Morgunblaðið - 24.11.1974, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.11.1974, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÖVEMBER 1974 PgStwj eftir ALLAN PREVER Brjóstsykursnáman Þýð.: Hulda Valtýsdóttir r N Persónur: Jói María Lalli Borri tannlæknir Rikkirefur Amal Gam, aðstoðarmaður hans Emil Tveir gullleitarmenn V svo vonsviknir, að þeir tóku saman skóflur sínar og haka og gengu til næsta bæjar en þangaó voru margar mílur. Þaðan ætluðu þeir með fyrstu ferð heim til sín. Áður en þeir héldu ferðinni áfram, fóru þeir inn á veitingahús og sögðu sínar farir ekki sléttar. Og þeir, sem á heyrðu, voru líka þeirrar skoðunar, að þetta væri sorgarsaga ... allir nema tveir drenghnokkar, sem voru synir veitingamanns- HOGNI HREKKVISI Þakka þér fyrir, en á mús þurfum við ekki að halda. ins og hjálpuðu pabba sínum að þvo upp og fóru í sendiferðir fyrir kokkinn . . . 1. gullleitarmaður: . . . og hvað haldið þið! . . . þegar við fórum að lýsa á þetta með ljóskerinu, þá kemur á daginn, að þetta er rautt og gljáandi. Og vitið þið hvað þetta reyndist vera? Jú, brjóstsykur. Sætur, viðbjóðslegur brjóstsykur. (Áheyrendur láta í ljós samúð sína og með- aumkun). Jói: (æstur) Heyrðir þú þetta, Lalli? Lalli: Hvað? Jói: Hér eru tveir gullleitarmenn sem hafa fundið brjóstsykur í jörðinni. Lalli: Brjóstsykur í jörðinni? . . . ertu genginn af göflunum drengur? Jói: Jú, þaö er satt. . . þeir voru að leita að gulli í Grizzly-dalnum og fundu bara brjóstsykur . . . lík- lega brjóstsykursnámu . . . Lalli: (undrandi) Brjóstsykursnámu? Jói: Lalli . . . þarna misstirðu allan diskastaflann . . . og nú kemur pabbi. . . Sögumaður: Og þar kom pabbinn og hann var vægast sagt ekki blíður á manninn. Diskarnir voru nærri nýir. En um kvöldið þegar veitingamaðurinn og konan hans sváfu svefni hinna réttlátu og allt var orðið hljótt i húsinu, læddust tvær verur út um eldhúsdyrnar og út í tunglskinsbjarta nóttina. Og ef þið getið ykkur þess til, að þar hafi verið á ferð þeir Jói og Lalli, þá er það rétt getið . . . Lalli: Settirðu allt, sem við þurfum á að halda, í bakpokann? Jói: Já, já, nógur matur í marga daga. Ég fór inn í eldhús og sótti pylsur og sultu og ýmislegt fleira . . . Kalli: Pylsur . . . iss . . . ég ætla bara að borða brjóstsykur. í hvaða átt eigum við þá að halda? Jói: Ég held, að við eigum að fara í vestur: Eftir því sem ég bezt veit er Grizzly-dalurinn í þá átt. Lalli: Ættum við ekki að spyrjast fyrir? Jói: Og hvern ættum við að spyrja? Heiðarlegt fólk sefur á þessum tíma sólarhrings. Lalli: Ekki Rikki refur . . . Hann situr áreiðanlega á þakinu hjá Skinnavörufélaginu og glápir á tunglið . . . hann sefur aldrei þegar tunglið er fullt. ANNA FRA STÓRUBORG - saoa frá sextándu old eftir Jón Trausta Svo smeygðu þeir sér út á bak við mömmu sína, til þess að hla'ja lyst sína. Anna fór þá aftur ofan í veizlusalinn til að sækja vínið, sem hún hafði lofað bræðrunum. Þegar hún kom þangað, stóð svo á, að bróðir hennar var að halda ræðu. Hann var að svara fyrir skál, sem til hans hafði verið drukkin. Anna nam staðar og hlustaði á ræðuna. Hún ætlaði að ná tali af bróður sínum á eftir. ,,— — Það er meira sólskin undir Eyjafjöllum í dag,“ m.ælti lögmaður, „en ég hefi nokkurn tíma séð fyrri. Oft hefir mér fundizt nœ'5a köldu á móti mér, þegar ég hefi verið hér á ferð. Venjulegast hefi ég ekki annað séð en kaldan og ískyggilegan þrjózkusvip á Öllu — og öllum. Hvert sem ég hefi litið, hefir ekki annað mætt augum minum en þoka og drungi og skynvillur. Hvergi skír svipur, hvergi hreinleiki og einlægni og vingjamlegt viðmót. Mér fannst allt hér undir fjöllunúm hala mig, bæði náttúran og mennirnir. Mér fannst himinn og jörð vera á hverri stundu til þess búin að leggj- ast saman og kremja mig á milli sin. Ég var farinn að þrá sólskin — bjarta fjallatinda og blikandi sjó, — sjóinn héma fyrir framan, sem oft kastar af sér svo miklu sólskini, að maður fær verki i augun, — fjöllin héma fyrir ofan, sem gætu lýst heilum heimi, þegar vel liggur á þeim. En alltaf varð svartara yfir, eftir því sem ég kom oftar. Loksins skildist mér það, þó að seint væri, að rnaÖur getur ekki tekið sólskiniÖ meÖ valdi. Yfir því ræður ekkert lögmannsvald, ekkert jarð- neskt konungsvald. En þegar eitthvað hefir verið vel gert, opnast himinninn og sólskinið steypist yfir mann í stórum fossum. Og nú finn ég, að ég hefi loksins hitt á að gera það, sem Eyfellingar óskuðu, því að nú streymir sólskinið á móti mér úr hverju auga. Og ég fer að halda, að ég hafi líka borið gæfu til að geðjast himinbúunum, þvi að aldrei hefir sólin skinið glaðara á mig en í þessari ferð---.“ Að þessari ræðu lögmanns var gerður mikill rómur. Anna náði í bróður sinn að ræðunni lokinni, sagði honum frá sætt þeirra bræðranna, og bað hann að gera það fyrir sig að gleðja þá með því að koma í loftið til þeirra og hringja glösum við þá. Lögmaður gerði þetta með mestu ánægju. Mesta gleði hans á þessum degi var að sýna sem flestum almúgamönnum lítil læti. Sigvaldi í Hvammi fór með þeim í loftið. Anna gat ekki fengið af sér að láta hann verða af þeirri ánægju að sjá bræðuma faðmast. — Rétt. á eftir töluðu þau ein saman nokkur orð, Anna og bróðir hennar. „Eg hefi aldrei lifað glaðari dag en þennan,“ mælti lög- maður. ,,Nú veit ég loksins, að það er sœlla að fyrirgefa en hefna. Þetta hefir verið prédikað fyrir mér á ýmsan hátt alla mína ævi, og ég hefi aldrei trúað því. Nú er ég innan um fjölda manns, sem allir hafa verið í sökum við mig, og flkifnor9UAkQffÍAu Góðan daginn, brúður — fékk brúðguminn í bakið? Það reyndist vera flug- fiskur, sem krakkarn- ir keyptu. Verð ég að bera hann líka? Hann er eftil vill ekki mín týpa, en hann á eitt vandaðasta banka-* bókasafn, sem ég hef séð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.