Morgunblaðið - 12.06.1974, Side 2

Morgunblaðið - 12.06.1974, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JUNl 1974 Baráttumál Sjálfstæðisflokksins: 200 mílur 200 mílur fyrir árslok STÖNDUM BETUR AÐ VÍGI „Sannleikurinn er sá, að vegna hinnar öru þróunar stöndum við nú betur að vígi að lýsa yfir útfærsiu fiskveiðilög- sögunnar í 200 mílur heldur en við gerðum, þegar við færðum út í 50 mílur. Allt útlit er fvrir. án þess að litið sé gert úr út- færslunni í 50 milur. sem öll þjóðin stendur að. að lokasigur í 50 mílna útfærslunni fáist ekki fvrr en við getum eignað okkur 200 mílur." (Geir Hallgrímsson i Mbl. 31. ágúst 1973. er Sjálfstæðis- flokkurinn lýsti stefnu sinni í 200 mílna málihu). EINBEITUM KRÖFTUM OKKAR „Við eigum að einbeita öllum okkar kröftum að því að undir- búa útfærslu fiskveiðilögsög- unnar í 200 mílur fyrir árslok 1974. Sá undirbúningur fer fram fvrir hafréttarráðstefn- una og á henni sjálfrí. en mikil- vægur þáttur þess undirbún- ings er ekki sízt að nota tímann til þess að gera okkur með vís- indalegum hætti grein fvrir í samstarfi við útgerðarmenn og sjómenn hvarvetna á landinu. hvernig við getum hagað friðun og hagnýtt fiskimiðin við landið innan 200 mílnanna." (Geir Hallgrímsson í ræðu á flokksráðsfundi Sjálfstæðis- flokksins i nóvember). LÍFSHAGSMUNIR VEITA OKKUR RÉTT „Utan núgildandi 50 mílna marka eru mikilvæg fiskimið. Þar eru ýmsir nytjafiskar, bæði uppsjávarfiskar og djúpfiskar. Sumir þessara fiskstofna eru í bráðri hættu og mörg dæmi eru þvi miður um stórkostlega of- veiði af hálfu erlendra fiski- flota á hafsvæðum milli 50 og 200 mílna. Þessi ógn, sem yfir vofir, knýr okkur til aðgerða. Lífshagsmunir þjóðarinnar veita okkur rétt til þess. en það er einnig skylda okkar gagn- vart framtið íslenzku þjóðar- innar. Og hverjum stendur það nær en strandríkinu, sem að öllum réttum rökum á þessi mið, að reyna að hindra rán- yrkju skammsýnna stórþjóða? Og gera það áður en það er um seinan!" Gunnar Thoroddsen i Mbl. 2. september 1973). HVERS VEGNA FYRIR ÁRSLOK 1974? „Það er nú þegar orðín víður- kennd regla í þjóðarrétti, að strandríki eigi allar auðlindir í um og hafa engin auðæfi fund- ið í hafsbotninum. með sama rétti eiga auðæfin yfir honum? Þetta sjönarmið hefur alls- herjarþing Sameinuðu þjóð- anna viðurkennt með ályktun sinni í desember sl. Eftir undir- búningsfundi hafréttarráð- stefnunnar liggur það einnig fvrir. svo að ekki er vefengt. að meirihluti þjóða heims er orðinn fylgjandi 200 milna eínahags- eða auðlindalögsögu. sem inniheldur m.a. i sér fiski- veiðilandhelgi. Híns vegar get- ur hafréttarráðstefnan tekið 2 eða 3 ár eða lengri tíma og enginn veit, hvort þeir M< hlutar atkvæða. sem þarf til þess, að samþvkktin verði að alþjóðalög- um. fáist eða hvenær. Auk þess þarf staðfestingu margra ríkja áeftir. Þegarallt þetta kemur saman. sýnist okkur sjálfstæðis- mönnum ekki ástæða til þess að bíða heldur talsverður ábvrgða- hluti og áhætta að bíða öllu lengur en við höfum lagt til." (Gunnar Thoroddsen i út- varpsumræðum 18. okt. 1973). EFTIR RÁÐSTEFNU — SEGIRLUÐVÍK! Lúðvík Jósepsson sjávarút- vegsráðherra hefur lýst því vfir, að hann vilji ekki útfærslu í 200 sjómilur fvrr en að aflok- inni hafréttarráðstefnu Sam- einuðu þjöðanna, hvenær svo sem það verður. A ársafmæli útfærslunnar í 50 milur sagði hann: „Hitt er allt annað mál, hvort við Islendingar tökum okkar 200 mílna landhelgi ein- hvern tíma I framtíðinni, þegar slíkt er heimiit samkvæmt brevttum alþjóðalögum eða að aflokinni hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna." ÁSTAND ÞORSK- STOFNSINS ALDREI VERRA í viðtali við Mbl. á sjómanna- daginn sagði Kristján Ragnars- son formaður Landssambands íslenzkra útvegsmanna: „Hvað framtíðina snertir, hef ég mest- ar áhyggjur af, að sóknin í fisk- stofnana við landið er of mikil og við eigum á hættu að fá á næstu árum enn minni þorsk- afla en jafnvel á þessu ári. Fiskifræðingar telja, að ástand þorskstofnsins sé nú verra en nokkru sinni síðan rannsóknir hófust og vegna smæðar hrvgn- ingarstofnsins sé mikil hætta á ferðurn." hafsbotninum á landgrunm sínu. s.s. olíu. málma o.fl. Skvldu þá ekki strandríki. sem bvggja tilveru sína á fiskveið- Enginn vill kaupa loðnumjölið — 20 þús. lestir til ílandinu ENN munu vera til í landinu um 20 þúsund lestir af loðnumjöli frá síðustu loðnuvertíð og ekki eru horfur á, að þetta mjöl seljist á næstunni nema skvndilega rætist úr. Af þessum sökum standa margar fiskimjölsverksmiðjanna mjög höllum fæti. Einnig átti að nota hluta útflutningsverðmætis loðnumjölsins til að greiða niður olíu fiskiskipaflotans, en það fé, sem fékkst með því móti, var aldrei mikið og olíusjóðurinn þvf löngu þurrausinn. Sjálf hefur rfkisstjórnin ekkert sagt um, hvernig hún hugsi sér að greiða niður olfuna áfram, þótt kvisazt hafi að nota eigi gengishagnaðinn frá 1972 til þess. Mjölmarkaðir erlendis virðast algjörlega lokaðir um þessar mundir og samkvæmt þeim upplýsingum, sem Mbl. fékk hjá Sveini Björnssvni í viðskiptaráðu- neytinu, hafa kaupendur engan áhuga á mjölkaupum þessa dag- ana. Að vfsu seldust um 600 lestir í síðustu viku. en það er eins og dropi í hafið miðað við þær mjöl- birgðir, sem til eru í landinu. Mjölverðið mun nú vera komið niður undír 5 dollara proteinein- ingin og hefur það ekki verið Iægra á þessu árí. Um sl. áramót komst það hæst í tæpa 10 dollara og hefur því markaðsverð á mjöli lækkað um meira en 90% frá því, sem það var hæst. Menn gera sér hins vegar vonir um, að verðið hækki aftur á næstunni. en um hvað mikið þorir enginn að spá. Eitt telja þó allir víst, að það fari ekki upp fvrir 7—8 dollara aftur. HIN heimskunna brezka hljómsveit Procol Harum kom til landsins í gær og hélt sína fyrstu hljómleika í gærkvöldi fyrir fullu húsi. Aðrir hljómleikar hennar verða kl. 8.30 í kvöld í Háskólabíói og ákveðið hefur verið að efna til aukahljómleika kl. 23.30. Þessa mynd tók ljósm. Mbl. Br. H. eftir komu Procol Harum til Keflavíkurflugvallar í gærdag. Guðný Guðmundsdóttir ráðin aðal konsertmeistari GUÐNY (iuðmundsdóttir fiðlu- leikari hefur verið ráðin aðal konsertmeistari Sinfóníuhljóm- sveitar islands frá og með upp- hafi næsta starfsárs. Þá hefur Jón Sen einnig verið ráðinn konsert- meistari og Þorvaldur Stein- grfmsson varakonsertmeistari. Starf konsertmeistara við Sinfóníuhljómsveit íslands var auglýst laust til umsóknar í febrú- ar sl. Um stöðuna sóttu: Guðný Guðmundsdóttir, Digranesvegi 69, Kópavogi, — Jón Sen, Miklu- braut 40, Reykjavík, Rut Ingólfs- dóttir, Háuhlíð 14, Reykjavik, og Þorvaldur Steingrímsson. Brekkustíg 1. Revkjavík. Rut Ingólfsdóttír dró umsókn sína til baka. þar sem hún af heilsufarsástæðum gat ekki tekið þátt í forprófi. Undir stjórn aðalhljómsveitar- stjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar, Karstens Andersens, fór fram hæfnispróf og var það einróma álit dómnefndarinnar að veita bæri Guðnýju Guðmundsdóttur stöðu aðal konsertmeistara við Sinfóníuhljómsveit íslands. Að tillögu hljómsveitarstjórans var Jón Sen einnig ráðinn sem konsertmeistari. Þorvaidur Steingrímsson hefur verið ráðinn varakonsertmeistari Sinfóníuhljómsveitarinnar. Gildir þessi nýja skipan frá og með upphafi næsta starfsárs. Magnús Sigurjónsson: Athugasemd og leiðrétting I grein minni í Mbl. á miðviku- dag „Þegar fallbyssurnar fóru að skjóta" er misritun í kaflanum, sem hljóðar svo: „Fyrir 3 árum þegar hugmyndin um 50 mílur varð til, var það fyrst og fremst kosningaplagg. Aðeins falleg tala gripin úr lausu lofti, sem ekki Lýst eftir vitnum VINRAUÐRI Ford-bifreið, árgerð '66, -með hvítan topp, númers- lausri, var stolið þar sem hún stóð í Samtúni fimmtudaginn 6. júní sl. á tímabilinu frá kl. 16—24. Bífreiðin var dregin inn í Laugar- nes niður undir sjó og var ýmsum hlutum stolið úr henni, bæði af mælaborði og víðar auk þess sem skemmdarverk voru unnin á henni. Þeir, sem kunna áð geta gefið upplýsingar um þetta mál, eru beðnir að snúa sér til rann- sóknarlögreglunnar. Kópavogur FULLTRÚARAÐ sjálfstæðis- félaganna í Kópavogi er boðað til áríðandi fundar n.k. fimmtudags- kvöld 13. júnf kl. 20.30 í Sjálf- stæðishúsinu við Borgarholts- braut. A dagskrá eru bæjarmál, en síðan mun Gunnar Thorodd- sen ræða stjórnmálaviðhorfið. þjónaði þeim tilgangi sem til var ætlazt, þvi mikil og fengsæl fiski- mið og uppeldísstöðvar voru fyrir utan þessa línu. Það er nú áþreif- anlega komið í ljós, þar sem aust- ur-þýzki ryksugu úthafsflotinn mokar nú upp fiski fyrir austan land." i handriti var endir kafl- ans „fyrir vestan land". Svo er það annað, sem ég hef verið spurður um og fólk áttar sig ekki á. Hvað er ryksugufloti? Botnvarpan, sem togarar nota, er riðin í ákveðna möskvastærð, og fyrir þvf eru alþjóðalög hvað möskvarnir mega vera minnstir. Þegar talað er um ryksugur í sam- bandi við fiskveiðar er átt við þau skip, sem fóðra vörpuna innan með smáriðnu neti allt niður í síldarnet, þannig að ekkert kvikt sleppur út. Eftir þessa fiskiflota cru miðin steindauð og fiskislóðin ónýt um árabil. Eitt er það enn, sem ég vil taka fram: í sambandi við 200 mílna stefnuna, að þegar ég tala um forystumenn Framsóknarflokks- ins, á ég við forystumenn Fram- sóknarflokksins, en ekki aðra framsóknarmenn. Svo tekið sé dæmi er t.d. Guðjón B. Ölafsson framkvæmdastjóri einn af upp- hafsmönnum 200 mílna stefn- unnar og harður 200 mílna maður. Eins er þegar ég tala um Þjóðviljaklíkuna, þá á ég við þá illu klíku. sem ræður Alþýðu- bandalaginu, kerfiskommúnist- ana, sem með fláráðum hug sveipa sig biæju lýðræðis, en í öllu hátterni og framgöngu eru merktir soramarki kommúnism- ans. Ég vil ekki láta hjá líða, að þessi atriði komi fram svo um engan misskilning sé að ræða. Sögualdarbærinn: Byrjað á grunninum í vikunni FRAMKVÆMDIR hefjast nú í vikunni við bvggingu sögu- aldarbæjarins- að Skeljastöð- um í Þjórsárdal. Búið er að leggja vegfvllingu að staðnum, sem er á milli Sámsstaðamúla og Skeljafells um 2 kílómetra frá stöðvarhúsinu við Búrfell. Landsvirkjun leggur fram tæknilega aðstoð við fram- kvæmdirnar, en gert er ráð fyrir, að bvggingunni, sem kosta mun um 16 milljónir króna fullbvggð. verði lokið að utan f.vrir árslok og að fullu lokiðekki löngu sfðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.