Morgunblaðið - 13.05.1969, Síða 15

Morgunblaðið - 13.05.1969, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1969 15 Afbrýðisemi,-eða...? í Morgunblaðinu í dag er að finrna, á bls. 23 eftirtektarverða tilraun til árásar á mig sem mál ara, með því að gefa í skyn, að málari- eins og ég eigi ekki að hafa jafn mikinn aðgang að fréttaþjónustu útvarpsins, eins og ýmsir aðrir starfsbræður mín ir. Er það Kjartan Guðjónsson, sem ummælin eru höfð eftir og hann þar að bera mig saman við frænda minn Jón heitinn Stef- ánsson. Samanburðinn er ekki hægt að skilja á annan veg en þann, að Kjartan og félagar hans séu að reyna að rægja mig fyrir for- ráðamönnum sjónvarpsins, svo ég eigi þar framvegis ógreiðari aðgang eða jafnvel engan. Sennilega er hér á ferðinni öf und, venjuleg listamanna-af- brýðisemi, eða sársaukafull minnimáttarkennd, sem orðið hef ur viðskila við hið andlega innra líf, er veitir allri sannri list ó- dauðlega sál, en hagar athöfn- um sínum eins og börn, sem með nokkrum erfiðleikum eru að glíma við að raða saman lit- skrúðuguim kubba- eðastykkja myndum, sem aðrir hafa í stríðni sinni eða hefndarskyni, fætt af sér, til þess að ná sér niðri á hálfbrjáluðum heimi fyrir að hafa vanfóstrað þá og misþyrmt draumum þeirra og hæfileikum. Meinið liggur, því miður, mjög djúpt og hefur orsakað uppdrátt arsýki og úrkynjun í listum al- mennt í mestum hluta hins svo- kallaða siðmenntaða heims! — innantóm fölsk martraðar-við- ureign við ófreskjur. Viðurkenna verður þó, að hér hjá okkur eru ennþá til nokkrar ósýktar und- antekningar, en þeim virðist fara sí-fækkandi. Ég samþykki, að það sé alveg í samræmi við viðtekna hefð, að sýning Jóns heitins Stefánsson- ar hafi verið mun meiri viðburð- ur, en sýning mín, enda þótt mun fleiri sæktu hana, — því bæði var sýning Jóns yfirlits- sýning og þar að auki sýning látins marvns, og það munar miklu, eins og flestir vita, á mati listaverka, ef skapari þeirra er dauður! og hanin því ekkert að óttast lengur, — Mín sýning var hins vegar aðeins sölusýning og ég þar að auki enn með lífs- marki. Styð ég það, að dauðir listamenn fái yfirleitt mun lengri tíma í sjónvarpinu framvegis, heldur en þeir, sem hverju sinini eru með nokkru lífsimarki.“ Ég sætti mig einnig við, að Kjart- an og félagar hans fái, hver um sig, mun lengri tíma, en ég, í sjónvarpsfréttum framvegis. Þeim veitir varla af því. Mér nægir 1 sekúnta til þess að fólkið skilji mig, á móti hverjum 5 til 10 sekúntum hjá hverjum þeirra. Það eru sem sé sjónvarpsáhorf- endur, sjálf þjóðin, sem dæmir, en ekki klíka Kjartans og ko. Þeim hluta viðtalsins við Kjart an Guðjónsson, þar sem hann ræðir um, að menn sem hafa fengið sér litakassa og setjast niður og mála í eitt ár, opni svo sýningu og reyni að selja, beri ekki þá þegar að telja með listamönnum, — er ég alveg sam mála. Þeir eru og hljóta að vera að.eins byrjendur. En það er tæp lega við sjónvarpið að sakast um þetta sérstaklega, fremur en einmitt dagblöðin og þá einnig hljóðvarpið. Maður, sem hefur t.d. verið einn vetur við nám í Handíða- og myndlistarskólanum eða jafnvel aðeins vetrarpart, að eigin sögn, og heldur svo sýn- ingu, fær vanalega, í blöðunum titilinn listamaður eða listmálari og sýning hans „listsýning" — í stað t.d. málari, teiknari, mynd höfundur og sýning hans ein- faldlega: „Sýning“ Hafi Kjartan Guðjónsson, með fyrri hluta viðtalsins, viljað láta 1—X — 2 — 1— X — 2 — 1— X — 2 — 1— X - 2 Getraunaseðlar fást á þessum stöðum í Reykjavík innan Hringbrautar: Bókhlaðan, Laugavegi 47 B.P. — smurstöðin, Klöpp v/Skúlagötu B.P. — benzínafgreiðsla, Hlemmtorgi Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Söluturninn Carl Bergmann, úrsmiður, Skólavörðustig 5 Hafnarbúðir Hellas, Skólavörðustíg 17 Herrahúsið, Aðalstræti Hverfiskjötbúðin, Hverfisgötu 50 Héðinn, vélaverzlun, Seljavegi 2 Hermann Jónsson & Co, úrsmiður, Lækjargötu 4 Verzlunin Krónan, Vesturgötu 35 Lúllabúð, Hverfisgötu 61 Málarinn, Bankastræti Verzlunin Kilja, Snorrabraut 26 Pan Am-umboðið, Hafnarstræti 19 P. Eyfeld, Laugavegi 65 Sportval, Laugavegi 116 Tóbaksverzlun Tómasar, Laugavegi 62 Biðskýli S.V.R., Kalkofnsvegi Verzlunin Varmá. Hverfisgötu 84 Ritfangaverzlun isafoldar, Bankastræti Útsölustaðir Mjólkursamsölunnar. Á þessum stöðum verður ekki tekið við útfylltum getrauna- seðlum eftir fimmtudag. ATH.: Getraunaseðlar, sem berast eftir að leikirnir á seðlin- um eru hafnir, verða ekki teknir gildir í getrauninni. GETRAUNIR Iþróttamiðstöðinni v/Sigtún PO Box 864 Geymið auglýsinguna. Reykjavík. 1—X — 2— 1— X — 2 — 1— X — 2 — 1— X - 2 fólk ákilja sig þatrnig að þar hafi hann, meðal annarra, átt við mig, sem ég hef mjög orðið var við, þá ætla ég, til gamans, að fræða hann um, að liðin eru 65 ár, síðan ég eignaðist fyrsta málarakassanin og rúm 50 ár síð- an ég hélt fyrstu málverkasýn- ingu mína. Mig minnir, að Kjart an sé eitthvað svolítið yngri. Um myndlistarfræðslu í sjón- varpi væri ekki nema gott eitt að segja ef til þess veldust menn ólíkra túlkunaraðferða. En ein- hvern vegin hefur reynslan kennt mér, að með myndlistarfróðum manni eigi Kjartan og félagar við mann úr þeirra hópi, eða mann, sem þeir gætu ráðið yfir, að minnsta kosti á bak við tjöld in. Er þá komið að tilganginum með þessu áhlaupi þeirra nú, — að blöðrunni, sem fljótt mundi springa og leiða í ljós, hvað innan í henni felst. Að lokum er ég Kjartani al- veg sammála um það, sem hann segir um ómenntaða og hæfileika snauða menn. Honum ætti að vera þetta augljósast úr sínu nánasta umhverfi. 8. maí 1969. Freymóður Jóhannsson. Vörur óskast Erum kaupendur að alls konar útsöluvörum, svo sem vinnu- fatnaði alls konar, barna- og unglingafatnaði, peysum, nær- fatnaði o. fl. Sími 11670 virka daga kl. 5—6, laugardaga kl. 10—12. SÓLÓ-húsgögn SELJA NÆSTU DACA lítið sem ekkert gölluð stálhúsgögn í eldhús og kaffistofur á niðursettu verði. SÓLÓ-HÚSGÖGN, Hringbraut 121, sími 21832. VI9ARHLJVS Vandaðar — ódýrar Þér getið SPARAÐ fyrir fyrirtæki yðar Kostnaður við vökva-ljósritun er nálægt kr. 9.40 pr. afrit. Kostnaður við APECO-ljósritun er nálægt kr. 3.87 pr. afrit. SPARNAÐ á ári, með notkun APECO miðað við vökva-ljósritun, er því: Séu tekin 10.000 afrit .............. kr. 55.300.00. Séu tekin 30.000 afrit .............. kr. 165.900.00. Hvað eru tekin mörg afrit á ári í fyrirtæki yðar? Areiðanlega fleiri en yður grunar? APECO ER TILBÚIN um leið og þér styðjið á einn rofa. APECO ER SJÁLFVIRK, sendillinn getur annazt Ijósritunina. APECO MYNDAR ALLT, bækur og skjöl, skrifuð í öllum litum, vélrituð, prentuð eða handskrifuð, einnig þótt skrifað sé beggja megin á blaðið. TEKUR I EINNI VINNSLU allt að 250 afrit, af sama frumriti. APECO VIÐHALDSÞJÓNUSTA er tryggð af verkstæði voru. Apeco er því hagkvæmasta og ódýrasta lausnin á Ijósritun í fyrirtæki yðar. ÁPECO Verið velkomin til að kynna yður SKRIFSTOFUVELAR h.f. + 0 HVERFISGÖTU 33 SÍMI 20560 ' pÓSTHÓLF 377

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.