Morgunblaðið - 15.12.1973, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1973.
Gagnrýni
Dagens
Nyheter
um Sögu
af sjónum
lli afn <iuniilau);ss<»n
Eins «k komið hefur fram í
fréttum. hlaut íslen/ka sjón-
varpsleikritii! Sa«a af sjónum.
oftir Hrafn (íunnlaugsson. som
sionska sjónvarpið sýndi síðast-
liðinn sunnudag. lof sænskra
gagnrvnenda. Hér birtast í lítil-
loga styttri þýðingu skrif
Ingvar Orre, aðalsjónvarps-
gagnrýnenda Dagens Nyheter.
en hann helgaði gagnrýni sfna
fslen/ka sjónvarpsleikritinu
daginn eftir sýninguna.
Gréinin heitir á sænsku.
Kuslig saga (óhugnanleg saga):
Nafnið ..Saga af sjónum" (En
skepparhistoria) var skemmti-
lega sakleysislegur titill á liinu
magnaða leikriti llrafns Gunn-
laugssonar um drykkjuskap
aklraðs sjómanns yfir ungum
stúdent niðri í skuggalegri
káetu flutningadalls á siglingu
heim gegnum þokuna. Sá eldri
lætur ýmislegt í veðri vaka:
Samvizka hans er svartbrunn-
in, hann hefur gert föður sinn
að þjóf í gröfinni, hann á barn
með mágkonu sinni, o.s.frv.
Hann raupar hokinn yfir
vodkaglasinu og með liníf við
höndina, eins og hánn finni til
vanmáttar gegn menntabrag
þess yngri.
Þegar í upphafi náði Róbert
Arnfinnsson jafnri stfgandi í
leik sínum og naut hann öruggs
stuðnings Sigurðar Skúlasonar,
sem skaut inn athugasemdum
sinum En svo kemur Róbert
inn á söguna um sjómennina
tólf í þokunni. sem b.vrjuðu ó-
vænt að heyra neyðaróp frá
skipsfélögum sínum. sem féllu
skýringarlaust fyrir borð og
sukkuíhafið þartilallir voru
horfnir nema . . . Skyndilega
vakna drykkjufélagarnir eins
og af dásvefni: Hvað var orðið
um þnðja manninn f félags-
skapnum. sem hafði farið að ná
í bland? Var ekki eins og þeir
hefðu hevrt óp. þegar þeir
brugðu sérsjálfir út?
Smám saman leystist realism-
inn upp í þjciðsögu. þó umh verf-
ið væri það saina. Félagarnir
gripu hnífana sína. báðir jafn
óttaslegnir. An þess að áhorf-
andi vissi af. hafði hann dregizt
inn í heini sögunnar. Skelfingin
læddist aftan að manni. Þegar
leiknum lauk og afkynningar-
textinn birtist á skjánum. var
mér innanbrjósts eins og ég
hefði vaknað af martröð. Sjón-
varpstækið stóð á sínum stað,
lampinn lýsti eins og áður og
ritvélin beið á borðinu — takk
fyrir það Takk fyrir sýning-
una."
Þess má geta að iokuin. að
höfundur Ieikritsins. Ilrafn
Gunnlaugsson. sendir frá sér
tvær bækur nú fyrir jölin.
Astarljóð hjá Helgafelli og
skáldsöguna Djöflana hjá Al-
menna bókafélaginu.
ISLENZKAR EFNA-
VERKSMIÐJUR í
HRÁEFNISVANDA
ÍSLENZKAR efnasmiðjur eiga
nú í dálitlum örðugleikum vegna
hráefnisskorts. Er það aðallega
fosfat, sem verksmiðjurnar van-
hagar um. Þeir Hallgrfmur
Björnsson, framkvæmdastjóri
Hreins og Gunnar .1. Friðriksson
framkvæmdastjóri Frigg sögðu í
samtali við Mbl.. að þrált fyrir
þennan hráefnisskort þyrfti fólk
ekki að óttast skort á sápum og
þvottaefni næstu mánuðina.
Gunnar J. Friðriksson sagði, að
skortur væri á fleiri efnum en
fosfati, en hann væri mestur;
einnig væri skortur á sóta og
nokkrum efnum öðrum. sem not-
uð eru til sápu- og þvottaefnis-
gerðar. Hrgefnið kæmi frá
Marokkó, og þarlendir hefðu
dregið úr framleiðslunni.
Sagði Gunnar aðcjaglega kæmu
upp vandamál t sambandi við hrá-
etnisutvegun, og alturkippur
kæmi í samninga, sem búið væri
að gera. Allt hráefni hefði
hækkað gifurlega og að jafnaði
um 10%, frá því í haust.
Annars sagði Gunnar, að fólk
þyrfti ekki að óttast, að sápa eða
þvottaefni fengist ekki á næst-
unni. því íslenzku verksmiðjurn-
ar ættu 4—5 mánaða birgðir, en
hitt væri svo annað mál, að ef fólk
færi að hamstra, gætu verk-
smiðjurnar ekki haft undan.
Hallgrímur Björnsson tók í
sama streng og Gunnar. Sagði
hann, að eftirspurnin eftir fosfati
hefði aukizt gífurlega og sitt
fyrirtæki keypti fosfatið frá Eng-
landi, en verksmiðjur þar þyrftu
nú á öllu því fosfati að halda, sem
þangað kæmi.
Öryggi loðnuveiðiskipa
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi fréttatilkynning frá
Hjálmari Bárðarsyni siglinga-
málastjóra um ör.vggi loðnuskipa:
Nú fer vetur í hönd og loðnu-
vertíðin nálgast. Það er því full
ástæða til að hugleiða, hvað helzt
megi verða til aukins öryggis
loðnuveiðiskipanna og áhafna
þeirra. Mörg þeirra fiskiskipa,
sem í vetur fara á loðnuveiðar.
eru stór og vel búin skip. en önn-
ur eru minni en svo, að beita megi
nema með mikilli varkárni og alls
ekki í verstu veðrum. En jafnvel
stærstu og beztu skipum getur
hlekkst á ef ekki er gætt fyllstu
varúðar við veiðar. við hleðslu og
siglingu undan kröppum sjó og
veðrum. íslenzkar reglur frá 1963
banna reyndar að hlaða fiskiskip
að vetrarlagi, mánuðina október
til apríl. dýpra en að efri brún
þilfars við skipshlið. Þótt margir
skipstjórar hafi virt þessar regl-
ur, þá er þó ekki því að le.vna, að
ýmsir hafa gerst brotlegir, eink-
anlega þegar mikil veiði hefur
freistað, sigling verið stutt til
hafnar og veður sæmilegt.
Ilvorki vil ég þó afsaka gjörðir
þeirra brotlegu né hóta aðgerðum
gegn þeim. Miklu meira virði er.
að skipstjórnarmenn geri sér
sjálfir fulla grein fyrir áb.vrgð
sinni. bæði á mannslífum í þeirra
umsjá og þeim verðmætum, sem
skipið er. Það er góðra gjalda
vert, að skipstjórar kalli alla
skipshöfn upp í brú og láti alla
vera í bjargbeltum tilbúna til að
yfirgefa drekkhlaðið skip á leið
til hafnar, en þótt áhöfn geti
bjargast, þá er þaðmikið vafamál.
f hve mikla tvísýnu er rétt að
stefna þeim verðmætum, sem i
húfi eru.
Það er re.vndar rétt athugað hjá
mörgum skipstjórum, að á loðnu-
veiðum er það til aukins öryggis,
ef hægt er að fylla lestar alveg,
þannig að ekki sé hætta á að þessi
lausi farmur sláist til f Iest. En þá
ber að athuga stærð lestarrýmis
miðað við burðargetu hvers ein-
staks skips. Bezt væri að tak-
marka stærð lestar á loðnuveiðum
þannig, að með fulla lest af loðnu
væri skipið ekki lestað dýpra en
að efri brún þilfars við skipshlið.
eins og reglurnar gera ráð fyrir.
Nú hafa mörg skip verið lengd.
Lengingin hefur í öllum tilfellum
bætt lestarrými við skipið. Mörg
lengdu skipanna þola ekki fullar
Rógsiðja vinstri manna um Hitaveituna
MORGUNBL VÐI.NU hefur bori/t
svohljóðandi athugasemd frá Jö-
hannesi Zoéga vegna skrifa Þjóð-
viljans uni rekstrarafkomu Hita-
veitunnar:
f Þjóðviljanum birtist s.l.
sunnudag. 9 desember. grein
merkt stöfunum hj undir fyrir-
sögninni ..Ur Reykningum Hita-
veilu Revkjavíkur 1969—1972:
Greiðsluafgangur er 6o% af
brúttótekjum. íhaldið vill riota
Hitaveituna sem f járplógsfyrir-
tæki."
Blaðið telur saman tekjuafgang
af rekstrarreiknigi og afskriftír
og kallar þaðgreiðsluafgang. Lát-
um það gott heita. Fyrir árin
1969—72 nemur þessi fjárhæð
757 milljónum króna.
Síðan segirblaðið: „Þettáerþað
sem segja má. að fyrirtækið leggi
til hliðar sem framkvæmdafé. A
sama tíma nemur fjárfesting í
aukningu kerfa alls 576 milljón-
uni króna. Fjárfestingin er ekki
nema 76",', af framkvæmdafénu.'"
HviTíkt hneykslt. en bíðum nú
við — blaðið segir énnfremur: „A
þéssum sömu árum. 1969—72
þurfti Hitaveitan að verja saman-
lagt 229 milljónuin króna til af-
borgana af lánum til langs títna.
sem gjaldféllu á tímabilinu.
Aukníng eígin veltufjár nam því
265 milljóntim króna."
Ekki fæ ég séð samhengið á
milli þessara talna. þótt blaðínu
finnist þaðaugljóst.
Ilins vegar segir blaðið sjálft.
að greiðsluafgangi að upphæð 757
milljónuni króna liafi verið varið
til framkvæmda að uppliæð 576
milljónuni króna og til afborgana
af lánum 229 milljónum króna
eðasamtals 805 milljónum króna.
ilér liefur ..greiðsliiafgangur"
greinilega ekki verið nægilegur
til þess að standa undir þeim út-
gjöldum. sem lionuin er ætlað að
bera. Mismuninn, 48 milljónir
króna, vantar.
Eg ætla ekki að elta ólar við
meðferðgreinarhöfundar á tölum
í grein sinni og sýnir það, sem hér
var tilgreint, aðeins að hann er
sjálfum sér ósamkvæmur.
Svo er það lánið, sem var of
hátt. Þaðer rétt að Hitaveitan tók
lán hjá Ilambrosbanka 1972 til
virkjunarframkvæmda. Það átti
ekki aðeins aðná til ársloka held-
ur til loka þeirra framkvæmda.
sem greiðast áttu með andvirði
lánsins. Eg verð að hryggja Þjóð-
viljann með því, að nú þegar þess-
um verkum er enn ekki að fullu
lokið. hefur Ilitaveitan þurft að
taka annað lán í viðbót. og ekki
er út séð um það, hvort það muni
til hrökkva.
Um 40 milljón krónurnar, sem
„borgarstjóri tók hjá Ilitaveit-
unni og setti í eyðsluhít borgar-
sjóðs", er bezt að vfsa tií borgar-
reikninganna fyrir árið 1972, sem
gi'einarhöfundur hefði átt að lesa
betur.
Þar segir á bls. 176 í „Greinar-
gerð borgarritara": „Greiðslu-
munur sjóða og fyrirtækja á ár-
inu 1972 varð fyrirtækjunum í
hag um kr. 45 millj. sbr. sundur-
liðun á bls. 4—5. Þess ber þó að
geta. að lán það, sem Ilitaveita
Reykjavíkur veitti hinn 31. des-
ember 1972. kr. 40 millj. var
greitt að fullu 2. janúar 1973,
þannig að það stóð aðeins yl'ir
áramólin í bókum."
Þjóðviljinn talar um að arðsemi
Hitaveitunnar á undanförnum
þrem árum hafi verið 17,8—
20.6",’, og eru þessar tiilttr
Jóhannes Zoéga.
sennilega miðaðar við bókfærðar
fasteignir.
Þetta væri gott og blessað, ef
verðlag væri stöðugt í landinu og
ný mannvirki kostuðu nú hið
sama og meðalverð þeirra var á
árunum 1950—1970. Því er þó
ekki að heilsa og er Hitaveitunni
sem öðrum lítill matur I slíkum
i'mynduðum tölum.
Greinarhöfundur veltir sér upp
úr þeirri blekkingu, að hátt hlut-
fall „greiðsluafgangs" og árs-
tekna sé eiginleiki „fjárplógsfyr-
irtækis".
Hreinum tekjum og afskriftum
hvers fyrirtækis er ætlað að
standa undir fjárfesting l>ess, þ.e.
annaðhvort er þessu fé varið
beint til stækkana og endurbóta
þess búnaðar, sem fyrirtækið not-
ar við þjónustu sína, eða til
greiðslu þess fjár, sem tekiðer að
láni til þess að hraða framkvæmd-
um ásamt vöxtum af lánsfénu.
Ofangreindur „greiðsluafgang-
ur" þarf að vera þvf hærri
sem viðkomandi fyrirtæki þarf að
fjárfesta meira til þess að full-
nægja þeim þjónustukröfum, sem
til þess eru gerðar.
Ilitaveita Reykjavíkur er eitt
þeirra fyrirtækja, þar sem fjár-
magnskostnaður er stærsti hluti
rekstrarkostnaðar, og ætti blaði
iðnaðarráðherra að vera kunnugt
um fleiri slfk dæmi.
Ef greinarhöfundur settist nú
aftur niður og læsi borgarreikn-
ingana betur vfir, hlyti hann að
sjá, að Ilitaveitan hefur ekki safn-
að öðrum fjármunum en þeint.
sem fastir eru í rekstri hennar, og
þá einnig. að borgarsjíiður hefur
jafnan verið veitandi lána tll
Hitaveitunnar en ekki þiggjandi
lán hjá henni.
Að lokum mætti svo athuga hve
mikla fjármuni þetta „fjárplógs-
fyrirtæki" hefur haft af borgur-
um þessa bæjar. Skal ég þar að-
eins nefna eitt dæmi:
Þjóðviljinn segir, að árið 1972
hafi Reykjvíkingar greitt 385
milljónir króna f.vrir heita vatnið
til Hitaveitunnar, og er það nærri
sanni.
Þetta vatn var jafnvirði um 200
miljön lítra af olíu, setn f fyrra
kostuðu um 790 milljónir króna.
Mismunurinn er um 400 millj.
króna Reykvíkingum f hag.
Nú er þessi mismunur um tvis-
var sinnum rneiri og fer vaxandi.
Þessar tölur tala skýrara máli
en rógsiðja vinstri manna. sem
frá upphafi hefur verið stunduð í
þeim tilgangi að hefta þjónustu
Hi t a vei tu Reykj avík u r.
lestar af loðnu nema hlaðast mik-
ið fram og hlaðast dýpra en að
þilfarsbrún. Bezta leiðin til auk-
ins öryggis þessara lengdu skipa,
og reyndar annarra skipa líka,
sem hafa stórar lestar miðað við
skipsstærð, væri að setja sterkt
þverþil framarlega í lest, og tak-
ntarka loðnufarm við rúmmál
lestar aftan við þetta þil. Með
auknu flotrými fremst verja skip-
in sig betur á siglingu og þeim er
verulega minni hætta búin. Að
sjálfsögðu þarf að búa svo um
lensingu, að dælur nái að tæma
sjó úr þessu rými fremst f lest.
Þá er að huga að öðrum þeim
atriðum sem verða mega loðnu-
skipum til aukins öryggis. Þar vil
ég fyrst nefna nauðsyn þess, að
lestarlúgur séu ávallt vel lokaðar
vatnsþétt (skálkaðar), strax þeg-
ar farmi hefur verið komið fyrir í
lest. Sama gildir um vatnsþétta
jokun á öllum hurðum og opum á
aðalþilfari, bæði hurðum aftan á
bakka og á reisn. Austurop á
skjólborði þarf að hafa vel opin.
þannig að allur sjór renni við-
stöðulaust af þilfari fvrir borð.
Enga stíuuppstillingu skal hafa á
þilfari, ef enginn farmur er þar.
Þetta kann að þykja óþarfa
íhlutunarsemi og áminning um
sjálfsögð atriði, sem öll eru á
ábyrgð skipstjóra, en stundum
getur þó verið gagnlegt að rifja
upp jafnvel einföldustu og sjálf-
sögðustu öryggisatriði. Þau eru
þá ofarlega í huga og nærtækari.
þegar á reynir.
Svo er það minni stærðir loðnu-
skipanna. Eins og nefnt var hér
að framan, þá er það að mínum
dómi mjög varhugavert að beita
minnstu skipunum við loðnuveið-
ar um hávetur, þegar allra veðra
er von. Þar á ég sérstaklega við
tréskipin, sem fæst hafa sömu
möguleika og stálskipin á að loka
hurðum á aðalþilfari vatnsþétt. og
þil f þessum skipum eru í fæstum
tilfellum vatnsþétt. Ég vil því
beina þeim tilmælum til útgerðar-
manna og skipstjóra. að þeir geri
sé'rsem bezta grein fyrir því. hvað
bjóða megi hverju einstöku þess-
ara minni skipa, og miða þá við
þeirra eigin re.vnslu. Ef að athug-
uðu niáli er talið réttlætanlegt að
beita þessum minni skiputn á
loðnuveiðum að vetrarlagi, þá
væri rétt aðkanna unt leið öll þau
atriði varðandi vatnsþétta lokun,
lestárbúnað, austurop og annað
það, sem áríðandi er að uppfylli
ströngustu kröfur til að fyllsta
öryggis sé gætt miðað við stærð
skipanna.
Ilér hefur verið rætt um skipin
sjálf, en auðvitað er það ávallt
skylda hvers ábyrgs skipstjiirnar-
manns að sjá svo um. að áhöfn
l>ekki vel staðsetningu og notkun
bjargbelta, gúmmfbáta og neyðar-
talstöðva. ef vera k.vnni, aðgrípa
þyrfti til þessa búnaðar fyrirvara-
laust. Það er þó einlæg von mín,
að til þess komi ekki á þessari
komandi loðnuvertfð, og vil þvf
öska öllum íslenzkum skipstjiirn-
armönnum þess, að þeir megi
sigla skiptim sínum heilum í höfn
á þessum vetri, án skipstapa og
sjóslysa, færandi björg í bú okkar
allra. sem þetta eyland byggjum.
Reykjavfk, 11. desemhor 1973.
(Fréttatilkynning frá
Siglingarmálastjóra.