri en greiðslur af geymdu fé. Af þessu leiðir mjög verulegan halla á eignahreyfingum á 20. gr. eSa sem svarar 432.6 millj. kr. Rekstraryfirlit ríkissjóðs á ár- inu 1967, sýnir 73.3 millj. kr. halla. Við mat á þessari niður- stöðu, ber að hafa það í huga, sem ég hefi áður gert grein fyr- ir, að reikningurinn er nú færð- ur með nokkuð öðrum hætti en áður. Skiptir þar mestu máli, að færðir eru til tekna á árinu á- lagðir beinir skattar, þótt þeir hafi ekki verið greiddir, en hina vegar ekki með taldir innheimt- ir eldri skattar. Til þess að auð- velda samanburð, hefi ég því lát ið athuga, hver greiðslujöfnuður yrði, ef hin eldri aðferð við upp- gjörið hefði verið notuð, en sam- kvæmt því myndi hagnaður á rekstrarreikningi lækka sem nemur 125.5 millj. kr. og greiðsluhallinn samtala verða sem næst 199 millj. Sannleikurinn er hins vegar sá, að það er ekki hinn raun- verulegi rekstrarhalli eða rekstr arafgangur, hvort sem hann reikningslega telst 73 millj. eða

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.