Morgunblaðið - 12.06.1974, Page 12
12
MOKGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12.JUNI 1974
LISTAHÁTÍÐ
1974
Sílestur
á Kjarvalsstöðum
GETA Ijóðskáld dregið að sér
áhe.vrendur? Svo sannarlega.
Salurinn á Kjarvalsstöðum (ekki
stór að vísu) var troðfullur allan
þann tíma sem undirritaður sat
þar undir sílestrinum á sunnu-
daginn. Og nokkur hópur áhevr-
enda stóð jafnan frammi á gangi
og f.vlgdist með þaðan. Sá hópur
fór þó minnkandi (»g stækkandi
og hlýddi misvel eftir þvf hvernig
hevrðist til skáldsins sem var að
lesa þá og þá stundina.
Að vísu get ég ekki dæmt um
þessa non-stop dagskrá sem heild
því ég hlýddi ekki á nema röskan
helming hennar — þótti það líka
ærið nógur skammtur, svona í
einu — en sá hlutinn tókst að
mfnum dómi mjög vel ef undan
er skilinn sá tæknilegi galli að
hátalarakerfið átti til að blanda
ískri og ýlfri saman við raddir og
hljóma, rétt eins og maður væri
kominn á héraðsmót eða þjóð-
hátíð 17. júní á einhverjum „hól"
eða „velli" eða „vang" undir
beru lofti. Það er ræfilskapur að
geta ekki haft slíkt í lagi á lista-
hátíð, hversem ábvrgðina ber.
Sem betur fer létu hvorki
stjórnandinn. Asi í Bæ. skáldin
sem lásu né áhevrendur það á sig
fá, en skemmtu.sér konunglega.
Hvert skálð notaði þarna sjálf-
valda aðferð: sumir létu rödd sfna
berast með hjálp segulbands, eins
og Jón frá Pálmholti sem kom
bæði með eigin Ijóð og vfsttr. eftir
Æra-Tobba, aðrir útdeildu
Boðnar miði með lestri sínum
einum saman og milliliðalaust og
enn aðrir höfðu mé sér hljóðfæra-“
leikara.
Fyrstan skal þá frægan telja
Ingimar Erlend Sigurðsson. Hann.
kom þarna með ný Ijóð úr óprent-
aðri bók sem væntanleg er i haust
og mun heita Fi.skar á fjalli!
Ljóðin sem hann las báru heiti
eins og Spor. Krossfbrð. Við
tunglgluggann. Hungurvaka. Vor.
og svo framvegis. Ingiinar Er-
lendur er ekki aðeins Ijóðskáld
sem kann sitt fag heldur líka kjör-
inn upplesari á eigin Ijóð: skap-
mikill og áhersluþungur og
ómyrkur í máli; og kannski lika
kraftaskáld. Hann er líka fundvís
á grunntón andartaksins, og
kunna ljóð þau sem hann las
þarna því að vera dæmigerð fvrir
Hversdagsljóðum (Mörg eru dags
augu) sem eru opin og persónuleg
og lifði sig svo inn í hlutverkið að
engu var líkara en hann væri að
lesa fyrir vini og kunningja
heima í stofu; hafði hlé á lestrin-
um þegar svo bar undir og lét alla
jakkafataviðhöfn lönd og leið.
Gerði lestur hans í fáum orðum
sagt hvinandi lukku. Aðstoðar-
menn hans gerðu lika sitt til að
koma mannskapnum i stemm-
ingu, því hvort tveggja var að þeir
voru vel æfðir og vissu líka livað
þeir voru að gera: ný stef og gami-
ir tónar í bland; gitar f.vrir líðandi
stund; harmonikan til að endur-
vekja minning um veröld sem
var; hvort tveggja eins og hvert
ljóð gaf tilefni til.
Asi í Bæ stjórnaði dagskránni
,,af skörungskap og festu" eins og
stundum er sagt við hátíðleg tæki-
færi, en þoldi önn fyrir þau
tæknilegu vandamál sem ekki var
á hans valdi að leysa. Nokkrum
sinnum kallaði hann nafn Gunn-
ars Dal. En allt kom f.vrir ekki:
Gunnar Dal varð að vera
„heiðursgesturinn sem ekki er
viðstaddur,” en vera má að hann
hafi heimst til fundar eftir að
undirritaður hvarf á braut.
Megi svo draga einhverja víð-
tækari ályktun af dagskrá þessari
vil ég aðeins segja að gengi
íslenskrar Ijóðlistar hafi að
minnsta kosti ekki sigið þarna á
Kjarvalsstöðum svo ekki sé dýpra
i árinni tekið. Var bæði fróðlegt
og uppörvandi á að hlýða og eins
að virða fyrir sér hvers konar
hópar fólks sækja slika samkomu
á því herrans og þjóðhátiðarári
1974; þarna var engin ein mann-
gerð annarri fremur; fólk á öllum
aldri, flest kannski ungt. Þó ein-
hver hafi kannski komið þarna til
að vera „menntaðri" eftir en áður
gæti ég trúað að flestir hafi lagt
leið sína á þennan ljöðlestur af
þeirri ástæðu einni að þá hafi í
hjarta sinu langað til þess og
fundist að þarna færi fram
nokkuð sem þeir mættu ekki
missa af, mættu ekki án vera.
það sem er að gerast i ljóðlistinni,
yfirleitt, um þessar mundir. En
muni einhver betur eftir skáldinu
sjálfu en ljóðum hans frá þessari
stund held ég það sé ekki beint
ljóðanna sök.
Unga k.vnslóðin átti þarna sina
fulltrúa. Steinunni Sigurðar-
dóttur heyrði ég hvorki né sá, því
miður. Kristinn Einarsson las
nokkur ljóð, áhevrilega. Engu að
síður hvgg ég að um þau megi
segja líkt og maðurinn sagði um
býflugurnar, að auðveldara væri
að skoða þær ef þær væru dálítið
stærri. Sum Ijöð Kristins skorti ef
til vill ekki nema herslumuninn
til að vera sæmilegur skáld-
skapur. En sá herslumunur —
hversu litill sem hann virðist vera
— er þö sá þröskuldur sem suinir
komast aldrei vfir þrátt f.vrir
ærna viðleítni. Vonandi verður
Kristinn búinn að finna sinn
hreina tón fvrir næstu listahátíð.
Olafur Haukur Sfmonarsori er
hins vegar að verða þjöðskáld.
vesalings pilturinn. guð hjálpí
honum, það hlýtur að vera
ógaman á svo ungum aldri. Ekki
sópar að honum í líkingu við t.d.
ingimar Erlend. Samt nær hann
öðrum betur evrum áhevrenda.
Hvernig þá? F.vrir það f.vrsta
hefur hann eitthvað að segja. I
öðru lagi ef texti hans vel saininn
og nýstárlegur. I þriðja lagi — og
það hefðu ungu skáidin þurft að
vita í.vrir tuttugu, þrjátíu árum —
hefur hann húmor, skemmtir
áhevrendum án þess nokkru sinni
að leggjast svo lágt að sprella
fvrir þá. Þess vegna er hann
tískuskáldið í dag. Hitt er svo
annað mál að hann hefði getað
valið betur úr ljóðum sínum fyrir
þessa dagskrá, miklu betur.
Kristinn Revr skemmti líka
'áhevrendum. en á annan hátt:
með gríni fremur en húmor.
Kristinn Keyr kann þá aðferð
gamalla og góðra hagvrðinga aö
fella alþýðulega lífspeki i bundið
mál og kr.vdda Ijóð sín með
hn.vttnum athugasemdum sem
bera fremur vott um orðheppni
en djúpa hugsun og er slík rödd
einnig goðra gjalda verð í sinfón
dagsiris.
Jón frá Pálmholti sýndi sig
áhorfendum meðan hann var að
Áhevrendur
að
Ijóðalestri
koma tæknimálum sínum i lag, en
hann og Æri-Tobbi fólu sig síðan
vondu segulbandi á vald og sá ég
ekki framan í skáldið eftir það.
Vona ég að segulbandið verði
orðið alveg ónýtt á næsta ljóða-
lestri svo Jón verði að standa
fyrir máli sínu og Æra-Tobba í
eigin persönu; hann getur það
ekki síður en aðrir.
Jón úr Vör og Jón Oskar máttu
heita þarna fulltrúar eldri k.vn-
slóðarinnar sem forðum kenndi
sig við formbyltingu og þar fram
eftir götunum.
Jón úr Vör byrjaði á Ættjarðar-
ljóði (úr Stund milli stríða, ef ég
man rétt) og endaði á Land vort.
Sem sagt: minnugur þess að nú er
Bðkmenntlr
eftir ERLEND
JÓNSSON
þjóðhátíðarár. Enda þó Jón lesi
ekki nema miðlungi líflega inundi
ég ekki kjósa ljóð hans lesin af
öðrum; persónan þarf að vera
með.
Jón Óskar kom með gömul ætt-
jarðarljóð sem fluttu mánn
tuttugu ár aftur í timann, endur-
vöktu hugblæ frá göngum her-
námsandstæðinga á sjötta ára-
tugnum og færðu manni heim
sanninn um að ljóðlistin hefur
raunar mikið breyst síðan þá!
Skáldkynslóð Jóns Oskars var oft
sökuð um innhverfu og sam-
bandsleysi við alþýðu manna. Og
sjá: með hliðsjón af framlagi hans
og fleiri slíkra annars vegar
þarna á Kjarvalsstöðum, en yngri
skálda hins vegar og viðtökum
áheyrenda við hvoru tveggja rann
það upp fyrir manni hvernig á þvi
mun hafa staðið. Atómskáldin
ortu hvorki fyrir alþýðu manna
né til hennar, heldur fyrir sinn
þrönga hóp sem var að vlsu jafn-
tryggur og skáldín sjálf töldu mál-
stað sinn hreinan og flekklausan.
Sú stund kann að renna upp að
púrítönsk alvara nefndra skálda
andspænis heimi sem þau töldu
vera að farast þyki brosleg, rétt
eins og nú er hent gaman að hrolli
miðaldamanna undir geigvæn-
legum halastjörnum sem þeir
skyggndu með skjálfandi hönd
fyrir auga. Samt væri fráleitt að
segja að hlutur þeirra í íslenskri
Ijóðlist væri smár. Ahrif þeirra
geta reynst varanlegri en ljóðin
sem þeir ortu.
En um Jón Óskar er það annars
að segja að hann er alltaf
skemmtilegt sambland af ágætu
skáldi og kostulegum klúðrara;
stirður i listrænu tilburöunum;
allt um það mannlegur.
Jóhann Hjálmarsson las mest
úr síðustu bók sinni, Athvarf í
himingeimnum og hafði til
undirleiks Guðmund Steingríms-
son með trommur. Jóhann les
eigin ljóð svo aðrir gera ekki
betur. Undirleikarinn fór vægt i
sakirnar, varaðist greinilega að
draga athyglina frá ljóðunum,
hugsanlega einum um of. En sam-
ræmið var í góðu lagi. enda er
Jóhann skálda vanastur ljöðlestri
við undirleik, bæði hér heima og
erlendis. Ljóðin voru líka vel
valin og heildarsvipur pró-
grammsins því harla sléttur og
felldur.
Nokkurt hlé og tilfæringar
urðu þegar von var á Matthíasi
Johannessen, og tilkynnti Asi í
Bæ að að hann væri „kominn hér
með fjörutíu manna hljómsveit."
Þegar hver og einn var kominn á
sinn stað byrjaði skáldið með að
svipta af sér jakkanum, hann
fauk út í horn, og re.vndist sú
athöfn síðan táknræn fyrir efni
og flutning ljóðanna. Matthias
leiðrétti að „fjörutíu manna
hljómsveitin" væri raunar fjórir
ungir samstarfsmenn sínir af
Morgunblaðinu (Þeirvoru: Björn
Vignir og Arni Jörgensen með
gitar, Sveinn Guðjónsson ineð
gítar og harmoniku og Stefán
Halldórsson með rafmagnsbassa).
Matthías las meðal annars úr
Sinfóníutónleikar
Kappreiðar Sindra:
r
Ahorfendur velja
bezta gæðinginn
ÞAÐ er alltaf sérlega forvítnilegt
að fylgjast með Sinfóníuhljóm-
sveitinni á Listahátíðum. Þá hef-
ur hún alltaf tekið stórum breyt-
ingum, kastað af sér vetrarhamn-
um, bætt við sig mannskap. I
fyrstu var það innflutt fólk. en nú
eru það ungir Islendingar í leyfi
frá námi, svo að skyndilega lækk-
ar meðalald.ur hljómsveitar-
manna um nokkra áratugi — og
risið á hljómsveitinni lækkar ekki
að sama skapi heldur öllu fremur
hækkar það.
Á tónleikunum, sem hljómsveit-
in hélt á mándudagskvöld stjórn-
aði franski hljómsveitarstjórinn
Alain Lombard, en einleikari var
Jean-Bernard Pommier, sem lék
einleik i tveimur píanókonsert-
um, A-dúr konsert Mozarts K.V.
488 og Píanökonsert Raveis.
Tónleikarnir hófust á „ófull-
gerðu sinfóníu" Schuberts. Það
var mjög áhrifamikill og vandað-
ur leikur. I sterkum samhl.jómum
hætti blásurunum við að
„óbreinka" hljómana dálítið, en
þegar á heildina er litið bar flutn-
ingur allur vott um einlægni og
djúpa innlifun. Klarínett og óbó-
einleikurinn í öðruin þætti var
verður sérstaks hróss. Hurðabar-
smíð prakkara á lokahljömum sin-
fóníunnar kippti mönnum all
óþyrmilega ínn á svið hversdags-
leikans og raunveruleikans í Há-
skólabíói. I'rá því að húsið var
opnað hafa slík tiltæki verið vin-
sæl prakkarastrik vestur á Melum
og oft veriö öskað eftir því, að svo
verði frá þessum d.vrum gengið,
að þau komi ekki að sök. Á að bíða
í önnur 14 ár eftir því?
Jean-Bernard Pommier er frá-
bær píanisti. Verkin tvö sem hann
lék, eru gerólík, en hann var jafn
sannfærandi í þeim báðum. Leik-
ur hans einkennist af milduin og
syngjandi áslætti, og í Iipurð og
snerpu er honum ekkert ábóta-
vant. Pommier var alveg óþekkt
Tónllst
eftir ÞORKEL
SIGURBJÖRNSSON
nafn hér um slóðir, en hann þolir
vel nánari viðk.vnningu. Veri
hann velkominn hingað sem oft-
ast.
Tvö atriði úr Utskúfun Fásts
eftir Berlioz hnýttu lokahnútinn á
þessa tönleika. Þó að hljómsveit-
inni tækist vel upp yfirleitt, var
svo auðfundiðað stjórnandinn var
eitthvað vansæll, enda hef ég ald-
rei séð fýluiegri frainkomu á
sviði. Islenzkir tönleikagestir
gefa ekki frá sér fruinskógahljóð,
þegar þeir sýna fagnaðrlæti, en
það þarf ekki mikið næini til að
finna einiægnina í okkar þung-
lamalega klappi. Þetta næmi
hafði stjórnandinn ekki og kunni
ekki einu sinní þá mannsyði að
þvkjast skilja undirtektirnar.
Svona höfðingjr þurfa ekkert að
vera að leggj á sig hingaö komur.
Þorkell Sigurbjörnsson
HESTAMANNAFÉLAGIÐ Sindri í
Mýrdal og undir Eyjafjöllum heldur
sínar árlegu kappreiðar laugardaginn
29. júnl á sinum skjólsæla og fallega
kappreiðavelli við Pétursey. Hesta-
mannafélagið er 25 ára á þessu ári
og þvi verða þetta í senn afmælis-
kappreiðar á þjóðhátiðarári, sem
þess vegna verður reynt að vanda til
eins og kostur er.
Kappreiðarnar hefjast með hópreið
kl. 2. Að loknum ávörpum verður
gæðingakeppni fram haldið, en hún er
fjórskipt. I fyrsta lagi eru valdir beztu
gæðingar Sindra í A og B flokki og
hefst sá dómur föstudagskvöld 28.
júni Þar er fyrst og fremst höfðað til
gæða hestsins og vilja, en til að dæma
um viljann fer dómari á bak hestunum.
I öðru lagi verður á kappreiðardaginn
valinn „bezti töltarinn" með spjalda-
dómum og höfðað þar til sýningar á
klárhestum með tölti. í þriðja lagi velja
áhorfendur „fegursta gæðinginn” með
kosningu á atkvæðaseðli, sem fylgir
hverri sýningarskrá og með þvi höfðað
til sýningar á alhliða gæðingum. Með
þessu móti er reynt að tviskipta
gæðingadómum, annars vegar að
dæma beztu hestana og hins vegar
beztu sýningarhestana, en þetta tvennt
þarf ekki alltaf að fara saman. í fjórða
lagi fer fram gæðingakeppni unglinga
innan 17 ára aldurs og fellur inn í
ramma framansagðrar gæðingakeppni
Að gæðingadómum loknum hefjast
kappreiðar, þar sem keppt verður í
250 m skeiði, 1. verðlaun kr.
5.000.—, 250 m folahlaupi, 1. verð-
laun kr. 2.000. —, 300 m stökki, 1
verðlaun kr. 3.000,—, 800 m stökki,
t. verðlaun kr 5 000 — og 800 m
brokki 1 verðlaun verðlaunapeningur.
Framhald á bls. 18