Morgunblaðið - 25.10.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.10.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1fi68 í Bratislava. Blindu kettlingarnir hans K. S. Karol skýrir frá hvernig hugmyndin um ihlutun i Prag varð til i Moskvu og frá umræðum Jbe/m er fram fóru i Kreml fyrir innrásina K.S. Karol skýrir frá hvem- ig hugmyndin um íhlutun íPrag varð til í Moskvu og frá umræð- um þeim, er fóru fram í Kreml íyrir innrásina. í augum Sovjetríkjanna skeði í Prag, í janúarmánuði síðast- liðnum hneyksli, sem átti sér enga hliðstæðu. Hópur andstæð- inga, sem síuddist við meiri- hluta miðstjórnarinnar, steypti, án þess að til átaka kæmi, stjórn kommúnistaflokksins, sem Moskvumenn höfðu komið til valda, og sem réð yfir flokkn- um, hernum og lögreglunni. Ekk ert sambærilegt hafðí nokkru sinni skeð í nokkru kommún- istaríki. Sovjetríkin voru strax sannfærð um, að Dubcek hefði eingöngu notið stuðnings dular- fullra og óskýranlegra afla, að um samsæri hefði verið að ræða og að Dubcek væri sá maður, er snúast þyrfti gegn. Hinn ófyrir- gefanlegi glæpur hans var, að hafa sýnt, að mögulegt væri að steypa af stóli, lagalega og átaka laust, þeirri klíku er stjórnar, í landi, þar sem kommúnistar fara með völd. í aprílmánuði hófust Sovjet- menn síðan handa, að vara er- lenda kommúnista við Dubcek. Árangurinn varð hinsvegar all- ur annar, en þeir höfðu vænst. Luigi Longo, formaður stærsta kommúnistaflokks vesturlanda, hafði að engu aðvaranir Kreml- BtjómarinniaT, en fór í maíbyrj- un til Praig, og undirritaði ásamt Dubcek sameiginlega yfirlýsingu þar sem ítaiskir kommúinástar skipuðu sér eindregið við hlið Tékka. SKRÍPALEIKUR. í júli hertu Sovjetmenn róður- inn. Þeir tilkynntu erlendum samherjum, eins og skylt var, að þeir hefðu sannanir fyrir svik- um Dubceks og stuðningsmanna hans, en að þar sem hinir nýju menn í Prag hefðu niáð á sátt vald stjóm ríkis og flokks, væri ekki annarra kosta völ, úr því sem komið væri, en að beita her- valdi. Mikill kurr varð meðal vestrænna kommúnista við að heyra þetta, og töldu þeir þetta hinu mestu fjarstæðu. Waldeck Rochet og Giancarlo Pajetta fóru í skyndi til Moskvu, en fengu þar engu áorkað. Þá lögðu þeir fram áskorun á fundi kommún- istaflokka Evrópu, sem boðað var til fyrirvaralaust. Sovjet- menn urðu ævareiðir (sérstak- lega við frönsku kommúnist- ana, en Waldeck Rocbet hafði ekkert látið uppi um fyirrætlan- ir sínar á fundunum í Moskvu) og sendu þegar kommúnista- flokknum ströng umvöndunar- bréf. Frönsku og ítölsku komm- únistarnir svöruðu og sögðu, að þeir myndu, undir engun kring- umstæðum, sætta sig við hernað- aríhlutun í Tjekkóslóvakíu. Viðbrögðum Moskvumanna vi.ð stjórnarskiftunum í Tjekkóslóv akiu, var fálega tekið af tékkn eska kommúnistaflokknum óskift um, og virtist miklu fremur styrkja aðstöðu umbótamanna. Vegna mótspyrnu hinna er- lendu kommúnistaflokka létu So vjetríkin í minni pokann, og tóku á ný til íhugunar fyrirætl- anir Dubceks. En þó fór það svo að fyrsti funduriirun í Cernia hófst á hálfgerðum leikaraskap, er sýndi, svo ekki varð um villzt að það var ekki heiglum hent að hræða Dubcek. Brejnev hafði sparað sér ómiakið að fara á fyrsta fundinn, og sent í sinn stað Chelest og Chelepine, til að bera fram ákærur á hendur Tékkum. Þeir hófu mál sitt á þessa leið: „Herrar mínir“ (ekki félagar) „Við vitum, að á meðal ykkar eru menn, sem vinna fyr- ir málstað heimsvaldasinna, en vörum ykkur við því, að sam- særi ykkar mun ekki takast." Og síðan var lesinn upp lang- ur ákærulisti. Dubcek svaraði þessum ásökunum með einni setn ingu. „Ef þið trúið því, að í æðsta ráði tékkneska kommún- istaflokksins séu s endimenn heimsvaldasinna, eru viðræður okkar tilgangslausar." því næst stóð hann á fætur og gekk út úr járnbrautarvagninum, og á Luigi Longo efitr honum alliir tékknesku leið- togarnir einnig stuðningsmenn Novotnýs. Sovjeska lestin ók síðan yfir sovésku landamærin og viðræð urnar stöðvuðust í sólarhring. Daginn eftir kom síðan Brejnev mjög brosleitur, heilsaði „tékkn esku félögunum" og kvað Chel- est og Chelepine hafa talað í eigin nafni en ekki nafni flokks- ins daginn áður. Síðan var ekki minnst á þetta atvik aftur. Öll- um mátti nú vera ljóst, hvers- vegna Sovjetmenn voru komnir ir aftur inn fyrir landamæri Tjekkóslóvakíu. Á svo mikilvæg um fundi, leyfir enginn leiðtogi sér, að bera fram svo alvarlegar ásakanir, án þess að hafa til þess fullan stuðning samherja sinna. Hvað hafði skeð á þess- um sólarhring eftir að slitnaði upp úr viðræðunum? MEÐ OG MÓTI í rauninni voru allir sovjet- leiðtogarnir samþykkir hernað- aríhlutun, ef ekki tækist að stöðva þróunina í Tjekkóskóvak íu með öðru móti. Sumir vildu þó fara að öllu með gát, og vildu að þrautreynt yrði, hvort ekki mætti b eygja Tékka til hlýðni, án þess að beita her- valdi. Þeir, sem vildu fresta framkvæmdum, töldu, að það væru of lúaleg svik, að senda her inn í landið meðan á við- ræðunum stæði, og að slíkt at- hæfi gæti jafnvel styrkt í sessi „óvinina" í Prag. Þeir, sem vildu, að látið yrði til skarar skríða þegar í stað, urðu í minni hluta. Samkomulagið í Cernia var því undirritað. í Kremlin voru menn engan veg- inn sammála um, hvað gera skyldi Kosigyn var þeiirrar skoð- unar, að heppilegast væri að fresta enn um sinn, hernaðar- íhlutun í Tékkóslóvakíu. Hann vildi að fyrst yrði haldinn topp fundur Bandaríkjamanna og So vétmanna, en Bandaríkjamenn höfðu stungið upp á slíkum fundi, og síðan vildi hann fá Johnson í heimsókn til Moskvu. Hann taldi að úrslit forkosning- aninia í Bandaríkjunium væru á þann veg, að auðvelt yrði að komast að skjótuim og hagstæðum samningum við Bandaríkjamenn. Því var það, að forseta Banda- ríkjanna var formlega boðið til Moskvu, að hans undirlagi. Þeir sovjesku leiðtogar, sem vildu skjóta íhlutun í Tjekkóslóvakíu á frest, álitu, á hinn bóginn, að samningaumræður Sovjetmanna og Bandaríkjamanna gætu dreg- ist á langinn nokkrar vikur, og yrði sá frestur mjög hagstæður fyrir Dubcek, sem gæti þá treyst sig betur í sessi, með því að krefjast stuðnings miðstjórnarinn ar. Waldeck Rochet SNÖR HANDTÖK. Úrslit urðu síðan þau, að á fnmdi miðstjórnarinniar morgun- inm eftir, urðu þeir ofan á, sem vildu tafarlausa íhlutun, og var ekki beðið boðanna, en sovj- eskir skriðdrekar sendir yfir landamæri Tékkóslóvakíu strax um nóttina. Aðgerðir þessar fóru fram í hinu mesta skyndi, eins og talsmenn tafarlausrar íhlut- unar hefðu viljað notfæra sér úr slit atkvæðagreiðslu á miðstjórn Stalíns arfundinum strax, ef til þess kæmi að einhverjum snerist hug ur, og meirihluti samþykkti þrátt fyrir allt, að fresta aðgerðum. Þetta varpar ljósi á það hvað pólitískur undirbúningur fyrir innrásina var ófullnægjandi, og hve gjörsamlega hún kom öllum á óvart, jafnt þeim kommúnist- um, tékkneskum, sem hefðu get að snúist á sveif með Sovjetríkj- unum. Moskvumenn höfðu kosið, að vinir þeirra jafnt og óvinir, mundu horfast í augu við af- greitt mál. Tékkneskir kommún- istar svo og vinir þeirra erlend- is, urðu nú að gera það upp við sig, hvernig bregðast skyldi við komu Sovétherjanna til Prag. Sovjetríkin álitu, að tengsl þess ara kommúnistaflokka við móður ríkið væru það sterk, að atburð ir sem þessir myndu ekki verða til að slíta þau. Með öðrum orð- um, héldu Sovjetríkin, þó ótrú- legt sé, að meirihluti tékkneska kommúnistaflokksins myndi taka afstöðu með þeim, á örlagastundu og að sú staðreynd myndi siðan breyta afstöðu þeirra kommún- istaflokka erlendis, sem höfðu leyft sér að átelja fyrirætlanir So v j et st j órnarinnar. Eins og nú er komið á dag- inn stóðust þessar skoðanir í engu. En þeir sem gleggst þekkja styrkleika og sögu tékikn- eska kommúnistaflokksins, vita, hve gífurleg mistök Sovjetríkj- anna eru. Tékkneski kommúnista flokkurinn átti, þegar fyrir stríð geysimiklu almennu fylgi að fagna, gjörólíkt því, sem segja mátti um aðra kommúnistaflokka alþýðulýðveldanna. í algjörlega frjálsum kosningum 1947 fékk kommúnist aflokkur i nn 38% at- kvæða, en slíku atkvæðamagni hefur enginn vestrænn kommún- istaflokkur í Evrópu nokkru sinni náð. Það er einnig athyglis vert, að tengsl tékkneska komm- núistaflokksins við Moskvu, hafa aldrei verið jafn náin og tengsl flokkanna í Póllandi og Ung- verjalandi. Tékkneski kommún- istaflokkurinn var íhaldssamur flokkur í landi, sem lengi hafði verið vinveitt Sovjetríkjunum. Við MikæbenaTisiaiminiinjgaina höfðu Sovjetríkin verið eina stór veldið sem tóku málstað Tékkó- slóvakíu. Þátt fyrir þetta var hægt að telja þá menn á fingr- um sér í Tékkóslóvakíu, sem í ágúst 1968 hefðu haldið því fram, að framtíð allra kommún- istaríkja byggðist á framtíð Sov jetríkjanna, og að hagsmunir „föðurlands sósíalismans“ ættu Fidel Castro að siitja í fyrirrúmi fyrir hags- munum hinna einstöku kommún- istaríkja. ALMENN FURÐA OG HNEYKSL UN Vestrænir kommúndstaflokkar spyrja sjálfa siig ekki 'lengur hinna klassisku „samviskuspurn inga“ ítalski kommúnistaflokkur inn, sem er betur búinn undir „gagngera endurskoðun" eftir ávarpið sem Togliatti samdi á Yalita, hefur með degi hverjum orðið hvassyrtari í ásökunum sínum. Fyrst fordæmdi hann inn rásina og taildi hana óréttlætan- lega, og síðam krafðist hann I annari ti'lkynningu, að Dubcek tæki aftur við völdum, samtímis því sem ,,Pravda“ nefindi hann „svifeara númer l.“ Franski kommúniistaflofefeiurinm lét sér nægja að ítreka „vanþóknuini" sína sem hann hafði látið í ljós fyrsta dag innrásarinnar, og hvikuðu hvergi frá þeirri stefnu Þessi afstaða franska kommúni- istaflokksins er athyglisverð, 1 ljósi þess, að flokkurinn hefur verið nefndur „elziti somur Moskvukirkjunnar". Nokkrar kommúnistahreyfing- ar í Suður-Ameríku, sem lúta raunar alveg sovjeskri stjórn, stóðu viitanlega með Sovjetríkj- unum. Hinsvegar vakti það al- menna furðu og hneyks'lun þeg- ar stjórnin í Hanoi, og ekki síð ur sjálfur Fidel Castro lögðu blessuin sína yfir innrás Sovjet- manna. Sovjetmenn geta þó naumasit hrifist mjög af rökum Castrós fyrir þessari afstöðu hans. Castro gerir sér vonir um — en vissulega eru það tálvon- ir — að afstaða hains neyði Sov- jetríkin til að endurskoða stefnu sína í Suður Ameríku og komi því til leiðar, að þeir hætti að stíga í vænginm við Bandaríkin í stuttu máli, að þeir breyti um stefnu, og verði ekki aðeins f orði, heldur einnig á borði bylt- ingarríki. FRELSI UNDIR SMÁSJÁ Sovjetríkin eru sannfærð um að „breyting til hins fyrra horfs í Tjekkósíóvakíu muni á engan hátí: spi'lla, miklu fremur auð velda, væntanlegar viðræður við Bandaríkin, en Sovjetmenn leggja mikið kapp á að koma viðræðum þessum í kring. Hin furðulega afstaða Castrós kem- ur vinstrisinnuðum stúdentum spánskt fyrir, hinsvegar þarf ekki að fara í neinar grafgötur um það, að Sovjetmenn vita vel hvem hug Castro ber til þeirra. Þeir geta hinsvegar ekki búist við að auka hugmyndafræðileg áhrif sín, með því að treysta á stuðning slíkra fylgismanna. Það er þó bót í máli fyrir Sovétsrikin, að þau hafa enn sér við hlið bandamenn sína í aust- urblokkinni, Pólverja, A-Þjóð- verja, Ungverja og Bú'lgara, eai stjórnir þessara fjögurra ríkja geta ekki haldið völdum nema rauði herinn styðji Við bakið á þeim. Ekki kæmi þó á óvart þótt frelsisþróunin f Tjekkóslóvakíu kynni að smita hugi manna I þessum löndum. Sovjesku skrið- drekarnir hafa þjappað Tékkum saman til Mutlausrar mótspymu og Dubcek og stuðningsmenn hans hafa aftur tekið við stjóm artaumum. Tékkar hafa ekld Framhald á hla. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.