Morgunblaðið - 31.07.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.07.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 31. JtJLl 1974 13 Mama Cass látin London 30. júlí — AP EINN af fremstu sjúkdóma- fræðingum Bretlands, prðfess- or Keith Simpson, vildi ekki f dag skera úr um dánarorsök hinnar heimsfrægu bandarísku The Mamas and the Papas: Mama Cass er önnur frá vinstri. poppsöngkonu „Mama“ Cass Elliot, en söngkonan fannst lát- in f rúmi sfnu f fbúð f London f gærkvöldi. Hann sagði þð, að hún virtist ekki hafa dáið af eðlilegum orsökum. Mama Cass, eins og hún var oftast kölluð eftir að hún náði frægð sem söngkona í flokknum „The Mamas and the Papas“, var 33 ára að aldri. □ Mama Cass hafði nýlokið hljðmleikahaldi á frægum skemmtistað, London Palla- dioum, og hvfldist f London, áður en halda skyldi f hljðm- leikaferð um England. Um- boðsmaður hennar og félagar sögðu á blaðamannafundi f gærkvöldi, að hún virtist aldrei hafa verið hamingjusamari, hún hefði verið ánægð eftir vel- heppnaðar skemmtanir f Lond- on Palladium. Helzta einkenni Mama Cass, fyrir utan hina mjúku söngrödd, var grfðarlegt umfang hennar, en hún vð 238 pund. Læknir söngkonunnar sagði í dag: „Ég held, að krufning muni leiða í ljós, að hún hafi kafnað af samloku, þar sem hún lá í rúminu og kyngt eigin ælu.“ Við rúm söngkonunnar fannst skinkusamloka og gos- drykkjaflaska. Hins vegar sagði læknirinn, að hann gæti ekki útilokað hjartaslag, þar eð hún hafi verið kona í góðum hold- um. Krufning fer fram á morg- un, miðvikudag. Mama Cass hafði að undanförnu verið í ströngum megrunarkúr og tek- izt að grenna sig verulega. Hún varð frægasti liðsmaður söngflokksins „The Mamas and the Papas“, sem náðu heims- frægð með lögum eins og „Monday, Monday", „California Dreaming" og mörgum fleirum. Er þau hættu samvinnu árið 1968, hélt Mama Cass áfram að koma fram á eigin spýtur og gekk býsna vel, bæði í sjón- varpsþáttum og á skemmtistöð- um. Hún tók holdafari sínu létt og skopaðist að því, ef svo bar undir. „Þannig get ég skorið mig úr fjöldanum", sagði hún eitt sinn. Hér sést einn starfsmanna Bandarfkjaþings halda á loft lista yfir atkvæðagreiðslu þingmanna f dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar, er meirihluti nefndarmanna hafði samþykkt fyrsta ákæruatriði gegn Nixon Bandarfkjaforseta, en þessi atkvæðagreiðsla kann að Ieiða til þess, að rfkisréttur verði settur yfir forsetanum fyrir þátttöku hans í Watergate-hneykslinu og skyldum málum. 1 bakgrunni eru nokkrir nefndarmanna. Karpov og Korchnoi eigast við Fjölgun flóttamanna frá Kína Hong Kong 30. júlf — AP. FLOTTAMÖNNUM frá Kfna í Hong Kong hefur fjölgað um allt að 35% f ár og er talið, að um 17.415 flóttamenn hafi náð að flýja til Hong Kong fyrstu sjö mánuði ársins 1974, að þvf er heimildir innan lögreglunnar hermdu f dag. Flestir flótta- mannanna koma sjóleiðina, — á fiskibátum og smákænum að vetrarlagi, en frá miðjum aprfl- mánuði hafa margir lagt sig f hættu við að synda allt að 10 mflna leið, þrátt fyrir hákarlaplágu þar um slóðir. Þrátt fyrir að þetta fólk sé handtekið sem ólöglegir inn- flytjendur, er það aðeins forms- atriði. Næstum þvf allir flótta- menn frá Kína fá að vera áfram í Hong Kong eftir yfirheyrslur. Ofannefnd tala flóttamanna er fengin með því að fjórfalda tölu þeirra flóttamanna sem hand- teknir eru, því að lögreglan lítur svo á, að fyrir hvern einn sem næst f, þá sleppi aðrir fjórir inn í landið óséðir. Auk þess deyr fjöldi manna á flóttanum árlega. Moskvu 30. júlí — NTB UNDANURSLIT heimsmeistara- einvfgisins f skák á næsta ári hefjast f Moskvu 15. september milli sovézku stórmeistaranna Anatoly Karpov og Viktor Korchnoi. Sá sem vinnur það ein- vfgi hlýtur sfðan rétt til einvfgis- ins við heimsmeistarann, Bobby Fischer, næsta sumar. Hins vegar er enn óvfst, hvort Fischer muni verja titilinn, vegna deilna um leikreglur einvfgisins. Ef Fischer neitar þátttöku, mun sigurvegari einvfgisins f Moskvu verða sjálf- krafa nýr heimsmeistari. Karpov komst f undanúrslitin með þvf að sigra Boris Spassky, fyrrverandi heimsmeistara, en Korchnoi með þvf að sigra Tigran Petrosjan. Einvfgisskákirnar i Moskvu eru allt að 24, en sá, sem fyrstur fær fimm vinninga, er sigurvegari. Ef hvorugur hefur hlotið fimm vinninga eftir 24 skákir, er sá sigurvegari, sem flestar skákir hefur unnið. En hins vegar vinningatalan er jöfn, er dregið um hvor keppenda er sigurvegari. Korchnoi Vasco Goncalves Guineu-Bissau lofað sjálfstæði fjótlega Lissabon 30. júlí, — NTB. VASCO Goncalves, hinn nýi for- sætisráðherra Portúgals, sagði f dag, að nýlendan Guinea-Bissau hlyti algert sjálfstæði mjög fljót- Iega. Kom þetta loforð fram f viðtaii f blaðinu Diario de Notic- ias f Lissabon. Stjórnmála- flokkarnir, sem sæti eiga f sam- steypustjórninni, undirbjuggu í dag mikinn útifund við forseta- höllina til þess að sýna ánægju þeirra með yfirlýsingu Spinola forseta um, að nýlendurnar þrjár, sem Portúgalar eiga f Afrfku, Guinea-Bissau, Mosambique og Angóla, muni hljóta fullt sjálf- stæði. Telja stjórnmálaskýrend- ur, að þessi yfirlýsing, svo og út- nefning Goncalves f forsætisráð- herraembættið, hafi verið stórt spor f þá átt að draga úr klofn- ingnum f portúgölsku þjóðlffi. Goncalves var framarlega f flokki liðsforingja þeirra, sem stóðu að byltingunni gegn stjórn Marcello Caetano. Goncalves sagði í viðtalinu, að erfiðara væri að ganga frá sjálf- stæði Angóla en Guinea-Bissau, en bætti þvf við, að of mikið hefði verið gert úr þeim vandamálum, sem af þessu stöfuðu fyrir hvíta minnihlutann í landinu. Sagði hann, að Portúgalar væru með tillögur til lausnar þvf máli, en einnig þyrfti að koma til skiln- ingur frelsishreyfinganna. Goncalves sagði Portúgala vilja skapa samfélag í Afríku, þar sem allir væru jafnréttháir, burt séð frá kynþætti, stjórnmálaskoð- unum eða trúarbrögðum. Angóla þokaðist í gær í átt til sjálfstæðis, er frelsishreyfingarn- ar fengu þátttökurétt I bráða- birgðastjórn. Deilt um fundarsköp í Caracas er ræða átti vinnuskjal íslands og ríkjanna átta Caracas 30. júlí. ÓVENJULEGAR deilur urðu um fundarsköp á allsherjarfundi haf- réttarráðstefnunnar f gærmorg- un, þegar vinnuskjal Islands og átta annarra rfkja skyldi rætt. Komu fram mótmæli og var sagt, að skjalið ætti að réttu lagi heima f nefnd. Amerasinghe forseti ráð- stefnunnar úrskurðaði fram- lagninguna löglega, en það var vefengt og fór fram atkvæða- greiðsla. Var forsetaúrskurður þar staðfestur með 50 atkvæðum gegn 38, en 39 sátu hjá og aðrir voru fjarstaddir samkvæmt upp- lýsingum Þórs Vilhjálmssonar. Þegar Kanada og Chile höfðu talað og fulltrúar annarra flutningsrfkja ætluðu að halda ræður, var því mótmælt, að fleiri töluðu, og að tilmælum forseta munu hin rfkin sjö flytja ræður sfnar f annarri nefnd og ef til vill tala lfka f þriðju nefnd. Vinnuskjalið var fyrst lagt fram s.l. föstudag, en það er flutt af Kanada, Chile, Indlandi, Indonesíu, Mauritius, Mexíko, Nýja-Sjálandi og Noregi, auk íslands. Er skjalið frumdrög að samningsgreinum um landhelgi, eyrfki, eyjaklasa, sem eru hluti strandrikis, auðlindasvæði, öðru nafni efnahagslögsögu, iand- grunn. I kaflanum um eyrfki seg- ir, að draga megi beinar grunnlín- ur milli yztu eyja og skerja og eyríkið ráði innhafinu og fái að auki landhelgi og auðlindasvæði. 1 kaflanum um auðlindasvæði segir meðal annars: „Á svæði, sem liggur utan við, en að land- helginni, og nefnist auðlinda- svæði, skal strandríki hvarvetna hafa: (a) Fullveldisréttindi til að kanna og nýta auðlindir, hvort sem þær geta endurnýjast eða ekki, á sjávarbotni, í jarðdjúpinu og sjónum þar yfir; (b) önnur réttindi og skyldur tilgreind i þessum greinum varðandi vernd og viðhaid haf- hverfisins og frarm&xaeBnid vfsindarannsókna... “ Þá segir í kaflanmm, að auðlindasvaNM skuli f nnesta lagi Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.