Morgunblaðið - 24.11.1974, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.11.1974, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1974 Hafnarframkvæmdir eru nú hafnar af fullum krafti f Þorláks- höfn. Aðalverktakar eru lstak h.f. og Pihl og Sön f Kaupmannahöfn. Þessi hafnarframkvæmd í Þor- iákshöfn hefur verið lengi á döf- inni, en ekki komst neinn kraftur í framkvæmdir fyrr en eftir að eldgosið f Vestmannaeyjum hófst, þótt höfnin hafi lengi áður verið of lftil. Hafnarframkvæmd- ir þær, sem nú er verið að byrja á f Þoriákshöfn eru mjög kostnaðarsamar og tiiboð verk- takanna í verkið er um 700 miiij. kr. Eru þetta mestu hafnarfram- kvæmdir, sem ráðist hefur verið f hériendis um langan tíma og til marks um það, mun þetta vera stærsta hafnarframkvæmd á landinu, sfðan Reykjavfkurhöfn var gerð fyrir fyrri heims- styrjöldina. Yfirverkfræðingur við hafnargerðina er Ölafur Gfslason, verkfræðingur hjá Is- tak, og við spurðum hann fyrst þegar við hittum hann að máii f Þorlákshöfn, hve langir garðarnir yrðu. — „Suðurgarðurinn verður lengd- ur um helming og verður eftir stækkunina um 400 metra langur. Þá verður byggður nýr norður- garður og verður hann svipaður á lengd. Sá garður verður staðsett- ur 300—400 metra norðan við nú- verandi norðurgarð.“ Rætt við Ólaf Gíslason, yfirverkfræðing við 600 ÞÚS. TONN AF GRJÓTI „Hvað fer mikið af grjóti í garð- ana?“ „í báða garðana gerum við ráð fyrir að þurfi 350 þús. rúmmetra. Grjótið er tekið úr grjótnámu, sem við höfum sett á laggirnar um það bil 1.5 km fyrir sunnan bæinn. Þar þurfum við að sprengja mikið og moka grjótinu siðan í hauga og þaðan upp á grjótbíla. Hver bfll tekur 10 rúm- metra og því þurfa bílarnir alls að aka 35 þús. ferðir með grjótið. Auk þessa þarf að leggja stórgrýti Núverandi norðurgarður. Fremst á myndinni er grjótpramminn „Basalt“. utan á garðana, það verður tekið við Hjalla í ölfusi, sem er um 14 km héðan. Magnið sem þar verður tekið er um 35 þús. rúmmetrar." „A hvorum garðinum verður byrjað fyrst?“ „Við byrjum á suðurgarðinum í þessum mánuði og þá verður hafist handa við að aka grjóti i Á þcssum stað verða tekin um 600 þús. tonn eða 350 þús. rúmmetrar af grjóti. Ólafur Gfsla son við með grjót í garðana hann. Við gerum ráð fyrir að lok- ið verði við hann haustið 1975. Norðurgarðinum verður svo lokið haustið 1976.“ 750 METRA VIÐLEGUPLASS „Hvað verður viðlegupláss við garðana mikið eftir að fram- kvæmdum lýkur?" „Við suðurgarðinn kemur 250 metra piáss og annað eins við nýja norðurgarðinn, þá fæst einnig 200 metra pláss utan á núverandi norðurgarði. Möguleikar veröa á meira viðleguplássi f framtíðinni, en það má koma fram, að stálþil verður rekið niður utan á nýja norðurgarðinn.“ „Hvað verða margir menn í vinnu hér meðan á verkinu stend- ur?“ „Hér munu starfa rösklega 50 menn allan tímann. Ekki er gert ráð fyrir að unnið verði á vöktum, heldur aðeins venjulegan vinnu- dag. Þótt E. Pihl og Sön i Kaup- mannahöfn séu verktakar með okkur, þá munu eingöngu Is- lendingar vinna við verkió. Danir leggja aftur á móti fram þó nokk- uð af tækjum. Þar má nefna grjót- prammann Basalt, sem hingað er kominn og var dreginn frá Færeyjum. Þetta er stór grjót- prammi, sem opnast i botninn og getur flutt 300 tonn af grjóti í ferð. Við þennan pramma verður notast þangað til að garðarnir verða komnir upp úr sjónum. Þá höfum við keypt stærstu hjóla- skóflu, sem keypt hefur verið til landsins, en hún er af Caterpillar- gerð og eitt dekk kostar undir hana hvorki meira né minna en um 500 þús. kr. Þessi mikla skófla verður notuð til að moka grjótinu um borð í prammann. Áætlað er að þessar hafnarframkvæmdir, sem eru hinar mestu frá því að Reykjavíkurhöfn var gerð kosti 710 millj. kr. á núverandi grund- velli.“ 9 TONNA KLOSSAR BINDA GARÐINN „Er ekki gert ráð fyrir að þið notið sérstaka tegund af grjóti til að bindasaman suðurgarðinn?“ „Það mun alltaf mæða mest á suðurgarðinum og til þess að grjótið hrynji ekki úr honum, þá munum við leggja 9 tonna stein- steypta klossa utan á hann. Þessa dagana erum við að setja upp steypustöð, sem mun framleiða 3000 stykki af þessum klossum, sem nefnast Dolos. Þessi tegund af bindiklossum er algjör nýjung hér á landi, en hefur verið notuð erlendis um að minnsta kosti 10 ára skeið. Þessir klossar eru lagð- ir hlið við hlið, þannig að þeir læsa sig saman og við að virka þeir eins og 30—40 tonna þungir steinar, vegna þess hve vel þeir læsa sig saman. Þá má geta þess, að garóarnir eru um 100 metrar að breidd neðst en að ofan eru þeir 6 metrar á breidd. Hæó þeirra verður 20 metrar.“ „Á hverju byggist fyrst og fremst svona vinna?“ „Hún byggist fyrst og fremst á stórvirkum tækjum. Við erum mjög heppnir að því leyti, að við höfum í þjónustu okkar flokk sér- þjálfaðra manna, sem eru tilbúnir að taka við þessum nýjum vélum, sem við höfum verið af afla okkur undanfarið." — Þ. Ó. Steypustöðin í uppsetningu, en þar verða Dolos-klossarnir steyptir. Vélskóflan stóra er til hægri á myndinni vinstra megin við hana stendur nokkurra ára gamall Volvo vörubíll og gefur hann vel til kynna hve stór vélskóflan er. Geta má þess að olfutankur hennar tekur rúmlega 1000 lítra. Ljósm. Mbl.: Þórleifur Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.