Morgunblaðið - 15.03.1974, Síða 18

Morgunblaðið - 15.03.1974, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1974 Útgefandi hf. Arvakur Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 420,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 25,00 kr. eintakið. Atkvæðagreiðslan um skattafrumvarp rík- isstjórnarinnar í neðri deild Alþingis í fyrrinótt varð söguleg. Hún sýndi í fyrsta lagi, að sjónarmið stjórnarandstöðunnar í skattamálum og fjármálum ríkisins eiga meira fylgi að fagna í deildinni, heldur en afstaða ríkisstjórnarinnar. í öðru lagi sýnir hún, að hin pólitíska staða i land- inu er gerbreytt. Ríkis- stjórnin hefur ekki lengur starfhæfan meirihluta á Alþingi. Þetta er kaldur veruleiki, sem hún kemst ekki hjá að viðurkenna. Við atkvæðagreiðsluna í þinginu í fyrrinótt voru allar tillögur um hækkun söluskatts felldar með jöfn- um atkvæðum. Tillaga Sjálfstæðisflokksins um 2% hækkun var felld, til- laga Alþýðuflokks um 314% hækkun var felld og tillaga ríkisstjórnarinnar um 5% hækkun var felld. ítarlegar tillögur þing- manna Sjálfstæðisflokks- ins um mun meiri lækkun tekjuskatts en stjórnin lagði til voru felldar með jöfnum atkvæðum. Að því loknu var tillaga stjórn- arinnar um lækkun tekju- skatts samþykkt með stuðningi stjórnarandstöð- unnar. Á árinu 1970 var settur á sérstakur launa- skattur til bráðabirgða eða l‘/2% vegna verðstöðvunar, sem þá kom til fram- kvæmda. Þá var fyrir 1% launaskattur, sem rennur í Byggingarsjóð ríkisins. Síðan hefur þessi VA% launaskattur verið fram- lengdur og launaskattur því í raun verið 2í4%. Nú hefur ríkisstjórnin lagt til að 1%-stigi verði bætt við og renni það einnig í Bygg- ingarsjóð eða samtals 2%. Þingmenn Sjálfstæðis- flokksins vildu fallast á það, en töldu jafnframt tímabært að fella niður 1 V4% bráðabirgðagjaldið. Þessi tillaga Sjálfstæðis- flokksins var samþykkt með atkvæðum stjórnar- andstöðunnar og eins stjórnarþingmanns, Björns Pálssonar. Þessi úrslit vöktu að sjálfsögðu mikla athygli í þingsölum, en meira átti eftir að koma. Breytingartillögur Sjálf- stæðismanna við skatta- frumvarp ríkisstjórnar- innar skiptust í þrjá höf- uðþætti: tekjuskattslækk- un í samræmi við skatta- frumvarp það, sem Sjálf- stæðisflokkurinn lagði fram í haust, 2ja stiga hækkun söluskatts og 1500 milljóna króna sparnað á fjárlögum yfirstandandi árs. Þessi tillaga Sjálf- stæðisflokksins um sparn- að var samþykkt f neðri deild með atkvæðum stjórnarandstöðunnar, Björns Pálssonar og Ólafs Jóhannessonar, forsætis- ráðherra. Afstaða forsætis- ráðherra vakti að sjálf- sögðu mikla athygli. Hann gerði þá grein fyrir at- kvæði sínu, að í tillögunni fælist svo mikið traust á ríkisstjórninni, að sjálfsagt væri, að hún kæmi til með- ferðar í efri deild. Þessi tillaga þingmanna Sjálf- stæðisflokksins gerir ráð fyrir því, að ríkisstjórnin hafi heimild til þess í sam- ráði við fjárveitinganefnd Alþingis að spara 1500 milljónir í útgjöldum ríkis- sjóðs í ár. ÍJr því að for- sætisráðherra telur, að til- lagan sýni traust á stjórn- inni, vaknar sú spurning, hvers vegna hann hefur ekki beitt sér fyrir einróma stuðningi allra stjórnar- þingmanna við hana. En af einhverjum ástæðum greiddu allir aðrir stjórn- arþingmenn en þessir tveir, atkvæði gegn tillögu, sem forsætisráðherra seg- ir, að tákni sérstakt traust í garð ríkisstjórnarinnar. Hvers vegna? Líklegra er, að ráðherrann hafi brugð- izt mjög reiður við stuðn- ingi Björns Pálssonar við niðurfellingu 114% launa- skatts og fundizt betri svip- ur á þvf, ef 1500 milljóna sparnaðurinn yrði sam- þykktur með atkvæðum fleiri stjórnarþingmanna en Björns Pálssonar. Ljóst er, að samþykktar hafa verið í neðri deild tvær megintillögur þing- manna Sjálfstæðisflokks- ins gegn vilja ríkisstjórn- arinnar. Það sýnir, að ríkis- stjórnin er gersamlega búin að missa tökin á at- burðarásinni í þingsölum. Hún hefur þar ekki lengur starfhæfan meirihluta. Hún getur ekki komið fram þeim skattabreytingum, sem hún hafði samið um við ASÍ. Hún hefur reynt að beita hótunum við þing- menn, en þær hafa engan árangur borið. Ríkisstjórnin hefur hót- að því, að tekjuskatturinn verði óbreyttur, ef þingið samþykki ekki 5 stiga hækkun söluskatts. Eftir atkvæðagreiðsluna í neðri deild í fyrrinótt á hún eng- an annan kost en þann að ganga til samninga við stjórnarandstöðuna um einhverja millileið, sem stjórnarandstöðuflokkarn- ir geta fallizt á. Að því loknu á Ólafur Jóhannes- son að sýna þann manndóm að leggja fram lausnar- beiðni fyrir sig og ráðu- neyti sitt. Svo gífurleg verð- bólgualda er skollin á, að engin hliðstæð dæmi eru til á Islandi um verðbólgu af þessu tagi. Innan tiltölu- lega skamms tíma verða at- vinnuvegirnir komnir í strand. Þeir þola ekki þessa verðbólgu. Þá þarf að sitja við völd í landinu sterk ríkisstjórn, sem hefur vilja til að takast á við vandann og starfhæfan meirihluta á Alþingi. Ríkis- stjórn Ólafs Jóhannesson- ar hefur hvorugt. En það væri raunar eftir öðru, að hún viðurkenndi ekkert og sæti áfram. GERBREYTT PÓLITLSK STAÐA Þjóðfélagið BOSTON — Umsátrið um Trójuborg hafði staðið á sjö- unda ár og baráttuhugur Grikkja var tekinn að dvína. Hvers vegna? Ódysseifur gefur okkur skýringuna í hinni stór- brotnu ræðu sinni í leikriti Shakespeares „Troilus og Cressida“, þar sem hann út- skýrir málin fyrir Agamemnon konungi: Forystan hefur brugð- izt, Akilles liggur aðgerðalaus í tjaldi sinu og gerir grín að fé- lögum sínum. Agamemnon ger- ir ekkert til þess að leiða stríðið til sigurs. „Engum er neitt heilagt lengur, skítmennin ganga um sem heiðarlegir borg- arar.“ Árþúsundir hafa liðið síðan menn gerðu sér ljóst, að spill- ing á æðstu stöðum sýkir allt samfélagið. Hvergi er þessi staðreynd þó sett fram á mark- vissari hátt en i Ödipusi: „Þebubúar þjást af farsótt vegna spillingar konungsins." Samlíkingin við bandariskt þjóðfélag ársins 1974 þarfnast ekki frekari skýringar. í Hvíta húsinu er mönnum ekkert heil- agt lengur og þjóðfélagið sýk- ist. Enginn ber lengur minnstu virðingu fyrir sannleikanum og þjóðfélagið glatar trúnni, sem tengir það saman. Valdagræðg- in kemur í stað réttlætiskennd- arinnar og afleiðingin er al- gjört öngþveiti. Við þurfum að líða spillingu á æðstu stöðum og flestir okkar sjá hana. Bandaríkjamenn hika við að grípa til ráðstafana, sem sumir telja jafngilda því, að dæma þjóðhöfðingjann til er sjúkt Richard Nixon — Erhann bölvaldur bandarísks þjóðfélags? dauða, en engu að síður skilja þeir, að hann er bölvaldur þeirra. Þetta var boðskapur kjós- enda í Grand Rapidhéraði þeg- ar þeir kusu Demókrata í sa^ti Geralds Fords í Fulltrúadeild- inni. Það var ekki eingöngu Watergatehneykslið, sem þjak- aði hugi þeirra, biðraðirnar við - bensínstöðvarnar og efnahags- vandinn hvíldi þungt á herðum þeirra, en þungbærast var þó að geta engum treyst, að geta ekki litið til framtíðarinnar án þess að þurfa að óttast og skammast sin í senn. Enginn forseti er fær um að lækna öll mein, en í hinum klassíska skilningi, 1 skilningi Shake- speares, er það Riehard Nixon, sem er bölvaldur þjóðar sinnar. 1 klassískum leikritum kem- ur lausnin yfirleitt á þann hátt, að hetjan hart leikna skilur mistök sín og afbrot, öðlast skilning á sínum eigin skap- gerðarbrestum. Allir muna eftir því, þegar Ödipus skynjaði hvað hann hafði gert og frelsaði Þebu með því að refsa sjálfum sér. Harmleikur bandarísku þjóðarinnar um þessar mundir er sá, að það eru engar líkur til þess, að Richard Nixon geti nokkurn tíma skynjað eigin galla, né heldur skilið þá ábyrgð, sem hvílir á herðum hans. Helzta einkenni Nixons er það, hve gjörsneyddur hann er þeim hæfileikum og því sið- ferðilega mati, sem krefjast verður af leiðtoga lýðræðis- ríkis. Við krefjumst tvenns af leiðtogum okkar: heiðarleika og sjálfsvirðingar, og að þeir beri virðingu fyrir því hlut- verki, sem þeir eru kjörnir til að gegna. Nixon hefur ekkert af þessu til að bera. Sumir frjálslyndir gagnrýn- endur forsetans hafa gert sig seka um þau mistök, að telja hann meðvitað leika sér að því að hafa fólk að háði og spotti, blekkja og svíkja. Þetta er djöf- ulleg skoðun, og hún á ekki við rök að styðjast. Styrkleiki Nixons er í því fólginn, að hann hefur engin lífsverðmæti önn- ur en trúna á sjálfan sig. Þess vegna er hann alltaf einlægur, rétt eins og Henry Kissinger og Bismarck. Nixon getur misboðið banda- rískum borgurum með því að rjúfa heimilisfrið þeirra og einkarétt, en komið svo fram í sjónvarpi og talað fjálglega um friðhelgi heimilisins. Hann sér ekkert ósamræmi í þessu af því hann þekkir ekkert samræmi nema eitt: áhugann á sjálfum sér. Nixon trúir því í raun og sannleika, að allir forsetar not- i . ’ -s' !' '< I i • V v -.'iV'' / / ** JíeUrJiork Shnes Eftir Anthony Lewis færi sér galla skattakerfisins, símahleranir og loki augunum fyrir alls kyns lögbrotum. Þess vegna finnst honum voðalega ósanngjarnt þegar frjálslyndir menn gagnrýna hann. Hann getur ómögulega skilið, að annað fólk geti haft til að bera sjálfsvirðingu og réttlætis- kennd. Annað einkenni á skapgerð Nixons er valdagræðgi og ábyrgðarleysi. í þeim heimi hugaróra, sem hann reynir að troða uppá okkur, eiga forset- arnir ekkert vit að hafa á stjórnmálum, eiga ekkert að vita um fjárreiður sínar, hvað þá um glæpastarfsemi sam- starfsmannanna. Lyndon John- son átti við ýmsa skapgerðar- bresti að stríða, en hann reyndi þó aldrei að koma ábyrgðinni á annarra herðar. Nixon er kjarkmaður á sinn hátt, það má enginn láta sér yfirsjást. Hann hefur staðið af sér hríðir, sem hefðu gengið af hverjum meðalmanni dauðum, og hann er manna líklegastur til að halda hinni einmanalegu baráttu áfram hvað sem það kostar. Hættan við hugrekki for- setans er bara sú, að það bygg- ist á tilfinningaleysi. Hið versta fyrir hagsmuni bandarísku þjóðarinnar er, að forsetinn hefur reynt að losna við þá ábyrgð, sem fylgir beitingu for- setavaldsins. Það getur leitt til þjóðfélags, þar sem hinir og þessir geta gefið fyrirskipanir um framkvæmd óhæfuverka, sem enginn þorir svo að kann- ast við. I Bandaríkjunum eru engir, sem geta brugðizt við slíku ástandi, nema hinir almennu borgarar. Við getum ekki beðið Guð eða kóngana í leikritum Shakespeares um hjálp. Við verðum að hjálpa okkur sjálf. Kannski sætta ýmsir sig við, að ýmsar stofnanir þjóðfélags- ins, þingið, dómstólarnir og fjölmiðlarnir beita sér gegn misbeitingu forsetavaldsins. Þetta er bara ekki nóg. Ef við göngum ekki sjálf á hólm við Richard Nixon hlýtur að enda með því, að við verðum öll eins. Þegar Virginíubúar deildu um gildi nýju stjórnarskrárinnar, sagði James Madison: „Það er sama hvaða stjórnarform við höfum og eftir hvaða kenn- ingum við förum, við getum aldrei tryggt frelsi okkar, nema við leggjum eitthvað af mörk- ■* um sjálfir."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.