Morgunblaðið - 24.11.1974, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.11.1974, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÖVEMBER 1974 47 Bókabúð Æskunnar að Laugavegi 56, Barnablaðið Æskan 75 ára Kemur nú út í 18 þús. eintökum Barnablaðið Æskan á 75 ára afmæli um þessar mundir. Reyndar kom fyrsta tölublaðið út 5. október 1897, en blaðið telst samt ekki nema 75 ára, þar sem 75. árgangurinn kemur út á þessu ári. Á þessu tfmabili hefur Æskan sffellt stækkað, efnisval aukist og orðið fjöl- breyttara. 1 upphafi kom biaðið út f 500 eintökum, en núna er upplagið orðið 18 þúsund og er blaðið þvf langstærsta tfmarit, sem kemur út á tsfandi. Framkvæmdastjóri Æsk- unnar, Kristján Guðmundsson, sagði á fundi með blaðamönn- um á föstudaginn, að alltaf hefði verið erfitt að láta blaðið bera sig. Til þess að bæta rekst- urinn hefði verið ráðist i það árið 1930 að stofna bókaútgáfu og 1939 hefði verið stofnuð bókabúð. Þessi þrjú fyrirtæki hefðu síðan verið látin styðja hvert annað. Um langt skeið hafði Æskan aðsetur við Kirkjutorg, en fyrir rúmu ári flutti blaðið og bókaverzlunin að Laugavegi 56, þar sem fyrir- tækið er til húsa nú. Kristján sagði, að blaðið væri nú kringum 600 síður á ári. Hann hefði nú verið fram- kvæmdastjóri blaðsins i 15 ár og á því tfmabili hefði hann komizt að raun um, að þessa löngu lífdaga blaðsins mætti þakka, að upphafsmenn þess, eins og fyrsti ritstjórinn Sig- urður Júl. Jóhannesson og sömuleiðis núverandi ritstjóri Grímur Engilberts, hefðu allir verið dugmiklir hugsjónamenn. I tilefni 75 ára afmælis Æsk- unnar hafa verið slegnir minnispeningar úr gulli, silfri, og bronsi. Á minnispeningun- um er mynd af Sigurði Júl. Jóhannessyni fyrsta ritstjóra Æskunnar. Verðið er: gull kr. 26.000.00, silfur kr. 2.000.00 og brons kr. 1.400.00. Gullpening- urinn er því sem næst uppseld- ur, en silfur- og brons- peningarnir fást ennþá. Þá hefur Æskan sett á markaðinn barnakönnur með sex gerðum af myndum, sem 1 listakonan Barbara Arnason hefur teiknað við sögur Sigur- björns Sveinssonar rithöfund- ar. Hjá Tónaútgáfunni á Akur- eyri kemur svo út hljómplata í tilefni afmælisins. A annarri hlið plötunnar er ljóð Jóhannesar úr Kötlum, Árstíð- irnar, með lögum eftir Birgi Helgason á Akureyri. Á hinni hliðinni er kvæði eftir Margréti skáldk. Jónsdóttur sem lengi var ritstjóri Æskunnar. Lögin við kvæðið er eftir Sigfús Halldórsson tónskáld. Lögin á plötunni eru sungin og leikin af börnum úr barnaskóla Akureyrar undir stjórn Birgis Helgasonar. Kristján Guðmundsson t.v. og Grfmur Engilberts. Ljósm. Mbl.: Emilía Ók út af í Ár- túnsbrekkunni BlLVELTA varð í Ártúnsbrekku seint á föstudagskvöld. Stór am- erískur bíll var á leið upp brekk- una á venjulegum umferðar- hraða, þegar ökumaðurinn missti skyndilega stjórn á mílnum. Lenti hann út I skurði meðfram vegin- um, barst eftir honum smáspöl, rakst síðan á bjarg eitt mikið loks á jarðfestan stein og valt svo nokkrar veltur. Ökumaður var einn i bílnum, og slapp hann nær ómeiddur og þykir það ganga kraftaverki næst. Blllinn er stór- skemmdur. Við rannsókn kom í ljós, að hægra framhjólið var sprungið, og er það líklega orsök þess hvernig fór. Mörg innbrot I FYRRINOTT var brotizt inn I 3 fyrirtæki við Hafnarstræti, og við fyrstu athugun virtist litlu hafa verið stolið á öllum stöðunum. Fyrirtækin eru Rammagerðin, Penninn og Stofan. Auk þess var reynt að brjótast inn f tvö önnur fyrir- tæki við sömu götu, en án árangurs. Þá var sömu nótt brotizt inn I Sindrasmiðjuna við Borgartún og rótað þar heilmiklu, en litlu stolið, að því er virtist. — Sigur Framhald af bls. 1 unin var samþykkt með 95 at- kvæðum gegn 17 en 19 sátu hjá. Talsmaður Araba sagði við fréttamenn, að sendimenn þeirra færu nú heim til að segja fólki sínu, að það stæði ekki eitt; „Heimurinn er með okkur“, sagði hann. Sendiherra Israels fordæmdi hinsvegar samþykktirnar og sagði, að tsraelar mundu ekki taka þær gildar. Þær væru smán- arblettur á sögu SÞ og með þeim hafður að háði og spotti sá andi, er legið hefði til grundvallar stofnunar samtakanna fyrir 29 ár- um eftir að ofbeldi nasista var brotið á bak aftur. Þær bæru þeim dapurlegu sannindum vitni, að SÞ, sem hefðu átt að verða vettvangur friðar og bræðralags þjóða heims, væru orðnar að vett- vangi stríósæsinga og hvatninga til hryðjuverka og ofbeldis. — Leitin Framhald af bls. 48 árangurs. Þvi næst var hafin leit undan Vatnsnesi, en sporhunda- leit s.l. miðvikudagskvöld benti til þess, að þangað hefði Geirfinnur hugsanlega haldið. Sporhundur úr Hafnarfirði var látin byrja leit við bil Geirfinns, sem fannst mannlaus. Frá bílnum fór hund- urinn að Hafnarbúðinni og þaðan út eftir götu sem liggur meðfram Vatnsnesir. j. Fór hundurinn þessa leið þrisvar. Ekki þykir þetta gefa ótviræða bendingu um ferðir Geirfinns, en geta má þess, að hann fer aldrei þarna um á leió til vinnu sinnar. — Ógift móðir Framhald af bls. 1 borða ærlega máltíð og kaupa sfðan eitthvað fallegt handa móður minni.“ Ungfrú Morgan á möguleika á að vinna sér inn 50 þús. sterlingspund árið, sem hún ríkir sem ungfrú heimur, við fyrirsætustörf og auglýsingastarfsemi. Önnur f röðinni varð ungfrú Annelíne Kriel frá S-Afríku og þriðja Lea Klein frá tsrael. — Smáfiskadráp Framhald af bls. 48 að skipta kökunni á annan hátt en við hefðum ella gert. Til þess að rökstyðja þetta má sýna, aó þegar uppgripaafli var i Barentshafi og Bretar drógu úr sókn sinni hér og söttu i Barentshafið, jókst afli Is- lendinga hér við land verulega. Þetta var árið 1968, en þegar Bretar komu aftur hingað 1970, þá snarminnkaði afli okkar. Þetta er vegna þess, að þarna er verið að berjast um sömu tittina og spurningin er aðeins, hver hefur mesta tækni og mest fjármagn. Þess vegna er það rangtúlkun að tala um að togaraafli hafi aukizt svo og svo mikið og það hafi bjargað okkur. Við aukum ekki aflann — heldur skiptum honum aðeins öðru visi niður á milli tveggja skipagerða." Jakob sagðist ekki vera á móti togaraútgerð á nokkurn hátt og vel gæti verið, að það væri hag- kvæmast að taka allan fiskinn á þann hátt, en athyglisvert hefði verið, sem fram kom á Fiskiþingi, að Islendingar hefðu veitt 1973 33 milljónir af þriggja ára fiski, sem gáfu 45 þúsund tonn, en forseti Fiskiþings hefði talað um, að þetta hefði orðið margfalt meira, ef við hefðum beðið. Ekkert kom hins vegar fram um hvað veitt hefði verið af smáfiski á þessu ári, en álykta má af söluherferð- inni vestra, að ekkert hefði dregið úr því. Fulltrúar Sölusambandsins sögðu i viðtölum við fjölmiðla, að fiskurinn, sem þeir væru að selja, væri togarafiskur. Því má ætla, að togararnir veiddu mun meira af smáfiski en t.d. bátarnir, enda veiða þeir mestan hluta afla síns á vetrarvertíð, þegar næstum ein- göngu er um að ræða stórfisk. En auðvitað veiða bátarnir einnig eitthvað af smáfiski. „Það, sem mér finnst rangt," sagði Jakob, „er að beita þessum mikla nýja flota okkar á uppeldisstöðv- ar fiskstofnanna og þar með erum við að eyðileggja grundvöllinn að fiskveiðum framtiðarinnar. Við höfum ekki gert viðhlítandi ráð- staf anir til þess að vernda uppeld- isstöðvarnar eins og við sögðumst ætla að gera, þegar landhelgin var færð út. Þetta gagnrýni ég — en hitt skiptir ekki máli — hver veiðir fiskinn — hvort það eru togarar eða bátar." — Samdráttur Framhald af bls. 2 og fréttamenn i ferð með for- setanum virðast uppteknari af að lýsa húsakynnum og veðurfari i Japan og Kóreu en einhverju efnislegu úr viðræðum Fords við leiðtoga þessara ríkja. Blaðamannafundir Nessens Sá, sem þetta skrifar, hefur að undanförnu átt þess kost að sitja fundi þá, sem blaðafulltrúi Bandarikjaforseta, Ron Nessen, heldur daglega með frétta- mönnum þeim, sem flytja fréttir úr Hvíta húsinu. 1 þeim hópi eru margir þekktustu blaðamenn í Bandarikjunum. Fundir þessir eru einkar fróð- legir ekki eingöngu vegna þess fréttaefnis, sem fram kemur, heldur ekki síður vegna þess and- rúmslofts, sem þar ríkir. Sam- bandið milli blaðafulltrúans og blaðamannanna er nánast eins og milli góðs kennara og áhugasamra nemenda, eða svo virðist á stundum. Stundum er þetta sam- band eins og milli ráðþrota lambs, sem villzt hefur inn I úlfahjörð, og úlfanna, sem rifa í sig bráðina. Hvort heldur sem er, þá er ein- kennandi hve allir viðstaddir eru óþvingaðir, stundum þannig, að nálgast barnaskap. (Af hverju fékk þetta blað að taka myndir af Ford en ekki við o.sv.frv.). Nessen þarf aá útskýra allt milli himins og jarðar. Af hverju hringdi Ford í baseballkappann Hank Aron til að óska honum til hamingju? Einhver tautaði, að hann hefði eins getað hringt i Muhammed Ali og óskað honum til hamingju. Ford lýsti þvf yfir dag einn varðandi ástandið í Mið-Austur- löndum, að Israel yrði að semja við Egyptaland annars vegar en Jórdaniu eða frelsishreyfingu Palestínu PLO hinsvegar. Þannig vill til, að Bandaríkin hafa aldrei viðurkennt PLO sem samnings- aðila um eitt eða neitt og þvi siður hefur Israel. Augljóst var, að annaðhvort höfðu Bandaríkin skipt um stefnu eða Ford hafði orðið á mismæli. Um þetta spurðu fréttamenn Ron Nessen þindar- laust fram og aftur i langan tíma. Hann neitaði því, aó um nokkra stefnubreytingu væri aó ræða og benti mönnum á að leita upplýs- inga hjá utanrikisráðuneytinu. Hann neitaði hinsvegar einnig með öllu að viðurkenna, að Ford hefði hlaupið á sig eða mismælt sig (forsetar gera það ekki). Engin viðunandi skýring fékkst á þessari mótsögn og hefur ekki fengizt. Greinilegt var, að blaða- fulltrúinn gerði sitt bezta til að fara bil beggja. Illar tungur í hópi blaðamannanna hermdu eftir á, að Ford hefði einfaldlega ekki vitað, hvað hann var að tala um og vildi nú ekki viðurkenna það. En sjá mátti af þessu dæmi hve ótrúlega erfitt og þreytandi starf blaðafulltrúa í Hvíta húsinu er, þrátt fyrir það hve afslappað and- rúmsloftið virðist vera. Þeir, sem þurfa daglega til hans að sækja, geta a.m.k. verið ánægðir með að hafa fengið í starfið heiðarlegan og virtan mann þar sem er Ron Nessen í stað þess manns, sem gegndi þessu starfi fyrir Nixon í rúm 5 ár. — Krossgötur Framhald af bls. 36 að þar færi stjórnandi einhvers bezta poppkóra, sem nú starfar. NÚ, ÉG ER KRISTIN! Ulla Carin Holmberg sat ósköp makindalega I einum sófanum I biðsalnum og var að skrifa á kort. Ég hlammaði mér niður við hlið hennar og spurði: Jæja, hvert er svo skrifað? „Mamma," svaraði hún snaggaralega á klingjandi sænsk- unni og hélt síðan áfram að skrifa á kortið sitt. Blaðamannsótuktin kom þá aftur upp I mér. Hvaða rödd syngurðu i Choralerna? „1. sópran," var svarað jafn snaggaralega, og penninn hennar hélt áfram að hnita hringa á kort- inu. Hvernig llkar þér sú tónlist, sem þið flytjið? Ég er nú búin að syngja I kórn- um í 5 ár. Annað eins væri ómögu- legt, nema ég vildi taka þátt I að flytja tónlistina. Hvers vegna syngurðu þá? Nú, ég er kristin og vil nota tónlistina til að bera fram boð- skapinn um Krist. Þetta er minn vitnisburður. Finnst þér hægt að koma boð- skapnum á framfæri með þessari tegund tónlistar? Já. já. þetta er einungis ein leið af mörgum færum. Reynslan hefur einnig sýnt það áþreifanlega. Hvernig líkar þér að syngja á íslandi? Sjáum nú til þegar þar að kem- url Jæja góður, nú er flugvélin bara að fara, sagði Ulla og setti punkt við heimilisfangið hennar mömmu sinnar. Já. enda kortið þitt tilbúið til sendingar, svaraði ég og hló. Hún splgsporaði þvl burtu, kát og lif- andi, ein þeirra, sem syngur 1. sópran á þriðjudagskvöldið kemur I Háskólablói kl. 21. S.Á.Þ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.