Morgunblaðið - 31.07.1974, Qupperneq 36
LC5IÐ
í>ií)
eíbð
~~— 3n*rantiMn&u
Qiuliuinga
takaiafkarur i
DHGLEGR
MIÐVIKUDAGUR 31. JULl 1974
'' -^' i;.; "■ y~i:
^ ^ '* >* ^^^<4 ~ ' *•*< * w - ' <»««►.
o, , &** ' ** \v ***> * ^ * ' ... v.,' > > *' »v » „ .jrzgy*™
> ■ ■■'■■<:■< .. v, , . >s, '*•****>*< ,:,w.. nflHB
^ Jgr. „L.4i ’ - «a*4sf.?4^ rf***íi**l*S*^^ .«***«&<
^ * ■ / .... ■ v. <t#Ví», «**»>•■*
>*«,,,. , y.;,': "' •••>. , • * •:••'> '•<• > '' . ^
,■■■■>. ■ ■- ■ ■
Þessi mynd er táknræn fyrir véivæðinguna innan landbúnaðarins á sfðustu árum. Nú heyja bændur
á nokkrum dögum f hagstæðri tfð. Olafur K. Magnússon túk myndina undir Eyjafjöllum á
dögunum.
Ólafur Jóhannesson
um utanríkismálin:
_____ Auðvitaðer
einhver ágreiningur
ENN er með öllu óljóst, hvern
árangur viðræður Framsóknar-
flokksins, Alþýðubandalagsins,
Samtakanna og Alþýðuflokksins
um stjórnarmyndun hafa borið.
Ólafur Jóhannesson, forsætisráð-
herra, sagði f samtali við Morgun-
blaðið, að f gær, þriðjudag, hefði
verið haldinn fundur f þeirri und-
irnefnd stjórnmálaflokkanna
fjögurra, er fjallar um efnahags-
málin.
Forsætisráðherra sagðist ekki
geta gefið frekari upplýsingar um
viðræðurnar á þessu stigi, og ekki
sagðist hann treysta sér til þess
að segja fyrir um, hversu langan
tfma þær muni taka, þar sem tfmi
hefði verið ódrjúgur til viðræðna
að undanförnu og yrði það senni-
lega einnig næstu daga. Aðspurð-
ur um, hvort skoðanir væru skipt-
ar um utanrfkismálin, sagði Ólaf-
ur Jóhannesson, að auðvitað væri
einhver ágreiningur. Viðræðurn-
ar væru hins vegar ekki komnar á
það stig, að séð yrði, hvort jafna
mætti þann ágreining.
1 þessu sambandi er vert að
vekja athygli á forustugrein Þjóð-
viljans f gær, er ber yfirskriftina:
Hinn grái hversdagsleiki Alþýðu-
flokksins. Eftir stutta hugleið-
Góð kveðja frá
Landsbókasafni
ingu um áhrifaleysi þjóðhátfðar á
stjórnmál þjóðarinnar segir leið-
arahöfundur Þjóðviljans:
„Óvissan f stjórnmálum þjóðar-
innar er vissulega jafn mikil eftir
að Gylfi Þ. Gfslason er búinn að
stýra þingfundi á Lögbergi eins
og hún var fyrir þann fund.
Gylfi Þ. Gfslason og ýmsir hans
nánustu f Alþýðuflokknum virð-
ast nefnilega ekki enn tilbúnir til
þeirrar heilshugar samstöðu um
vinstri málefni sem ein væri for-
senda vinstri rfkisstjórnar.“
Síðan segir, að Alþýðubanda-
lagið hafi haft forustu um það
þegar að kosningum loknum, að
Alþýðuflokki var boðið til vinstra
samstarfs og að Framsóknarmenn
hafi rétt Gylfa Þ. Gfslasyni for-
setastöðu í sameinuðu þingi,
væntanlega f þeirri trú að hann
yrði samningaliprari um myndun
vinstri stjórnar á eftir.
„Vonandi hafa landsins mögn
og regin blásið honum þvf þjóðar-
stolti f brjóst á pallinum við öxar-
á á sunnudaginn, að hann sé nú
loks tilbúinn til að vfsa banda-
rfska hernum á brott og hjálpa
þannig til að leysa Sóley sólufegri
út f jötrinum.
En þess sér enn engin merki að
þingmenn Alþýðuflokksins vilji
nú heyra sfna eigin hugmynd um
„óvopnaða eftirlitsstöð“ á Kefla-
vfkurflugvelli — eða var ekki for-
senda þeirrar hugmyndar sú, að
bandarfski herinn væri látinn
fara?“ spyr Þjóðviljinn.
Fyrri slætti að
ljúka víðast hvar
HEYSKAPUR hefur gengið vel f
sumar, þegar litið er á landið sem
heild, að sögn Gfsla Kristjáns-
sonar hjá Búnaðarfélagi Islands
og fyrri slætti vfða að Ijúka. Að
vfsu hefur verið skúrasamt á
norðausturhorni landsins,
einkanlega f Þingeyjarsýslunum
báðum.
Heyskapartfð hefur hins vegar
verið afar hagstæð um sunnan og
vestanvert landið — þurrkur
mestan part sumars og jafnvel
svo þurrkasamt á Norðvestur-
landi og Vesturlandi, að það háir
endurvexti og er haft á orði, að
sprettan sé of Iftil til að slegið
verði þar aftur.
Tæknivæðing í landbúnaði er á
sfðustu árum er orðin svo mikil,
að á fáum dögum má ljúka slætti
og ná inn heyjum. Benti Gísli á,
að í fyrra hefði tekizt að heyja að
miklu leyti á tíu dögum. Núna
kom hins vegar óþurrkatíð í byrj-
un júlí og tafði bændur nokkuð,
en frá 12. júlí má heita að hafi
verið samfelld góðviðristíð.
Gfsli sagði þó, að heyskapar-
árangur væri sízt betri en í fyrra,
einkanlega vegna svellalaganna í
vetur, og víða í uppsveitum suð-
vestan- og sunnanlands bæri
verulega á kalblettum, sem þó
væru nú aðeins að byrja að taka
við sér.
Horfir vel með
kartöfluuppskeru
HORFUR með kartöflu-
uppskeru eru góðar eins og
stendur, samkvæmt upp-
lýsingum, er Mbl. fékk hjá
Magnúsi Sigurlákssyni
bónda í Þykkvabæ í gær.
Magnús sagði, að kartöflugrös
væru óvenju mikil og í góðu ásig-
komulagi. „Ef ekki gerir frost
fyrir 20. ágúst, má búast við mjög
sæmilegri uppskeru," sagði hann.
Um 50 manns stunda kartöflu-
rækt í Þykkvabænum og eru með
alls um 300 hektara undir kart-
öflurnar. I vor voru settir niður
um 10—11 þúsund pokar af kart-
öflum.
Að sögn Magnúsar var kartöflu-
uppskeran í fyrra með afbrigðum
léleg í Þykkvabænum og mældist
aðeins um 18 þúsund tunnur, eða
36 þúsund pokar.
I góðu uppskeruári á að fást
upp tvöfalt meira, eða um 35 þús-
und tunnur, og vonast Þykkva-
bæjarbændur til þess, að
afraksturinn í ár verði á því bili,
ef allt gengur að óskum.
Aftur á móti kvað Magnús gras-
sprettu í sumar hafa verið heldur
lélega og taldi ástæðuna fyrst og
fremst hafa verið kuldakastið
fyrripart vetrar. „Eins er ekki að
vita nema þessi þungu land-
búnaðartæki, sem nú er farið að
nota, valdi hér einhverju um með
þrýstingi á jarðveginn. Ég held,
að enn séu ekki öll kurl komin til
grafar, hvað snertir áhrif þess-
arar nýtízku tæknivæðingar í
landbúnaðinum ágróður og
mold“, sagði Magnús.
Færeyja
F0ROYA Landsbókasavn sendi
Landsbókasafni Islands að gjöf
nýlega Seyðabrævið svonefnda
frá 1298 í fagurri ljósprentaðri
útgáfu.
Seyðabrævið var rettarbók
Hákonar hertoga Magnússonar til
handa Færeyingum, en texti
Framhald á bls. 35
Þrítug húsmóðir fór fót-
gangandi suður Kjölinn
ÞRÍTUG húsmóðir frá
Akureyri vann það afrek
nú á dögunum að ganga
eins síns liðs suður allan
Kjölinn og létti ekki á för
inni fyrr en hjá Sandá,
en þangað var hún sótt.
Hljótt hefur verið um
þetta afrek akureysku
konunnar, „en þetta telst
alltént til tíðinda hér um
slóðir,“ sagöi Halla
Guðmundsdóttir, veður-
athugunarmaður á
Hveravöllum, sem færði
Morgunblaðinu þessar
fréttir.
Konan heitir Ólöf Halblaub
og er tveggja barna móðir. Kom
hún við á Hveravöllum á langri
göngu sinni og þáði þar viður-
gjörning af heimafólkinu, en
hélt að því búnu áfram ferð-
inni. Halla tók til þess, hversu
skynsamlega hún var útbúin til
þessarar ferðar. „Hún hafði
yfirleitt gert allan sinn útbúnað
sjálf — saumað tjaldið, bakpok-
ann og svefnpokann og með það
fyrir augum að þetta yrði sem
minnst byrði,“ sagði Halla. Var
Ólöf á Hveravöllum 17. júlí.
Erindi Morgunblaðsins við
Höllu var annars að fá fréttir af
ferðum um Kjölinn í sumar.
Sagði hún, að umferðin hefði
verið mjög mikil í sumar —
aðallega þö af hópferðabílum
og jeppum. Utlendingar væru í
meirihluta og kæmu aðallega
með hópferðabflunum, en einn-
ig kæmu nokkrir fótgangandi.
Islendingar ferðast aftur a móti
að langmestu leyti í jeppum.
Þá hafði Morgunblaðið
einnig samband við Jóhannes
vitavörð í Hornbjargsvita, og
sajgði hann, að þar hefði verið
mikið um mannaferðir í þess-
um mánuði, eins og raunar
alltaf í júlí. Þessa dagana eru
um 20 manna hópur á þessum
slóðum og einnig hefur töluvert
verið af innlendum ferðamönn-
um. Sagði Jóhann, að veður
hefði verið gott nú um langan
tíma. Ferðamennirnir koma
aðallcga á bátum til Hesteyrar
og Aðalvíkur, en einnig austan
að.
Kappræðir um
höfund Njálu
HELGI á Hrafnkelsstöðum
skorar á menn til kappræðu
um efnið: Hver er höfundur
Njálu? — á sviði Laugardals-
hallar næstkomandi Iaugar-
dalskvöld, þar sem Þróunar-
sýningin stendur nú yfir.
Helgi hefur sem kunnugt er
sett fram ákveðnar kenningar
um þetta efni og staðhæfir þar,
að Snorri Sturluson sé höfund-
ur þessarar ágætu sögu. Ymsir
hafa orðið til þess að draga
niðurstöður Helga f efa, en nú
er hann sem sagt reiðubúinn
til þess að verja hana af oddi
og egg á almannafæri. Helgi
gerir aðeins eina undantekn-
ingu — hann vill ekki eiga
orðastað við Benedikt á Hof-
teigi um þessa leyndardóms-
fyllstu gátu íslenzkra bók-
mennta.
Norsku teinær-
ingarnir komnir
til Grindavíkur
NORSKU teinæringarnir Örn og
Hrafn sigldu f gærkvöldi inn til
Grindavfkur og er það fyrsta við-
koma þeirra hérlendis á leið til
Reykjavfkur. Ætla áhafnir bát-
anna að gista f Grindavfk f nótt,
en halda sfðan ferðinni áfram.
Bátarnir ættu að vera komnir
til Reykjavíkur á fimmtudag, ef
allt gengur að óskum. örn er þjóð-
hátíðargjöf frá Osló, Bergen og
Þrándheimi, en Hrafn er á hinn
bóginn gjöf frá ýmsum æskulýðs-
félögum í Noregi.