Morgunblaðið - 24.11.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.11.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÖVEMBER 1974 Hvaðbýrundir í IVI eðg öng utíma? REYKVÍKINGAR hafa sótt leikhús óvenju vel nú á haustmánuðum, svo að forráðamenn beggja at- vinnuleikhúsanna segjast vart muna annað eins. Að einhverju leyti má eflaust rekja þessa aðsókn til verkefnavals leikhúsanna, en þau státa bæði af skemmtileikjum, sem hlotið hafa almennings hylli. Nú síðast hefur Leikfélag Reykjavíkur hafið sýning- ar á einum þvílíkum — Meðgöngutíma pólska leik- skáldsins Mrozek og er þetta frumraun Hrafns Gunnlaugssonar sem leikstjóra. Þessi sýning er af mörgum talin mestur viðburður í íslenzku leikhús- lífi nú undanfarið — því að þótt gáskinn svífi yfir vötnum þessa leiks, þykjast menn merkja alvöru- þrunginn boðskap þar undir niðri, og eigi hann erindi til allra. Hins vegar er þessi boðskapur hugvitsamlega fléttaður inn i ærslafenginn fáran- leikann — enda Morzek sagður sverja sig í ætt þeirra leikritahöfunda sem eru kenndir við fjar- stæðuleikhúsið — svo að ímyndunarafli áhorfand- ans er gefinn tiltölulega laus taumur, og hver og einn ætti að geta lagt út af boðskapnum að eigin geðþótta, ef áhorfandinn telur þá leikritið yfirleitt hafa einhvern boðskap að flytja. Meðgöngutími — bæði leikrit og sýningin i Iðnó — hefur annars fengið mjög lofsamlega dóma leik- listargagnrýnenda dagblaðanna og þeir komast allir að áþekkari niðurstöðu en maður á að venjast úr þeim herbúðum. Hér á eftir verður gefið svolítið sýnishorn af skoðunum gagnrýnenda: Hinn nýi leiklistargagnrýnandi Morgunblaðsins segir þannig f leikdómi sinum: Fyrsti þáttur hefst í raunsæis- stíl og er allur útlistun (expo- sition) að hefðbundnum hætti. Persónur eru aðeins tvær og hlýt- ur leikstjóra að hafa verið tals- verður vandi á höndum með að gera þetta langa samtal lifandi, en vel tekst að draga fram and- stæður persónanna. Smátt og smátt og hnökralaust er horfið frá raunsæi til fjarstæðu og eftir að Maðurinn hefur unnið bug á hiki Gestsins verður samspil persón- anna eðlilegt og rökrænt innan hins viðtekna ramma. Leikur Þor- steins Gunnarssonar er hér með ágætum og Jón Sigurbjörnsson nær sér fljótt á strik eftir nokkra stirfni í upphafi. Annar þáttur er langbesti kafli leiksins og vekur öblandna kátínu. Hér ná leikararnir allir fram sínu besta. Helgi Skúlason er forkostulegur, elliær heimilis- harðstjóri og Sigríður Hagalín á ekki í neinum vandræðum með að koma Konunni til skila eins og betur kemur fram í síðasta þætti. Sverrir Hólmarsson skrifar Leikhúspistil í Þjóðviljann og segir f niðurlagi gagnrýni sinnar: Skýrar línur eru dregnar í sýn- ingunni, persónurnar allar mark- aðar sterkum dráttum, og gera leikararnir það undantekningar- laust vel. Persónur eiginmanns- ins og stjórnleysingjans voru dregnar upp af stakri nákvæmni og óbrigðulli tækni af Jóni Sigur- björnssyni og Þorsteini Gunnars- syni, og karlinn gamli var í góðum höndum Helga Skúlasonar, sem nýtur sín sjaldan betur en þegar hann leikur arga karlfauska. Það er kannski ekki úr vegi hér að minhast á það frábæra hand- bragð á umgerð sýningarinnar, sem hefur um langt skeið verið eins konar vörumerki þeirra hjá Leikfélaginu: I Meðgöngutíma getur að lfta einhverja stílhrein- ustu og fáguðustu leikmynd sem Steinþór Sigurðsson hefur unnið. Þessi sýning er þakkarefni, einkum vegna þess að hún höfðar til hugsunar og skynsemi, en þeir eiginleikar hafa satt að segja ekki verið ofreyndir af þvf sem leik- húsin hafa boðið uppá nýverið. Undir yfirskriftinni Frelsi og bylting skrifar svo Olafur Jóns- son leikgagnrýni f Vísi. Hann segir m.a.: . . . sem betur fer er pólitfska útleggingin ekki einasta hjáip- ræði leiksins: hin skringilega saga sem ber hana uppi og fram er ágætlega virk í öllum sínum afkáraskap, Ieikurinn firrist allar málalengingar út af efninu, greiður í spori og skýrmæltur og þess vegna ansi skoplegur. I sýningu Leikfélags Reykja- vfkur, sviðsetningu Hrafns Gunn- laugssonar, var einmitt lögð rækt við þessa eðliskosti leiksins, ein- faldleik og stílfærslu, klára og skýra persónumótun, það sem hún náði, léttvfga hantéringu hinna alvörugefnu útleggingar- efna i leiknum: af þessari frum- raun hans að dæma er Hrafn hag- virkur og smekkvís leikstjóri. Og Jón Sigurðsson skrifar um leikritið í Tfmann og segir þar: Persónur eru fimm: Afinn, sem Helgi Skúlason leikur og fer á kostum, hjónin, en þau leika Sig- ríður Hagalin og Jón Sigurbjörns- son, og vinnur hann hér tvímæla- laust leiksigur f óvæntu hlutverki, Stjórnleysinginn, sem Þorsteinn Gunnarsson leikur skemmtilega, en Barnið leikur Kjartan Ragnarsson. Hlutverk hans er fyrirferðarmikið, og að sumu leyti sérstætt en hann skilar því með ágætum. Það er að ýmsu leyti vandaverk að stjórna leikriti sem þessu, því að það er erfitt að þræða það einstigi sem liggur milli skopsins og örvæntingarinnar og láta þó hvort tveggja njóta sín. Þetta hefur Hrafni Gunnlaugssyni og samstarfsfólki hans tekizt og séu þeim þakkir færðar fyrir. Leiklistargagnrýnendur eru þó ekki óskeikulir fremur en páfinn, hvorki skilningur þeirra á leik- verki né gæðamat þeirra á sýn- ingu. Þess vegna datt Morgun- blaðinu í hug að gaman væri að fá fleiri til leiks og spurði sex leik- húsgesti hvaða boðskap þeir teldu fólginn f ærslum Mrozek og hvernig þeim þætti sýningu Leik- félags Reykjavíkur á Meðgöngu- tíma takast að koma þeim boð- skap til skila: KANNSKI UM SNÍKJUDÝR? Thor Vilhjálmsson, rithöf- undur svaraði spurningu Morgun- blaðsins með eftirfarandi: Um hvað er þetta leikrit? Kannski um snikjudýr. Eru ekki allar persónurnar sníkjudýr? Og eitt sníkjudýrið, eiur það ekki annað af sér; þau bregða yfir sig ýmiskonar hjúp eftir aðstæðum og stöðumun í valdataflinu. Ur- ræðalausir smáborgarar þykjast vera frjálslyndir meðan aftur- haldið ríkir (ef það heyrir ekki til) — þykjast ætla að brjótast undan kúgun þess; en hlaupa svo i þess faðm og gera bandalag við það þegar þeir verða hræddir við þann ómálga og ofvaxna óskapnað sem þeir gátu af sér með óðagots- blíðubrögðum þegar stundarhlé fékkst undan harðstjórninni við það að afturhaldið og Uppgerðar- leikari stjórnleysisins tókust á út af fjárhættuspilaskuldamálum. Stjórnleysinginn sem þóttist vera hafði setzt upp hjá þessum auðnu- leysingjum og dúdúfuglum úr- eltra hátta þar sem allt sem var boðið reyndist lygi og hvaðeina er týnt sem átti að prýða; þó undi hann vel í vistinni i félagssæng- inni við fjárhættuspil kerfisins og kokteilkringlur, og virtist dreyma um það eitt að setja upp napó- leonshattinn af karlinum; unz hann stuðlaði að því að barnið langþráða gæti fæðzt sem eins- konar deus ex machina; síðan dundar hann löngum við að rogast með og kjassa afkvæmið með vargstennur fasismans unz sá voðalegi óviti fer að lemstra allt, gengur næstum frá aftur- Thor Vilhjálmsson. haldinu afa sínum, og stökkur hinum smáborgaralegu foreldr- um sinum á flótta; sprengir loks allt I loft upp með þvi að kveikja á gasinu mátulega þegarfóstri hans hefur fengið sinn vindil, tendrað hann og ætlar að fara að njóta þess að vera smáborgari. Og þar með kortaðist makræði þessa ónytjungs sem þóttist vera stjórn- leysingi, gaspraði athafnalaus um byltingu án þess að hafa neina aðferð né dialektík á takteinum, hafði enga tilburði til þess að breyta heiminum. Og ófreskjan skríður svo í reyknum umlandi á helvegum i sínum glórulausa fas- istiska krafti dragandi hinn alltof langa rauða sýndartrefil þess sem þóttist vera byltingamaður en varð bara samkvæmisbrúða smá- borgara og afturhalds, og þess síðarnefnda spilafífl. Endir: óskapnaðurinn ofstyrki sem kunni bara að segja orðið rassgat áður æpir: Mammmmmmmmmmaaaa. Þú spyrð um sýninguna. Mér þótti Tango miklu skemmtilegra, margslungnara verk og undir- furðulegra og boðskapurinn þó ljósari. Markvissari. Kannski geldur þetta verk sem nú er i Iðnó þess að það vantar hnitmiðun í sýninguna, klára stílfærslu, skarpari skilning fyrir leiðarljós. Og mætti eflaust með öðru koma betur fram hvað Morzek er fyndinn höfundur, þótt skop hans sé napurt, sárt. PÓLITÍSK DÆMISAGA Haraldur Blöndal lögfræðingur svaraði spurningu Morgunblaðs- ins með þessum orðum: Meðgöngutimi er pólitisk dæmi- saga. Hún segir sögu einnar fjöl- skyldu og þannig lýsir höfundur öreigabyltingunni, hvernig til hennar var stofnað og hvert af- kvæmið varð. Leikstjórinn undir- strikar þessi atriði með því að leika I upphafi þátta táknræn lög, sýningin hefst á enska krýningar- óðnum, siðan koma byltingarlög Internationalinn og Avanti populo og endað er á sovéska þjóðsöngnum. Höfundur sjálfur notar einfaldar táknmyndir: rauða trefilinn stjórnleysingjans og virðulegan herforingjahatt gamla mannsins til að sýna annars vegar sósialistann, sem trúir ekki á fornar dyggðir og hins vegar aðalinn sem heldur sér fast við fornar arfleifðir: aga og siðgæði. 1 lok leikritsins er bylt- ingin komin með herforingjahatt- inn á höfuðið og trefilinn í hönd- ina: undir fánum öreiganna veltur byltingin áfram hlaðin valdatáknum liðinna valdastétta. Það ætti þvi ekki að vefjast fyrir neinum við hvað er átt i þessu leikriti. Mér virðist höf- undur ekki halda fram einni per- sónu frekar en annarri, að undan- teknu barninu, tákni byltingar- innar. Hegðun þess öll er ómennsk, svo að öllum stendur ógn af. Dreg ég þann lærdóm af, að höfundi sé ekki allt of mikið um byltinguna gef ið. Mér er þess vegna hulin ráð- gáta, hvernig hægt er að skiija leikritið á annan veg t.a.m. sem gagnrýni á vestrænt samfélag, eins og sumir gagnrýnendur hafa haldið fram. Slíkur skilningur er þó hátíð hjá þeirri fávísu tilgátu leiklistargagnrýnanda Mbl. að höfundur eigi við Napóleon. Öllu fjær er ekki hægt að komast frá Haraldur Blöndal. markinu. Raunar sést á dómi þessa gagnrýnanda að hann trúir þessu tæpast sjálfur; hann hrósar leikstjóranum réttilega fyrir leik- stjórn, en slikt gæti hann ekki gert ef þeirra skilningur stang- aðist svo feikilega á. Þessi leik- listargagnrýnandi er menntaður i Frakklandi en tæpast er hann orðinn svo haldinn af frönskum anda Gaullismans að hann átti sig ekki á því, að víðar eru til þjóð- lönd og viðar gerast miklir at- burðir en því fræga landi. Þess utan ætti honum að vera ljóst, að Pólverjar hafa mikið dálæti á Napóleóni, — hann rétti kjör þeirra mikið á sinni tíð. Þessi leiksýning er eftirminni- leg. Hún er skemmtilega leikin og sviðsetningin er góð, eins og ég hef áður tekið fram. Textinn er mjög fyndinn og höfundur beitir háðinu vel. Hér er því ekki um að ræða þá hundleiðinlegu þjóð- félagsádeilu, sem skandinaviskir menningarvitar telja öðru æðra, heldur er skopinu beitt á þann hátt, sem Islendingar þekkja frá beztu höfundum íslenzkum. Leik- ritið sýnir, að það er vel hægt að fjalla um pólitísk mál án þess að verða við það toginleitur og leiðinlegur. ENGIN PÓLITlSK MERKING AÐ GAGNI Örn Harðarson kvikmyndatöku- maður svaraði: Ég hef ekki séð margnefnd verk þessa höfundar, sem hafa verið sett hér á svið áður og hef því ekki neinn samanburð, hvort Meðgöngutíminn er að mínum dómi betra eða verra ,,absurd“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.