Morgunblaðið - 12.06.1974, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 12.06.1974, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12, JUNÍ 1974 Bílvelta í Kjós Á laugardaginn varð bílvelta, að Vesturlands- vegi í Kjós. Ökumaður Fiatbflsins úr Reykjavík missti stjórn á bíl sín- um, svo hann hafnaði utan vegar. Bíllinn er töluvert skemmdur, en alvarleg meiðsli urðu ekki á mönnum. Ljósm. Ólafur Baldursson. Neðansjávarjarðhitasvæði finnst við Kolbeinsey — Kissinger Framhald af bls. 1 símahleranirnar og því hefði hann sagt ósatt á fundi slnum með utanríkismálanefndinni. Þetta várð til þess, að Kissinger kallaði saman blaðamannafund- inn I Salzburg. Kissinger lýsti því yfir, að hann myndi þegar hverfa heim til Washington til að svara spurning- um utanríkismálanefndarinnar, ef hún færi fram á það. Sem kunnugt er, er Kissinger á för með Nixon forseta á leið hans til heimsókn til Israels og 4 Arabalanda. Ekki var ljóst í kvöld hvort Kissinger myndi yfirgefa föruneyti forset- ans. Ronald Ziegler, blaðafull- trúi Nixons forseta, sagði, að forsetínn myndí þráast við að samþykkja lausnarbeiðni Kissingers undir slíkum kringum- stæðum. Ziegler sagði, að forset- inn teldi ekki, að Kissinger þyrfti að verja heiður sinn. I bréfi sínu til Williams Fulbright formanns utanríkis- málanefndarinnar, þar sem hann fer fram á, að málið verði tekið fyrir upp á nýtt, sagði Kissinger, að „aðdróttanir um að ný sönnunargögn, er sanni, að ég hafi ekki farið með rétt mál fyrir utanríkismálanefndinni í septem- ber sl„ hafa ekki víð nein rök að styðjast, en aðdróttanirnar koma á svo viðkvæmum tíma, að ég tel óhjákvæmilegt, að utanríkismála- nefndin fari yfir vitnisburð minn á ný.“ Kissinger hefur margoft sagt, að hann hafi aldrei átt neinn þátt í því að fyrirskipa símahleranir hjá ráðgjöfunum og fréttamönn- um, hann hafi aðeins rætt vanda- málið vegna leka ríkisleyndar- mála til fjölmiðla og afhent Nixon forseta nöfn yfir þá aðila, sem höfðu aðgang að þeim leyndar- málum. Viðbrögð bandarískra þing- manna við hótun Kissingers um að segja af sér voru mjög á þá leið, aðslíktmætti hann alls ekki gera. Hann hefði reynzt landi sínu frábær þjónn, og að Banda- ríkin mættu alls ekki missa hann á þessum viðkvæmu tímum. Eru þingmennirnir sammála um, að nauðsynlegt sé að afgreiða mál þetta í eitt skipti fyrir öll sem allra fyrst. Einn öldungadeildar- þingmaður, George Aiken frá Vermont, sem á sæti I utanríkis- málanefndinni, sagði: „Bölvaður kjáni er hann, getur hann ekki tekið gagnrýni, sem er beinlínis bundin starfinu.“ Edmund Muskie sagði: „Ég styð Kissinger af einlægni og er algerlega and- vígur þvi, að hann segi af sér.“ í sama dúr voru svör flestra þing- mannanna. Á morgun verður ljóst hvort Kissinger þarf að snúa heim til að svara spurningum utanríkismála- nefndarinnar, eða hvort þess ger- ist ekki þörf. — Rústa niður Framhald af bls. 32 óseldar hér heima eða erlendis fram á næsta vor. „Við í Bílgreinasambandinu teljum ráðstafanir ríkisstjórnar- innar í efnahagsmálunum ekkert pólitískar, og okkur er sama þó svo að t.d. innflutningur á hljóm- flutningstækjum og öórum þeim vörum, sem fólk getur verið án I VORLEIÐANGRI rannsókna- skipsins Bjarna Sæmundssonar, sem stóð frá 21. maf til 9. júnf, urðu leiðangursmenn varir við einkennilegt fyrirbæri neðan- sjávar f námunda við Kolbeinsey. Við frekari rannsóknir kom í ljós, að þarna var um að ræða neðan- sjávarjarðhitasvæði. I tilkynningu frá Hafrann- sóknastofnuninni segir orðrétt um rannsóknir á þessu fyrirbæri: I fyrri leiðangri hafði orðið vart við einkennilegt fyrirbæri í um það bil 5.7 sjómílna fjarlægð suð- ur af Kolbeinsey, þar sem sam- felldar lóðningar komu fram á dýptarmæli á örlitlu svæði og dragist saman,“ sagði Gunnar og bætti við: „Hinsvegar er það óverjandi, að innborgunarskyld- an skuli sett á atvinnutæki eins og vörubíla, sendi- og langferða- bifreiðar." Almennt eru bifreiðar ákaflega ódýrar í kaupum frá verksmiðjun- um og þrátt fyrir hinn gífurlega innflutning á bifreiðum á þessu ári, en nú mun vera búið að flytja inn um 5000 bíla á árinu, hafa ekki farið nema um 300 milljónir kr. af gjaldeyrí til þeirra kaupa. Það, sem ofan á bætist, eru inn- flutningsgjöld, tollar, söluskattur, flutningsgjald, vátryggingar, bankakostnaður, álagning og fl. Sagði Gunnar, að um þessar mundir væri cif. verð fólksbíla um 34% af útsöluverði, en um 52% af meðal vörubíl, og um 42% af jeppa- og sendibifreiðum. Hlutur ríkisins væri um 54% af fólksbílum, 40% af vörubílum og 46% af jeppa- og sendibílum. I marz s.l. hefði söluskattur hækk- að og í maí innflutningsgjald svo nú væri hlutur ríkisins meiri en áður og cif. verðið því lægri pró- sentutala. Verðmæti innflutnings fólks- bíla, fyrstu fjóra mánuði ársins var um 642 millj. kr. á cif.-verði, og ef miðað er við, að það hafi verið um 36% af útsöluverði, þá hefur hlutur ríkisins verið um 51% og tekjur rlkissjóðs því verið um 909 millj. kr. af þessum sök- um. Söluverð jeppa- og sendibifreiða var um 257 m. kr. á þessu tímabili og tekjur ríkisins um 257 millj. kr. Verðmæti innflutnings vörubifreiða, almenningsbifreiða og annarra bifreióa, nam um 302 millj. kr. á þessu tímabili og tekjur rfkissjóðs um 209 millj. kr. — Heildarinnflutningur fyrstu 4 mánuðina af bifreiðum var kr. 1.201 millj. kr. á cif.-verði og sam- kvæmt því ættu tekjur ríkisins hafa numið um 1.369 millj. kr. Þá má geta þess, að af fólksbif- reið, sem kostar I útsölu 613 þús. kr. renna rúm 313 þús. kr. til ríkisins, og af vörubíl, sem kostar 2.4 millj. kr. fara 925 þús. kr. til ríkisins. Gunnar sagði I lok fundarins, að ef vörubilar og langferðabifreiðar yrðu ekki leystar undan inrt- borgunarskyldunni, þá myndu þessar bifreiðar standa I geymslu- portum og rústa niður I stað þess að vera I notkun, þar sem gagn væri fyrir þær. mynduðu mjóa súlu, er náði upp undir yfirborð. Þetta var á 194 m dýpi, utan I kvos á sjávarbotn- inum. Ákveðið var að kanna þetta fyrirbæri nánar I þessum leið- angri. Nú fannst þessi staður ekki, en hins vegar kom I ljós sams konar fyrirbæri nokkru norðar á 89 metra dýpi I 3.6 sjó- mílna fjarlægð frá Kolbeinsey I stefnu rétt vestan við suður. Þarna kom fram sams konar súla eða ský sem teygðist upp að yfir- borði frá 50—100 metra háum neðansjávarhól. Yfir þessu svæði, sem reyndist vera aðeins um 50 metrar I þvermál, sat stór fugla- hópur. Dregnir voru háfar gegn- um „skýið“, en ekkert óvenjulegt fékkst I þá. Við nánari athugun reyndist vera um loftbólur að ræða, sem stiga þarna upp og voru mjög þéttar I kjarna súl- unnar. Þær stærstu sýndust vera nokkrir sentimetrar I þvermál. Frá gúmbát tókst að safna sýnum af gasinu og verður það tekið til rannsókna. Þrjú botnsýni voru tekin, en I botngreipina kom lítið eitt af hraunsteinum og möl, sem auðsjáanlega var gömul. Þar sem svæðið var svo iítið I þvermál, eða um það bil skipslengdin, var erfitt að ná sýnum úr kjarna þess. Ekki varð vart við neina hækkun á sjávarhita nálægt botni, en þegar sjálfritandi tæki voru höfð úti miðdýpis og skipið látið reka yfir svæðið, komu fram örlitlar breytingar á gegnskini og hita- stigi. 1 40 metra dýpi fékkst eitt sýni úr miðri súlunni og var af því megn brennisteinslykt. Bendir það til þess, að hér sé um neðan- sjávarjarðhitasvæði að ræða, og frekari staðfesting á því fékkst með kísilmælingu, sem sýndi, að kísilmagn þessa sýnis var um það bil helmingi meira en annars staðar á sama dýpi. Þá bentu súr- efnismælingar til þess, að hér ætti sér stað uppstreymi af sjó samfara gasuppstreyminu. Að lokum var þetta svæði kortlagt nákvæmlega. Við teljum mjög áhugavert, að gerðar verði frekari rannsóknir á þessum slóðum. í vorleiðangri Bjarna Sæ- mundssonar voru að þessu sinni gerðar óvenju fjölþættar rann- sóknir víða við landið, eða á sam- tals 140 stöðum. í þeim rannsókn- um kom m.a. fram, að sjávarhiti er tiltölulega hár miðað við árs- tíma á öllu svæðinu umhverfis island. Leiðangursstjóri var dr. Unnsteinn Stefánsson haffræð- ingur. — Sjónvarps- kynning Framhald af bls. 32 högun kynningarinnar, en fram- bjóðendurnir eru þrlr. Utsendingin I kvöld hefst klukkan 21, og kynna þá eftirtald- ir flokkar stefnumál sín; Sjálf- stæðisflokkur, Marx-Leninistar, Alþýðubandalagið, Samtök Frjálslyndra og vinstrimanna og Lýðræðisflokkurinn I Reykjavík. Á föstudaginn klukkan 21,25 kynna Framsóknarflokkur, Al- þýðuflokkur, Lýðræðisflokkurinn á Akureyri og Fylkingin stefnu- mál sín. Hver flokkur hefur 30 mínútur til umráða, nema nýju flokkarnir, sem hafa 15 mínútur. Flokkarnir ráða sjálfir tilhögun kynningarinnar. í gærkvöldi lauk tveggja kvölda kynningu flokkanna I útvarpi. Á miðvikudaginn sitja forystumenn flokkanna fyrir svörum I sjón- varpi, og 26. júní verða hring- borðsumræður I sjónvarpssal, og þeim verður síðan útvarpað seinna um kvöldið. — Akureyri Framhald af bls. 32 forseti Soffía Guðmundsdóttir (G). Þá var Bjarni Einarsson endurkjörinn bæjarstjóri með öllum greiddum atkvæðum, 11 að tölu. í bæjarráð hlutu kosningu Sigurður Öli Brynjófsson (B), Ingólfur Árnason (J), Soffía Guð- mundsdóttir (G), Gísli Jónsson (D) og Jón G. Sólnes (D). Auk þess var kosið I um 40 nefndir á vegum bæjarins. — Sv. P. — Sigalda Framhald af bls. 32 engar óyggjandi sannanir lægju fyrir um, að þeir fengju greitt lægra kaup en íslendingar, en þó benti ýmislegt til þess. Sagði Sigurður, að verkalýðsfélögin myndu ekki líða það, að Júgó- slavar yrðu ráðnir til Sigöldu á meðan íslenzkir verkamenn væru á biðlista. Þá sagði hann, að júgó- slavneska verktakafyrirtækið virtist leggja sig fram um að fæla Islendinga frá staðnum, til að geta ráðið Júgóslava I þeirra stað. Væri ákaflega margt við SigöldUj sem verkalýðsfélögin teldu, að betur mætti fara. Þá ræddi Mbl. einnig við Pál Ólafsson verkfræðing hjá Energo- projekt I gærkvöldi. Hann sagði, að allt hefði verið með kyrrum kjörum I gær og Júgóslavarnir við vinnu, enda verkalýðsfélögin veitt vikufrest. Sagði hann, að af 38 Júgóslövum hefðu 22 atvinnu- leyfi frá ráðuneytinu og umsóknir 10 annarra lægju fyrir ráðuneyt- inu. Hafði Páll þessar upplýsing- ar eftir yfirverkfræðingi fyrir- tækisins. r — Ovissa Framhald af bls. 32 gefið 37 milljónir króna á þessu ári. Þarna var því um að ræða fyrirætlanir um fjáröflun upp á nær 1000 milljónir króna, sem ekki hlutu afgreiðslu og verður ekki séð, hvernig rfkisstjórnin ætlar að útvega þetta fjármagn. Við þennan mikla fjárskort Vega- gerðarinnar bætist, að halli henn- ar frá fyrri árum nemur 267 millj- ónum króna og var ráðgert I vega- áætlun þeirri, sem lögð var fyrir Alþingi I vor, að dreifa honum á 3. ár, þar af 67 milljónir króna I ár, þannig að I raun og veru er fjárskortur Vegasjóðs miðað við samþykkta vegaáætlun 1974 um 2100 milljónir króna. HVAR KEMUR FRESTUNIN NIÐUR? I samþykktri vegaáætlun fyrir árið 1974 var ráðgert að verja 806 milljónum til hraðbrauta. Ríkis- stjórnin lagði til, að af þeirri upp- hæð yrði frestað framkvæmdum, er næmu um 336 milljónum króna, en nú ríkir óvissa jafnvel um það, sem eftir átti að standa. 1 Austurlandsáætlun átti að leggja 214 millj. kr. samkvæmt sam- þykktri vegaáætlun. Ríkisstjórnin lagði til frestun að upphæð 93 millj. kr. Nú ríkir óvissa um það, sem eftir stendur. I Norðurlands- áætlun átti að leggja I ár 325 milljónir. Ríkisstjórnin vildi fresta 140 milljónum, nú ríkir óvissa um það, sem þar stendur eftir. 1 þjóðbrautir átti að leggja 246 milljónir. Lagt var til að fresta 106 milljónum. í lands- brautir átti að leggja 295 millj. Lagt var til að fresta 127 millj. en sem fyrr segir er nú allt I óvissu um þessar framkvæmdir vegna hins gífurlega fjárskorts Vega- sjóðs. — Skammtur Framhald af bls. 19 einast jafnmörgum öðrum sameiningarmönnum I jafn- mörgum sameiningarflokkum. Að vísu sýnist einstaka sér- vitringi sem hið eina, sem þessir flokkar eigi sameigin- legt sé, að vera á einum og sama kjörseðlinum, hver I bar- áttu við annan. DAVÍÐ ODDSSON. --------------- r — Ahorfendur Framhald af bls. 12 Eigendur og knapar kappreiðahrossa eru sérstaklega velkomnir á þessar af- mæliskappreiðar Sindra með hross sin. Lokaskráning sýningar- og kapp- reiðahrossa fer fram á Sindravelli föstudaginn 28. júní að kveldi en tilkynnist annars fyrir þann tíma sr. Halldóri Gunnarssyni, Holti, eða Einari Þorsteinssyni, Sólheimahjáleigu. Á laugardagskvöld 29. júní verður haldinn dansleikur á vegum félagsins i Leikskálum í Vik, þar sem undurleik annast hljómsveit Guðmars Ragnar- sonar. — Stórstúkuþing Framhald á bls. 15 sem I barnastúkunum og á meðal ungtemplara. Reglan hefur nú I 75 ár gefið út barnablaðið Æskuna, sem er stærsta og fjölbreyttasta barna- blað, sem hér er gefið út, og þótt viðar væri leitað, auk þess sem hún mun vera útbreiddasta tíma- ritið hérlendis. Æskan rekur bókaverzlun I Reykjavik og ann- ast einnig umfangsmikla bókaút- gáfu. Þá má nefna, að unglingareglan hefur sl. 12 árigefið út Vorblómið, sem er ársrit. íslenzkir góðtemplarar eru aðil- ar að Norræna góðtemplararáð- inu og alþjóðasamtökum templ- ara, I.O.G.T. Alþjóðasamtökin halda þing I Helsinki I júlimánuði n.k. og er gert ráð fyrir, að það þing sæki 63 fulltrúar frá íslandi. — Um að vera til Framhald af bls. 3 - Mozarts og fékk frábæra dóma, I Carmen eftir Bizet og Falstaff eftir Verdi. Einnig I „Turn of the Schrew" eftir Benjamin Britten, sem sjálfur kom til Danmerkur til að taka við Sonningverðlaunun- um og vera við sýningar. En Bonna Söndberg er ekki síður fræg fyrir söng á hljómleikum og kirkju- tónlist. Hún og Lone Hertz hafa áður komið fram saman I kirkju I dagskrá, sem maður Bonnu Söndberg, Stein Ulldalle, setti upp. Lone Hertz stóð þá við altarið og flutti textann, en Bonna Söndberg söng á söngpalli. Þær báð- ar og Torben Petersen settu líka saman I fyrrasumar, I samvinnu við Stein Ulldalle, blandaða dagskrá I Grassteinhöll, en Tor- beri Petersen er tónskáld, píanóleikari og óperu- stjóri við Konunglega leikhúsið og viðurkenndur sem fremsti túlkandi nútimatónlistar I Danmörku. Hann svaf enn vært uppi á Hótel Sögu, þegar fréttamaður blaðsins hitti konurnar I morgunverði I Norræna húsinu. En tilefni þess að þau komu hingað var það, að þegar þau voru beðin um það, þá langaði þau til að setja saman dagskrá með blönduðu efni, sem nær allt frá gullaldarhöfundum og fram til nútímans með upplestri, söng og tónlist. Og Torben Petersen hefur samið nýja tónlist fyrir sumt af þessu. Þessi dagskrá er frumsamin fyrir listahátíð, en verður væntanlega flutt síðar og víðar. Þetta er létt og leikandi sambland af efni, sem flutt verður i Norræna húsinu I kvöld. Það verður danskt kvöld með samfelldri dagskrá, þar sem þessar tvær frægu listakonur á sviði leiklistar og sönglistar flytja ljóð og lag með þátttöku tónskáldsins og píanóleikarans Torben Petersen. Þær ræða saman um samband sitt við áhorfendur og hlustendur um listina og lífið — um það „að vera til.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.