Morgunblaðið - 25.10.1968, Page 22

Morgunblaðið - 25.10.1968, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. ORTÓBER 1968 Kristjcma Magnúsdóttir MINNIIMG Fædd 14 nóv. 1884. Dáin 14. sept. 1968. HÚN VAR fædd á Höfða á Vatnsleysuströnd í Gullbringu- sýslu. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Jónsdóttir og Magnús Torfason. Dvaldi hún með foreldrum sínum til 8 ára aldurs, en þann tíma bjuggu þau á ýmsum bæjum þar á strönd- inni, unz heimilið leystist upp sokum fátæktar. Eins og kunn- ugt er var þetta tímabil einn mesti hörmungartími þeirrar r.ld ar, hér á fslandi. Fluttist Krist- jana þá alf rin frá foreldrum sínum að Hofsstöðum í Mikla- holtshreppi á Snæfellsnesi. Má nærri geta, hvílík raun hefir ver ið bami á hennar aldri að yfir- gefa foreldrana og fara í fjar- lægt hérað, til allra ókunnugra. A Hofstöðum bjuggu þá hjónin Kristjana Sigurðardóttir og t Systir okkar, Sigríður Guðný Jónsdóttir frá Álftanesi, andaðist í Landakotsspítala miðvikudaginn 23. október. Fyrir hönd okkar systkinanna og annarra vandamanna. Oddur Jónsson. Sonur minn og faðir okkar, Ragnar Þ. Pétursson, anda’ðist 24, þ.m. María Mattjhíasdóttir, María L. Ragnarsdóttir, Þór S. Ragnarsson. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, Jón Pálmi Jónsson Selvogsgötu 9, Hafnarfirffi,' andaðist í Borgarsjúkrahúsinu aðfaranótt 24. þ.m. Börn, tengdaböm og barnabörn. t Hjartkær móðir okkar, Guðmundina Árnadóttir, lézt í Landspítalanum að morgni 23. þ.m. Bömin. t Konan mín, Helga Þorsteinsdóttir Gauksstöffum, Garffi, verður jarðsungin frá ÚtskáJa kirkju laugardaginn 26. októ- ber kl. 2 e.h. — Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Slysavarnafélag íslands eða Hjartavernd. Jóhannes Jónsson. Hjörleifur Björnsson. Þar dvaldi hún sín uppvaxtar og þroskaár, og fer þaðan ekki fyrr en 1911. Kom fljótt í ljós að hún var greind, efnileg og fróðleiksfús. Taldi hennar gamli sóknarprest- ur, að hún hefði verið óvenju skýr og vel að sér, miðað við aldur, er hann við húsvitjanir prófaði kunnáttu bamanna, sem þá var siður. Er Kristjana síðar á ævinni minntist á Hofstaða- heimilið, þá minntist hún þess ætíð með hlýju, enda mun hún þar hafa átt góða vist, eftir því sem þá gerðist. Þann 1. nóv. 1913 giftist hún Þórarni Þórðarsyni, formanni í Ólafsvík. Á öðrum tug aldar- innar var skammt storra höggva á milli, í raðir sjómanna í Ól- afsvík. Á þeim áratug fórusfc hátt á þriðjatug sjómanna úr því þorpi, flest ungir menn og hraustir, og er ljóst að það hef- ur verið ægileg blóðtaka fyrir lítið byggðarlag. Hjónaband þeirra Kristjönu var skammvinnt, því 10. febr. 1914 ferst Þórarinn ásamt skips höfn sinni. Hefir það verið mikið áfall fyrir hina ungu konu, að missa mann í blóma lífsins, eftir svo stutta sambúð. Fáum mánuðum síðar eða 19. september fæddi Kristjana son er hlaut nafn föð ur síns. Er hann nú löngu þjóð- kunnur maður. Nokkru siðar flyzt Kristjana með son sinn ungan til Bjarna Sigurðssonar bónda í Kötluholti í Fróðár- hreppi, sem þá hafði misst konu sína nokkrum árum áður, frá stórum barnahópi. Mörg þeirra voru farin að heiman, er Krist- jana kom þangað, en þau yngstu innan við fermingu. Var það eng an veginn vandalaust hlutverk er Kristjana tók að sér, er hún gerðist húsfreyja á þessu heim- ili. Bjarni var hinn mesti dugn- t Útför, Unnar Pétursdóttur frá Bollastöffum, fer fram frá Bergsstaðakirkju laugardaginn 26. október kl. 2 e.h.. Pétur Pétursson. t Þakka innilega auðsýnda hlut tekningu og samú'ðarkveðjur við. andlát og jarðarför fóstur föður míns, Eyjólfs Vilhelmssonar. Sérstaklega vil ég þakka starfsfólki Hrafnistu " fyrir alla umönnun honum veitta. Þorleifur Jónsson. t Innilegt þakklæti færum við öllum þeim sem sýndu okkur einlægan vinarhug og samúð við andlát og jarðarför, Jóns P. Hallgrímssonar. Kæru Þórsfélagar og bekkjar- systkin fjær og nær, heilar þakkir. Elin Halldórsdóttir, Svanhvít Jónsdóttir, Ásdís Elfa Jónsdóttir, Smári Hermannsson og afabörnin. aðar og sæmdarmaður, sem í engu mátti vamm sitt vita. Þann 1. nóvember 1917, giftust þau Bjarni og Kristjana. Reyndist Bj arni Þórarni syni Kristjönu umhyggjusamur fastur faðir, og hafði mikið dálæti á hinum unga sveini. Reyndist Kristjana þeim vanda vaxin að ganga hinum yngri börnum Bjarna í móður- stað, og bar ætíð mikla um- hyggju fyrir þeim. Ekki varð þeim Bjarna og Kristjönu barna auðið, en dreng ólu þaú upp, er Kristján hét Pálsson. Hafði móð ir hans alið drenginn upp á heim ili þeirra, þar til hún eignaðist eigið heimili, en er faðir drengs- ins féll frá, tóku þau hjónin hann að sér aftur. Reyndist hann mesti efnispiltur og mun Kristjana hafa átt mestan þátt I því, að hann hóf ungur tré- smíðanám, sá hún, að sú iðn myndi henta honum vel. Reynd- ist það rétt og varð hann bygg- ingarmeistari, búsettur í Reykja vík. Kristján andaðist fyrir nokkrum árum, aðeins 35 ára að aldri, og var það mikið áfall fyr ir Kristjönu, sem var þá háöldr- uð orðin. Þórarinn sonur Kristjönu var snemma námfús og bráðger og fór ungur til mennta, enda var það móður hans mikið áhugamál að hann fengi notið einhverrar menntunar. Var það jafnan á- hugamál hennar að ungmenni þau, sem hún þekkti nytu ein- hverrar menntunar. Þórarinn er sem kunnugt er ritstjóri ímans og alþingismað- ur. Kvæntur er hann Ragnheiði Þormar frá Geitagerði í Fljóts- dal. Með þeim Ragnheiði og Krist- jönu var évallt mjög kært. Eiga þau þrjú börn, tvær dætur og einn son. Þessi sonarbörn urðu svo Kristjönu til mikillar gleði í lífinu. En hún var þá tekin að eldast og heilsan að bila. Dvöldu þau oft á heimlii henn- ar, og var það hennar gleði að t Þökkum innilega auðsýnda hluttekningu og samúðarkveðj ur við fráfall og jarðarför, Haraldar Marteinssonar Haukabergi. Börn, tengdabörn og barnaböm. - t Þökkum innilega hluttekn- ingu og samúðarkveðjur við fráfall og jarðarför, Kristins Magnússonar Reyffarfirffi. Sesselja Mágnúsdóttir, Klara Kristinsdóttir, Magnús Kristinsson, Þorsteinn Kristinsson, Valgeir Magnússon. fylgjast með menntun þeirra og þroska. Sonur hennar og tengda dóttir sýndu henni ávallt ræktar semi og einnig sonarbörnin. Eftir að eldri dóttirin, Helga, giftist — en maður hennar er Sigurður Steinþórsson, jarðfræð ingur — kynntist Sigurður Krist jönu, sem þá var háöldruð. Urðu þau kynni þeim báðum til ánægju og reyndist hann Krist- jönu einstaklega umhyggjusam- ur. Sigurður dvelur nú við fram haldsnám við Princeton háskóla í Bandaríkjunum, og var það Kristjönu mikið gleðiefni að lifa það, að Sigurður tók þar glæsi- legt próf s.'L vor. Fyrir um það bil 4 áratugum kom maður að nafni Ólafur Jóns son sem vinnumaður á heimili Kristjönu og Bjarna í Kötlu- holti. Hann var dæmigert dyggðahjú gamla tímans, full- trúi þeirrar stéttar, sem nú er liðin undir lok. Honum líkaði vistin hjá þeim á þann veg að hann var hjá Kristjönu meðan hún lifði, og hélt hún því heim- ili með honum, eftir fráfáll Bjarna. Er hann nú sá dyggi þjónn nú að mestu þrotinn starfskröftum, fyrir aldurssakir. f Kötluholti bjuggu þau Krist jana og Bjarni til ársins 1945 að þau bregða búi og flytja til Ólafsvíkur. Var Bjarni þó orð- inn aldurhniginn og þrotinn að kröftum. Hann andaðist tveim ár um síðar. Ég sem þessar línur rita, ólst upp á næsta bæ við Kötluholt og var þar tíður gestur. Marg- ar eru þær minningar sem koma upp í hugann um góða nágranna. Minnistæð er mér sú gestrisni sem allir mættu, þó að ég gæti vart talizt þar gestur. Mátti segja að vart liðist veg- faranda að fara þar framhjá, án þess að þiggja einhvern beina. Kristjana var greind kona, og hafði greinilega komizt í snert- ingu við félagsmálaáhuga og menntaþrá hinna fornu ung- mennafélaga. Er vafalaust að nafna hennar, húsmóðirin á Hofs stöðum, hafi haft vekjandi á- hrif á hug hinnar ungu stúlku meðan hún var enn á mótunar- skeiði. Á þeim árum sem Kristjana var að alast upp, var næsta fá- títt að stúlkur kæmust til mennta. Slíkt var útilokað er hún var á þeim aldri, miðað við hennar aðstæður. En alla stund hafði hún á- huga fyrir því, að ungmenni fengju notið menntunar, sem hún hafði þó orðið að fara á mis við. Kristjana var djörf kona og skaprík að eðlisfari, hrein og bein í allri framkomu. Undir- ferli og bakmælgi þekkti hún ekki. Hverjum sem var sagði hún skoðun sína umbúðalaust, en á engan þoldi hún að væri hallað að ósekju að hennar dómL Tók jafnan svari þeirra er hún heyrði lastaða að þeim fjarver- andi. Segja þessir efflisþættir gleggri sögu um manngerðina, en hægt væri í löngu máli. Held ég að fáar manneskjur hafi ég þekkt um ævina, drenglyndari og sáttfúsari að eðlisfari en hana. Engan mátti hún vita í ó- sátt við sig. Sökum síns meðfædda hrein- lyndis, hlaut hún virðingu sam- ferðamanna sinna, sem oftast er hlutskipti þeirrar manngerðar. Eftir að ég flutti úr héraðinu lágu leiðir okkar Kristjönu sjaldnar saman, en ætíð var hug ur hennar jafn heiður og hreinn, og gleði hennar auðsæ, er hún hitti sina gömlu vini. Hún var alla ævi trúuð kona, en trúði jafnframt á hið góða í manninum. Grétar Fells, sá kunni gæfumaður og hugsuður, sagði eitt sinn eitthvað á þá leið að fólk ætti samkvæmt eðli og tilgangi lífsins, að mildast með aldrinum, verða sáttfúsara og kærleiksríkara. Fátt væri ömur- legra, en gamalmenni, sem hörðn uðu með aldrinum og yrðu beisk í huga. Þá sagði hann að sá, sem hefði öðlast mildi hugans, ætti skamma leið eftir til mikils andlegs þroska, því mildin væri móðir alls þroska. Fáar gamlar manneskjur hefi ég hitt aðrar en Kristjönu sem betur höfðu þroskað með sér samúðarkenndina, með öllu sem lifir í mönnum og málleysingj- um, og öðlast þennan hreinleika hugans, sem Steingrímur Thor- steinsson lýsir í hinni frægu vísu sinni: Elli þú ert ekki þung anda guði kærum. Fögur sál er ávallt ung undir silfurhærum. Að vísu hrörnaði heilsu Krist- jönu með aldrinum, en andlegum kröftum hélt hún fram í andlát- ið. Undir faldi ellinnar var sál hennar ung og bjart yfir huga hennar. Er hún að síðustu, þá þrotin að kröftum, fann að hverju fór, sagði hún viðstödd- um, að hún dæi í sátt við Guð og menn, hún hafði ætíð í sínu lifi hitt gott fólk og allir hefðu verið sér góðir. Kristjana andaðist á Borgar- sjúkrahúsinu í Reykjavík eftir stutta legu þar. Var hún þrotin að kiöftum eftir vegferð langrar ævi. Góð mun hvíldin slíkum. Frá- fall hennar minnti á fagurt sól- arlag, eftir langan heiðríkan dag. Létt mun hennar gangan á hinni ókunnu strönd. En við sam ferðamennirnir þökkum henni samveruna og biðjum höfund lífs og ljóss að vaka yfir vel- ferð hennar handan landamær- anna. Ólafur Brandsson. KRISTJANA Magnúsdóttir lézt 1 Reykjavík 14da september sl., 83ja ára að aldrL Hún fæddist árið 1884 að Höfða á Vatns- leysuströnd, fór 8 ára frá for- eldrum sínum vegna fátæktar, og ólst upp á góðu heimili á Snæfellsnesi. Giftist ungum og fríðum sjómanni, Þórarni Þórð- arsyni, en missti hann í sjóinn eftir skamma sambúð, þá þung- uð. Þrem mánuðum síðar fædd- ist einkasonur hennar Þórarinn, en Kristjana giftist öðru sinni, Bjarna Sigurðssyni i Kötluholti, sem var ekkill með mörg börn. Bjarni var allmörgum árum eldri en Kristjana, og flest börn hans komin á legg, en Kristjana mun hafa alið upp hin yngstu þeirra, svo og önnur, er þau Bjarni tóku síðar að sér. Snemma á bú- skapartíð þeirra réðst til þeirra sem vinnumaður Ólafur Jónsson. Hann hafði um margt verið ver- aldar bitbein, en reyndist þeim nú happamaður mikill. Er Bjami gerðist ellimóður, brugðu þau búi og fluttust til Ólafsvfkur í það hús er Kristjana hafði keypt að Ólafsbraut 22. Þar bjó hún æ síðan. Bjami légt árið 1947, og hafði þá verið óvinnufær um alllangt skeið. Allan þann tíma hafði Ólafur séð fyrir heimilinu með vinnu sinni, og hélt því á- fram eftir sem áður til skamms tíma. Það kemúr ekki á óvart þótt gamalmenni deyi, því það er Hfs ins lögmál. En hinir dauðu lifa áfram í minningu þeirra sem þekktu þá, og skilja þannig eftir spor, sem e.t.v. aldrei mást að fullu, þótt kynslóðir komi og fari. Bein áhrif hvers einstakl- ings týna að vísu nafni sínu og blandast öðrum er stundir líða, en sérhver maður ber með sér Hjartanlega þakka ég þeim sem minntust mín á 75 ára afmæli mínu. Kjartan Jóhannesson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.