Morgunblaðið - 24.11.1974, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.11.1974, Blaðsíða 27
og hrafnarnir, ef gert hefði verið líkt á móti mér. En að þekkja ærnar eða lömbin sundur, það hefði verið mér ofurefli. Þessir hrafnar hafa því haft glöggari athugunargáfu en Þórbergur Þórðarson. Af þessu skulum við líka draga þann lærdóm að iðka lílillæti gagnvart hröfnunum. Það er ekkert náttúruinstinkt, sem stjórnaði gerðum þessara hrafna, heldur hugsun, sem er afleiðing af mikilli athyglisgáfu. Þessa sögu sagði mér og fleir- um gáfaður maður, sem var alinn upp á Rauðamýri. — Hrafnar eru að fleiru leyti líkir mönnum, hélt Þórbergur áfram. Þeir hafa mikla skemmtun af að stríða, til dæmis hund- um, láta þá geyja og stökkva upp í loftið, jafnvel kvelja þá svo, að þeir ýlfra undan þeim. Er þetta ekki mannlegt ? Þeir hafa líka gaman af að stríða fólki, þegar vel ber undir. Þeir geta líka verið hrekkjóttir og eru glysgjarnir eins og stássmeyj- ar, sækjast eftir hlutum, sem glóa eða hafa sterka liti. Og margt fleira mætti um þessi kynlegu dýr segja. Að þeir hafi tilkynnt dauðsföll og sagt fyrir dauða fólks er algerlega efa- laust. Þeir skynja einhvern veginn óorðna hluti. Ég vildi láta Finn safna saman nokkrum hröfnum í hóp og fara með þá inn í Dómkirkjuna og fá Pál ísólfsson til að spila fyrir þá útfarar- marsa og óperur og vita, hvernig þeir snerust við. Svo vildi ég fá KK-sextettinn til að spila fyrir þeim dægurlög og jassmúsík og rokk í Breiðfirðingabúð til að vita, hvernig þeir brygðust þá við. Síðan ætti próf. Símon Jóhann ásamt Finni að leggja fyrir þá sálfræðilegar þrautir, t. d. hvort þeir sjái feigð á sauð- kind, sem þeir ætla sér að skjóta. Svo gæti Finnur skapað sér skjóta heimsfrægð fyrir bók um sálarlíf hrafnsins. MÁNUDAGUR 26. JANtlAR (BROT). Margrét og Þórbergur heimsóttu okkur á föstudagskvöldið. Það var skemmtilegt kvöld. Þórbergur lék á als oddi. Hann minntist á atómskáldskapinn og afstraktlist og sagði m. a.: — Þetta er innblásið af lágum öflum. Verkanir þessara lágu afla má sjá víðar í mannlífinu. Þau eru mjög að verki í andlit- um peningamanna. Og maður mætir nokkuð mörgum mönn- um hér á götunum, sem eru afturgöngutýpur, þ. e. a. s. menn sem leita aftur í þennan heim eftir að þeir eru farnir úr hon- um. Ég er hræddur um einn sérfræðing minn. Ég hef mætt mörgum afturgöngutýpum í Austurstræti. Það má líka sjá af andlitum manna og ljósmyndum af þeim, hvort þeir eru leiðin- leg eða skemmtileg skáld. Sumir hafa svo nauðaleiðinleg and- lit, þó að þeir séu laglegir, að þeir gætu ekki verið skemmti- leg skáld. Það var ekki mikill vandi að sjá, að það var miklu meiri söngur í andlitinu á Sigfúsi Einarssyni en Jóni Laxdal. Draugar fylgja atómskáldunum og segja þeim fyrir verkum, þó þau viti ekki af því. Við erum undir miklu meiri áhrifum frá öðrum heimi en okkur grunar, og áhrifin, sem leita á okkur, fara eftir því, hvernig við erum gerðir. Lágar verur leita ekki á góða menn, því hjá þeim ná þær engum áhrifum. En lágur sækir lágan heim. Þórbergur var minntur á, að hann talaði um drauga, en hann hefur áður sagt, að framliðna menn ætti að kalla eilífðarverur, en ekki drauga. Hann svaraði: — Já, eiginlega ættum við að kalla alla framliðna menn ei- lífðarverur. En ég leyfi mér samt stundum að kalla þær eilífðar- verur drauga, sem birtast hér til að láta illt af sér leiða. Þessar verur hafa miklu meira ráðrúm til að gera illt en þær höfðu, meðan þær voru hér á jörðinni. Þá var hægt að takast á við þær, ef þær vildu beita líkamlegu afli og kalla þær fyrir saka- dómara, ef þær frömdu glæpi, en þó að draugur drepi kú eða hest eða geri manneskju brjálaða, þá er eiginlega engri vörn hægt að koma við. Hafið þið aldrei hugsað út í það, hélt skáld- ið áfram, hvað þið gætuð framið mikið af prettum, ef þið gæt- uð gert ykkur ósýnileg ? Þið gætuð komizt inn í íbúðina mína og stolið peningunum mínum, þið gætuð rist fötin af hreinni mey, sem er á gangi í Austurstræti og látið hana standa stríp- aða frammi fyrir sexgæjunum. Og þið gætuð lamið óvini ykk- ar í rot eða bitið af þeim eyrað án þess að eiga neitt á hættu. Svipaða aðstöðu hafa draugarnir. Ég held það sæki meira að mönnum af lágum öflum en háum. Lágu öflin eru að rólast hérna við yfirborð jarðarinnar, en þau hærri komin lengra í burtu og hafa minni afskipti af mannheimi. Fólk spyr oft: — Hvert fara menn, þegar þeir deyja ? Sumir segja þeir fari til stjarnanna. En þeir fara ekki neitt. Það mætti alveg eins spyrja: — Hvert fer maður, þegar hann hefur klætt sig úr yfir- frakkanum ? Eða ef þið eruð mikið upp á sex: — úr nærbux- unum ? Sú hugmynd situr föst í mönnum frá eldri tímum, að framliðnir menn fari eitthvað hátt upp í loftið. Þar sé himna- ríki. En menn fara í raun og veru ekki neitt. Það tilverustig, sem við dveljumst á eftir dauðann, er beint framhald á okkar jörð, sem nær svo og svo langt út fyrir hana, menn segja 25 þúsund mílur danskar, það er hálfa leið til tunglsins, og einn- ig gegnum jörðina. En þegar menn eru búnir að vera svo og svo lengi hér í grennd eftir dauðann, þá fara þeir að fá lyst til að flytja sig til. Gamla guðfræðin kenndi, að til væri helvíti, sem vondir menn lentu í eftir dauðann og dúsuðu þar stundum eilíf- lega innan um djöfla og ára í vellandi eldi eða drepandi kulda í óútmálanlegum kvölum. Svo kom nýja guðfræðin og sagði: — Það er ekkert helvíti til nema vond samvizka, það eru engir djöflar til. Ég held, að báðar hafi rangt fyrir sér. Ég er sann- færður um, að helvíti er til, en ég er líka sannfærður um, að það er öðruvísi en helvíti gömlu guðfræðinnar. Ég held ég hafi drepið á það einhverntíma í samtölum okkar Matthíasar, að jörð okkar sé ekki alls staðar eins. Það er mikill munur til dæmis á heimskautasvæðunum og hitabeltinu. Ég held, að svipaður mun- ur sé á svæðunum í öðrum heimi. Þar sé mismunandi bjart, mis- munandi hlýtt, mismunandi fagurt og mismunandi líf. Ég held, að þau svæði, sem eru nálægt jörðinni og inni í henni, séu dimm- ari en svæðin, sem eru langt frá henni, og ég hef grun um, að þar séu svæði, sem engrar birtu nýtur. Og ég hef hallazt að þeirri skoðun, að þau væru lengst inni í iðrum jarðar. Ég held, að helvíti, sem kalla mætti, nái yfir vítt svið, það sé ekki aðeins inni í jörðinni, heldur nái það líka nokkuð út fyrir hana. Helvíti er því að mínum dómi mismunandi. Eftir því sem ég hef kom- izt næst eru efstu eða léttustu svæði helvítis svona svipuð og er hér hjá okkur. Við lifum í raun og veru í helvíti. Og ég held, að lífið á efri svæðum helvítis hinumegin sé mjög áþekkt og í helvítinu hér. En svæðin verða ljótari, myrkari og ömurlegri eftir því, sem lengra dregur inn í jörðina. En fyrir utan þau svæði, sem kalla mætti helvíti, taka við fegurri svæði, bjart- ari, léttari, hlýrri, með mannlífi talsvert ólíku því sem hér ger- ist. Gamla guðfræðin kenndi, að Guð dæmdi menn til sælu eða þjáninga. Þetta er alrangt. Það er enginn, sem dæmir mann eftir dauðann, hvorki til hægri né vinstri, annar en maðurinn sjálfur. Hver einn lendir á þeim sviðum hinumegin, sem hann er hæfur fyrir. Hugsanir okkar eru sveiflur, sem streyma út frá okkur á hverju augnabliki og valda ýmsum áhrifum í hinum andlega líkama okkar. Þessar sveiflur eru ólíkar og valda ólík- um áhrifum, eftir því hvers eðlis þær eru. Haturshugsanir fram- kalla dökkleitar bylgjur, kærleikshugsanir bjartar. Þið hafið kannski tekið eftir því, að misendismenn hafa dimmari svip en góðir menn. Þessar stöðugu bylgjuverkanir byggja að nokkru leyti upp andlega líkamann. Dimmleitu bylgjurnar gera and- lega líkamann dimmleitan, og maður með slíkan líkama væri algerlega ósjálfbjarga í mjög björtum heimi. Hann lendir, þar sem birtan er slík, að hún samsvarar hinum andlega líkama hans. Maður, sem að staðaldri hefur hugsað göfugar hugsanir, honum hæfir aðeins bjartur heimur eftir dauðann. Hér um bil svona held ég þetta sé. — Ég hef lesið lýsingar á öðrum heimi eftir ýmsa, hélt Þór- bergur áfram, og mikið hugsað um þetta sjálfur. Lífið á hin- um efri svæðum helvítis er ekki ósvipað og hér, að ég hygg. Og ég hef talað við menn, sem hafa séð meira eða minna í annan heim. Einn framliðinn maður segir frá dvöl sinni í hel- víti. Hann var fyrst eftir dauðann á hinum efri svæðum hel- vítis og varð margs vísari. Þar kom hann að stórri verksmiðju og gaf sig á tal við verkamennina: — Hvernig gengur það hjá ykkur ? spurði hann. — Helvítlega, sögðu þeir. — Nú, seg- ir hann, þið hafið þó vinnu. — Já, en sérðu ekki vörustaflana hér fyrir utan ? Við erum að senda þetta frá okkur á kvöldin og svo er það komið aftur að morgninum. — Hvers vegna er- uð þið þá að vinna ? spyr maðurinn. — Heldurðu, að við verð- um ekki að vinna ? svöruðu þeir. Heldurðu, að við eigum að liggja í iðjuleysi ? Galdurinn í þessu var sá, að fólk pantaði hjá þeim vöruna og uppgötvaði síðan, að það hafði ekkert við hana að gera. Allt, sem þeir gerðu, gat það gert sjálft, því hinumegin getum við haft svipuð áhrif á efnið með hugsun- inni og við höfum hér með höndunum. Þar getur laghuga maður byggt sér hús með hugsuninni, saumað á sig föt o. s. frv. En vesalings mennirnir í verksmiðjunni höfðu ekki ennþá getað skilið þetta ástand og héldu áfram að kvelja sig með því að strita til einskis. Þeim hafði verið kennt hér í heimi, að stritið væri undirstaða hamingjunnar. Þessi framliðni maður kemur í kirkju, og allt, sem þar fór fram, var ákaflega lágkúru- legt. Presturinn var margorður um það í ræðu sinni, að safnað- armeðlimir létu sig vita, ef þeir vissu einhverja skömm um aðra safnaðarmeðlinii, og lagði ríkt á við fólkið að gefa til kirkj- unnar. Hann kom í borg, sem var nefnd Rómaborg hin forna. Það er svona svipað og þegar Bandaríkjamenn kalla stærstu borg sína New York eftir York í Englandi. ímyndunaraflið á þessum sviðum hinumegin virðist ekki vera meira en hér. Máski hefur þessi bær heitið The Old Rome. Lífið þarna var ósköp ömurlegt, húsin óásjáleg og mörg forfallin, göturnar skítugar, og fólk hékk þar fram á grindverk og góndi á þá, sem framhjá fóru og hafði mikla skemmtan af að hrekkja hvert annað. Þarna sá hann styrjöld, og þar gerðist það, sem okkar forfeður virðast hafa haft eitthvert hugboð um, ef marka má sagnir af ein- herjum, að menn féllu í stríðinu, en dóu ekki, og risu upp aftur. Þess vegna var hægt að halda áfram stríðinu endalaust, ef hetjurnar sönsuðust ekki. Þetta var eiginlega stríð eins og stríðsgróðamenn vilja hafa það. Þessi maður mun hafa verið misendismaður. Hann framdi morð og dó af bílslysi í London. Hann þokaðist lengra og lengra niður á við hinumegin og síð- ast var hann krminn niður í svartamyrkur, sem gljáði eins og hrafn. Þar var hann innan um mjög óhugnanlegar verur, sem reyndu að gera honum og hver annarri allt til miska, sem þær gátu. Hann var að reyna að rífa sig upp úr þessu umhverfi, en sambýlingar hans héldu í hann, og líf hans þarna var einn þeyt- ingur við að flýja og komast burt. Einhvern veginn tókst hon- um að komast burt. Einhvern veginn tókst honum að komast upp í meiri birtu að lokum, en ég er búinn að gleyma, hvern- ig það var.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.