Morgunblaðið - 15.12.1973, Side 10

Morgunblaðið - 15.12.1973, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1973. 12 3^ 15 6 7 1 F R w E T T 1 R VIKUNNAR EFWt MAGNÚS FINNSSON T — —---------r HY’ER er upplysingaskylda stjórnvalda? Þessi spurning vaknaði þegar fréttir mánu- dagsins 10. desember voru lesnar. Útvarp og sjónvarp skýrðu frá því þá þegar um kvöldið, að Einar Ágústsson. utanríkisráðherra, teldi þrjá kosti hafa komið upp í viðræð- um sfnum við Bandaríkjastjórn um varnarmál íslands. Morgun- hlaðið skýrir frá skoðunum ráð- herrans, sem hann viðhafði við ráðherrafund Atlantshafs- bandalagsins í Brússel. Athygli vekur, að ráðherrann er í þessu tilfelli ekki að tilkynna íslendingum stöðu varnarmála- viðræðnanna, heldur ráðherr- um Atlantshafsbandalagsins, og hafði þó skömmu áður verið borin fram á Alþingi fyrir- spurn um sama mál. Þar fengust fremur loðin svör, a.in.k. voru þau ekki eins upp- lýsandi og sú vitneskja, sem barst frá Brússel. Sem blaðamaður er ég með þessu ekki sérstaklega að áfellast Einar Ágústsson, utan- ríkisráðherra, sem sýnt hefur meiri lipurð við blaðamenn en allir aðrir núverandi ráðherrar. En engu að síður er þessi ineð- ferð ráðherrans á einhverju mikih ægasta hagsniunaináli þjóðarinnar í dag svolftið tákn- ræn fyrir skilning eða öllu heldur skilningsleysi opin- berra embættismanna eða forystuinanna á skyldum þeirra gagnvart landsmönnum sjálfum — skylduin ráðamanna gagnvart kjósendum sfnum. tslen/k þjóð á að mfnu mali skilyrðislaust rétt á að fá að vita fyrst allra um hin vand- meöförnu og viðkvæmu varnar- mál sín. Enginn veit nema fjör- egg þjóðarinnar og framtíð þess felist í afstöðu ríkis- stjórnar Islands í þessu máli og þar hvílir einmitt mikil ábyrgð á Eramsóknarflokknum um þessar mundir. I þessu tilviki er það þó tslendingum til happs. að ertendar fréttastofur geta upp- lýst tslendinga um skoöanir Einars Ágústssonar á stöðu varnarmálaviðræðnanna. Þær senda tslendinguni boðskapinn sein íslenzkur ráðherra l'lutti ráðherrum Atlantshaf shanda- lagsins. Þess ber þó að geta, að fundir ráðherranna eru lokaðir og þar ía*r enginn blaðainaður að koma nærri — upplýsingar þessar eru eingöngu byggðar á þeim upplýsingum. sem upp- fýsingaskrifstofa NATö lætur í té. Orðrétt ræða Einars hefur ekki. að þvf er inér er kunnugt. verið birt. En hverjir eru svo hinir þrfr kostir, sem Einar gat u m ? í fyrsta lagi er það. að ástandið verði óbreytt — varnarliðið verði áfrain á tslandi. Þennan kosl segir Einar íslenzku rfkisstjórnina telja óviðunandi. Það kemur engnm á óvart. Fulltrúar kommúnista hafa aidrei viljað samþykkja tsland sem aðildar- þjóð að Atlantshafsbanda- laginu og því er um líf og dauða ríkisstjórnarinnar að tefla. Kíkissljórnin lifir ekki, ef varnarliðinu er ekki vísað brott. Annar kosturinn er. að allt varnarliðið verði flutt brott, en það geta hvorki Bandaríkin né önnur aðildarrfki Atlantshafs- bandalagsins sætt sig við, segir Einar Ágústsson. En er hér ekki um forsendu stjórnarsam- starfsins að ræða? Það hefur a.m.k. heyrzt frá herbúðum Alþýðubandalagsins. Um þriðja kostinn standa nú yfir samningaviðræður, að því er Einar Agústsson sagði. Hann er sá, að Keflavíkurflugvöllur xerði vopnlaus eftirlitsstöð. Ekkert var hins vegar sagt um það, með hverjum hætti unnt yrði að halda uppi því eftirliti. sem nauðsynlegt er. Er hér ekki um að ræða sams konar lausn og Alþýðuflokkurinn hefur lagt til og kommúnistar hafa kallað sýndarmennskutil- lögu, þar sem varnarliðið yrði látið hafa fataskipti. En kannski eru frainsóknarmenn að reyna með þessu að tryggja fyrir kommúnista bitann, svo að hann renni betur niður, þegar þeir þurfa loks að kyngja þessu sem öðrum stefnumálum sínum. Alþýðubandalagsmenn hal'a nú þegar æfinguna í slíku og nægir þar aðeins að minna á fáein dæmi, margfalda gengis- lækkun, landhelgismálið o.fl. o.fl. tslendingar frétta erlendis frá — frá upplýsingaskrifstofu N.ATO, að samningaviðræður íslenzkra ráðamanna og full- trúa Bandarfkjastjórnar snúist um vopnlausa eftirlitsstöð. Er þetta fyrsta sinni, sem ís- lendingar frétta erlendis frá af aðgerðuin ráðamanna í þeim málum, sem kölluð hafa verið stórmál? Nei — þvf miður. Dæmin eru mýmörg. ef einhver nennti að elta ólar við að telja þau. Hve oft fréttist ekki erlendis frá um aðgerðir í landhelgismálinu og svo þurftu islenzkir blaöamenn að hringja í stjórnarráðið eða til Landhelgisgæzlunnar til þess að fá upplýsingar um það, hvort rétt væri hermt. Ég hef sjálfur oftar en einu sinni og ol'tar en tvisvar lent í þeirri aðstöðu og þó var þetta átakan- iegast fyrst framan al' í land- helgisdeilunni. Talsmaður Landhelgisgæzlunnar sá strax, að slíkt var injög óviðeigandi (>g hann gerði allt. sem í hans valdi stóð til þess að verða á undan. En eflaust hefur hann haft við sina erfiðleika að stríða í þessu efni. því að forystumenn þjóðarinnar virð- ast ekki enn hafa skilið skyldu sína gagnvart tslendinguin sjálfum. tslendingar eru bara sauðsi artur almúginn í þeirra augum. sem á engan rétt á því, að frétta af gangi mála. ts- lendinga á aðeins að skjalla nokkrar vikur fyrir kosningar. Þá er sauðsvartur almúginn góður og allir reyna að höfða til hans. Þess á millier hann Iftils- virtur. tslendingar eiga skýlausan rétt á því að forystumenn geri grein fyrir gangi mála. Þessi réttur er ef til vill hvað þýðingarmestur í dag gagnvart öryggismálum landsins. Hve langt aMlar rfkisstjórnin að ganga í varnarmálunum? Þetta er hin brennandi spurning. Svo virðist sein Framsóknar- flokkurinn hafi nú samþykkt að hér verði áfram eftirlitsstöð Atlantshafsbandalagsins, enda hefði Einar Ágústsson þá ekki Ijáð máls á að ræða um slikt, nema flokkurtnn hafi fallizt á það. Felst Alþýðubandalagiö á það? Er rfkisstjórnin lífs eða liðin? Þetta eru m.a. spurningar, sem tslendingar gætu haft gagn af að fá svör við, því að stjórnvalda bfða mikil og óleyst vandamál f efnahagsmál- um. sem ekki þola bið. Itver maður hlýtur að skilja. að til lausnar þeim vanda þarf sam- henta og trausta ríkisst jórn. Bjartmar Guðmundsson: Hreinar strendur og hrein vötn Fátt er jafn heillandi undir beru lofti á landi hér og að fara um fjörur eða með ám og vötnum eftir bökkum þeirra. Einu gildir, að þvf er fjörurnar snertir, hvort vetur situr að völd- um eðá voríð hlær. Hvort sumar- aldan vaggar æðarungunum við landsteina Breiðafjarðar eða Mel- rakkasléttu ellegar í Hvalfirði. Eða þá að haustsjóarnir eru tekn- ir að seilast í naustin og falda hvítu norður við Gjögra eða vest- ur hjá Bjargtöngum. Á ströndum er alltaf eitthvað nýtt að sjá og ferskt og göngumað- ur getur alltaf átt von á einhverju alveg óvæntu. Annars: eftir á að hyggja. Svona var þetta urn allar fjörur. En nú vita menn fyrirfram að víða gerast þær svo flekkaðar að raunalegt er á að líta. Plastdrusl- ur og nælonflækjur. dósarusl og gler þekja nú flestar fjörur og alltaf bætist við. LTm hverf is h öf uðborgi n a, Reykjavík, eru fjörur fagrar til Í'lestra átta um voga, nes og inn- eyjar. Það er að segja voru er skapari himins og jarðar gekk frá sínu listaverki í öndverðu. Nú eru þær orðnar svo flekkaðar af óhreinindum að varla er þar hægt að stíga niður fæti, að minnsta kosti sums staðar. Þessu veldur gums það. sem flolið hefur á sjó út gegnum ræsi og pípur frá lií- býlum nútímans og athafnastöð- unt vel vinnandi manna. Ekki þó nóg með þetta. Sjálfur sjórinn hefur gruggast. Enginn veit með vissu hvað langt út í landhelgina okkar eða lengra. Og er næst land- inu á sumum svæðum lítt eða ekki hæfur verustaður fyrir fugl og fisk, hvað þá sem baðstaður hreinlátra manna. Þetta vita allir. Um hitt hafa víst færri hugsað enn sem komið er, að sama sagan er að gerast í öllum víkum og fjörðum þar sem skólpleiðslur liggja f sjó út frá mannabústöð- um. Og því meira sem byggðin er þéttari og hefur meira skólp frá sér að senda frá vinnustöðum. Enn er svo þess að geta, að á bökkum flestra eða allra vatns- falla og stöðuvatna, svo sem Mý- vatns og Þingvallavatns, eru mannabústaðir, sem þurfa að losna við sitt skólp. Mjög víða hefur það orðið að ráði að veita því skemmstu leið út í vötnin. Sumar rninni ár hafa nú þegar breytt lit af þessum sökum, þar sem þorp hafa myndazt við vatns- litlar ár. Þannig geta þær orðið næsta ógeðslegar og áreiðanlega óheílnæmar fugli og fiski, áður unaðslega fögur vötn og þokka- leg. Síðast en ekki sízt má ekki glevma olíunni. Skainmt er að minnast stórslyss, er olíugeymir sprakk við Reykjavíkurhöfn en olían flaut í sjóinn og deyddi fjölda fugla og varð þö minna úr en á horfðist um tíma. Víst má telja að víða sé frágangur á olíu- geymum með öllu ófullnægjandi við hafnir. Uti um allt land er þá sögu að segja, áð við fjölda sveita- bæja og þorpa, sem á vatnsbökk- um standa eru olíugeymar. Enn sem komið er hefur það furðu sjaldan hent aðgeymar spryngju. En sú hætta vofir alls staðar yfir. Hvað myndi þaðkosta t.d ef fáein tonn flytu frá einhverjum tankn- um á Mývatnsbökkum út á vatn og hittu fyrir nokkur hundruð eða þúsund anda á vatninu? Ráðamenn Reykjavíkur hafa nýlega boðað það fagnaðarerindi, að gera eigi bragarbót á frá- rennslisleiðslum borgarinnar og þær teygðar miklu lengra á haf út en hingað til hefur verið gert. Um leiðbiðja þeir um álit borgar- búa um hvað mikið skulí vanda til þessa umbötaverks og hvað miklu til kosta. Þetta er virðingarvert. Flesta daga síðan hef ég litið yfir 4 og 5 dagblöð og komið auga á aðeins eina smágrein í Velvakandadálki urn þetta efni, eftir Óskar Jóhann- esson. Meiri virðist áhuginn ekki vera að því er snertir þetta mikla mál. Annars er það stærra en svo að það varði borgarbúa eina. Ö. J. segir að þeir eigi ekki að láta sér nægja að skólpið verði hálfhreins- að og síðan leitt í sjóinn eitthvað lengra en nú er. Það þurfi að fullhreinsa það og að það eigi að vera metnaðarmál Reykjavíkur- búa að verjast á þann hátt meng- un í nálægum sjó. Mengunin er nú þegar búin að setja svo sinn svip á veröldina nær og fjær, að augu manna ættu að vera farin að opnast sæmilega fyrir hættunum. Fullhreinsum skólpið segir Óskar, hvað sem það kostar. Sama segi ég. Sú verður áreið- anlega krafa tímans. Aðrar um- bætur, sem skemmra ganga, munu reynast ófullnægjandi. Við megum teljast sæl og vel á vegi stödd, þar sem hér er enn hægt að bægja menguninni frá okkar norðlæga landi ineð skyn- samlégum ráðum í tíma teknum. Annarra víti eru það nærtæk, að auðvelt ætti að vera að láta sér þau að varnaði verða. Oliugeymum við hafnir þarf al- verlega að gefa gaum. Fjarlægja þarf alla geyma af vatnsbökkum og hita upp húsin með jarðvatni eða rafmagni, og fullhreinsa allt skólp áður en því er veitt út í ár eða stöðuvötn. Undirbúningur að jafn sjálfsögðum ráðstöfunum þolir ekki bið. 30. nóv. '73. Ný ljóðabók eftir Jakobínu Björnsdóttur IIELGAFELL hel'ur gefið út Ijóðabókina Hvfli ég væng á hvít- uni voðum eftir Jakobfnu Björns- dóttir, Ijósmóður, eða Bínu Björns eins og skáldanefn henn- ar er. Björn Sigfússon gaf bókina út, en hún er 85 bls. að stærð, aftast er löngritgerð um skáldkonuna og verk hennar eftir dr. Björn, Um- gerð kvæða og ævi. A bókarkápu segir m.a.:...Með ritgerð í bókarlok um skáldkonuna og þessi 30 Ijóð hennar 17-66 ára gamallar hefur Björn Sigfússon kannað, úr hvaða jarðvegi og ævi þau spruttu, þróttug og víða frumleg.. . " ÞROTABÚUV ÞEGAR ég he.vri í útvarpi eða les í blöðum um kröfur þær um kjarabætur, sem stéttarfélögin gera. þegar kaupsamningar eru framundan. koma mér í hug spurningar sem þessar: I. Hafa þeir, sem fyrir þessum kröfum standa. ekkert lært af sögunni í fortíð og nútíð, né heldur af sinni eígin reynslu við meðferð kjaramála? II. Ilefúr launafölk, sem berst svó fyrir þessum kröfum, ekkert lært af meðferð þessara rhála undirstjórn kommúnista? III. Er þetta kjarabarátta, eða er það barátta einræðisins gegn lýðræðinu? Allar eru þessar kröfur skamm- tima sjónarmið skepnunnar, sem lifir fyrir líðandi stund. Langtíma sjíinarmið mannlegrar reynslu og þekkingar er þar hvergi að finna. Eg hef áður likt óraunhæfum kauptöxtum, sem ekkert stendur á bak við, víð ínnstæðu í þortabúi. Yfirleitt er ahnenningi nokkuð kunnugt um ineðferð hinna al- mennu þrotabúa viðskiptalífsins, þar sein yfirlit er gert yfir eignir og skuldir búsins, og skuldir sið.an greiddar það langt sem eignir ná. Það, sem þá vantar, er skuldar- eigendum tapað fé. En þaðerlíka til önnur meðferð á þrotabúum. Það eru þrotabú atvinnuveganna, eftir rán.vrkju vinnumarkaðarins. Þau eru gerð upp með þeiin hætti, aðgengi gjaldmiðilsins er fellt, og krónan. sem samið var um, smækkuð það mikið, að nokkru eða öllu leyti það, sem rányrkjan hafði frá þeim tekið. Þannig er fm,vndaður hagnaður launamanna orðinn aðengu. Með vinnulöggjöfinni er stéttarfélögunum heimilað, meðan á verkfalli stendur, að beita menn ofbeldi, sem undir öðrum kringumstæðum er sak- hæft. og ná með heim hætti sjálf- dæmi f kaupsamningum. Með lög- um um gengisskráningu er Seðla- bankanum — ríkisstjörnarinni heimilað að skrá gengið. Sú heimild er svo notuð til þess að verðfella krónuna, sem samiðvar um. Þannig rekur eitt sig á annars horn. Verkfallsunnendur, hver sem staða þeirra er í þjóð- félaginu, ættu því að hugleiða, hve haldgott þetta lífsakkeri launamanna, verkfallsrétturinn, er, þegar á það reynir, Þeir hinir sömu ættu þá um leið að minnast þeirra ekki allfáu tilfella, þegar ríkisstjórnir hafa með bráða- bilgðalögum gert þessi réttindi að engu. Þetta hefur verið gert með þvi að stöðva verkföll, afnema vfsitöluuppbætur og binda kaupið. Allt er þetta vitnisburður um það, hver óskapnaður vinnu- löggjöf er. Það er öfugmæli að halda því fram, að verðbólgan sé orsök kauphækkananna. Umferðin er alltaf su sama. 1. Of háir kaup- taxtar, 2. Rányrkja á fjármunum atvinnuveganna og 3. Gengis- felling. Þannig eru það of miklar kröfur og afleiðingu snúið við i blekkingarskyni. Það, sem hér hefur verið sagt, er ekki annað en það, sem hefur verið að gerast i fslenzku þjóðlifi allt frá lokum síðari heims- styrjaldar og marg endurtekið sig, og ætti því lesendum að koma þaðkunnuglega fyrir. Með línum þessum ætla ég, að því sé lokið, aðég skrifi um kaup- deilur og verðbólgu. Þorsteinn Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.