Morgunblaðið - 15.03.1974, Síða 36

Morgunblaðið - 15.03.1974, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1974 Eldfœrin eftir H. C. Andersen Steingrímur Thorsteinsson þýddi Nú lauk hann upp fyrstu dyrunum. Hú! þar sat hundurinn með augun, stór sem undirskálar væru, og starblíndi á hann. „Þú ert fallegur karl,“ sagði dátinn, setti hann niður á svuntu kerlingar og tók eins marga kopar- skildinga og komust upp á hana og gekk inn í hitt herbergið. Æ, æ! þar sat hundurinn með augun, sem voru eins stór og mylluh jól. „Þú ættir ekki að glápa svona á mig,“ sagði dátinn, „þér gæti orðið illt í augunum.“ Þar með setti hann hundinn niður á svuntu kerlingar, en þegar hann sá, hvílík kynstur voru af silfurpeningum i kistunni, þá fleygði hann öllum koparskildingunum og fyllti vasa sína og hertöskuna með skínandi silfrinu. Eftir það fór hann inn í þriðja herbergið. Nei, það var nú ljóta sjónin; það var orð og að sönnu, að hundurinn þar inni hafði augu, sem voru eins stór og „Sívaliturn,“ og snarsnerust þau í hausnum eins og hjól. „Gott kvöld!“ sagði dátinn og brá hendinni upp að húfuderinu, því að slíkan hund hafði hann aldrei séð á ævi sinni. En þegar hann hafði virt hann dálítið fyrir sér, þá hugsaði hann, að nóg væri komið af svo góðu, setti hann niður af kistunni á gófið og lauk upp kistunni. Drottinn minn dýri! hvílík ósköp voru í henni af gullinu! Fyrir það hefði hann getað keypt alla höfuðborgina, alla þá sykurgrísi, sem krydd- brauðsölukonurnar höfðu . á boðstólum, alla þá tindáta, keyri og rugghesta, sem til voru í heiminum. Já, þetta voru peningar. Og nú fleygði dátinn öllum þeim silfurpeningum, sem hann hafði fyllt með vasa sína og hertöskuna, og tók nú í þeirra stað gullið og troðfyllti með því alla vasa sína, hertöskuna, húfuna og stígvélin, svo að hann gat varla gengið. Nú hafði hann nóga peningana. Hundinn setti hann upp á kistuna, sekllti á eftir sér hurðinni og hrópaði upp í gegn um tréð: „Dragðu mig nú upp, gamla kerlingarnorn!“ „Ertu með eldfærin?" sagði ker4ing. „Æ, það er satt,“ sagði dátinn, „því var ég alveg búinn að gleyma.“ Fór hann þá aftur og náði þeim. Kerlingin dró hann upp, og nú stóð hann aftur þarna á þjóðveginum með vasana, stígvélin, hertöskuna og húfuna, allt troðfullt af peningum. „Hvað ætlarðu að gera við þessi eldfæri?“ mælti dátinn. „Það varðar þig ekkert um,“ anzaði kerling, „þú ert búinn að fá peningana. Fáðu mér nú eldfærin orðalaust.“ „Bull!“ sagði dátinn, „segðu mér undir eins, til hvers þú ætlar að hafa eldfærin eða ég dreg út korðann og hegg af þér höfuðið." „Nei, það geri ég ekki,“ sagði kerling. Þá hjó dátinn af henni höfuðið, og þarna lá hún; en hann batt svuntu hennar utan um alla peningana, snaraði bögglinum á bak sér, stakk eldfærunum í vasa sinn og gekk rakleiðis til borgarinnar. Það var falleg borg, og í fallegasta gistihúsið fór hann inn, heimtaði þar handa sér beztu herbergin, sem til væru, og sína kærustu kjörrétti, því að nú var hann ríkismaður og hafði sand af peningum. Þjóninum, sem átti að bursta stígvélin hans, sýnd- ist reyndar, að þau væru heldur gömul og lasleg fyrir svona ríkan herra, en hann átti nú eftir að kaupa sér önnur ný. Daginn eftir fékk hann sér stígvél, sem honum hæfðu, og fallegan klæðnað. Nú var hann orðinn hefðarmaður, og nú sögðu menn honum frá öllu, sem merkilegast var í borginni, frá kónginum sínum og frá því, hvað dóttir hans væri ljómandi fríð og yndisleg. Íti ' flkðlmo^unkQffÍAu 3/2(3- c Elzta flutninga- tœkið Sleðinn er elzta flutningatækið. Hann var notaður þegar á steinöldinni, áður en hjólið kom til sögunnar. cfJVonni ogcTManni Jón Sveinsson Freysteinn Gunnarsson þýddi Ég mundi nú eftir því, að Manni hafði sagt daginn áður. að við skyldum hlaupa í spretti alla leið, og nú sagði ég: „Heyrðu, Manni. Ég er hræddur um, að við verðum ekki eins fljótir og þú hélzt í gær upp á efsta tindinn“. „Ég er orðinn hræddur um það líka“, svaraði Manni seinlega. Hann var orðinn lafmóður aftur. „En það gerir ekkert til“, bætti hann við, „við komumst þang- að samt“. Við gengum rösklega og drógum ekki af okkur, þó að brött væri brekkan og erfitt uppgöngu. Tryggur var alltaf á undan. Stundum var hann kom- inn svo langt á undan, að hann sneri við til okkar eða hljóp í ótal króka á báðar hendur. Hann sýndist óþreytandi. Eftir tæpa stundargöngu nam Manni staðar skyndi- lega og sagði: „Nonni, finnst þér ekki, að við ættum að hvíla okkur dálítið hérna?“ Um leið og hann sleppti orðinu, dembdi hann sér niður á stóran stein, sem stóð svo sem alin upp úr sandskriðunni. „Fékkstu hjartslátt aftur, Manni “ „Já, og ég var svo þreyttur í fótunum“. Ég settist hjá honum á steininn, því að ég var líka orðinn þreyttur. Síðan sagði ég: „Ertu ekki svangur, Manni?“ „Jú, alveg banhtingraður. Það hefði verið betra fyrir okkur að borða eitthvað eða drekka áður en við fórum“. „Já, það hefðum við átt að gera“. „Það er undarlegt, hvað maður verður fljótt svang- ur“, sagði Manni. „Þarna sérðu nú, Manni. Og í gær hélztu, að þú gætir verið matarlaus í heilan dag“. „Já, það hélt ég í gær. En í dag finnst mér það ekki. Eigum við ekki að fá okkur svolítinn brauðbita?“ „Jú, það skulum við gera“. — Ég reikna me5, a<5 þetta uppátæki þitt sé enn einn liðurinn i því að reyna að fá mig til þess að samþykkja, að þú kaupir hárþurrku. — Ég vissi alitaf, að þú héldir framhjá mér. Nú geturðu þ« ekki þrætt fyrir það lengur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.