Morgunblaðið - 24.11.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.11.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÖVEMBER 1974 fólk— fólk — í RÆKJUVINNSLUNNI á Hólmavík er unnið stanzlaust frá kl. 8 á sunnudagskvöldum til kl. 8 á föstudagskvöldum. Unnið er á þremur 8 kl.st. vöktum og alls vinna við þessa framleiðslu milli 50 og 60 manns. Kaupfélag Stein- grímsfjarðar rekur vinnsluna og er hún aðaldriffjöðrin i athafna- lifi plássins ásamt bátaflotanum, sem er I eigu einstaklinga. Klukkan var að skreiðast yfir miðnætti þegar ég kom í rækju- vinnsluna. Það var úðaregn yfir plássinu, ljósin týndu sér eitt og eitt i húsagluggum, en allt var i fullum gangi i rækjunni. SRipt- ingin er einföld, rækja á haustin og vetrum og fiskur er unninn þar á sumrin. Auk rækju- vinnslunnar er kaupfélagið með verzlun, sláturhús og fiskimjöls- verksmiðju á Hólmavik, en á Drangsnesi er^ fyrirtækið með frystihús og rækjuvinnslu þar sem milli 20 og 30 manns vinna. Segja má að mest allt viðskipta- lif á þessu svæði fari í gegn um kaupfélagið. „Fólk kemur úr sveitinni einu sinni til tvisvar i viku,“ sagði Jón Alfreðsson kaup- félagsstjóri, „en það sem við þurf- um að senda út fyrir Hólmavik er aðallega snatt til Drangsness, þvi verzlunarsviðið nær ekki nema um 40 km.“ Um 330 ibúar eru I Hólmavlk, en útflutningsverðmæti þaðan s.l. ár og frá Drangsnesi sem hefur um 100 ibúa, var um 90 millj. kr. Þá eru ótalin þau verðmæti sem landbúnaðurinn skapar á þessu svæði, en slátrað var þar síðast um 12000 fjár og er meðalþungi dilka með þvi betra sem gerist á landinu. I haust var meðalþung- Rækjunni pakkað. inn 16,4 kg, en það er þó tæplega 900 grömmum lægra en s.l. ár. Verðmæti sláturafurða á svæði Kaupfélags Steingrímsfjarðar s.l. ár var 50 millj. kr. þannig að þegar það kemur saman við verð- mæti sjávarafurða þá er talan orð- in býsna há og þá getur fólk von- andi farið að skilja að hinir ýmsu smærri staðir úti á landi skapa oft miklu meiri verðmæti hlutfalls- lega heldur en stærri staðirnir sem státað er af. I vetur er leyft að landa 750 tonnum af rækju á Hólmavik og Drangsnesi, en alls róa 14 rækju- bátar frá þessum stöðum og er löndun skipt eftir þvi sem þurfa þykir. Liklega er engin sýslaeinsrík af kaupfélögum og Strandasýsla, þvi alls eru fjögur kaupfélög þar, en ibúar eru milli 12 og 13 hundruð. Jón Alfreðsson kaupfélagsstjóri Kaupfélags Steingrímsfjarðar sagði að framundan væru breyt- ingar og stækkun á verslunarhús- næðinu á Hólmavík. Sláturhúsið var endurbyggt að verulegu leyti á siðustu árum og er sú fram- kvæmd komin upp i 16 millj. kr. kostnað, en nokkuð er þó eftir. „Þá eru eftir endurbætur á frysti- húsinu á Hólmavik og algjörlega á Drangsnesi," sagði Jón, „en það er ekki hægt að fylgja áætlun á þessu ári, það hefur verið slakt fjárfestingarár.“ Það var unnið markvisst i rækjuvinnslunni og ekkert álita- mál að hendur stóðu fram úr erm- um. Venjulega eru unnin 2,5—3 tonn af rækju á hverri vakt, en vinnslan kemst þó upp i 4 tonn. I hverju kg eru 220—300 rækjur, svo vinnslan getur verið til jafn- aðar um 780 þús. rækjur á einni 8 tima vakt. Of ef við til gamans reiknum fjöldann i væntanlegum 750 tonnum í vetur þá er hann miðað við meðalstóra rækju að- eins 195 milljón stykki af þessu eftirsótta hráefni. I rækjuvinnslunni tókum við fyrst tali þá Garðar Helgason, sem er frá Hólmavik og Ulfar Pálsson sem fluttist þangað úr Garða- hreppi fyrir einu ári. Garðar: Félagsandinn hér er nokkuð góður. Af skemmtunum er þó mest um bió og það vantar böll hér yfir vetrarmánuðina. Þá er lítið um iþróttir, en eflaust myndi áhugi vakna með betri að- stöðu til félags- og Iþróttastarfs. Annars finnst mér það vanti ekki mikið meira en böllin. Við vinnum hér alla daga nema laugardaga og fram til kl. 8 á sunnudagskvöldum. Launin eru 50—60 þús. kr. á mánuði. Blm: Vinnur þú alltaf i landi? Garðar: Ég var á sjónum í sumar og hef verið undanfarin ár, mmmmm^m^^—^^m^mmmmm—mmmmm NÓg er af rækjunni Sem bfður f . bökkum og svo sú óveidda. Texti & myndir: ÁRNI JOHNSEN fólk — fólk þekkir meira til hér og er meira inni I lifi fólksins. Það er þvi líflegra að þvi leyti og fjölbreyti- legra. Náttúrulega er meira félagslíf fyrir sunnan, en það er alveg nóg hér þvi maður er svo mikið í vinnunni. Fólk tekur þvi fremur rólega hér i frístundum sinum, en fólk vinnur lika langan vinnudag. Við röbbuðum við þær Stefaniu Andrésdóttur og Erlu Þorgeirs- dóttur þar sem þær voru að hreinsa það síðasta sem hreinsa þurfti af rækjunni áður en henni var pakkað. Þær sögðu að það væru mest húsmæður sem ynnu i rækju- vinnslunni, en þó ynnu ekki allar á heilum vöktum, þvi sumar skipta innbyrðis á hálfum vöktum. Flestar konurnar hafa unnið þarna síðan færibanda- vinnan hófst, en hráefnið hefur stóraukizt þvi nú eru miklu fleiri bátar en þegar handpillunin var. Vikulega er skipt um vakta- tima, en hver vakt vinnur 15 vaktir í viku. Við spurðum nokkrar húsmæðranna hvernig gengi að samræma vaktavinnuna og heimilisstörfin? Erla: Fólk slappar af og vinnur heimilisverkin um helgar. Valdis: Það er þó nóg að gera heima þegar búið er að vinna úti heila viku. Blm: Hvert er helzta félags- starfið hér? Stefanía: Það er hér kvenfélag, ungmennafélag, Lionsklúbbur og fleira. Kvenfélagið er m.a. að vinna að stofnun elliheimilis. Blm: Er mikið um það að fólk frá öðrum stöðum komi hingað til vinnu? Erla: Það hefur aðeins verið um það að aðkomufólk komi hingað þegar mikið er að gera. A hverri vakt er gefið hlé tvisvar sinnum i 15 minútur, svona til þess að konurnar geti fengið sér kaffibolla, en annars gengur færibandið stanzlaust. Þar sem ég sá þessar þúsundir af rækjum r.^nna fram hjá konunum datt mér í hug að spyrja Erlu hvort hún borðaði rækju. stranda- menn i „Hér er mað- ur meira inni í lífi fólksins” Konurnar á einni vaktinni í rækjuvinnslunni á Hólmavfk. Hægri röð: Stefánía Andrés- dóttir fremst, Heiða Ragnars- dóttir, en Valdís Ragnarsdóttir leysti hana af, Dagný Júlíus- dóttir, Gógó Stefánsdóttir og Þorbjörg Magnúsdóttir. Frá vinstri: Erla Þorgeirsdóttir fremst, Ina Gestsdóttir, Fanney Pálsdóttir, en Hildur Pálsdóttir leysti hana af, Sigurlaug Stefánsdóttir og Matthildur Guðbrandsdóttir. en ég er nú 19 ára gamall og likar vel hér. Blm: Hvað um þig Ulfar? Ulfar: Ég bý hér hjá systur minni og mági og likar vel á staðnum. Ég fluttist hingað af þvi að ég gat fengið góða vinnu og ætla að búa hér áfram fyrst um sinn. Helzti munurinn hér og i Garðahreppi er sá að maður Rabbað við starfsfólk í rækjuvinnslunni á Hólmavík „Já, með beztu lyst“, svaraði hún. Blm: Er alltaf nóg af rækju til vinnslu? Stefania: Já, yfirleitt alltaf, það hefur sjaldan komið fyrir að orðið hefur hráefnisskortur. Mér þótti einkennilegt hve Séð yfir hluta af Hólmavfk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.