Morgunblaðið - 15.12.1973, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.12.1973, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1973. 43 MAIGRET OG SKIPSTJÓRINN Framhaldssagan eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 17 yður auðvitað í algerum trúnaði. . . — Já vitaskuld.. .En hvað svo um Barens? — Hann hefur kannski séð það líka.. .og þá hefur hann orðið af- brýðisamur... En hann var kom- inn um borð í skólaskipið fimm mínútum eftir að morðið var framið... og það skil ég ekki. — I stuttu máli, sagði Maigret í sama tón og hann notað við Jean Duelas. — Þá hafði þér þá grun- aða, föður Beetjes og Cornelius aðdáanda hennar? V andræðaleg þögn. — Auk þess grunið þér Oosting um græsku þar sem pottlok hans fannst í baðkerinu. Pijekamp bandaði klaufalega frá sér hendinni, eins og í upp- gjöf. — Og auðvitað líka manninn, sem hefur skilið eftir manila- vindilinn í dagstofunni. .. Hvað eru margar tóbaksverzlanir í Del- fzijl? — Fimmtán. — Ekki léttir það starfið. Og auk þess hafið þér Duclos prófess- or sterklega grunaðan.. . — Já, vegna þess að hann hélt á byssunni. .. Ég get ekki leyft hon- um að fara úr bænum, eins og þér skiljið. Ja, vfst skil ég það. Þeir gengu spottakorn, án þess að segja neitt. — Hver er skoðun yðar? tautaði lögreglumaðurinn frá Groningen í spurnartón. — Já, þaðer nú spurningin. Þar liggur munurinn á okkur tveim- ur! Þér.. . þér haldið sitt af hverju.. . Þér haldið meira að segja margt og mikið, en ég.. .ég held ekki nokkurn skapaðan hlut... Svo varpaði hann skyndilega fram spurningu: — Þekkjast þeir Liewens og Ooostring? — Það veit ég ekki .. . en ég býst varla við þvf... — Þekkir Cornelius hann? Pijpekamp strauk sér úm ennið. — Kannski .. . og kannski ekki. Ég hallast að því, að þeir þekkist ekki. En þaðget ég vitaskuld látið ganga úr skugga um. — Já, þökk fyrir! Reynið að komast á snoðir um það, hvort þeir hafa haft eitthvað saman að sælda, áður en morðið var fram- ið..'. — Haldið þér.. . — Ég.held ekki neitt. En ég hef eina spurnin§u enn. Er útvarp á eynni Workum? — Það veit ég ekki. — Þá verður að ganga úr skugga um það. Það var ekki gott að lýsa þvf, hvernig þetta ástand hafði skapazt, en nú var engu líkara en þeir hefðu skipt um hlutverk: franski lögregluforinginn var ein- hvern veginn orðinn yfirmaður hins hollenzka og sá, sem gaf fyr- irmælin. — Þér verðið að rannsaka þessi tvö atriði. Égþarf að fara í heim- sókn. Pipekamp var of kurteis til að spyrja, hvern hann hygðist heim- sækja, en forvitnin lýsti af hon- um langar leiðir. — Ég hef hugsað mér að heim- sækja ungfrú Beétje, bætti Maigret við. — Hver er styðzta leiðin? — Meðfram Amsterdiep. Hann sá lóðsbátinn í Delzijl koma aftur inn Ems. Og hann sá Baesen ganga hægt fram og aftur um þilfarið á bátnUm sínum, og engu var lfkara en hann skylfi af eftirvæntingu.. . og enn lengra úti á garðinum stóðu félagarnir í rottuklúbbnum og töluðu samaní .sólskininu. (i. kapituli Bréfin. Það var fyrireinskæra tilviljun, að Maigret fór ekki stíginn með- fram Amsterdiep, heldur stikaði yfir akrana. Klukkan var ellefu og bærinn lá baðaður í sólskini og hann fór að hugsa um komu sfna þangað daginn áður, um ungu stúlkuna i gúmmístígvélunum inni f nýtizku- legu fjósinu og svo teborðið f smá- borgaralegri dagstofunni. Nú ríkti þarna sama kyrrð. Langt í burtu, úti við sjóndeildar- hringinn, sá hann stórt brúntsegl bera við akrana. Það minnti á draugaskip, þar sem það vaggaði á haffletinum. Eins og þegar hann kom í fyrra skiptið tók hundurinn geltandi á móti honum. Það liðu sjálfsagt einar fimm mfnútur áður en dyrn- ar voru opnaðar örlitið, svo að hann rétt greindi andlit vinnu- konunnar, sem var með köflótta svuntu. Hún ætlaði að loka aftur áður en Maigret fengi sagt orð. — Ungfrú Liewns? spurði hann. Gamla vinnukonan stóð hinum megin \ið þröskuldin og hundur- inn kont snuðrandi, ekki beinlfnis velviljaður, eins og hann vildi gæta þess, aðenginn óviðkomandi reyndi að troða sér inn. Konan hristi höfuðið. — Er hún ekki heima?.. . Niet hier? Maigret hafði lært fáein orð i hollenzku. Aftur liristi stúlkan höfuðið. — Og húsbóndinn? Mijnheer? I þriðja sinn hristi hún höfuðið og dyrunum var lokað. En þar VELVAKAMOI Velvakandi svarar í sfma 10-100 kl. 10.30 — 11.30, frá mánudegi til f östudags. % Gling-glóið í kirkjuturninum Sigríður J. Magnússon, Lauga- vegi 82. hringdi. Sagðist líún hafa Iesið bréf frá Jóníu Sigurðardótt- ur, sem birtist hér í dálkunum s.l. þriðjudag. Með bréfinu birtist heimilisfang Jönfnu, sem hún kvað vera Laugaveg 82. Sigrfður sagði, að í húsinu byggi engin Jönína, og vildi hún ekki hafa, að neinn héldi, að í þvi húsi byggi slíkur nöldrari sem Jónfna. Hvort Jónia heitir Jónfna eða eitt- hvað allt annað er ráðgáta, sem ekki er líklegt að leyst verði úr þessu. Hins vegar skal „Jónína" athuga það, að líklega spillir hún fyrir sínurn hjart- ans málstað með sinni barna- legu framkomu. Það hefur margsinnis verið tekið fram, að með öllum bréfum verður að ber- ast fullt nafn og heimilisfang, en óski bréfritari eftir því að nafn hans birtist ekki, er tekið tillit til þess — annað hvort þannig, að bréfið hirtist alls ekkí, eða þá, að það sé birt undir dulnefi, telji Velvakandi viðkomandi mál þess eðlis, að gerlegt sé að hafa þann háttinn á. Sigríður J. Magnússon vildi. að það kæmi fram í Ieiðinni, að hún hefði gaman af klukknaspilinu í Hallgríms'kirkju. og vildi ekki án þess vera. Einnig hafði Perla Kolka, Berg staðastraúi 81, samband við Vel- vakanda af santa tiiefni. Hún sagðist vera eyðilögð yfir bréfinu frá ..Jóninu" og vera viss um. að margir væru ánægðir með klukkurnar. Greinilegt er. að skoðanir eru skiptar um klukkurnar i turni Hallgrímskirkjunnar, og er ekki úr vegi. að fleiri láti til sín heyra, hvað þetta varðar. % Dinimir enn um íslands byggð Ingibjörg Suniarliðadóttir, Strandgötu 35 B, Ilalnarfirði. sendir visurnar, sem hér fara á eftir, og var það ekki með ólíkind- um, að fjúka tæki i kviðlinguin vegna fóstureyðingamálsins: ..Dimmir enn um Islands byggð, andleg rýrna gæði. Bregðist móður mildi og dyggð, mengast heilagt svæði. „Öryggið" og unaðsró uiulir hjarta móður engin rjúfi kuldakló. sem kæfir lífsins gróður. Utburðir og ásatrú áttu samleið forðum. Verði þróun þvílfk nú þá er flest úr skorðum. 0 Svalur súgur Þegar lesnar eru forystugrein- ar „heimspressunnar" um þessar numdir, fer ekki iijá því, að les- andinn verði var við. að þar gæti nú annars hugarfars en verið hef- ur svo Iengi sem elztu menn muna. Jafnan hefur verið rætt um leiðir til að auka hagviixtinn og hnotbitizt um hverja ögn af kökunni, sem til skiptanna hefur verið hverju sinni. En nú fer skyndilega svalur súgur um gáttir velferðarþjóð- félaganna. Orkuskorturinn i heiminum er að sjálfsögðu það, sem veldur þar mestu um, en einnig það, sem menn höfðu raun- ar gert sér grein fvrir áður — að vísu mismunandi vel — þ.e.a.s þverrandi náttúruauðlindir af ýmsu tagi. Svo gersamlega hefur almenningsálitið snúizt við, hvað viðkemur afstöðinni til um- hverfisins, að máltæki, sem geng- ið hafa mann fram af manni og hafa þótt jafngildi alla tið eru nú sem Maigret fór ekki strax á brott, varð hann var við, að vinnu- konan var á gægjum og fylgdist með honum fyrir innnaii. Ástæðan fyrir því að hann stóð kyrr í sömu sporunum var sú, að hann hefði séð gluggatjald bærast i herberginu, sem hann vissi, að var herbergi Beetje. Maigret greindi óljöst andlit hennar bak við gluggatjöldin og hann sá hönd, sem hreyfðist og gat verið kveðja, en þýddi kannskj eitthvað á þessa leið. — Ég er hérna.. . Reynið ekki að troðayður upp á okkur... Ver- ið mjög varkár. Gamla vinnukonan hinum meg- in við dyrnar. Hönd i glugga. og hundur, sem gelti hástöfum. A ökrunum voru kýrnar á beit, hátignarlegar og rólegar og svo hreyfingar litlar, að það var eins og þær væru alls ekki lifandi. Maigret ákvað að gera smátil- raun. Hann gekk nokkur skref. eins og hann ætlaði sér að fara yfir hliðið. Ilann brosti út i annað munnvikið, því að nú var sú gamla ekki sein á sér að harðloka og hundurinn, sem hafði virzt svo herskár lagði skottið niður milli lappanna og læddist burtu. En nú ákvað Maigret lika að fara og gekk eftir stígnum hjá Amsterdiep. Ilann hafði orðið þess eins vísari af þessari heint- sókn, að Beetje var lokuð inni og vinnukonan hafði fengið fyrir- mæli um að hleypa franska lög- regluforingjanum ekki innn. Maigret tottaði pípu sína hugsi. Hann virti um stund fvrir sér timburhlaðann, þar sem þau höfðu staðið unga stúlku og Popinga... sennilega höfðu þau oft numið þarna staðar og stutt sig við hjólin og látið blftt hvort að öðru. Það, sem enn var einkennandi fyrir þennail stað. var kyrrðin. Næstum yfirþyrmandi friður og ró, sem gat leitt huga hans að þvf. að lífið hér væri eins óraunveru- legt og mynd á póstkorti. Seglbátur rann framhjá honum. bátur með háu stefni. sem hann hafði ekki heyrt nálgast. Hann sá. að þetta var sami bátururinn og hafði borið við sjóndeildarhring- inn áðan. Honum var hulin ráð- gáta. hvernig hann gat verið svona fljótur i förum. Báturinn rann fram hjá húsi Wienandsfjölskyldunnar og húsi Popinga og seglið var hærra en þökin á húsunum. Enn einu sinni staðnæmdist Maigret og hugsaði síg um. Vinnustúlkan hjá Popinga var að þvo úti á tröppum og útidyrnar stóðu i hálfa gátt. orðin eins og öfugmæli. Nægir að ■ benda þar á orðtök eins og „það er ! nógur fiskur í sjónum" og „lengi I tekur sjórinn við". En það er margt skrýtið í ver- ■ öldinni. Meðan velmegunarþjiíð- ■ irnar hafa miklar áhyggjur af of- I neyzlu matar og sihækkandi I dánartölu þeirra, sem deyja af . völdum hjartasjúkdöma. auk þess ■ sem ýmiss konar kvillar. sem | beinlínis má rekja til ofáts og I makinda. angra almenning, eru ! milljónir manna, sem vart hafa tii I hnífs og skciðar. * Sýknt og heilagt er brýnt fyrir ■ fölki að gæta hófs i neyzlunni. * heilsunnar og jafnvel hugar- I farsins vegna Um þetta hafa verið I rituö ógrynni af hökum og blaða- ■ greinum. f Um leið er engu smáræðis hug- | viti varið til að rcyna að l'inna upp ■ matairétti. sem gietu kannski J kitiað bragðlauka þeirra, sem eru I búnir að fá leið á því. sem þeir I nærast á daglega. Annars er Velvakandi kominn ■ út á svo varasamar brautir í þess- | um sundurlausu hugleiðingum, I að hér verður að láta staðar num- ■ ið. « Annars er fátt svo með öllu illt. | að ekki boði eitthvað gott. Alla I vega má mikið vera, er þeii; sem ! hingað til hafa ekki þekkt annað ■ en allsnægtir, kunna ekki betur | að meta lffsgæðin nú en áður. | Saga eftir Hrafn Gunnlaugsson DJÖFLAR.NIR nefnist ný bók eft- ir Hrafn Gunnlaugsson, sem út er komin h.iá Alinenna bókafélag- inu. Er þetta stutt skáldsaga, (>1 bls, að stærð í handhægu hroti, prentuð í Odda hf. Utlit annaðist Auglýsingastofa Torfa Jónssonar. Hrafn Gunnlaugsson er fæddur 1948, hann er stúdent úr mála- deild M.R. 1969, 1969—1973 stundaði hann nám i leikhús- fræðum við háskólann f Stokkhólmi, fil. kand 1973, eftir það nám við Drama- tiska Institutet f Stokkhólnti. Hrafn hefur urn 6 ára skeið stjórnað útvarpsþáttum. ýmist einn eða með öðrum, og má þar nefna þáttinn Beint útvarp úr Matthildi. Leikrit Hrafns hafa verið leikin f útvarp og sjönvarp — nú síðast Klámsaga af sjónum, sem hlaut viðurkenningu í leik- ritasamkeppni Leikfélags Reykja- víkur í tilefni af 75 ára afmæli þess. Hrafn hefur ritað fjiilda greina í blöð og tímarit og á sfn- um tfma var hann einn af rit- stjórum Nýkynslóðar. Ljöð Hrafns hafa birzt viða t.d. f ljciða- söfnum eins og Nýjum Gretti og Trúarlegum Ijóðuin ungra skálda. Þá hafa nokkrar sögur Hrafns birzt á prenti. — Það gerir ekkert til þótl liann komi ekki fyrr en eftir viku. — má ég ekki tylla niér i nn og híða ... ? — Niest þegar einhver vina þinna biður þig uin að passa ga'Iudýr fyrir sig. \ona ég. að þú spyrjir. hvers konar dýr það er áöur en þú segir já ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.