Morgunblaðið - 20.10.1974, Síða 35

Morgunblaðið - 20.10.1974, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1974 35 Jóhannes Jónsson vélstjóri -Minning SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Eg hef safnað öllum spurningum > ðar og svörum. En nú vil ég bera upp eina spurningu sjáifur. Ég er ellefu ára gamall. Ég á tvær systur og einn bróður — og við erum alltaf f áfiogum! Ég er alltaf f miðjum slagnum! Stundum langar mig helzt til þess að fara að heiman. Hvað finnst yður, ég ætti að gera? Kæri ellefu ára vinur! Þú mátt fyrir alla muni ekki fara að heiman. Heimurinn er fullur af baráttu og hættum, en hér er mikill munur á: Þeir, sem berjast við þig heima, elska þig og munu ekki leyfa öðrum að skerða hár á höfði þínu. Pústrarnir, sem þú færð, eru flestir sprottnir af kærleika. Öðru hverju verða sumir heldur harðhent- ir við þig, en yfirleitt býr í hjörtum heimilismanna ást, umhyggja og viðkvæmni, þrátt fyrir áflog og högg. Eg á sjálfur tvo drengi. Þeir kljást við og við. En ef einhver dólgur kemur og ætlar að berja á öðrum þeirra, þá snúast þeir báðir til varnar og spara ekki kraftana. Átök í heimilum eru eðlilegur hlutur, og við erum öll innst inni metnaðargjörn og meira og minna eigingjörn. En þegar við förum að treysta Kristi, þá lærum við að gefa og taka og smám saman lærum við að hemja eigingirnina og förum að hugsa um aðra. Ef þú færir að heiman — og ég spái því, að þú gerir það ekki — þá mundir þú einskis fremur sakna en áflogana við systkini þín. Svo mjög mundir þú sakna þeirra, að þú óskaðir þess, að þú værir aftur kominn „í miðjan slaginn“! Fæddur4. ágúst 1917. Dáinn 28. marz 1974. Jóhannes Jónsson vélstjóri frá Hnffsdal lézt á Landakotsspftala s.l. vor, hinn 28. marz, eftir skamma en þunga legu, aðeins 57 ára að aldri. Jóhannes var glæsilegur maður, gjörvulegur á vöxt og vel byggð- ur, starfsmaður hinn bezti, góður félagi og vinur vina sinna. Hann hafði orðið fyrir miklum áföllum og reynslu í lífinu, en bar þó ekki utan á sér harma sína og raunir, heldur reyndi að vera glaður, þar sem hann var 1 félagsskap eða starfaði. Þá var hann orðheppinn og létti mörgum skap í umhverfi sínu. Hann hafði frá bernsku ver- ið hraustur fram á sfðustu miss- eri, en þá tók hann þann sjiíkdóm, sem dró hann til dauða á skömm- um tíma. Við þennan sjúkdóm barðist hann af miklu þreki og vissi enginn, hvað sú barátta reyndi á andlegt þrek hans, því að hann stundaði vinnu, svo að segja fram á sfðustu stund og þar til yfir lauk, hinn 28. marz 1974. Jóhannes var fæddur I Hnífs- dal, 4. ágúst 1917. Foreldrar hans voru hjónin Aðalbjörg Öladóttir og Jón Jóhannesson, er þar bjuggu. En meðan Jóhannes var en í frumbernsku, missti hann föður sinn. Var hann sjómaður og fórst í ofviðri af vélskipinu Eggert Ólafssyni frá Isafirði. Nokkru síðar fluttist Aðalbjörg til Isafjarðar, og þar ólst Jóhannes upp hjá móður sinni. Um tvítugsaldur fluttist Jóhannes til Reykjavíkur og lærði þar járnsmfði í Vélsmiðju Kristjáns Gíslasonar, en fór því næst í Vélstjóraskólann og tók þar próf. Eftir það hóf hann vél- stjórn og var á togurum í mörg ár, en hætti síðar sökum veikinda konu sinnar og hafði upp frá því störf í landi. Hinn 24. ágúst 1944 kvæntist Jóhannes unnustu sinni, önnu Jónasdóttur. En sambúð þeirra varð aðeins ellefu ár. Hún lézt 28. október 1955. Þau eignuðust eina dóttur, Elfnu að nafni. Jóhannes kvæntist öðru sinni tveimur árum síðar, hinn 19. Fæddur 28. júlf, 1906, Dáinn 1. júlf, 1974. Fáein kveðjuorð vil ég nú að leiðarlokum senda Þorvaldi, bróð- ur mínum. 1 hugann þyrpast minningar frá okkar góóa og elskulega bernsku- heimili að Görðum á Álftanesi, þar sem við ólumst upp í stórum systkinahópi í skjóli góðra, vand- aðra foreldra, þeirra séra Árna prófasts Björnssonar og Líneyjar Sigurjónsdóttur frá Laxamýri, sem allt vildu fyrir börn sín gera. Ég minnist þess, hvað ég á þeim árum, leit upp til Þorvalds bróður míns, sem svo margt var vel gefið. Söngröddin var frábær og ótaldar ánægjustundirnar, er æfð voru af kappi hin fegurstu lög. Þorvaldur fór á unglingsárum f söngnám til Sigurðar Birkis inn i Reykjavík, og kom heim með nýjar nótna- bækur og nýjar útsetningar á ýmsum einsöngslögum. Þegar heim kom, var farið að æfa. Oft kom það í minn hlut að spila undir fyrir hann á gamla heimilis- orgelið, og allir á heimilinu fylgd- ust með af áhuga og gleði, hversu miklum framförum Þorvaldurtók í söng sínum. Það voru góðar og glaðar stundir. — Þorvaldur var skáldmæltur vel, og oft las hann mér ljóð sín, sem ég man að mörg voru skemmtileg og að minu viti býsna góð. Hagur var hann við smíðar; allt slíkt lék i höndum hans. desember 1957. — Hún hét Hildur Hallsdóttir. Eignuðust þau tvær dætur, er heita Anna Halla og Aóalbjörg. Þær eru báðar við skólarám. En það fór á sömu lund og fyrr, að Jóhannes missti síðari konu sína á miðjum aldri frá ung- um dætrum þeirra. Hún lézt 6. ágúst 1971. Það voru mikii áföll fyrir Jóhannes að missa konur sínar á bezta aldri frá ungum dætrum þeirra. En Jóhannes reyndi að vinna börnum sínum það, sem hann mátti til hinztu stundar. Áður en Jóhannes kvæntist, eignaðist hann son, er heitir Erling og er vélsmiður. Jóhannes Jónsson vann í mörg ár hjá Loftleiðum og var þar til dauðadags. Hann var mikill starfsmaður, og margur leitaði til hans til hjálpar, og i engu brást Jóhannes því, er hann gat leyst af hendi. Þótti gott með honum að vera, bæði í starfi og félagsskap. Hann var þátttakandi í ýmsum málefnum og lagði jafnan gott til, er tækifæri gafst. Jóhannes var tryggur vinur vina sinna í raun. Og þeir eru margir, sem kveðja með hlýjum huga þennan dreng- lynda myndarmann, sem hvarf af sviðinu fyrir aldur fram. Vinur. Þorvaldur var manna friðastur sýnum og það svo að athygli vakti. Hann gekk menntaveginn, eins og þeir allir fimm bræðurnir. Hann sigldi til náms í tannlækningum og vann síðan að tannsmíðum, er heim kom. Þorvaldur kvæntist Kristinu Sigurðardóttur frá Eystri-Tungu í Vestur-Landeyjum. Foreldrar hennar voru Sigurður Guðnason ogGuðrún Andrésdóttir. Þorvaldur og Kristin bjuggu að Sogavegi 44 í Reykjavík og eign- uðust tvo syni, Þorvald og Árna, sem nú eru uppkomnir menn. Þann fyrsta júlí siðastliðinn varð Þorvaldur bráðkvaddur á heimili sínu. Það er ævinlega snöggt fyrir þá, sem eftir lifa, og eins og högg fyrir brjóstið þegar andlát ber að höndum með slíkum hætti. En þess er vert að minnast, að sá sem þannig er kallaður inn f nýja tilveru, losnar þá um leið við veikinda-baráttu, sem undanfara hjúpaskiptanna. Eg veit, að nú hefur bróðir minn að nýju mætt kærum og góðum ástvinum, sem á undan voru farnir, og nú blasa við ný viðhorf og viðfangsefni. Ég veit, að hlýjar hugsanir systkina hans, er eftir lifa, eiginkonu hans, sona og annarra ástvina og vina, berast til hans á öldum ljósvakans. Við þökkum honum öll fyrir sam- fylgdina, fyrir allt gott frá liðnum árum. Samhuga biðjum við honum Hartling hylltur Peking, 18. október. AP. POUL Hartling, forsætisráðherra Dana, var innilega hylltur af nokkur þúsund Kfnverjum þegar hann kom til Peking í dag í opin- bera heimsókn að sögn kínversku fréttastofunnar. blessunar Guðs á brautum eilífa lífsins. Þorvaldur var uppalinn í trú og trausti á föðurforsjón Guðs — og það var hans lífs-akkeri. Ég vil að lokum taka hér upp eitt erindi úr kveðjuljóði, er hann orti sjálfur: Við kveðjum þig klökkum með huga, við kveðjum með söknuð í hjarta. Við minningamynd þina geymum, svo milda og skínandi bjarta. Megi nú Guð gefa mínum kæra bróður raun lofi betri. Sigurlaug Árnadóttir. fRúr0jjnMaM& mRRCFRLDnR mÖCULEIKR VÐRR BÍ flyzt á Skóla- vörðustíg 12 BLAÐAMANNAFÉLAG íslands hefur undanfarin ár haft skrif- stofu á Vesturgötu 25 í Reykjavík. Fyrir skömmu fluttist félagið það- an og hefur nú fengið inni í hús- inu Skólavörðustígur 12. Er skrif- stofa þess á 4. hæð. Novosti- áróðri mótmælt Kaupmannahöfn, 18. október. AP. SÉNDIHÉRRA Israels f Dan- mörku, Moshe Leshem, mótmælti 1 dag við danska utanrfkisráðu- neytið meintum áróðri gegn Gyð- ingum á kaupstefnu, sem Rússar halda þessa dagana f Kaupmanna- höfn. Hann afhenti eintak af bækl- ingi, „Rangfærslur zionista“, sem er útgefin af fréttastofunni No- vosti f Moskvu og útbýtt ókeypis meðal gesta á kaupstefnunni. Leshem bað ráðuneytið að hlutast til um að dreifingin yrði stöðvuð. Danskir sérfræðingar veittu aðstandendum sýningarinnar tæknileg ráð og leiðbeiningar áður en hún var opnuð. Talsmaður ráðuneytisins sagði, að dönsk yfirvöld gætu ekki haft eftirlit með dreifingu ritaðs máls á erlendum kaupstefnum. Þó kvað hann „mjög óvenjulegt" að kaupstefna væri notuð til hug- sjónafræðilegs áróðurs. Enn þegja NTB-fjarritarar EINS OG fram kom I frétt Mbl. f gær hefur NTB-fréttastofan gert kröfu um að fá greiddar 700 þús- und krónur til viðbótar þeirri greiðslu, sem fjármálaráðuneytið hefur þegar innt af hendi, áður en fréttasendingar hefjast að nýju til Islands. Reikningur sá, er greiddur hefur verið, var fyrir tfmabilið 1. janúar 1972 til 31. maf 1974 og nam 4,5 milljónum króna. 700 þúsund krónurnar eru fyrir tfmabilið frá 1. júní til lokunardags sendistöðvarinnar f Jelöy f Noregi. Þessar viðbótarkröfur NTB hafa ekki verið greiddar og því þegja enn allir NTB-fjarritarar á íslandi og í Færeyjum. Til þess að fjármálaráðuneytið geti greitt þennan viðbótarreikning, verður að koma til samþykki ríkisstjórn- ar íslands. 1 gær hafði ríkisstjórn- in ekki fjallað um þessa viðbótar- kröfu fréttastofunnar. TOGVÍRAR: Eigum fyrirliggjandi togvíra í eftirtöldum sver- leikum: 12 mm — 14 mm — 16 mm — 18 mm — 20 mm — 22 mm og 24 mm í mörgum lengdum. LANDFESTATÓG: Fyrirliggjandi fléttað landfestatóg í sverleik- unum 40 mm — 44 mm — 48 mm og 52 mm. Eigum einnig fyrirliggjandi TERYLENE tóg í sverleik- um 8 mm — 14 mm og 1 8 mm. Tryggvagata 10 Simi 21915-21286 P.O Box 5030 Reykjavík Þorvaldur Arnason — Minningarorð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.