Morgunblaðið - 15.12.1973, Síða 34

Morgunblaðið - 15.12.1973, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1973. Eru þingmennirnir aðeins þæg verkfæri ráðherranna? Frá umræðum um ferjuskip og sjálfsskuldarábyrgð Talsvt-rrtar umræðurspunnust um frumvarp tillagaumsjálfskuldar ábvrgð á lánum til kaupa á fiski- skipum og ferjuskipi, sem var til umræðu í neðri deild Alþingis á f immtudag. Frumvarpið gerði upphaflega ráð f>TÍr að veita ríkisstjórninni heimild til að veita sjálfskuldarábyrgð á lán- um til kaupa á 10 níjum fiskiskipum yfir 300 lestir, allt ið S0"„ af kaupverði. El'tir afgreiðslu þess í efri deild. var aukið viö það nýj- skuldarábyrgð til kaupa á ferju- skipi milli Akranessog Reykjavfk ur. Gagnrýndu nokkrir þingmenn þessi vinnubrögð, sem þeir kváðust teija óhæf meðöllu. Björn Pálsson, (E) tók fvrstur til máls. og gagnrýndi harðlega vinnubrögð ráðherra að skjiila inn þessuin nýja lið i frumvarpinu. sem teljast vrði alls óskyldur upphaflega frumvarpinu. Svo virtist. sem ráð- herrar vieru farnir að Ifta á Aiþingi sem eins konar af- greiðslustofnun, og þingmennina aðeins sem þæg verkfæri. sem hægt væri aðleggja lún aðskiljan- legustu mál fyrir. og panta sam- þykki. Varaði þingmaðurinn við þvf að alþingismenn væru alltaf aðsam- þykkja ..einhverja vitleysu", sem seinna yrði svo til þess að hækka fjárlögin og auka á Verðbóiguna. bessi tillaga um ferju milli Akra- ness og Reykjavíkur væri ein slík vitleysan. Lfklega gerð til þess að Akurnesingar ættu auðveldara með það að skreppa á kappleiki og aðrar skemmtanir í höfuðborg- inni. Matthfas Bjarnason (S) sagði að þessir tveir liðir frumvarpsins ættu aðeins eitt sameiginlegt, en það væri lieimild tilsjálfskuldar ábyrgðar á 80% kaupverðs. Þó hefði málið átt að fara um- ræðulaust í gegnum deildina. enda hefði ráðherrum ekki fundist ástæða lil að mæla fyrir því f neðri deild. Það væri þó yfirleitt vani að mæla fvrir málunum, og gefa skýringar á þeim fyrir báðum þingdeildum, einkum ug sér í lagi þegar lætt hefði verið ínn í þau ák%'æðum um alls óskyld efni. Maigl \æri óljiíst í máli þessu svo sem um kostnað við breytingar viðleguaðstöðu í höfn- unum, sem óhjákvæmilegar væru, þar sem gert væri ráð fvrir að bílar gætu ekið inn í og út úr skipinu Aðrir kostnaðarliðir væin einnig margir hverjir mjiig óljiisir. Benedikt Gröndal (A) kvaðst vera undrandi yfir afstöðu þess- ara þingmanna. Björn Pálsson væri augljóslega einn af hörðustu ihaldsmönnum þingsins, ef marka mætti mál hans, er hann væri mótfallinn svo sjálfsagðri sam- göngubót, sem ferjan væri fvrir Vesturland. Gagnrýni Matthíasar Bjarnasonar kæmi þó úr hörðustu átt, þar sem í hans kjördæmi væri samgöngur með flóabátum taldar afar nauðsynlegar, og væri hann þeim tæpast mótfallinn. Taldi Benedikt ekkert vera því til f.vrirstöðu, að þessum lið væri bætt inn í frumvarpið eftir með- ferð þess í efri deild enda væri slíkl algengt, og gert ráð f.vrir þeim möguleika í sjálfri stjórnar- skránni Tilkoma ferjunnar yrði án efa míkil samgöngubót fyrir héraðið. enda sýndi það sig að slíkir ferju- flutningar ættu framtíð fyrir sér ef tekið væri tillit til þeirrar miklu aukningar. sem verið hefði i fölksflutningum Akraborgarinn- ar. Nú væri farþegafjöldi hennar um 60 þúsund manns. og væru þar vafalailst 60 þúsund alkvæði lylgjandi kaupum nýs skips. á móti þessuin tveimur at- kvæðum þingmanna. Enda væri það svo, að líkja mætti Akranesi við eyju hvað samgöngumál varðaði. Halldór E. Sigurðsson, fjár- málaráðherra, sagði, að auk þess sem auknir fólksflutningar sjó- leiðina til Akraness bæru þess vitni, að þörf væri á nýju skipi, þá væri annað atriði, sem einnig ýttu undir kaupin. en það væru sementsflutningar. Nú væri svo komið. að skip það, sem notað hefði verið til sements- flutninganna. væri orðið því sem næst ónothægt. Væri hug- myndin þvf sú, að hægt væri að nota þessa nýju ferju til þess að anna bæðí fólks- og bílaflutning- um og sementsflutningum aðauki íbúar héraðsins hefðu fyrir nokkru haldið fund um málið. og hefði það verið samdöma álit fundarmanna. að ráðast ætti í kaup á norsku ferjuskipi. sem myndi kosta um 120 milljönir. Þá upplýsti ráðherra, að á mið- vikudag hefði ríkisstjórninni bor izt erindi frá Vestmannaeyjum. þar sem farið væri fram á að taka einnig inn i frumvarp þetta samskonar heimild vegna kaupa á ferjuskipi milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. Friðjón Þórðarson (S), sagði það vera augljóst mál, að endur- nýja þyrfti skipakostinn á þessari siglingaleið. Það væri nauðsynleg samgöngubót fyrir héraðið. Hvað fjárútlátin varðaði, sagði Friðjón að ekki væri umþaðstóra fjárupphæð að ræða. að miklu skipti, enda væri ekki óeðlilegt að hækka fjárframlag til flóabáta, samfara því sem allur annar kostnaður 1 þjóðfélaginu væri á uppleið. Björn Pálsson (F)lýsti þvívfir, að hann myndi öllu fremur kjósa að aka upp á Akranes í bflnum sínum heldur en að göslast þetta sjóleiðina. Annars kvaðst þingmaðurinn aldrei hafa vitað til þess að Akra- nes væri eyja, — það hefði í það minnsta aldrei flætt yfir veginn í þau skipti, sem hann hefði áttleið þar um. Það hlyti að vera fjar- stæða. Þá sagðist Björn telja það vera óraunhæft að tala um að sameina i eitt sementsflutningaskip og skemmtiferðaskip. Sementsflutn- ingar hefðuallatíð þótt sóðalegir, og þar sem það væru nú engir slorkarlar, sem ferðuðust milli Akraness og Reykjavíkur, þá þætti sér ólíklegt, að þeir kærðu sig um að vera úðaðir i sements- ryki á ferð sinni. Sjálfur myndi hann ekki senda reiðhest sinn með sementsflutningaskipi, hvað þá fara sjálfur með þvf. Þá kvaðst þingmaðurinn telja það augljóst, að rekstur þessa nýja skips yrði stórum dýrari, heldur en rekstur Akraborgarinn- ar, og hefði hún þó aldrei sýnt neinn stórhagnað. Og til frekari áréttingar um það, að um t\'ö ósk.vld mál væri að ræða i frum- varpinu, sagðist Björn vilja benda á, að þótt bæði væru það skip, þá væri sá eðlismunur á, að fiskiskip öfluðu kannski fyrir 60 milljónir króna hvert, á meðan þetta skip eyddi 30 milljónum. llannibal Valdimarsson (SFV) sagðist vilja taka undir þá gagn- rýni, sem komið hefði fram varð- andi málatilbúninginn. Hér væri f raun og veru verið að læða inn í frumvarpið lið, sem engar for- sendur væru fvrir. Hann hefði frétt fyrir nokkru, að búið væri að samþykkja að ráðast í kaupin, og að ríkisstjórn- in væri svo gott sem búin að lofa sjálfsábyrgðinni. Nú væri þessu máli sfðan lætt inn í Alþingi með þessum hætti, og ætlast til þess að það rynni umræðulaust í gegnum þingdeildir. Slík vinnubrögð væri ekki hægt að líða. Varðandi þörfina fyrir þetta nýja flutningaskip sagðist Hanni- bal efast um aðhún væri slík, sem af væri látið. T.a.m. væru flestar vörur nú fluttar með bilum. Með þessum miklu fólksflutningum, 60 þúsund manns, mætti gera ráð fyrir, að fyrirtækið gæti verið rekið með hagnaði. Rekstrar- grundvöllur á þessari leið væri hagstæðari en hjá flestum öðrum flóabátum. Samt sem áður sýndi taprekstur Akraborgarinnar fram á, að grundvöllur undir rekstr- inum væri ekki sá sem nú væri af látið. Það væri skýlaus krafa alþingis- manna, að skoðaður yrði betur allur grundvöllur þessara kaupa, og sagðist þingmaðurinn vera mótfallinn þessu máli, — a.m.k. þar til betri og sannari upplýsing- ar um það lægju fyrir. Guðlaugur Gíslason (S) sagðist vænta þess, að sú umleitan Vest- mannaeyinga, sem fjármálaráð- herra hefði getið um. hlyti góðar undirtektir hjá alþingismönnum. Það væri Vestmannaeyingum mikið hagsmunaefni, að málið fengist afgreitt nú. Ef svo yrði ekki, þá myndi það tefja ferju- kaup Evjamanna um eitt ár. Síðar tóku til máls Benedikt Gröndal, Hannibal Valdimarsson og Ölafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, sem upplýsti, að ríkis- stjórnin hefði tekið málaleitan Vestmannaeyinga jákvætt, en ekki væri enn búið að ákveða, hvort heimildinni um 80% sjálfs- skuldarábyrgð yrði skotið inn í þetta frumvarp við þriðju um- ræðu, eða hún tekin inn í út- gjaldalið fjárlaga. Fjölbreytt starf Varðar Ragnar Júlíusson formaður Ragnar Júlfusson, nýkjörinn formaður Varðar. AÐALFUNDI Landsmálafélags- ins Varðar lauk s.l. þriðjudags- kvöld. Ragnar Júlíusson, sköla- stjóri, var kjörinn formaður Varðar í stað Valgarðs Briem, sem mæltist eindregið undan endurkjöri. Aðrir í stjórn Varðar voru kjörnir Björgólfur Guð- nuindsson. Björn Bjarnason, llilmar Guðlaugsson, Guðniundur Oskarsson og Ragnheiður Garð- arsdóttir. f varastjörn voru kjörin Helga Gröndal, Konráð Adólfsson og Ottó Ottösson. Endurskoðend- ur voru kjörnir Ottó .1. Olafsson og Hannes Þ. Sigurðsson. Fráfarandi formaður Varðar. Valgarð Briem, flutti skýrslu um störf félagsins á s.l. starfsári og leiddi hún í Ijós mjög fjölbreytt félagsstarf Varðar. Efnl var til fjögurra almennra félagsfunda. í janúarntánuði s,l„ 6 dögum fyrir Vestmannaeyjagos. efndi Vörður til fundar um viðfangsefnið: Er- um við viðbúnir náttúruhamför- unt? Frummælandi var Markús Örn Antonsson, borgarfulltrúi, og stjórnaði hann pallumræðum um málið. en i þeim tóku þátt Rúnar Bjarnason, slökkviliðsstjóri. Jón Skúlason. pöst- og sTmatnálastjóri Matthías Matthíasson. rafvirkja- meistari, dr. Ottar P. Halldórsson, verkfræðingur og Þorlákur Rögn- valdsson. verkfræðingur. Síðari hluta febrúarmánaðar efndi Vörður til fundar um efn- ið Island og Efnahagsbandalag Evrópu og var frummælandi á þeim fundi Davíð Olafsson, seðla- bankastjóri. I septembermánuði s.l. var haldinn almennur fundur unt breytingar á lögum félagsins vegna breyttra starfshátta Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík, en á þeim fundi flutti Barði Friðriks- son einnig erindi um efnið: A að svipta jarðeigendur eignarétti á lax- og silungsveiði? Loks var svo haldinn almennur félagsfundur í byrjun október um landhelgis- málið, og voru frummælendur al- þingismennirnir dr. Gunnar Thoroddsen og Matthías A. Mathiesen. Tvær ráðstefnur í skýrslu Valgarðs Briem kom fram, að Vörður efndi til tveggja ráðstefna á s.l. starfsári. Hinn fyrri var haldin í nóvembermán- uði 1972, og nefndist „Tjáning trúarinnar" og fjallaði urn trúmál og kirkju. Var ráðstefna þessi mjög vel sótt. Hin síðari var hald- in í lok marzog fjallaði um sjávar- útvegsmál og nefndist „Sjávarút- vegurinn — gullkista þjöðarinn- ar“. Voru þessar ráðstefnur báðar mjög vel sóttar. Sumarferðir Varðar Að venju efndi Vörður til sum- arferða í hefðbundnum stíl í byrj- un júlímánaðar. Sagði Valgarð Briem í skýrslu sinni, að þátttaka í ferðinni hefði verið óvenju lítil og væri sennilegasta skýringin sú, að leiðin, sem farin var, hefði ekki þótt nægilega forvitnileg og e.t.v. hefði þátttökugjald verið í hærra lagi. En Vörður efndi einn- ig til anrvarrar ferðastarfsemi á árinu. Farið var í tvær Kaup- mannahafnarferðir og var þátt- taka í þeim góð og ferðirnar vel heppnaðar. Spilakvöldin A starfsárinu stóð Vörður fyrir fimm spilakvöldum á vegum sjálf- stæðísfélaganna í Reykjavík og voru þau að vanda mjög vel sött og kvað Valgarð Brieni þau ákaf- lega þýðingarmikinn þátt í starfi félagsins, sem leggja þyrfti áherzlu á, að vel væri að staðið. í lok ræðu sinnar hvatti Val- garð Briem Varðarfélaga til þess að taka höndum sanian um bygg- ingu nýja Sjálfstæðishússins í Reykjavík. Hann kvaðst ekki þurfa að vera fjölorður um verk- efnin framundan. „Ljóst er, að alla áherzlu verður að leggja á, að halda meirihlutanum hér í Reykjavík. Það verkefni krefst þrotlausrar vinnu allra Varðarfé- laga frá áramötum til kjördags," sagði fráfarandi formaður Varðar í skýrslu sinni. Ný bók frá Guð- * r • jom Sveins- syni BÓKAFORLAG Odds Björnsson ar hefur sent frá sér nýja skáld- sögu eftir hinn vinsæla barna- bókahöfund, Guðjón Sveinsson. Nefnist hún Hljóðin á heiðinni, og á titilblaði stendur, að þetta sé „skemmtisaga". I kápuauglýsingu segir svo um efni bókarinnar: „Þeir Bolli, Skúli óg Addi hafa ákveðið að fara f útilegu og veiði- ferð upp að Árnavatni á Snædals- heiði, og vinkonurnar Dísa og Kata eru með. Þau verða fljót- lega vör við grunsamlegar mannaferðir og dularfull hljóð á heiðinni — og nú byrj- ar hættulegur eltingarleikur við ötínda þorpara, sem einskis svífast. Þetta er hörku spennandi njósna- og leynilögreglusaga." Hljóðin á heiðinni er sjöunda bók Guðjóns Sveinssonar, 189 bls. að stærð, prentuð i Prentverki Odds Björnssonar. Uppdrættir fylgja af sögusviðinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.