Morgunblaðið - 24.11.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.11.1974, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 234. tbl. 61. árg. SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. „Hér kemur sauður í úlfsgæru’ ’ — sagði Ford við komuna til Vladivostock Vladivostock, 23. nóv. AP — Reuter .JHALLO, halló, halló“, sagði Leonid Brezhnev, leiðtogi sovézka kommúnistaflokksins, þegar Gerald Ford, forseti Banda- rikjanna, kom til Vladivostock i dag kl. 12.30 að staðartima (6.30 GMT). Var þetta fyrsti fundur þeirra Fords og Brezhnevs og virtist strax fara vel á með þeim. Þeir hófu viðræður sinar um leiðir til takmörkunar kjarnorku- vopna og heimsmálin þegar i lest- inni, sem fluttí þá 2 klst. leið til útborgar Vladivostock, þar sem fundir þeirra fara annars fram. Þar var þeim svo haldið áfram og kvöldverði jafnvel, frestað um hálfa klst., — en þar skiptust þeir svo á skálaræðum og Ford hét þvi að halda áfram þeirri stefnu fyrirrennara síns, að bæta sam- skiptin við Sovétrikin. Ford kom 1 klst seinna til Vladivostock en fyrirhugað var en þar biðu hans i 3. stiga frosti þeir Brezhnev og Andrei Gromyko, utanríkisráðherra Sovétrikjanna, ásamt fylgdarliði. Brezhnev dáð- ist mjög að frakka Fords og loð- húfu, sem Ford hafði verið gefið í Anchorage i Alaska, úr úlfa- skinni. Lét bandariski forsetinn svo um mælt, að hann væri „sauður i úlfsgæru", — og hét þvi að Brezhnev skyldi fá slíkan frakka sendan hið fyrsta. Brezhnev mátaði frakkann og ljósmyndarar smelltu af i gríð og erg. Vonir standa til, að viðræður þeirra Fords og Brezhnevs leiði Undu ekki orðalagi ályktunar S.Þ. til þess, að hægt verði að undir- rita tiu ára samning um takmörk- un kjarnorkuvopna, þegar Brezhnev kemur i fyrirhugaða heimsókn til Sovétríkjanna í júní næsta sumar. 1 för með leiðtogun- um eru sérfræðingar í kjarnorku- vopnagerð og kjarnorkuhernaði auk kunnáttumanna á sviði al- þjóðamála. Mynd þessi af þeim Gerald Ford, forseta Bandarikjanna, og Leonids Brezhnevs, leiðtoga sovézka kommúnistaflokksins, var tekin í gær við komu Fords til Vozdvizhenka herflugvallarins við Vladivostock f Sovétríkjunum. Ræningjarnir myrða Egyptar neita M. sendiherranum i Súdan á sl. Kairó og Túnis, 23. nóvember AP — Reuter — NTB EGYPZK stjórnvöld hafa neitað að verða við kröfu flugræn- ingjanna þriggja, sem rændu brezkri farþegaþotu f gær og halda 43 farþegum og flugliðum í gíslingu á Túnisflugvelli, um að láta lausa 13 Palestfnuskæruliða, sem i haldi eru i Egyptalandi vegna morðsins á bandarfska MORGUNBLAÐIÐ hafði f gær samband við Pétur Thorsteins- son, ráðuneytisstjóra f utanrfkis- ráðuneytinu, og óskaði skýringa á þeirri afstöðu Islendinga á Alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna að greiða atkvæði gegn ályktun- inni um rétt Palestfnu-Araba til að stofna sjálfstætt ríki, sem frá er skýrt á öðrum stað f blaðinu. Pétur Thorsteinsson sagði, að at- kvæði Islands beindist f raun og veru ekki gegn rétti Palestínu- Araba til rfkisstofnunarinnar heldur hefði þessi afstaða verið tekin vegna orðalags ályktunar- innar. Þar hefði ýmislegt verið athugavert en úrslitum hefði ráð- ið, að þar væri hvergi getið um tilverurétt Israelsríkis. Þvf hefði tsland eins og Norðmenn og nokkrar aðrar þjóðir greitt at- kvæði gegn ályktuninni en 37 rfki setið hjá. Ógift móðir ungfrú heimur 23. nóvember. London Reuter. HELEN Morgan, ungfrú Bret- land, sigraði í gær f keppninni „Ungfrú heimur". Helen, sem er 22 ára er fyrsta ógifta móðirin, sem sigrar í meiri- háttar fegurðarsamkeppni. Hún á 18 mánaða son, sem Richard heitir. Ungfrú Morgan er frá Wales, þar sem hún starfar sem sýningar- dama. Hún er dökkhærð og málin eru 88-61-88. Aðspurð um hvað hún hyggðist gera við verðlaunin, sem eru 3000 sterlingspund, um 830 þúsund fsl. kr., svaraði hún: ,,Eg ætla að fara út og Framhald á bls. 47. sendiherranum f Súdan á sl. ári (ekki brezka eins og ranghermt var f Mbl. f gær) og árásar á Pan Americanflugvél á Rómarflug- velli á sl. ári. í tilkynningu talsmanna egypzku stjórnarinnar sagði, að stjórnin fordæmdi aðgerðir skæruliðanna og myndi ekki láta undan kúgunartilraunum þeirra. Lausn málsins væri i höndum skæruliðanna sjálfra og PLO, Frelsissamtaka Palestínuaraba. Skæruliðarnir þrir höfðu hótað að myrða einn gísl á tveggja tíma fresti og sprengja flugvélina í loft upp ef ekki verður gengið að kröf- um þeirra. Kl. 10.45 að isl. tíma í morgun sáu fréttamenn að dyr flugvélarinnar voru opnaðar og maður i blárri skyrtu birtist i gættinni. Síðan heyrðist skot- hvellur og maðurinn féll látinn út úr flugvélinni með kúlu í bakinu. Hann var 43 ára Þjóðverji, sem starfaði sem bankastjóri við bankaútibú í Ziirich í Sviss. Skæruliðarnir þrettán, sem i haldi eru i Egyptalandi, svo og flugræningjarnir eru allir meðlimir í klofningshreyfingum úr PLO og eru andvígir Yasir Arafat. Þetta gerir málið flókn- ara, en egypzk yfirvöld hafa ætíð sagt, að þau muni afhenda PLO fangana hvenær sem samtökin fara fram á slikt. Virðast samn- ingarnir nú vera að færast út í togstreitu milli PLO og flugræn- gíslana undan ingjanna, en sex manna sendi- nefnd frá PLO kom í morgun til Túnis til að reyna að semja við ræningjana. Þá er kominn til Túnis James Craig, háttsettur brezkur diplomat, og hafa flug- ræningjarnir nú beðið hann um, að brezka stjórnin gerði allt, sem í hennar valdi stæði til að fá Egypta til að láta skæruliðana lausa. Um miðjan dag i gær, er Mbl. var að fara í prentun, bárust frétt- ir um það, að flugstjóri vélarinnar hefði haft samband við flugturn- inn og sagt, að hætta væri á, að vélin yrði sprengd i loft upp ef ekki yrði gengið að kröfum ræningjanna. Sigur Palestínu-Araba á Allsherjarþingi S.Þ.: Samþykkt að stofna sérstakt ríki j ^klv DnlAntlmi A Mn K n Island eitt af átta ríkjum á móti Sameinuðu þjóðunum, 23. nóv. AP-REUTER • FYRIRHUGAÐ er, að Kurt Waldheim, framkv.stj. SÞ, leggi í kvöld upp f ferð friðarumleitana til Mið-Austurlanda og dveljist þar ( vikutima,. Kemur þessi ferð f kjölfar tveggja ályktana, sem samþykktar voru í gær á Allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna; önnur ályktunin fjallaði um rétt Palestinu-Araba til að stofna sjálfstætt riki og snúa aftur til heimila og eigna, er þeir hafi verið sviptir f eina tið, hin gerir ráð fyrir, að PLO — Frelsissam- tök Palestínu-Araba — fái áheyrnarfulltrúa á Allsherjar- þingi SÞ og f öðrum stofnunum samtakanna. 0 Fyrri ályktunin var samþykkt með 89 atkv. gegn 8 en 37 sátu hjá. Ríkin, sem greiddu atkvæði á móti, voru Israel, Bandaríkin, Bolivia, Chile, Costa Rica, tsland, Nicaragua og Noregur. Hin álykt- Framhald á bls. 47. Sprengjumennirnir fundnir? Birmingham 23. nóv. Reuter—AP. Lögreglan f Birmingham yfir- heyrir nú 5 Ira, sem handteknir voru f gær, þar sem þeir biðu eftir að komast um borð f ferju til Belfast í Heysham f Lancashire. Eru mennirnir grunaðir um að hafa komið fyrir sprengjunum, sem á fimmtudagskvöld urðu 19 manns að bana og særðu 184 f Birmingham, suma svo illa, að þeim er ekki hugað Iff og margir verða blindir og örkumla allt sitt Hf. Maurice Buck, aðstoðar- lögregluforingi, sagði frétta- mönnum i morgun að auk þess' væru nokkrir aórir menn til yfir- heyrslu hjá lögreglunni, en hann kvaðst ekki búast við, að form- legar ákærur yrðu lagðar fram i dag. Lögreglan telur, að mennirn- ir, sem komu sprengjunum fyrir hafi verið félagar i öfgaarmi IRA, Provisionals. Að því er heimildir frá Birmingham herma hafa sérfræð- ingar lögreglunnar fundið vott af sprengiefni á höndum og fötum Iranna fimm. Gífurleg reiói ríkir í Bretlandi vegna sprengjutilræðanna og hefur fólk af irsku bergi brotið orðið fyrir aðkasti í dag og í gær. Wilson forsætisráðherra hefur varað fólk við að láta reiði sína bitna á saklausum Irum i Bret- landi. Fregnir hafa borizt af handalögmálum milli irskra og brezkra verkamanna í ýmsum verksmiðjum. Þá var eld- sprengjum varpað að þremum krám í eigu Ira, tveimur í London og einni í Birmingham. Enginn slys urðu á mönnum. Sprengjurnar, sem notaðar voru, hafa vakið mikinn viðbjóð manna, en fórnarlömbin voru hryllilega útleikin. Rannsóknir benda til, að notað hafi verið sam- bland af fosfóri og nítróglyserini. Skjöl með leiðbeiningum um framleiðslu slíkra sprengna fund- ust nýlega í einni af stöðvum IRA á N-Irlandi. Sprengjur þessar eru mun hroðalegri en napalm- sprengjur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.