Morgunblaðið - 24.11.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.11.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÖVEMBER 1974 hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6. sfmi 22 4 80. Áskriftargjald 600.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 35,00 kr. eintakið. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar Iræðu þeirri er Geir Hallgrímsson, forsætis- ráðherra, hélt við setningu flokksráðs- og formanna- ráðstefnu Sjálfstæðis- flokksins sl. föstudag, lagði hann áherzlu á nauðsyn þess, að vinnufriður héld- ist í landinu, þannig að ráð- rúm gæfist til þess að koma við samræmdum ráðstöf- unum í efnahagsmálum. Forsætisráðherra benti á, að það væri ekki sízt í hag þeirra, er lakast eru settir, að vinnufriöurinn héldist. Nú er svo komið, að flest verkalýðsfélög í landinu hafa sagt samningum laus- um og má í sjálfu sér telja það skiljanlegt, að þau taki slíka ákvörðun í kjölfar gengislækkunar til þess að styrkja samningsstöðu sína. Uppsögn þessara samninga þýðir þó, að vinnuveitendum ber ekki skylda til að greiða kaup- hækkun þá, sem um var samið í vetur að koma skyldi til útborgunar um næstu mánaðamót. Samt sem áður hafa vinnuveit- endur tekið þá ákvörðun að greiða þessa kauphækkun og stuðlar það væntanlega að góðu andrúmslofti milli vinnuveitenda og laun- þega. Enda þótt uppsögn samninga sé skiljanleg sem slík, ræður þó úrslitum, hvað á eftir kemur. Kjarasamningar þeir, sem gerðir voru á sl. vetri, eru líklega gleggsta dæmið, sem við höfum fengið hin síðari ár um það hvernig ekki á að semja um kaup og kjör. Af stað var farið með þeim ásetningi að tryggja hinum lakast settu meiri kjarabætur en hinum, sem betur eru stæðir. Niðurstaðan varð sú, að síðarnefndi hópur- inn fékk langtum meiri kauphækkun en hinn fyrr- nefndi. Jafnframt var sam- ið um kauphækkanir af þeirri stærðargráðu, að atvinnuvegirnir gátu engan veginn staðið undir þeim og afleiðingin er æðisgengnari veróbólga en dæmi eru til um hér á landi og þótt víðar væri leitað, enda erum við nú Evrópu- methafar í verðbólgu og jafnvel komnir upp fyrir Brazilíu! Það væru hrapalleg mis- tök, af verkalýðsfélögin færu af stað með nýja kröfugerð, sem byggðist á kröfum um stórhækkað kaupgjald. Enginn grund- völlur er til fyrir slíkum kauphækkunum nú og þýð- ingarlaust annað en horf- ast í augu við þær stað- reyndir. Raunar er staða margra atvinnufyrirtækja slík, að ef knúnar væru fram verulegar kaup- hækkanir í dag eða á næstu vikum og mánuðum er lík- legast, að fyrirtækin mundu einfaldlega loka og atvinnuleysi skapast. Þess vegna er full ástæða til að hverfa svo sem einn áratug til baka og rif ja upp kjarasamninga, sem gerðir voru 1964 og 1965. Þá var samið um tiltölulega litlar kauphækkanir en í samn- ingum 1964 var t.d. verð- trygging launa höfuðatriði og í kjarasamningum 1965 voru húsnæðismálin eitt helzta samningsatrið- ið. Þá var samið um byggingu 1250 íbúða fyrir láglaunamenn og leikur enginn vafi á því, hvað svo sem menn vilja segja um Breiðholtsáætlunina, að þær íbúðir hafa komið sér vel fyrir marga láglauna- menn. í dag er ekki grundvöllur til samninga um kaup- hækkanir en full ástæða sýnist til þess að beina við- ræðum um kjör hins al- menna launþega í annan farveg þ.e. með hvaða hætti unnt er að bæta lífs- kjör fólksins á annan veg en með samningum um til- gangslausar kauphækkan- ir, sem étast upp á skömm- um tíma i verðbólguflóð- inu. í þeim efnum hlýtur athyglin sem fyrr að bein- ast að húsnæðismálunum. Verðbólgan hefur að sjálf- sögöu aukið húsnæðis- kostnaðinn gífurlega og þau lán, sem húsbyggj- endur eiga kost á um þessar mundir, eru afar takmörkuð gagnvart sí- hækkandi byggingarkostn- aði. Er unnt að gera stór- átak á þessu sviði? Það þarf að kanna rækilega. Lífeyrissjóðirnir eru ungir að árum og hingað til hafa þeir fyrst og fremst starfað sem lánasjóðir en á næstu árum munu þeir í vaxandi mæli gegna því hlutverki, sem þeim fyrst og fremst er ætlað, þ.e. að greiða lífeyri til eftirlauna- manna. í dag eru þessir sjóðir og lífeyrisgreiðslur þeirra ekki verðtryggðar. Þar viðgengst líklega mesta ranglæti, sem til er í okkar þjóðfélagi um þessar mundir. Þeir eru margir, sem komnir eru á eftir- launaaldur, sem hafa ekk- ert annað að lifa af en elli- laun og lífeyrisgreiðslur. Á örfáum árum verða lífeyr- isgreiðslur úr óverðtryggð- um lífeyrissjóði að engu. Þarna er lika verkefni fyr- ir verkalýðsfélög, atvinnu- rekendur og ríkisvald að vinna að, sem getur þýtt stórfellda kjarabót fyrir þann stækkandi hóp ís- lendinga, sem nú er að komast á eftirlaunaaldur. Þess ber að vænta, að forystumenn verkalýðs- samtakanna geri sér þess fulla grein, að kröfugerð um hækkað kaupgjald á næstu mánuðum á ekki rétt á sér þrátt fyrir þær miklu verðhækkanir, sem skollið hafa yfir. Þess í stað ber að leita annarra ráða til þess að bæta kjör almennings. VIÐHORFIN í KJARAMÁLUM | Reykjavíkurbréf ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«L,augardagur 23. nóv... Flokksráðs- fundur Sjálf- stæðisflokksins Flokksráð Sjálfstæðisflokksins hefur komið saman til fundar í fyrsta sinn eftir að ráðuneyti Geirs Hallgrimssonar var mynd- að. Eins og að líkum lætur gleðj- ast sjálfstæðismenn um land allt yfir þvi, að flokkur þeirra hefur á ný stjórnarforustu á hendi og tímabiii svonefndrar vinstri sam- vinnu er lokið með líkum hætti og þvi lauk á árinu 1958, þegar Hermann Jónasson, þáverandi forsætisráðherra, flutti sína stuttu en áhrifamiklu ræðu á Al- þingi og lýsti þvi yfir að ekki væri samstaða innan ríkisstjórnarinn- ar um nein úrræði til lausnar aðsteðjandi vanda. Fvrir flokksráðsfundinum lá bréf frá Magnúsi Jónssyni, vara- formanni flokksins, þar sem hann lýsti því yfir, að hann hefði tekið þá ákvörðun að segja af sér vara- formannsembætti af heilsufars- ástæðum. Sjálfstæðismenn harma allir, að Magnús Jnsson skuli nú um sinn hafa látið af beinum stjórnmálaafskiptum með því að vera ekki í kjöri til Alþingis á sl. sumri og láta af hinu mikilvæga embætti varaformanns flokksins, en við það fær enginn ráðið. Heilsa hans leyfir nú ekki jafn margþætt og erilsöm störf og hann áður gegndi. En allir vona, að hann nái fullum bata, og víst er um það, að hann mun verða holl- ur ráðgjafi forustu Sjálfstæðis- flokksins á hverjum tíma. Gunnar Thoroddsen tekur nú við starfi varaformanns Sjálf- stæðisflokksins öðru sinni. Allir þekkja stjórnmálaafskipti hans fyrr og síðar og frábæra hæfileika á stjórnmálasviðinu. Þeir þrir forustumenn Sjálfstæðisflokks- ins, sem hér hafa verið nefndir, hafa lengi starfað saman, en aórir nánustu samstarfsmenn þeirra hafa verið Jóhann Hafstein, fyrr- verandi formaður flokksins, og Ingólfur Jónsson. Þessa forustu- sveit þekkir fólkið i landinu og hefur treyst henni eins og gleggst kom fram í þeim sigrum, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur unn- ið að undanförnu. Erfiðleikatímabil Fásinna væri að reyna að draga fjöður yfir þá erfiðleika, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur gengið í gegnum sl. 4‘A ár eða frá því að Bjarni Benediktsson lézt. Jóhanni Hafstein voru þá í einu vetfangi lagðar þungar byrðar á herðar, er hann sem varaformað- ur Sjálfstæðisflokksins tók að sér forustu hans. Geir Hallgrimsson var síðan valinn sem nánasti sam- starfsmaður hans, er hann var kosinn varaformaður Sjálfstæðis- flokksins. Sú skipan gat þó ekki lengi haldizt vegna heilsubrests Jóhanns Hafsteins, og Geir Hall- grímsson varð að axla megin- ábyrgðina. Til liðs við hann var Magnús Jónsson kjörinn fyrir rúmu ári, en fullra starfskrafta naut aðeins við um örskamman tíma. Þannig hefur hvert stórslys- ið rekið annað. Þegar breyting hefur orðið á æðstu forustu Sjálfstæðisflokks- ins áður, hef ur það ætíð gerzt með eðlilegum aðdraganda, gagnstætt því sem sjálfstæðismenn hafa mátt. horfa upp á á undangengn- um erfiðleikaárum i samtökum þeirra. Þegar litið er til baka yfir alla þessa atburði, er vissulega ástæða til að undrast, að flokkurinn skuli hafa komið heilskinnaður í gegn- um þessi umbrot, og sjálfstæðis- menn hljóta að gleðjast yfir þeim stórsigrum, sem flokkur þeirra hefur unnið undir forustu for- manns hans, Geirs Hallgrímsson- ar, við slíkar aðstæður, enda hef- ur Sjálfstæðisflokkurinn aldrei sterkari verið en einmitt nú. Þessa minnast sjálfstæðismenn, er þeir hittast til að ráða ráðum sinum, og þeir þakka formanni sínum, sem einna mest hefur hvílt á allan þennan tíma — og forsjóninni þá gæfu, sem honum hefur fylgt. Þessara örlagaatburða verður að minnast, þótt það sé siður sjálf- stæðismanna og horfa fremur fram á veginn en til baka. Þegar þetta er rítað, er fundi flokksráðs ekki lokið, og því ekki frekar um hann fjallað nú. Ohugnanlegt Hinar tíðu fregnir af líkams- meiðingum og jafnvel manndráp- um hljóta að vekja menn til um- hugsunar um það hvert stefnir. Fyrir fáum árum voru slíkar fregnir fátíðar, en nú geta menn átt von á því í hvert skipti, sem þeir líta i dagblað, að fá slík tíð- indi. Oft er um að kenna drykkju- skap og svalli, en þó er þessi skýr- ing ekki einhlít. Það hefur áður verið drukkið og svallað á Islandi, án þess að jafn óhugnanleg tið- indi væru daglegt brauð. Sumir benda raunar á, að ekki sé ástandið neitt verra hjá okkur en gerist og gengur meðal nágrannaþjóðanna, en við það eigum við heldur ekki að sætta okkur, því að sannleikurinn er sá, að ástandið var með allt öðrum hætti hér og var þó samgangur við aðrar þjóðir mikill fyrr en nú allra siðustu árin. Þess vegna verða menn að leita annarra or- saka, og ekki verður hjá því kom- izt að leiða hugann að orðum, sem Magnús Kjartansson lét falla á Alþingi fyrir þremur árum, er hann gagnrýndi harðlega óstöðug- leika efnahagslífs og óðaverð- bólgu og taldi ýmsa lausung aðra sprottna af þeim rótum. Áreiðan- lega á þessi skoðun við talsverð rök að styðjast, og hin stórauknu afbrot að undanförnu benda vissulega í þá átt, enda hefur óða- verðbólga og upplausn aldrei ver- ið meiri hér á landi en einmitt á þessu ári. Það er hollt að menn hugleiði þetta nú, þegar tilraun er gerð til að stöðva þessa þróun og koma á jafnvægi á ný. Það er lfka rétt, að menn leiði að því hugann, að sum- ir þeirra, sem nú vilja koma af stað nýrri skriðu hækkana, eru menn, sem hvað bezt settir eru í þjóðfélaginu, menn úr þeim hópi, sem á sl. vetri sprengdu allt launakerfi landsins i loft upp, þeir sömu menn, sem biðu eftir því, að lágtekjufólk gerði sína samninga til þess siðan sjálfir að knýja fram sér til handa miklu meiri kjarabætur og una þvi nú illa, að reynt hefur verið að rétta hlut lágtekjufólksins. Nógu er það alvarlegt út af fyr- ir sig, þegar allt efnahagskerfi raskast. Hitt er þó mun alvar- legra, ef afleiðingarnar verða þær, að aimennt upplausnar- ástand og virðingarleysi fyrir lög- um, rétti og mannhelgi nær að grafa um sig. „Einhvern tíma í framtíðinni” Nú líður óðum að því, að tslend- ingar taki ákvörðun um útfærslu fiskveiðitakmarkanna i 200 mílur, enda er það stefna ríkisstjórnar- innar, að landhelgin skuli færð út á næsta ári. Á það hefur verið bent, að engin ástæða sé að bíða fram undir lok næsta árs með útfærslu í 200 milur, heldur sé mun heppilegra að færa landhelg- ina út á miðju næsta ári, m.a. vegna þess, að í gildi er samkomu- lag við Breta, sem gerir það að verkum, að erfiðara yrði að æsa upp í Bretlandi hagsmunahópa gegn útfærslunni i 200 milur. Nú er rúmt ár liðið siðan Sjálf- stæðisflokkurinn markaði þá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.