Morgunblaðið - 24.11.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.11.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1974 Náttúrufræðifélagið: Sníkjudýr í sauðfé HIÐ ÍSL. náttúrufræðifélag hef- ur lengi efnt til fyrirlestra um ýmiskonar efni um náttúru Is- lands sfðasta mánudaginn í hverj- um mánuði. Næstkomandi mánu- dag er fyrirlesarinn Sigurður Richter, cand. scient og talar um snikjudýr f sauðfé. Mun Sigurður sýna myndir og koma upp smá- sýningu á dýrunum sjálfum. Hefst fyrirlesturinn kl. 8.30 í háskólabyggingunni Lögbergi. Sigurður sagði Mbl., er hann var inntur eftir því, að á íslandi væru hátt í 30 teg. sníkjudýra i sauðfé. Þar má nefna hin sögu- frægu sníkjudýr, fjárkláðamaur- inn og sullaveikibandorminn, sem enn finnast hér, þó ekki sé það í ríkum mæli. Sullaveikibandorm- urinn lifir i hundum, en lirfustig- ið, þ.e. sullurinn, verður að fara i gegnum kind eða mann. Þessi sullur hefur enn fundist á nokkr- um stöðum austanlands og er fylgst með þvi og gerðar ráðstaf- anir, en illa gengur að losna alveg við hann. Fyrir utan þessi frægu snikju- dýr í sauðfé eru allir innyflaþráð- ormarnir, sem bændur eru að berjast við, og mun Sigurður segja frá þeim. Um þetta efni vita ekki margir, og því verður vafa- laust fróðlegt að hlusta á fyrir- lesturinn. ÞJÓÐHÁTÍÐARÚT- GÁFA LANDNÁMU Ruth Little Magnússon, Reynir Einarsson og Elfsabet Erlingsdóttir eru meðal þeirra, sem fram koma á tónleikum Hljómeykis. Tónleikar Hljómeykis í dag EfNS og kunnugt er hefur Stofn- un Arna Magnússonar gert úr garði mjög vandaða útgáfu Land- námu til að minnast ellefu alda Hin glæsilega ljósprentun Landnámuhandrita, sem Árna- stofnun hefur gefið út f minn- ingu ellefu alda byggðar á Is- landi. byggðar á Islandi. Eru þar ljós- prentuð nær öll handrit Land- námu, sem gildi hafa fyrir varð- veizlu hennar. Þessi nýja útgáfa er mikið rit, 710 blaðsíður í mjög stóru broti. Hún er handbundin í rautt geitarskinn, og á fremra spjaldi er þjóðhátíðarmerkið prentað í sama lit. Blaðið hafði tal af forstöðu- manni Árnastofnunar, Jónasi Kristjánssyni, og innti hann eftir því hverjar viðtökur Landnámu- útgáfan hefði fengið. Kvað Jónas Síðasta sölu- ferð Hjörleifs var frábær viðtökurnar hafa verið einstak- lega góðar, jafnvei enn betri en hann hefði gert sér vonir um. Af þjóðhátíöarútgáfunni voru prent- uð nákvæmlega 1000 eintök, en af þeim voru aðeins um 700 til sölu á frjálsum markaði. Sagði Jónas, að af þessum 700 eintökum væru fáein enn eftir hjá Árnastofnun, og mundu þau öll hverfa á næstu dögum eðavikum. ALMENNAR umræður fóru fram á Landsfundi AlþýðubandaJags- ins sl. fimmtudagskvöld. Bjugg- ust flestir við, að kjaramálin myndu setja mestan svip á um- ræðurnar, en svo reyndist ekki. Menn deildu svo til eingöngu um fyrirhugaða málmblendiverk- smiðju Union Carbide, sem á að rfsa 1 Hvalfirði. Framsöguerindi fyrir hinar almennu umræður fluttu ráðherrarnir fyrrverandi, Magnús Kjartansson og Lúðvík Jósepsson. Magnús Kjartansson sagði m.a. í sinni ræðu, að núverandi ráða- menn héldu ekki rétt á málum í sambandi við byggingu málm- blendiverksmiðjunnar. Fram- kvæmdir væru ekki tímabærar nú og sízt undir forystu þeirra, sem nú stjórnuðu. Vitað væri, að 10—20 evrópskir og bandarískir auðhringar hefðu gefið sig fram og spurzt fyrir um stóriðjurekstur eftir að núverandi rikisstjórn tók við. Að lokinni ræðu Magnúsar hófust hinar almennu umræður og fóru menn strax að ræða um málmblendiverksmiðju og stór- iðju á íslandi, nema hvað einn og einn maður reyndi að beina um- ræðunum inn á nýjar brautir, sem ekki tókst. I DAG sunnudag, heldur Hljóm- eyki tvenna tónleika í Norræna húsinu. Hefjast þeir fyrri kl. 3 en hinir sfðari kl. 5. Á efnisskránni er norræn tón- list, m.a. lagaflokkurinn Hevjið 1 Homrum eftir Danann Vagn Holmboe. 1 lagaflokknum eru sex lög, en lagaflokkur þessi hefur ekki heyrzt hér áður. Gestir Hljómeykis á tónleikun- Helgi Guðmundsson sagði t.d., að sér væri sama þótt samtenging orkuveitusvæðanna kæmist ekki á ef það hefði ekki pólitiska þýð- ingu. Nú væri nauðsyniegt að nota timann vel og reyna að koma í veg fyrir samninga við Union Carbide. Tryggvi Sigurbjarnar- son var á öðru máli. Sagði hann, að Magnús Kjartansson hefði átt að reyna að semja við Union Carbide. Því hann hefði örugg- lega náð betri samningum en nú- verandi stjórn gæti og menn hefðu átt betra með að sætta sig við þá samninga. Það vissu allir, að það þýddi ekkert að streitast á móti auðhringunum, þeir væru nú alls staðar. Menn keyptu t.d. hér frystikistur í tugatali frá Philips og ITT. Betra væri að hafa verksmiðjur frá þessum félögum á Islandi og að Islending- ar græddu eitthvað á þeim heldur en að láta þá græða eingöngu á okkur. Þá tóku til máls Sveinn Kristinsson og Þorgrímur Starri Björgvinsson. Sagði Sveinn, að hann varaði menn við auðhring- unum. Þorgrímur Starri sagði, að þeir boðuðu félagslega tortím- ingu, það hefði kísiliðjan sannað. Helgi Guðmundsson sagðist um verða þau Elisabet Erlings- dóttir og undirleikari hennar, Kristinn Gestsson. Þau flytja „Lög handa litlu fólki“ eftir Þor- kel Sigurbjörnsson og íslenzk þjóðlög, sem Fjölnir Stefánsson hefur útsett. I Hljómeyki eru níu söngvarar, en hópurinn kom fyrst fram á tónleikum i marzmánuði s.l. hafa deilt um það við Magnús Kjartansson hvort það væri sið- ferðilega rétt mat að semja við auðhringana og hefði ráðherrann talið að svo væri. Þetta væri að vera í heimsveldissinnaðri að- stöðu Nú tók Tryggvi Sigurbjarnar- son aftur til máls og sagði, að sér fyndist það fánýtt ef ekki ætti að fylgja samþykktinni frá siðasta flokksráðsfundi um að semja við auðhringana. Okkur væri nauð- syn að gera það, hvort sem okkur likaði betur eða verr. Haraldur Steinþórsson tók nú til máls og sagði, að hann hefði haldið, að hér ættu að fara fram umræður um stjórnmálaviðhorfið en ekki Union Carbide. Bað hann menn i guðanna bænum að hætta þessu þjarki. Ekki hafði Haraldur fyrr lokið sinum málflutningi en Arnlín Ólafsdóttir, formaður stúdentaráðs H.l. steig i pontu og byrjaði að hamra í hinum slæmu auðhringum. Eftir þetta minnk- uðu umræður um Union Carbide nokkuð og fundinum var slitið eftir að þeir Hallfreður Örn Ei- riksson og Sigurður Magnússon höfðu aðeins rætt um verkalýðs- málin. A Iþýðubandalagsins: Miklar deilur um Union Carbide Kauphækkun um mánaða- mót í trausti ís að vinnu ls* friður haldist ÞANN 21. nóvember s.l. var hald- inn stjórnarfundur í Vinnuveit- endasambandi Islands. Tilgangur fundarins var að ræða þau við- horf, sem skapazt hafa i kaup- og kjaramálum eftir að nær öll verkalýðsfélög landsins hafa sagt upp kaup- og kjarasamningum sfnum frá 1. nóv. s.l. Á fundinum var meðal annars rætt um ráðstafanir ríkisstjórnar- innar 1 efnahagsmálum. Þær miða fyrst og fremst að því að reisa rönd við óðaverðbólgunni, og forðast þannig óhjákvæmilega stöðvun flestra undirstöðu- atvinnuvega landsmanna og þar af leiðandi ófyrirséð atvinnu- leysi. Jafnframt því hefur verið reynt að koma til móts við þarfir hinna lægst launuðu með lög- unum um jafnlaunabætur. Á fundinum kom fram, að enn væri óljóst, hvort þessar ráð- stafanir nægðu til þess að fyrir- tækin gætu þoiað versnandi við- skiptakjör og aukin framleiðslu- kostnað á öllum sviðum. Eftir miklar umræður sam- þykkti fundurinn einróma eftir- farandi tillögu: „Þar sem flestum kaup- og kjarasamningum hefir verið sagt upp frá og með 1. nóv. s.l. en eftir þeim unnið með þeim breyt- ingum, sem lög ákveða, samþykk- ir stjórn Vinnuveitendasambands Islands þrátt fyrir erfiða stöðu margra atvinnugreina, að unnið skuli áfram eftir síðustu kaup- og kjarasamningum. En af því leiðir, að grunnkaupshækkanir, sem gert er ráð fyrir í hlutaðeigandi samningum, koma til fram- kvæmda á þeim tíma, sem þar greinir. Samþykkt tillögunnar er gerð í trausti þess að vinnufriður haldist.“ Óbreytt líðan LlÐAN piltsins, sem hefur verið meðvitundarlaus sfðan hann lenti f átökum við afa sinn á Akranesi sl. mánudagskvöld, var svipuð þegar Mbl. hafði samband við Landakot í gær. Að sögn Hermanns G. Jóns- sonar, fulltrúa bæjarfógetans á Akranesi, hefur ekkert það komið fram við rannsókn sem skýrt get- ur það, að pilturinn missti meðvitund. Samdrátturinn eykst Frá fréttamanni Mbl. Geir H. Haarde. Washington 22. nóv. Nýsköpunartogarinn Hjörleif- ur gerði það ekki endasleppt i sinni s'ðustu söluferð og hefur heppnin því fylgt skipinu í sinni sfðustu ferð sem áður. Hörleifur seldi 133.8 tonn af fiski i Cuxhaven á fimmtudag fyrir 200.013.00 mörk eða 9.4 millj. kr. Meðalverð fyrir hvert kg var kr. 70.50, sem er eitt bezta verð, sem íslenzkur togari hefur fengið i Þýzkalandi á þessu hausti. Ingimar Einarsson, fram- kvæmdastjóri Félags ísl. botn- vörpuskipaeigenda sagði, að það hefði enginn átt von á þessu góða verði. Þjóðverjarnir hefðu upphaflega verið á móti því að fá skipið, en engu að síður hefði það verið látið sigla, og með þessum góða árangri. Framboð var lítið á þýzka markaðnum í fyrradag og seldi aðeins einn togari i Cuxhaven fyrir utan Hjörleif. Frá Þýzkalandi heldur Hjörleif- ur til Spánar, þar sem skipið verð- ur rifið í brotajárn. EFNAHAGSVANDINN í Banda- ríkjunum fer vaxandi ef marka má nýjustu upplýsingar. Af 92 milljónum manna á vinnu- markaðinum í landinu ganga nú 5lA—6 milljónir án atvinnu eða sem svarar um 6% vinnuaflsins. Ástandið hefur að vísu áður verið verra en atvinnuleysi á borð við þetta er þó á mörkum þess að vera pólitískt þolanlegt hér í landi og má nú búast við, að stjórnvöld grípi til þess ráðs að ráða fólk i vinnu á eigin vegum i stórum stíl til að reyna að vinna nokkra bót á. Enda þótt tölur um atvinnuleysi hafi sögulega séð ævinlega verið hærri í Bandaríkjunum en í Vestur-Evrópu vegna annarra vinnubragða við skráningu atvinnulausra eru flestir þó sam- mála um, að við svo búið megi ekki standa. Og þrátt fyrir þetta atvinnu- leysi heldur verðbólgan áfram hröðum skrefum. Verðlag í Bandaríkjunum er nú um 12% hærra en fyrir ári. Siðasta mánuð hækkaði verðlagið um 0.9% sem er ívið minna en í ágúst og september. Hér er á ferðinni vandamál, sem gjarnan er nefnt „stagflation“ (þ.e. stagnation/inflation eða stöðnun/verðbólga, sem er sam- dráttur af völdum verðbólgu) — fyrirbæri, sem jafnan hefur verið talið með ólíkindum. Samdrátturinn er ekki eina þversögnin í núverandi efnahags- ástandi. Vegna efnahagslægðar- innar hefur kaupmáttur almenn- ings minnkað og bílakaup t.d. dregizt saman. Minnkandi eftir- spurn ætti fræðilega séð að valda verðlækkun, en fræðin snúast veruleikanum ekki snúning að þessu leyti. Um þessar mundir og á sama tíma og bilframleiðendur segja upp starfsfólki í þúsunda- tali og draga saman seglin heldur bílverð áfram að hækka. Ekki er að undra þótt almenningur viti vart hvaðan á hann stendur veðrið. Einu aðilarnir i viðskipta- lífinu, sem hagnast núna, eru veð- lánarar. Viðskiptin hafa sjaldan vprið jafn fjörleg hjá þeim. Ford í Asíuferð A meðal öll þessi vandamál eru óleyst og efnahagstillögur Fords Bandaríkjaforseta hafa ekki fengið afgreiðslu í þinginu, er hann á ferðalagi í Asiu. Ekki eru allir á einu máli um nauðsyn þeirrar f erðar og sumir telja hana beinlínis hættulega. Robert Byrd, aðstoðarleiðtogi demókrata i öld- ungadeild þingsins, sagði nýlega, að forsetinn væri að bjóða hætt- unni heim með því að leggja i svona ferðalag á meðan enginn varaforseti væri til að taka völdin, ef eitthvað kæmi fyrir Ford. Svo eru þeir, sem segja, að Ford hafi einfaldlega ekkert að gera út fyrir landsteinana á þessum tíma Framhald á bls. 47.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.