Morgunblaðið - 24.11.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.11.1974, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NOVEMBER 1974 Bingó verður í Skiphóli í kvöld kl. 21.00. Fjöldi glæsilegra vinninga og Mallorcaferðin verður dregin út. Knattspyrnudeild F.H. Vélskólaball Nemendur Vélskóla íslands halda dansleik í Sigtúni í kvöld kl. 9 — 1. Hljómsveitin Roof Tops leikur fyrir aans,i Skemmtinefndin. Innrömmun Erlendir rammalistar. Matt og glært gler. Stutt- ur afgreiðslufrestur. Eftirprentanir. smekklega innrammaðar, aðeins ein af hverri tegund. Myndamarkaðurinn við Fischersund, Opið daglega frá kl. 1 —6. Sími 2- 7850. Vorið 1975 Öska eftir að taka á leigu rúmgóða 5—6 herb. íbúð fyrir fullorðin hjón. Ekki blokk, ris né kjallara. Helzt í eldri borgarhlutanum. Vinsamlegast hringið í síma 13968 fyrir kl. 12 á hádegi eða eftir kl. 18. Sigríður Matthíasdóttir Þórðarsonar. Trillubátur 5 tonn til sölu, í góðu standi með Diesil vél, dýptarmæli, einkatalstöð, gúmmíbát og raf- drifnum færarúllum. Útborgun kr. 400.000,00. Uppl. i síma 1 3243 og 41 628 í dag og næstu daga. Til sölu — Eyjabakki 4ra herb. íbúð á 1 . hæð. Þvottahús og búr á hæðinni. Suðursvalir. Frágengin sameign. Vönduð eign. Upplýsingar í síma 7-39-33. Skrifstofuhúsnæði óskast Óskum eftir húsnæði í Reykjavík um 50 ferm. undir skrifstofur. Tilboð merkt Fatnaður 6551 sendist Mbl. óskareftir starfsfólki íeftirtalin störf: Austurbær Barónstígur ÚTHVERFI Vatnsveituvegur, Fossvogsblettir, Selás, Laugarásvegur I og II. SELTJARNARNES Melabraut Upplýsingar í síma 35408. Stokkseyri Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Mbl. Uppl. hjá Kaupfélagi Höfn eða hjá afgr. Mbl. sími 10-100. TRABANT UMBOÐIÐ INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg, simar 84510 og 84510. Stationbflar á gamla verðinu kr. 320.000 Árgerð '75 með mörgum tækni- legum endurbótum Nýir og góðir greiðsluskilmálar. Skipaður utanríkis- ráðherra í Líbyu Tripoli nóv. Reuter. ABDEL Moneim al-Honi, major, hefur verið skipaður utanrikis- ráðherra Líbyu, en því embætti hefur enginn gengt síðan Mansour al-Rashid Kikhya sagði af sér í apríl, án þess að ástæður væru tilgreindar. Þá var um það rætt að Kikhya hefði lent í deilum við Gaddafi, en það fékkst aldrei staðfest. Nýi utanríkisráðherrann er meðlimur í Byltingarráði Libyu. Greiddu 1983 millj. dala til Evrópuliðsins Washington, 19. nóv. Reuter. FRA þvi var skýrt í Washington í dag, að Bandaríkjamenn hefðu greitt 1983 milljónir dollara í erlendum gjaldeyri til uppihalds um það bil 300.000 bandarískum hermönnum í Evrópu á fjárhags- árinu 1973—74. Var frá þessu skýrt af hálfu Fords, forseta í sérstakri orðsend- ingu hans til bandariska þingsins, þar sem sagði, að farið yrði fram á það við bandalagsríki Bandaríkj- anna í Atlantshafsbandalaginu, önnur en Vestur-Þýzkaland, að þau inntu sameiginlega af hönd- um um 883 milljónir dollara af þessari upphæð með því að kaupa vopn frá Bandarikjunum eða með öðrum hætti. Vestur-Þjóðverjar féllust á það i april sl., að leggja til 2.220 milljónir dollara til við- halds bandariska herliðinu á timabilinu 1. júli 1973 til 1. júlí 1975. Tekur við London, 21. nóvember. Reuter. MKARIOS erkibiskup snýr aftur til Kýpur og tekur aftur við starfi forseta, sennilega í fyrstu viku desemer að því er Klerides starf- andi forseti sagði eftir viðræður sinar við erkibiskupinn í London í dag. Þakkarávarp í tilefni af 80 ára afmæli Ingj- alds Jónssonar 15. nóv. Ég þakka öllum þeim, sem heiðr- uðu mig á 80 ára afmæli minu, með heillaskeytum, heimsóknum og gjöfum. Öllu tengdafólki mínu og systkinum þakka ég dýrar stórgjafir. Börnum minum, og tengdabörnum fyrir stór- brotna veizlu, sem þau héldu mér til heiðurs og kostuðu að öllu leyti. Þetta var stór stund fyrir mig að njóta þeirrar sönnu gleði, sem allir voru samtaka um að gera sem mesta. Þau hughrif fagnaðar og sælutilfinningu sem ég naut þessa samverustund, eru mér ógleymanleg. Við hjónin færum ykkur öllum hjartans þakkir og óskum ykkur guðs blessunar. Ingjaldur Jónsson, Soffía Ólafsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.