Morgunblaðið - 24.11.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.11.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NOVEMBER 1974 HUNGUR ógnar milljónum manna á Indlandi vegna þurrka og þar hefur monsúnregn verið með minna móti í tíu ár. Þurrkar geisa á Sahel-beltinu sunnan Sahara sjötta árið í röð. A sléttum Norður-Ameríku var kalt og vot- viðrasamt í vor, þurrkar fylgdu í kjölfarið í sumar og í haust urðu aftur miklar skemmdir á upp- skeru af völdum frosta, sem hóf- ust snemma, og mikilla rigninga. Öll þessi fyrirbæri eru skyld og renna stoðum undir þá kenningu, að veðurfar í heiminum fari al- mennt versnandi samkvæmt því sem kunnur loftslagsfræðingur, Reid Bryson, hélt nýlega fram í yfirheyrslu í einni nefnd öldunga- deildar Bandaríkjaþings. Hann spáir því, að ástandið muni enn versna og standa lengi þar sem hann er viss um, að loftslag jarðar sé að breytast. Herferðin gegn hungrinu í heiminum verður enn erfiðari en menn gera sér grein fyrir ef trúa má orðum Brysons og áhrifin geta orðið ennþá víðtækari. Þar sem orkuþörf er háð hitastigi eykst hún til dæmis um 2% í Bretlandi ef meðalhiti lækkar um eitt stig og olíuþörf eykst þá um 4%. Mat- vælaskorturinn í heiminum kall- ar á stóraukna nýrækt, aðallega í þróunarlöndunum, stórauknar áveituframkvæmdir og stóraukna áburðarframleiðslu. Alls staðar yrði fólk að spara meira og minnka neyzlu. Nú þegar telur Bryson að sókn sé vaxandi f jölda jarðarbúa í rýrnandi matvæla- birgðir kalli á árlegar aukafjár- festingar að upphæð 75 milljarða dollara, sem samsvarar einum fimmta heildarfjárfestingar allra landa heims annarra en kommúnistalandanna. Helmingur mannkynsins horfir fram á dimma daga ef það er rétt, sem Bryson og aðrir sérfræðingar telja, að veðurmuni kólna í heim- inum. Bryson telur að kornskort- urinn á Indlandi muni tvöfaldast — eða þrefaldast og í ár vantaði þar 4.5 milljónir lesta upp á með- aluppskeru Eyðimerkursvæði munu færast suður á bóginn og stækka, svæði monsúnrigning- anna dragast saman, isbreiður, túndrur og sumarfrost teygjast, sunnar svo þrent verður að land- búnaði og skógrækt þótt á móti komi að sum svæði nær jarðar- miðju verða frjósamari en á hlý- indaskeiðum jarðarinnar. Þetta táknar að í stórum hlutum Kanada, Norður-Evrópu og Síberíu styttist gróðurtíminn eða verður að engu, vesturströnd Ameríku verður votviðrasamari og frjósamari allt ti! Nevada og Utah en Arizonaeyðimörkin fær- ist i austur og teygist til Kansas og suður til Mexikó. Miðaustur- lönd og kannski Norður-Afríka verða votviðrasamari en Suður- Asía og belti þvert yfir Afríku verða eyðimörk. Áhrif loftslagsbreytinga á mannkynssöguna hafa verið margvísleg. Mesta hlýindaskeið jarðar var fyrir meira en fjórum milljónum ára þegar stórstígar framfarir urðu í átt til siðmenn- ingar. Siðmenning er þróaðist í Indusdal um tvö þúsund árum f. Kr. þurrkaðist út á þremur eða fjórum öldum þegar veður kóln- aði á norðurslóðum og eyði-- merkursandar þöktu þessa sið- menningu. Bryson segir að sömu örlög hafi lagt að velli Mali-rlkið mikla I Afríku á tveimur köldum öldum er fylgdu í kjölfar hlýinda- skeiðs á 10. og II. öld. Meðan Mali-ríkið blómgaðist settust vlk- ingar að á Grænlandi og stunduðu þar búskap — enda var Grænland I þá tíð I raun og sannleika grænt. Sumir sagnfræðingar endurskoða jafnvel sögulega atburði i ljósi Ioftslagsbreytinga. Þeir spyrja hvort Darius og Xerxes hafi reynt að ráðast inn I Evrópu þar sem akrar þeirra hafi farið I órækt og halda þvi fram að „litla isöldin" (1580—1880), sem náði hámarki um 1680, hafi stuðlað að samein- ingu Skotlands og Englands 1700 þar sem hungursneyð ríkti þá I Skotlandi af völdum uppskeru- brests. Bryson segir að ör fólksfjölgun síðustu fimmtíu ára stafi með- fram af hagstæðum loftslagsskil- yrðum, sem hafa verið óeðlilega góð að hans mati, og forsendurnar fyrir efnahag heimsins og viður- væri íbúa hans eru betra loftslag en nú er þótt nú séu horfur á versnandi loftslagi. Því er ekki Iengur til að dreifa að fólk geti flutzt i stórhópum til annarra landa eða að minnsta kosti geta 700 milljónir íbúa Indlandsskaga varla flutzt þaðan. Astandið batn- aði nokkuð ef iðnaður yrði efldur Er þetta framtíðin? Myndin er frá 1947 en þá var vetur eindæma harður f Bretlandi. Ný ísöld í vændum með kreppu, hungri, hallæri i löndum, sem búa við heitt og þurrt loftslag, og lönd, sem búa við temprað loftslag, sæju sér fært að kaupa af þeim iðnaðarvör- ur og aðstoða þau fjárhagslega og tæknilega og selja þeim matvæli í staðinn. Mestu máli skiptir tillaga FAO (Matvæla- og landbúnaðar- stofnunar SÞ) um matvælabanka sem tæki sérstakt tillit til neyzlu- þarfa lágtekjulanda, en vanda- málið er svo stórt í sniðum að slíkur banki verður að vera geysi- stór ef hann á að koma að ein- hverju gagni. Kenningar Brysons eru vissu-l lega umdeildar. Sumarhiti ogi vetrarhiti fara til dæmis ekki allt- af saman. Vetrarhiti hækkaði en sumarhiti lækkaði nokkuð á Eng- landi á sfðustu öld. Þar hefur vetrarhiti siðustu áratuga orðið mestur á árunum fyrir stríð en sumarhiti á árunum fyrir 1960. Övist er hvort vetrar- og sumar- hiti skipta jafnmiklu máli í sam- bandi við magn hafíss og snjó- komu. Stærð ísbreiðunnar á norð- urpólnum skiptir augsýnilega miklu máli þar sem hún á þátt í loftslagssveiflum. Hafísmagnið á norðurhveli hefur vissulega auk- izt og Isjökum hefur fjölgað veru- lega á undanförnum 20 árum. Enginn dregur I efa að veður var yfirleitt töluvert kaldara á siðasta áratug en á næstu þremur áratug- um á undan. Samt virðist hitinn hafa hækkað 1969—73. Bryson telur ryk I andrúmsloftinu helztu orsök fyrir „stuttum" sveiflu- skeiðum I veðurfari, sem eru venjulega talin 80—180 ára löng, en það kemur ekki heim við bandarískar rannsóknir á slíku ryki siðan 1950. Hitt er ljóst að ýmsar kenningar um veðurbreytingar, vixlverkanir og sveiflur í veðurfari hljóma sennilega að dómi fræðimanna og af mörgu er að taka. Ein kenni- grein er sú, að þegar ishettan ánorðurhveli stækkar, endurkast- ar hún geislum sólarinnar og við það lækkar hitasitið ennþá meir og aukinn kuldi á heimskauta- svæðum eykur mismuninn á hita- stigi þar og við miðbaug en við það eflast vindstraumar sem a* lokum bægja burtu heimskauta- loftinu eða halda því I skef jum. Einn þeirra fræðimanna er tek- ur undir skoðanir Brysons, er Kenneth Hare, sem var um skeið forseti konunglega brezka veður- fræðifélagsins og stjórnar nú vist- fræðirannsóknum fyrir Kanada- stjórn, og hann segir: „Ég trúi því ekki að það verði hægt að brauð- fæða núverandi Ibúa jarðarinnar ef við fáum fleiri ár en þrjú I röð eins og árið 1972.“ Spár um hita- stig tíu ár fram I tímann eru óger- legar og verða að byggjast á meðalveðri siðustu fimmtán ára og reynslan sýnir að slíkar spár hefði getað reynzt kolvitlausar á liðnum áratug. Svarið er ef til vill að finna á norðurskauti. Bryson styðst geysimikið við yfirlit (Páls Bergþórssonar) um meðalhita á Islandi I 1000 ár sem er meðal annars reiknaður út frá stærð lag- íssins við strendur lslands. Upp- drátturinn með greininni sýnir þetta. Breytingarnar eru reglu- legri á Islandi, einkum síðustu 200 árin, en ekki nógu miklar til að styðja kenninguna um 80 ára veðurskeið. Bryson telur sig geta sýnt fram á að i það minnsta fjórir áratugir lækkandi hitastigs taki við að loknu hlýindaskeiði áður en hit- inn eykst aftur. Prófessor Willi Dansgaard við Kaupmanna- hafnarháskóla telur að komið sé kuldaskeið sem muni standa I einn eða tvo áratugi I viðbót en að kuldaskeið sem standi 180 ár hefj- ist ekki aftur fyrr en á 21. öld og að við megum eiga von á hlýju skeiði I millitiðinni. Spár Dans- gaards byggjast á raunnsóknum sem hann hefur gert I iskjarna sem bandariskir hermenn hafa borað eftir á Norður-Grænlandi til þess að meta hlutföllin milli þungra og léttra súrefnisatóma. Þessi kjarni sýnir um 150.000 ára sögu. Síðan hafa fleiri kjarnar verið rannsakaðir og niðurstöð- urnar benda eindregið til þess að veðurfar skiptist I 80 og 180 ára sveiflutimabil. Við þetta bætast fleiri slik tíma- bil, eitt 20 ára, annað 400 ára og enn eitt 2.500 ára sem er sett í samband við geislavirkt kolefni í andrúmsloftinu. 1 Englandi hefur komið fram að ár sem enda á jafnri tölu eru kaldari en ár sem enda á oddatölu en ekkert sem styður kénningar um langvarandi sveiflur i veðurfari. En enginn neitar því að ár með óeðlilegu hitastigi koma í kippum og að breytingar á ýmsum náttúrufyrir- bærum (stærð jökla, fjöldi ís- jaka) eru mismunandi í hlutfalli við þessi tímabil kaldra eða hlýrra ára og jafnvel að þetta hafi áhrif á velferð fólks. Óvist er hvort nokkur leið er að spá fyrir um þetta og auðvitað ríkir mikill ágreiningur um hvernig þetta kerfi orkar. öruggustu sveiflurnar sýna hvort ísöld er í nánd eða ekki. Síðasta hlýindahámark var fyrir um 5.000 árum svo að við stöndum nú á mótum nýrrar sveiflu niður á við. Ef sveiflurn- ar eru reglulegar ættum við að hafa nokkur þúsund ár upp á að hlaupa áður en við verðum fyrir barðinu á virkilega köldu veður- lagi. En kortið sýnir að sveiflurn- ar niður á við hafa stundum verið furðuskarpar. Og samkvæmt rannsóknum á neðansjávarbotn- lögum (sem upplýsingarnar á kortinu byggjast á) hefur hitastig undanfarinna 700.000 ára aðeins verið jafn hátt hitastiginu á þess- ari öld sem svarar 5% alls þess geysjlanga tima. Verða hitabeltis- eyjar með grænum pálmatrjám siðasta skjólið? NtJVERANDI kreppa og hungur eru aðeins smámunir miðað við það, sem er í vændum ef trúa má spám vfsindamanna, sem gera ráð fyrir þvf, að ný ísöld geti verið í vændum. Frá þessu segir brezki blaðamaðurinn Malcolm Crawford í meðfylgjandi grein. Aðalheimildamaður hans er bandarfskur loftslagsfræðingur, Reid Bryson. Meðal annarra heimildamanna hans er Páll Bergþórsson veðurfræðingur, sem Bryson hefur stuðzt mikið við f rannsóknum sínum. Uppdrættirnir sem Crawford birtir. Annar þeirra sýnir samanburð á veðurfari í Bretlandi og á íslandi í 1000 ár. Upplýsingunum frá íslandi hefur Páll Bergþórsson safnað en þeim brezku próf. H.H.Lamb við East Anglia-háskóla, og uppdrátturinn byggist á kort- um úr ritgerð eftir R.A. Bryson, aðalheimildamann greinarinnar. Hinn uppdrátturinn byggist á útreikningum Cesare Emiliani við háskólann f Miami.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.