Morgunblaðið - 10.01.1974, Page 29

Morgunblaðið - 10.01.1974, Page 29
•MOKUUNTÍCAD-ro/Prai^TCTÍAGlTR *l0: JANOA'K 1974 29 R( A N a N Á __ FRAMHALDSSAGA EFTIR . MAJ SJÖWALL OG •f . PERWAHLOÖ A JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR 1. kapíluli Þeir náðu líkinu upp þann 8. jdlí, laust eftir klukkan þrjú síð- degis. Það hafði auðsýnilega ekki legið lengi í'sjó. Það var fyrir tilviljun eina að líkið fannst og alveg sérstaklega að það fannst svona fljótt og auð- veldaði því lögreglurannsóknina aðýmsu Ieyti. Það var verið að dýpka innsiglinguna í Borenshult og því höfðu stórvirkar vinnuvélar og dýpkunarprammi verið send á vettvang. Bátarnir höfðu áður átt í nokkrum erfiðleikum með að komast inn að bryggjunni og eftir japl og jaml og fuður, þar sem menn voru ekki á eitt sáttir undir hvaða deild þessar framkvæmdir heyrðu, þá var hafist þarna handa. Og aðstæðum má lýsa í stuttu máli á þessa leið: veður var fagurt og andaði hlýrri golu. Á brjótnum stóðu nokkrir menn, ýmíst til að fylgjast með verkinu eða af leti. Kraninn hafði einmitt slafrað í sig fylli sína af eðju og skóflan á leiðinni upp dr sjónum. Stjórn- andinn beitti þessum venjulegum vinnubrögðum, verkstjórinn fékk sér kaffilögg dr brdsanum sinum og einn verkamannanna virtist vera að æfa sig í að spýta langar leiðir. Skóflan var enn að hækka sig og var að komast upp á yfir- borðið. Þá reis upp maður sem stóð á bryggjunni og gekk nokkur skref fram. Hann baðaði dt öllum öngum og hrópaði eitthvað upp yfir sig. Verkstjórinn rétti dr sér og teygði sig fram til að reyna að greinaorðaskil. — Það er eitthvað í skóflunni. Stoppið. Það er einhver í skóflunni. Verkstjórinn leit ráðvilltur á manninn og því næst að skóflunni sem hreyfðist rólega að pramma- lestinni til að losa innihaldið. Eðjugrár sjórinn fossaði dr skóflunni og stjórnandinn stöðvaði skófluna beint uppi yfir lestarrdminu á prammanum. Og þá sá verkstjórinn hvað það var sem maðurinn hafði sér. Það sást í hvitan handlegg sem stóð dt dr skóflunni. Næstu tíu míndturnar% voru langar og liðu mjög furðulega fyr- ir sig. Gerðar voru ýmsar ráðstaf- anir og niðri á bryggjunni stóð einhver maður, sem endurtók há- stöfum: — Gerir ekkert. . komið ekki við neitt.. látið allt vera með sömu ummerkjum, þangað til lög- reglan kemur.. . Stjornandi gröfunnar kom nd dt og horfði niður, gekk svo aftur inn í stjórnklefann og settist i rólegheitum, svo sveiflaði hann krananum og opnaði skófluna og verkstjórinn og einhver aðvífandi maður gripu likið. Það var kona og hdn lá á bakinu yzt á hafnargarðinum og hópur manna stóð i þyrpingu umhverfis og starði á hana. Meðal þeirra voru nokkur börn, sem hefðu auð- vitað ekki átt að vera þarna, en engu var Iikara en enginn hefði I uppburði í sér til að reka þau i burtu. Þau höfðu öll orðið vitni að þessum atburði og þessi hópur átti upp frá þessu eitt sameigin- legt: þau myndu aldrei gleyma þvi hvernig hdn leit dt. Verkstjórinn hafði hellt dr þremur vatnsfötum yfir hana og lengi á eftir — þegar lögreglu- rannsóknin var komin í strand, urðu ýmsir til að gagnrýna hann fyrir þessa framtakssemi. Hdn var nakin og bar enga skartgripi. Hdn var mjaðmabreið og frá mitti og niður að mjaðma- beini var rautt fleiður. Annars var hörundið slétt. Hdn hafði litl- ar hendur og smáa fætur og ekkert lakk á nöglunum. Andlitið var þrútið, svo að erfitt var að dæma um, hvort hdn hafði verið lagleg. Augabrýnnar voru dökkar og munnurinn breiður. Hárið var svart og hálfsítt og var klesst upp að höfðinu. 2. kapítuli Motala er sænsk borg af meðal- stærð. Hdn er í Austur Götlandi við norðurenda Vátterenvatnsins og þar bda 27 þdsund manns. Æðsti maður lögreglunnar er lög- reglustjórinn. Hann hefur undir- sáta, sem er í senn varðstjóri og einnig yfirmaður rannsóknarlög- reglunnar. Þar er líka ránn- sóknarlögreglumaður, sex lög- regluþjónar og einn kven- lögreglumaður. Einn lögreglu- mannanna er lærður Ijósmyndari og til hans er gripið við mynda- tökur og héraðslæknirinn kemur á vettvang, þegar þess gerist þörf. Klukkustundu eftir að til- kynning um líkfundinn hafði ver- ið send dt höfðu nefndir aðilar safnast saman á bryggjusporiðin- um í Boreshult. Lögreglan hafði rekið forvitna vegfarendur á braut og slegið hring um svæðið. Hinum megin — eða á næstu bryggju voru nokkrir bílar, þar af voru fjórir í eigu lögreglunnar og það var líka hvitlakkaðursjdkra- bill. Tveir menn i hvítum kyrtlum stóðu við bilinn og reyktu. Þeir virtust þeir einu, sem ekki skeyttu um það sem fór fram hin- um megin. Læknirinn tók saman og lagði tæki sin snyrtilega í töskuna sína og talaði við lögreglustjórann á meðan. Sá var lágvaxinn og grár á hár og hét Larsson. — Ja, ég get nd ekki sagt mikið á þessu stigi málsins, sagði lækn- irinn. — Á hdn að liggja hér áfram. — Ætli þér ættuð ekki fremur að skera dr um það, svaraði lækn- irinn. Það er varla trdlegt að glæpurinn hafi verið framinn hér á bryggjunni. — Gott, þá ökum við henni til sjdkrahdssins. Svo lokaði laéknirinn töskunni sinni, reis upp og gekk burt. — Ahlberg, sagði lögreglu- stjórinn — þd sérð um að enginn komi hér. — Já, það er nd líklegt. Lögreglufulltrdinn hafði ekkert sagt. Hann hafði það fyrir sið að skipta sér ekki af rannsókn, meðan hdn var á algeru frum- stigi. En þegar þeir voru á leið inn í bæinn aftur, sagði hann. — Það var ljótt að sjá þessi bláuför. — J á. — Þd lætur mig fyigjast ineð. Larsson nennti ekki einu sinni að kinka kolli. — Lætur þd Ahlberg fara með málið? — Ahlberg er dugandi maður, sagði lögreglustjórinn. — J á, það er hann auðvitað. Svo var ekki meir um það að segja. Þeir voru komnir á leiðar enda og stigu dt dr bílnum og gengu upp á skrifstofurnar sinar Fulltrdinn hringdi til lögreglu- stjórans i Linköping. — Ég bíð þangað til við höfum orðið einhvers vísari, sagði hann. Lögreglustjórinn átti stuttar samræður við Ahlberg. — Við verðum að kornast að því hver hdn er. — Já, sagði Ahlberg. Hann gekk upp á skrifstofuna sína, hringdi til slökkviliðsins og pantaði tvo froskmenn. Siðan las hann yfir skýrslu um innbrot sem framið hafði verið við höfnina. Þeir yrðu ekki lengi að upplýsa það. Ahlberg reis upp og gekk fram til lögregluþjónsins, sem var á vakt. — Hefur verið tilkynnt um ein- hverja sem saknað er? — Nei. — Og ekki farið fram á neina leit. — Ekki á neinum, sem getur átt við þessa konu. Þá gekk hann aftur inn á skrif- stofu sána og beið þar. Stundar- fjórðungi síðar hringdi síminn. — Við verðum að lála kryfja líkið, sagði læknirinn. — Varhdnkyrkt? — Það’heldég. — Ogkannski nauðgað? — Það held ég. Ahlberg nartaði í puttann á sér. Hann var að hugsa um sumarfríið sitt, sem átti að hefjast næsta föstudag og hann hugsaði um hvað konan hans hlakkaði mikið til. Læknirinn misskildi þögn hans. — Kemur það yður spánskt fyrir sjónir? — Nei, sagði Ahlberg. Hann lagði tólið á og gekk inn til Larssons. Þeir urðu svo sam- ferða til lögreglufulltruans. Svo var kvaddur sérfræðingur frá Stokkhólmi til að sjá um krufninguna. Það var sjötugur prófessor. Hann kom með nætur- lestinni frá Stokkhólmi og var sprækur og vel fyrirkallaður. Hann vann hvídar laust i átta klukkutíma. Þegar hann hafði lokið störfum kyað hann upp þann drskurð að hdn hefði verið kyrkt og auk þess tekin með valdi. Alvai'legar innri blæðingai'. Þá voru skýrslurnar teknar að hrdgast upp á skrifborðinu hjá Ahlberg um málið. Efni þeirra mátti þó draga saman í nákvæm- lega eina setningu: Það hafði fundizt látin kona í höfninni í Borenshult. Það hafði ekkert verið tilkynnt um neitt hvarf hvorki þarna né í grendinm og ekki hafði verið ósk- að eftir leit að neinum sem gat komið heim við þessa konu. 3. kapituli Klukkan var korter yfir fimm um morguninn og það var rigning. Martin Beck var að bursta tennurnar og hann gerði það v.el og vandlega til að ná óbragðinu dr munninum. Síðan hneppti hann að sér skyrtunni, batt hálsbindið og leit dapurlega á andlit sitt í speglinum. Hann yppti öxium og gekk fram i ganginn og gaut löngunaraugum að hálfkláruðu módeli af skóla- skipinu Danmörku, sem hann hafði setið við kvöldið áður. Hann gekk hljóðlega, sumpart af göml- um vana og einnig til að vekja ekki börnin. VELVAKAIMDI Velvakandi svarar í sima 1 0-1 00 kl. 1 0 30 — 11 30, frá mánudegi til föstudags 0 Útvarpsleikrit um Bláskjá Bryndís Öskarsdótlir, Lauga- teigi 50, Reykjavík, hringdi til að grennslast fyrir um það, hvort til væri dtvarpsleikrit, sem gert hefði verið eftir ævintýrum um Bláskjá eftir Franz Hoffmann og ef svo væri. hvort þá væri hægt að fá að heyra það í dtvarpi. Velvakandi hafði samband við Baldur Pájmason fulltrda i dag- skrárdeild dtvarpsins. Sagði hann, að leikrit um Blá- skjá hefði verið flutt i dtvarpi fyrir nokkruhi árum, væri það til á bandi og gæti komið til greina að endurflytja það. Sum atriði í leikritinu hefðu ekki verið við hæfi yngstu barnanna, þannig að ætla mætti, að leikritið væri frern- ur fyrir slálpuð börn. Hins vegar þ.vrfti að athuga, hvað endurtekning leikritsins kostaði. Þegar þrjd ár væru liðin frá frumflutningi leikrila félli dr gildi heimild. sent dtvarpið hefði til að flytja þau fyrir hálft gjald — það er að segja helnting þess, sem flutningurinn hefði kostað-í upphafi. Þannig kostaði flutning- ur að þremur áruni liðnunt það sama og írumflutningurinn, og gæti það haft áhrif á það, hvort leikril væru endurtekin eða ekki. 0 Óviðkunnan legar „jólakveðjur“ Rjartmar Kristjánsson skrifar: „Velvakandi góður. Oft hef ég undrazt smekklausar tilkynningar i ríkisdtvarpinu á helgum dögum þjöðkirkjunnar og jafnvel stórhátiðum. Ég tek nærtækustu dænti: A annan dag jóla, síðastliðinn. gat fjármálaráðuneytið ekki á sér setiö að hnippa í þá, sem ógreiddan áttu söluskatt fyrir áramótin. Sania dag sendi bæjarritarinn í Keflavík skuldurum þar í bæ „al- varlega áminningu ". Ekki einu sinni á sjálfri friðarins hátíð virðast þeir skuld- ugu öhultir fyrir þvi, að rödd rukkarans ryðjist inn á heimili þeirra og heimti „peningana eða iifið". Sizt vil ég segja vanþörf á þvi, oft og tíðum, að ýtt sé við gjald- enduni. Og ekki eru þeir ofsælir. sem innheimtu eiga að aiinast. Sd staðreynd réttlætir þó engan veginn þær aðfarir, sent hér hafa lítillega verið gjörðar að umtals- efni. Það ætti að nægja að veifa sverðinu yfir höfði skatt- borgarans alla aðra daga ársins, þó að stórhátiðum og öðrum helgi- dögum sé sleppt. Að rukka menn ö heilagri jóla- hátið! Hverjunt hefði dottið i hug fyrir eina tíð, að það væri hægt? 28. des. 1973. Bjartmar Kristjánsson." Velvakandi er sammála Bjart- mari. Auglýsingar og tilkynningar á stórhátiðum eru ógeðfelldar. ekki sízt þær, sem Bjartmar tilgreinir. Það kom einnig nokkuð á óvart, að á gantlárskvöld voru aug- lýingar í sjónvarpi, enda þótt hvers konar sölustarfsemi sé óheimil á stórhátiðum, nenta með sérstökum undantekningum. 0 „Mannstu eftir þessu “ Kona, sem ómögulega vill láta nafns sins getið. kom að máli við Velvakanda. og bað um, að komið yrði á framfæri þakklæti til Guðmundar Jónssonar pianó- leikara fyrir þátt hans „Manstu eftir þessu?” Hdn sagði, að hdn og heimilis- fölk hennar hlustaði alltaf á þátt- inn og væri hailn eitt það allra ánægjulegasta í dtvarpsdag- skránni. Auðheyrt væri. að þarna væri á ferðinni maður. sem „þekkti sitt fag" og fjallaði um það af skilningi og mikilli þekkingu. Um leið vildi hdn þakka iiðrunt þeim, sem sjá um tónlistarþætti dtvarpsins. Hdn sagðist lita svo á. að dt- varpinu tækist vel að gæta hags- muna þeirra, sent hefðu mis- inunandi tónlistarsmekk, og þess vegna leiddist sér að hlusta á þá, sem mestar mætur hafa á sigildri tónlist. amast við poppinu og poppunnendur við sigildu tónlist- inni. Nd væri þessum inálmn svo borgið. að hver og einn fengi sinii skannnt riflegan. og væri það til fyrirmyndar. Samkoma fyrir aldraða í Háteigs- sókn Árleg samkoma Kvenfélags Há- teigssóknar fyrir aldrað fólk í sókninni verður sunnudaginn 13. jandar i Dornus Medica og hefst kl. 3 e.h. Þetta er fyrsta verkefni kvenfé- lagsins á nýbyrjuðu ári. En síð- asta verkefnið á liðna árinu var það að gefa og setja upp jólatré í Háteigskirkju eins og jafnan áður fyrir jól og að ganga frá jólaglaðn- ingi og færa hann vistfólki dr Háteigssókn að Grund og Hrafn- istu, en það hefur kvenfélagið gert mörg undanfarin ár. Eg hygg, að þetta sýni, með hvaða hugarfari félagið starfar. En stærsta verkefni félagsins frá upphafi hefur verið það, að efla safnaðarlifið, styrkja. byggingu Háteigskirkju og bda hana hinum veglegustu kirkjugripum. Er skemmst að minnast yfir einnar milljón króna gjafar félagsins til nýja pípuorgelsins, sem kom á liðna árinu. Hér er um að ræða mikilvæga, fórnfdsa þjónustu við kirkju og söfnuð. Með linum þessum vildi ég vekja athygli aldraða fólksins i Háteígssókn á samkomuna i Dom- us Medica á sunnudaginn. Þess er vænst, að sem flestir geti þegið boð félagsins og notið ánægju- stundar eins og áður á hinum vinsælu og fjölsóttu samkomum félagsins fyrir aldrað safnaðar- fólk. Félagskonur sjá um veitingar allar af þeirri rausn, sem kunn er. Einn af okkar þekktu leikurum, Arni Tryggvason, skemmtir með upplestri og Þórarinn Þórarins- son, fyrrv. skólastjóri, flytur ræðu. Þá verður almennur söngur undir stjórn organistans, Mai't- eins H. Friðrikssonar. Eg óska kvenfélagi Háteigs- sóknai' gifturikra starfa á nýbyrj- uðu ári. Gleðilegt nýár. Jón Þorvarðsson. Sjávarexpo 1975 í Japan Japanir eru nd að undirbda mikla alþjóðlega sjávarsýningu, sem halda á i Okinawa 20. jdli 1975 til 18. jandar 1976 og kalla hana Expo 75. Mun ýmsar sjávarþjóðir taka þátt i þessari sýningu, og hafa 9 þegai- tilkynnt þátttöku sina og auk þess 2 alþjóðastofnanir. Japönsk fyrirtæki eru farin að bda sig undir þessa sýningu, sem tengd er hafinu, svo sem Mitsubishi. Sumitomo o.fl., sem hyggjast reisa sérstaka sýningar- skála. Sýning þessi verður helguð hafinu og því sem i því er. Auk þess sem sýningarskálar þjóða og fyrirtækja hafa upp á að bjóða, er áformað að hafa margs konar hátið með róðrarlist, þjóðsagna- sýningum, þjóðdönsum, söngvum, sjóferðabænum, skrdðgöngum o.fl., sem kernur frá hinum ýmsu löndum heims.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.