Morgunblaðið - 12.06.1974, Side 16

Morgunblaðið - 12.06.1974, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12, JUNl 1974 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 1 00. Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasolu 35,00 kr. eintakið. Neyðarástand hjá húsbyggjendum Iupphafi þings í októ- bermánuði sl. lögðu all- ir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins fram þingsálykt- unartillögu um útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 200 sjómílur fyrir lok yfir- standandi árs. Þingsálykt- unartillaga þessi kom til fyrstu umræðu um miðjan nóvember og var að um- ræðunni lokinni vísað til utanríkisnefndar. 1 utan- ríkisnefnd var tiliagan um útfærslu í 200 sjómílur til meðferðar mánuðum sam- an og ítrekað gengu full- trúar Sjálfstæðisflokksins í utanríkisnefnd eftir því, að hún hlyti þar jákvæða af- greiðslu. Hinn 30. apríl var sérstaklega óskað eftir því, að fundur yrði haldinn í utanríkisnefnd hið allra fyrsta til að afgreiða tillög- una og að hún fengi fullnaðarafgreiðslu á Al- þingi. En vinstri flokkarnir beittu meirihluta valdi sínu í nefndinni til þess að svæfa tillöguna og hindruðu þar með, að Al- þingi samþykkti útfærslu í 200 sjómílur fyrir lok þessa árs. Þessi afstaða vinstri flokkanna til tillögu sjálf- stæðismanna er aðeins eitt dæmi af mörgum um tregðu þeirra við að standa að útfærslu í 200 sjómílur nú. Þegar áskorun 50 for- vígismanna í sjávarútvegi um útfærslu í 200 jnílur kom fram í júlímánuði 1973 kom strax í ljós, að hún hlaut engan hljóm- grunn hjá vinstri flokkun- um og nokkru síðar hóf Þjóðviljinn herferð til þess að ófrægja forvfgismenn 200 mílna áskorunarinnar. Tregða vinstri flokkanna við að samþykkja útfærslu í 200 sjómílur er þeim mun furðulegri, sem skilyrði eru nú tvímælalaust hag- stæðari til útfærslu í 200 sjómílur en þau voru haustið 1972 til útfærslu í 50 sjómílur. Nú eru 50 míl- ur hvergi á dagskrá, en fylgi við 200 sjómílna efna- hagslögsögu hefur vaxið jafnt og þétt, jafnvel hjá höfuðandstæðingum okkar í landhelgismálinu, Bret- um, og allar líkur eru á, að 200 míiurnar hljóti nægi- legan meirihluta á hafrétt- arráðstefnunni, sem hefst í Venezúela síðar í þessum mánuði. Sjálfstæóisflokkurinn hefur markaó skýra stefnu í útfærslu fiskveiðilögsög- unnar. Það er stefna flokksins, að fiskveiðilög- sagan verði færð út í 200 sjómílur fyrir árslok 1974. Fyrir þeirri stefnu mun Sjálfstæðisflokkurinn berjast í þeim kosningum, sem nú standa fyrir dyr- um, og útfærsla í 200 sjó- mílur er eitt af höfuðmál- um þessara kosninga. Það ætti að verða okkur íslend- ingum hvatning til þess að nota nú þann byr, sem er í landhelgismálinu, með því að færa út í 200 sjómílur, Fullkomið neyðarástand ríkir hjá húsbyggjend- um þessa dagana vegna þess, að vinstri stjórnin hefur vanrækt að tryggja Húsnæðismálastjórn nægi- legt fé til lánveitinga. Sam- kvæmt venjum Húsnæðis- málastjórnar áttu 1229 húsbyggjendur að fá út- borguð seinni hluta lán í maí og júní í ár. Þeir hafa ekki fengið eyri og engin svör fengið um það, hvenær þessi lán verði greidd út. En að sjálfsögðu hafa þessir húsbyggjendur miðað fjárhagsráðstafanir sínar við, að þeir fengju seinni hluta lánin greidd á þeim tíma, sem venja hef- ur verið. Þá ríkir fullkomin óvissa um það, hvort hægt verður að veita fyrri hluta lán til þeirra, sem eiga rétt á þeim í ár,'þar sem engir peningar eru fyrir hendi, og vinstri stjórnin hefur engar ráðstafanir gert til þess að útvega fjármagn til þeirra lánveitinga. Er tal- ið, að byggingasjóð vanti nú um 1300 milljónir króna til þess að standa undir að vaxandi áhyggjur eru meðal fiskifræðinga um ástand fiskstofnanna á Is- landsmiðum. svipuðum lánveitingum og á síðasta ári. í janúarmánuði sl. lagði Húsnæðismálastjórn til, að lánin yrðu hækkuð úr 800 þús. í 1060 þús. Nú er kom- inn 12. júní og enn hefur félagsmálaráðherra ekki staðfest þessa hækkun lán- anna, þannig að í dag eru þau í raun 800 þús. kr. Ef ián Húsnæðismálastjórnar hefðu fylgt hækkun bygg- ingakostnaðar, eins og þau gerðu í tíð Viðreisnar- stjórnar, ættu þau i dag að nema 1,4 milljónum króna, sem er 640 þúsund króna hærri upphæð en þau nema um þessar mundir. Þetta öngþveitisástand í húsnæðismálum er aðeins eitt dæmi af mörgum um þá ringlureið, sem ríkir í f jármálum þjóðarinnar. En ástandið f húsnæðismálum kemur að sjálfsögðu harð- ast nióur á þeim stóra hópi af ungu fólki, sem er að vinna að því að koma sér upp þaki yfir höfuðið og hefur treyst á lán frá Hús- næðismálastjórn í því skyni. Færum út í 200 mílur Jóhann Hafstein: „Það er misskilningur, ef menn halda , að Islendingar hafi yfirvegað að ganga úr NAT0.” Það var eitt sinn haft eftir Asgeiri Asgeirssyni, forseta Is- lands, í viðtali við erlent blað eftirfarandi: „Eins og veröldin er í dag. getur enginn einangrað sig og ekki heldur Island. Það er mis- skilningur, ef menn halda, að íslendingar hafi yfirvegað að ganga úr Nato. Við liggjum um miðja vegu í miðjarðarhafi Ivð- ræðisins, í miðju Atlantshafi, á leiðinni milli tveggja heims- álfa, sem þurfa að vinna saman að málstað lýðræðisins. Þess vegna getum við Islendingar ekki staöið f.vrir utan.“ Ör.vggis- og varnarmál eru jafnan höfuðmál hverrar þjóð- ar, hvers sjálfstæðs ríkis, og skapa því tilverurétt með sjálf- stæði og frelsi borgaranna. Þetta hefur Islendingum orðið æ ljósara nú eftir nær þriggja ára valdaferíi hinnar svoköll- uðu vinstri stjórnar, þar sem Framsóknarflokkurínn hefur haft stjórnarforystu og sam- vinnu við kommúnista, sem þó raunverulega hafa ráðið ferð- inní og skipað málum eftir sínu höfði. Ein siðustu varnaðarorð Bjarna heitins Benediktssonar fyrir hið sviplega andlát árið 1970 voru þessi: „Þrátt fyrir, og þó öllu frem- ur vegna þess, hversu vel hefur tekizt til með að halda friði í þessum heimshluta frá því að Atlantshafsbandalagið var stofnað, þá er um þessar mund- ir gerð hörð hríð að bandalag- inu. Þeir, sem hafa hug á auk- inni ásælni og vilja ryðja „sósíalistískri byltingu" braut, leggja sig fram um upplausn, eða að minnsta kosti lömun bandalagsins. Þessir menn hyggjast skapa skilyrði í Vest- ur-Evrópu fyrir sams konar at- burðum og urðu með valdatöku kommúnista í Tékkóslóvakíu á árinu 1948 og aílur með innrás þeirra 1968 (og enn mætti minna á innrás þeirra í Ung- verjaland árið 1956). Á meðan þessi hugsunarháttur er jafn magnaður, og hann nú er, þá væri það óðs manns æði fyrir Íslendinga að hverfa úr Atlantshafsbandalaginu eða slaka á vörnum landsins. Ekkert bendtr til þess, að á síðari árum hafi dregið úr þýð- íngu varna á íslandi fyrir ná- granna okkar. Þvert á móti hef- ur stóraukin sókn Sovétmanna á úthöfin aukið þýðingu Islands frá því sem áður var. Fyrir Is- land sjálft hafa varnír auðvitað úrslitaþýðingu. Eða hví skyldi Island eitt allra þjóðanna geta verið óvarið og opið fyrir öllum, er það vilja hremma? Ef menn vilja halda sjálfstæði verða þeir nokkuð til þess að vinna. Óþægindi þau, sem af vörnum leiða, eru og sináræði miöaö við þær hættur, sem varnarleysi mundi samfara." Þessi víðvörunarorð Bjarna Benediktssonar voru í fyllsta samræmi við margar fyrri orð- ræður hans, sérstaklega af til- efni þess, að við sögðum við inngöngu í Atlantshafsbanda- lagið, að við vildum ekki hafa hér her ,,á friðartímum '. Um þetta segir Bjarni löngu seinna: „En siðan eru viðhorfin gjör- samlega breytt, nú er það kom- ið i ljós, að styrjöld hlýtur að hafa í för með sér slíka gereyði- leggingu, að það er tiltölulega litils virði að vera að tala um, hvað eigi að gera, eftir að styrjöldin hefur brotizt út. Alla áherzlu verður að leggja á, að það, sem á allt annað hlýt- ur að skyggja, er að leggja sitt fram til þess, meðan hið geigvænlega ástand ríkir, sem nú er f.vrir höndum, að koma í veg fyrir, að nokkur þori að leggja til nýrrar árás- ar“. Menn skilja nú æ betur, að það, sem öllu máli skiptir, ekki sízt fyrir hinar litlu þjóðir, er að varðveita friðinn. I ófriði getur enginn lifað i friði. Litlu Eystrasaltsríkin þrjú: Eistar, Lettar og Litháar, reyndu öll þessi grimmu örlög í síðustu styrjöld. Þessar sex milljónir manna voru kúgaðar af Rúss- um, og ekki aðeins einstakling- ar, heldur heilar þjóðir voru fluttar nauðungarflutningum til Síberíu eða í aðrar Gulagher- búðir. Eftir að Rússar og Þjóð- verjar höfðu svo samið sín á milli um þessi mál 1939, varð raunin sú, að Baltnesku löndin, eða Eystrasaltsríkin þrjú, voru knúin til að samþykkja rússneskar herstöðvar í löndum sínum vegna þess, að því er þá var sagt, að annars væri yfir- vofandi, að Englendingar og Frakkar brytu á þeim hlutleysi þeirra með því í upphafi ófrið- arins að ryðjast inn um dönsku sundin og sigla eftir endilöngu Eystrasalti þar sem Þjóðverjar höfðu þá öll ráð. Menn skilja nú betur en áður, að það er mikilsverðara en nokkru sinni fyrr, að komið verði í veg fyrir heimsstyrjöld og varnir hins frjálsa heíms verði svo öruggar, að enginn árásaraðili ætli sér þá dul að hefja atlögu gegn honum. En Island á ekki aðeins sinn hlut undir vernd Bandaríkjanna og vináttu hinna vestrænu lýðræð- isríkja, heldur verður það einnig, ef það vill lífi og frelsi halda, að leggja sitt fram ásamt hinum voldugu og stóru, til þess að varðveita heimsfriðinn. Það, sem öllu máli skiptir og er lang veigamest fyrir hinar minnstu þjóðir, er, að þannig sé um hnútana búið, að sérhver friðelskandi þjóð leggi sitt af mörkum til að koma í veg fyrir, að nokkur þori að leggja til nýrrar árásar. Bjarni Benediktsson minnti Islendinga oft á þessi sannindi og sagði eitt sinn: „Eftir að hin nýju, ógurlegu vopn komu til sögunnar, flug- vélarnar, sem hægt er að senda frá flugvölium innan úr miðj- um löndum, eldflaugar, sem hægt er að skjóta frá eldflauga- stæðum, sem eru fyrir hendi þegar i dag, þá er hægt að hefja styrjöld svo að segja gersam- lega fyrirvafalaust. Þess vegna er sá fyrirvari, sem um var tal- að 1949 (þ.e. „á friðartímum") og við þá í góðri trú gerðum ráð f.vrir, nú gersamlega úr sög- unni. — Því er það lika út af fyrir sig gagnslaust að segja, að við viljum vera i Nato, í Atlantshafsbandalaginu, en við viljum ekki vera í bandalaginu á þann veg, sem nú skiptir höf- uðmáli, að leggja okkur fram til þess, að heimsfriðurinn geti haldizt, til þess að mynda þann hlekk i varnarkeðjuna, að árás- araðili þori síður að leggja út í þá eyðileggingu, sem af nýrri heimsstyrjöld mundi leiða." Það er og verður þungamiðja málsins að standa með hinum vestrænu lýðræðisríkjum i sér- hverri athöfn, ráðstöfun, sem að því lýtur að viðhalda friðn- um og koma í veg fyrir, að árásarríki geti á nýjan leik hafið styrjöld með geigvæn- legri afleiðingum en nokkru sinni fyrr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.