Morgunblaðið - 24.11.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.11.1974, Blaðsíða 24
Hnútarnir ísál- arlífinu ogþorstinn í Helvíti HÉR á eftir fara nokkrir kaflar úr Kompaníinu við allífið, samtölum Matthíasar Johannessens við meistara Þórberg. Við birtum þessa kafla vegna andláts Þör- bergs, en Kompaníið er fyrir löngu uppselt. Matthias skrifaði Kompaníið upp úr samtölum sínum við meistarann 1958 og 1959, en Ragnar í Smára gaf bókina út í tilefni af sjötugasafmæli Þórbergs, 12. marz 1959. Samtölin eru skrifuð í samfellt mál úr minnis- punktum M., en þeir Þórbergur töluðu oftast saman að heimili hans og Margrétar að Hring- braut 45. LAUGARÐAGUR 22. NÚVEMBER (BROT). — Já, rétt. Hvernig hugsarðu þér lífið eftir dauðann ? — Ég veit auðvitað ekkert um líf eftir dauðann annað en það, sem ég hef lesið í þeim skynsamlegustu bókum, sem um það hafa verið skrifaðar. Svo hefur mín eigin hugsun komið mér til hjálpar. Menn halda, að þessi ,,annar heimur“ sé ákaf- lega ólíkur okkar heimi og nánast sagt ekki háður neinum náttúrulögmálum. Lífið þar sé því gerólíkt okkar lífi. En sann- leikurinn mun vera sá, að það er enginn annar heimur til, held- ur er hér um að ræða þann hluta af okkar jörð, sem við hvorki sjáum, heyrum né getum þreifað á með okkar takmörkuðu skilningavitum. Þegar við deyjum, mun líkami okkar ,,hinu- megin samsvara því heimssvæði, sem við vöknum upp á eftir dauðann. Það er allt og sumt. — Sumir vilja bara lifa í verkum sínum. — Það er heimskuleg eigingirni. Og það verður hemill á framförum manna að hanga við þau verk, sem þeir hafa skapað í þessu lífi. Svo segir Mahatma Thorbergananda Thor- darcharaka. — Heldur þú, að lífið eftir dauðann sé skemmtilegt ? — Nei, ég held það sé leiðinlegt fyrst, fyrir allan þorra manna. Við sofnum burt héðan frá hákarli, hangikjöti, koníak- snafs og uppáferðum og vöknum í ókennilegum heimi, sem hef- ur ekki neitt af þessu að neinu gagni. Þetta er svona svipað því að flytjast úr Suðursveit norður í Angmagsalik. En svo held ég nú birti yfir þessu smátt og smátt, það verður meiri og meiri feg- urð í kringum okkilr, hákarlinn og hangikjötið gleymast, uppá- ferðirnar breytast í kynlausar ástaryfirhellingar og það verður sennilega mikið af sinfóníum pasagalíum, óperettum, rapsódí- um og varíasjónum. Þá fer ég að hitta Árna prófast Þórarins- son. — En hvernig heldur þú, að líðan manna eftir dauðann verði? — Ég held hún fari eftir andlegu ástandi þeirra. Líðan fólks í okkar heimi fer að miklu leyti eftir efnalegum kringumstæð- um þess. Því veraldlegar sem menn eru sinnaðir, því erfiðar eiga þeir með að sætta sig við þetta áframhald af lífinu. Ut úr þeim vandræðum fara sumir að leita fyrir sér um samband við þennan heim. Ganga með öðrum orðum aftur. En þeir, sem eru vel innrættir og hafa gott vit og hafa ekki hangið fast við ver- aldlega muni, eiga miklu hægar með að sætta sig við kringum- stæðurnar. Og þeirra kringumstæður verða betri. Menn, sem hafa alla sína ævi ekki hugsað um annað en veraldarauðinn hafa ekki að öðru að snúa sér, þegar yfrum kemur, en ég held að gróðabrall gangi þar skrítilega, þó að borið verði það við. Ég held, að gengisfellingin á krónunni sé ennþá meiri þar en hér. Okkar heimur er heimur kraftar og athafna. Þess vegna segja allar þjóðir: Við verðum að vera sterkar, en engin seg- ir: Við verðum að vera góðar. Kraft und Freude. Englending- arnir vilja vera sterkir. Þess vegna senda þeir herskip til að vernda ræningja í landhelginni. Ef Macmillan hefði óskað þess að vera góður, þá hefði honum fundizt hann vera að fremja glæp gagnvart brezka heimsveldinu. Það er móralskt fagurt að vera sterkur, en það er glæpur að vera góður frá heimsveldissjónarmiði. En svo fá kraftamennirnir sér sæmilega kollsteypu í helvíti eftir að þeir eru komnir yfrum, og í henni held ég þeir fari að óska að verða góðir. Ég held að heimurinn hinumegin sé heimur samhjálpar og mannúðar, þegar kemur upp fyrir eiginhagsmunasviðin. MANUDAGURINN 24. NÚVEMBER, KLUKKAN 20.33—2.30. — Margrét ætlar að fylla þig í kvöld, sagði skáldið og glotti. Eg kom til hans skömmu eftir fréttir, og það var eins og hann hefði beðið með dálítilli eftirvæntingu. Við fengum okkur sæti. Margrét kom inn með tvö glös. Hún hellti í þau. Þórbergur sagði: — Þorláksdropar. Maður finnur vel á sér af tveimur glösum. En nú skulum við byrja. Já, við vorum ekki búnir að ljúka við eilífðarmálin. Endurholdgunin er eftir. Ég er sann- færður um, að hún e- staðreynd. Línur lífsins eru ekki beinar. Þær eru sporöskjuligaðar. Við höfum verið mörgum sinnum á þessari jörð, og tlestir eiga eftir að vera hér mörgum sinnum. En oftast líður langur tími, kannski mörg hundruð ár, milli endurfæðinga. í sumum lífum erum við karlmenn, í öðrum kvenmenn. Mér er illa við endurholdgun, því maður getur rat- að í margs konar ófærur, þegar maður kemur hingað aftur. En ég get samt ekki snuðað mig frá, að hún sé veruleikinn mikli, og sannleikanum skal maður fylgja, hvort sem hann er ljúfur eða leiður, því hans lögum verðum við að hlíta fyrr og síðar. Undan því verður aldrei komizt. En margir eru svo gerðir, að þeir neita þeim hlutum, sem þeim finnst óþægilegir. Að því leyti, sem við þekkjum lögmál tilverunnar, þá tekur hún skoð- anir okkar ekki til greina. Ég hef oft óskað mér, að hann væri eins lygn hér úti á Melunum eins og austur í Snobbhill í hvassri norðanátt, en jafnvel svona lítið bænartetur hefur aldrei verið heyrt, hvorki á hærri né lægri stöðum. Jæja, ertu þá ekki orð- inn fullur ? Ertu ekki búinn að tapa dómgreindinni ? Er ekki andagiftin búin að fá yfirhöndina yfir vitinu ? Hér er Þjóðvilj- inn, sérðu stafina ? — Friðjón Stefánsson: Ástarsaga eftir pöntun. — Já, sko til. Þú þolir eitt glas í viðbót. — Heyrðu Þórbergur, nú vil ég fá ástarsögu eftir pöntun. — Nei, kemur ekki til mála. Ég vil ekki ræða meira um þau mál. En ég skal tala við þig um ástina, ef þú vilt. Hún byrjar með því, að maðurinn elskar aðeins sjálfan sig. Svo fer hann að elska einhverja eina veru aðra, svo Frjálsa þjóð, svo þjóð- irnar í Atlantshafsbandalaginu. Og svo allar þjóðir, meira að segja Rússa. Allt líf. En við verðum að gera greinarmun á ást og elsku eða kærleika. Ástin er innilegt vináttuþel, sem kem- ur og fer. En upp úr henni vex elskan. Hún er ekki fyrir utan manninn, ekki eitthvað sem hann er að strefa eftir, heldur er hún orðin innihald hans. Þá elskar hann ekki neina eina veru, né eitt land né eina þjóð sérstaklega, heldur ber hann í brjósti kærleika til allra manna. Allra þjóða. Alls lífs. Þá er maður- inn kominn á það stig, að hann getur ekki verið öðruvísi. Þetta er orðinn eiginleiki. Ástin kemur upp úr samfélagsþörfinni, en hún er aftur sprottin úr þörfinni til að sameina. . . . En bíddu við, nú þarf ég að taka veðrið: Loft smáskýjað, sunnan gola, hiti 3,9 stig. Tunglsljós . . . já, til að sameina sig gegn óvin- um. Þessi sameining grípur svo um sig og víkkar, unz svo er komið, að maðurinn elskar óvini sína líka. En þú vilt endilega fá að vita eitthvað heldur um holdlega ást. Þekkirðu hana ekki nógu vel sjálfur, kominn á þennan aldur ? Hún stjórnast af kyn- hvötinni, þú veizt það. Ut í kynhvötina hellir maður svo nokkr- um dropum af andlegheitum og þá fer þetta að breytast í and- lega vináttu. Hún er úr þokkalegri toga spunnin en holdlega ástin, en ekki eins sæt. Munurinn á þeim er eins og á hrís- grjónabrennivíni og rauðvíni. Ég var í stórveizlu í Peking. Þar voru líka Maó og Sjú Enlæ, sérlega geðslegir menn. Gestirnir skiptu þúsundum, impónerandi mannhaf, og allir stóðu við borð- in. Þar var veitt hrísgrjónabrennivín. Það hreif svo vel í, að ég fann ekki til minnstu þreytu, þó að ég stæði þarna hreyfingar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.