Morgunblaðið - 24.11.1974, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.11.1974, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÖVEMBER 1974 Nú, ég er kristinn... RIGNINGARHRYÐ JURNAR gengu yfir bílinn hver af annarri, þar sem hann öslaði suður Kefla- vlkurveginn. Þó náði sólin að Umsjón: Jóhannes Tómasson Gunnar E. Finnbogason. brjóta geislum sfnum leið niður i gegnum skýjaþykknið. Ekki stóð sú dýrð lengi, þvi brátt dró fyrir aftur og kuldahrollurinn læddist niður hryggsúluna. Kári var mis- lyndur i dag, hann tók á móti gestunum sænsku með hryssingi. Tilefni ferðarinnar var að ná tali af meðlimum kórsins Choralerna, sem tylltu fæti sinum á islenzka grund i svo sem klukkutima á leið sinni til Bandarikjanna fyrir skömmu. Að loknu hljómleika- haldi vestra mun kórinn halda hljómleika i Reykjavík, þriðjudag- inn 26. nóvember. klukkan 21. UM ÞAO DÆMA AÐRIR Lasse Brandström. Hvernig likar þér nú að koma til íslands? Hann hneppti að sér ullarvestinu sinu, hló við og sagði: Ágætlega, en það er nú svolítið kalt hérna! Hvenær var Choralernakórinn stofnaður? Við hófum starfsemi okkar Kristilegar bœkur kristileg HÉR kemur þriðji pistill- inn um kristilega bókaút- gáfu á íslandi og eru að- eins kynnt þrjú blöð í dag, sakir rúmleysis. Nokkur fleiri eru til og verða þau tekin til með- ferðar á næstunni. Kristilegt vikublað er gefið út af Heimatrúboðinu. Blaðið flytur greinar og fréttir um evganelísk-lúíherska kristni. Það er nú á 42. ald- ursári og hefur komið út reglulega síðan 1953 og kemur nú út hálfsmánaðar- lega, 2 tölublöð í senn. Blað- ið er mjög ódýrt, árs- áskrfit kostar kr. 150,— og 20 kr. í lausasölu. Kristilegt viku- biað hefur birt nokkur rit erlend, m.a. Min dáp, Skírnin mín, eftir Gunnar Prestsgárd, Um frelsi kristins manns eftir Martein Lúther. Það rit hefur Iferistilegt viítubU& limiloiki í liti'ii fcMv.. Mv, *■*>,*, «. Í/Mt, V-A, ****** * A> fc<*. >««).» M >r. «v>. fWm «» '"■■ SM ■* *VM< <W>«« >3 '« tU/M'/, >*■ ** ■*» ^ >*»» fcMC m vw.V- «• /~v«t> < .'/.«/ «> 4. >»vV /* ÍMi, <-///* o» bm m einnig komið út sem sér- prentun úr blaðinu og er fáan- legt hjá afgreiðslu þess, Oðins- götu 6a, opin 5—7 e.h. virka daga, sími 16279. Herópið er opinbert málgagn Hjálp- ræðishersins og kemur út nokkrum sinnum á ári, og hefur lifað nærri 80 ár. Blaðið hefur að geyma fréttir af starfi Hjálpræðishersins á íslandi og í öðrum löndum, viðtöl við með- limi hans og greinar eftii þá. Undirtitill blaðsins er: Heimur- inn fyrir Krist, og með starfi sínu, samkomuhaldi, rekstri gistiheimila og blaðaútgáfu er Hjálpræðisherinn að fara eftir boði Krists: Að prédika fagn- aðarerindið öllum þjóðum. 1 lausasölu kostar Herópið kr. 40,— en árgangurinn kr. 300,— Afgreiðsla er f aðalstöðvum Hjalpræðishersins Kirkju- stræti 2. Kirkjuritið tímarit Prestafélags Islands, hefur í tæp 40 ár komið út og nú hin síðari ár 4 sinnum á ári. Er þetta vandað rit og mikið að vöxtum, um 100 síður í hvert sinn. 1 guðfræðiþætti blaðsins eru tekin fyrir ýmsi guðfræði- leg efni, erlendar og innlendar greinar og rit eru þar birt, svo sem I þjónustu firðþægingar- innar eftir Olav Hagesæther biskup, Epiklesis eftir sr. Arn- grim Jónsson. 1 siðasta blaði er prestastefnu 1974 gerð nokkur skil, fréttadálkur heima og heiman og fleira áhugavert er þar að finna. Blaðið kostar kr. 600,- i áskrift, 150,- kr. eintakið. Afgreiðslu annast sr. Arhgrím- ur Jónsson, simi 30570. Látið gleðiópi gjalla fyrir Drottni gjörvöll lönd. Þjónið Drottni með gleði, komið fyrir auglit hans með fagnaðarópi. Sálmur 100,1-2. Choralerna til íslands 1968. þá um haustið. Kórinn hef- ur þvf starfað f 6 ár nú. Hvert var tilefni stofnunar? Jú. við söfnuðumst saman f Gautaborg til náms. Raunar eigum við ættir okkar að rekja til hinna ýmsu hluta Svfþjóðar. Við vildum þegar f upphafi miða að miklum tónlistarlegum gæðum, til þess að bera fram hinn kristilega boðskap. Við vorum sammála um að reyna að verða samkeppnisfær við at- vinnufólk. Og hefur það tekizt? Hann horfði glettnislega á mig og sagði sfðan: Um það verða aðrir að dæma! ROKK FAGNAÐARERINDISINS! Hvaða tónlistartegund flytur kórinn? Ýmsir segja að við syngjum aðallega soul-tónlist. Það er rétt, að við byrjuðum með svarta kirkjutónlist. Sú tónlist hefur þó þróast hjá okkur. Faglega heitið er Ifklega Gospel Rock. Nýjast á nál- inni hjá okkur er söngleikurinn Befriad eða Lifandi vatn. Hvað um áhrif bandarfska söng- hópsins The Edwin Hawkins Singers á Choralerna? Kórinn hefur sungið nokkur lög þeirra. það er rétt, en við höfum þróast samsfða, og höfum alger- lega okkar eigin tónlistarstfl. AÐ LEGGJA ALLT AF MÖRKUM Hvers vegna farið þið nú f þessa hálfsárs löngu hljómleikaferð? Lasse hljóðnaði við. Það er vilji Guðs, sagði hann, leit síðan fram- an i mig og bætti við. Það er kjarni alls kórstarfsins. Hins vegar höf- um við sungið víða utan Svfþjóðar nú undanfarið, t.d. f London f ágúst f fyrra. Þá fóru að berast tilboð hvaðanæva um hljómleika- Lasse Brandström. hald. Sfðan hefur mikið vatn til sjávar runnið, en nú erum við lögð af stað. Hvernig er andinn f kórnum utan sviðs? Hið manneskjulega samfélag er frábært. Þvi þakka ég, að við biðj- um og lesum Biblfuna saman. Og það verður svo sannarlega uppi á teningnum á okkar langa ferða- lagi. Meira að segja höfum við lesturinn á kasettum, sem leiknar verða f rútunni, þegar ekið verður á milli staða. Ég held, að sviðs- framkoma kórsins sé f réttu hlut- falli við bæn og lestur. Álagið hefur oft verið og verður einnig f Ulla skriffinnur. þessari ferð geysimikið. Við höf- um einungis krafta til þessa starfs, vegna þess, að allir starfa af einlægu hjarta, og hver og einn er fús til að leggja allt af mörkum, bæði krafta og fjárráð. Hverning er með peningahlið- ina? Já, Mammon er Iffseigur, svar- aði söngstjórinn og brosti. Það kostar óhemjulega mikið að ferð- ast með svona stóran kór og allan útbúnað, sem nauðsynlegur er. Nokkur launauppbót er greidd heima f Svfþjóð, og auk þess fáum við nokkra ferðapeninga fyrir tón- leikana. Fjárhagsáætlunin er þó ekkert til að gorta af. Það verður sorglega Iftið eftir, þegar búið verður að greiða alla reikninga. Þvf fylgir engin fjárhagslegur ávinningur að syngja með Choralerna, enda ekki keppikerfli okkar Við kvöddumst og hann hvarf f mannþröngina, viðfelldinn, lágvaxinn en þó kyngimagnaður. Hið ytra var þó ekki hægt að sjá Framhald á bls. 47 r r Eg er Drottinn Guð þinn... Eftir Hjalta Hugason stud. theol. 1 dag leiðum við hugann að fyrsta boðorðinu: Ég er Drottinn Guð þinn, þú skalt ekki aðra Guði hafa. Segja má, að 1 þvf felist forsenda allra hinna, eftir þeim vilja menn breyta, vegna þess, að Drottinn er þeirra Guð. Ef þetta boðorð vantaði, væru hin haldlítil ok, vilji menn ekki beygja sig undir gildi þess, brjóta þeir einnig hin nfu. Hér er boðorðið í þeirri mynd, sem algengust er allt síðan Lúther færði í letur Fræðin hin minni, en það er stytt mynd, vel fallin til á læra og muna. Til að kynnast dýpt þess og inntaki verðum við að hverfatil hinnar upprunalegu myndar. 1 II. Mósebók 20, 1—2, stendur: „Eg er Drottinn Guð þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahúsinu. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig.“ Mér er nær að halda, að f eyrum lsraelsmanna hafi þetta alls ekki hljómað sem boð; fagnaðarerindið, sem á undan fór, vó miklu þyngra. 1 þvf fólst, að Drottinn Guð, sem að upphafi kom skipan og sköpulagi á alla hluti með orði máttar sfns, hafði vitjað sinna manna, frumkjarna þess, er sfðan varð að heilli þjóð, Israel. Þeir voru ánauðugur minnihluti undir stjórn stórveldis Egypta, en hann rétti út hönd sfna og leiddi þá til frelsis með stórfenglegum hætti. 1 sáttmálanum, þar sem boðorðin tfu eru í miðpunkti, er það rauði þráðurinn, að hinn alvaldi Guð leit f náð sinni til einskis megnandi manna. Útvaldi þröngan hóp til að leiða fram af honum þann, er til blessunar yrði öllum þjóðum. Þar var ein þjóð útvalin en engin sett hjá. Fyrsta boðorðið á einnig að vera kristnum mönnum slfkur fagnaðarboðskapur. Drottinn Guð, sá, sem vitjaði manna, fyrst sinnar útvöldu þjóðar f sáttmálanum, sfðar alls mannkyns 1 syni sfnum, Jesú Kristi, vill vera þerra Guð, ekki ef þeir vinna verk að hans skapi, heldur ef þeir þiggja náð hans. t ljósi þessa boðorðs markast einnig afstaða kristinna manna til annarra trúarbragða. Þeir þekkja þann Guð, er vitjaði þeirra, vita, að enginn er til, er jafnast á við hann, þeir vilja ekki og mega ekki hef ja neitt á þann stall að guði líkist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.