Morgunblaðið - 24.11.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.11.1974, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÖVEMBER 1974 ® 22*0*22- RAUÐARÁRSTÍG 31 V______________/ LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA CAR RENTAL Ð 21190 21188 LOFTLEIÐIR /^BÍLALEIGAN felEYSIR CAR RENTAL «24460 Æ 28810 piorvjeiEn Útvarp og stereo kasettutækí BÍLALEIGA Car Rental SEIMDUM 41660-42902 Fiskiskip Skipasalan og skipaleigan Vesturgötu 3, sími 13339. Talið við okkur um kaup og sölu fiskiskipa. Multiminor Amper tangir Mælitæki í miklu úrvali Þykktarmál Startkaplar Loftclælur Krosslyklar Fæðudælur og vatns- dælur fyrir Austin Gipsy Verkstæðis tékkar MV búðin Suðurlandsbraut 12, sími 85052. ll é 'é 'H éí* fMt % M MU* *.« m-m* Sr. BOLLI GÚSTAFSS0N í Laufási: Trúum við því tilfinninga- hjali, að öll séum við börn Guðs? Á það heiti við um grannana, sem rifust af heift í gær og láta róginn ganga f dag, eða um þá, sem afskræma jörð- ina með helsprengjum? Eru þeir guðsbörn? Hvað um þá, sem ekki þola svört systkin f návist sinni og skipa þeim að halda sig f skugganum, ætla þeim að lifa f öðrum heimi eins og huldufólki þjóðsögunnar? Er þetta ekki einmitt stækkuð og alvarlegri mynd af þvf, sem getur gerst í barnaherberginu? Þar er stundum barist af heift, brúðurnar tættar sundur, hjól- in rifin undan bílunum, klipið, barið, rifið f hárið og hrópuð særandi orð. Sá sterki útskúfar þeim veika úr samfélaginu, ef sá síðarnefndi beygir sig ekki undir vilja hans. Minnumst við þess ekki öll að hafa verið órétti beitt einhvern tfma? Adolf Hitler sagði eitt sinn: „Stríð hefur verið gert að dularfullum vfsindum og um- hjúpað einhverjum þungbún- um hátíðleik. En strfð er hið eðlilegasta og hversdagslegasta undir sólinni. Strfð er eilfft, strfð er alls staðar. Það á ekkert upphaf, og þvf lýkur aldrei með friði. Strfð er líf. Sérhver bar- átta er strfð.“ En Hitler var vitfirrtur, segjum við. Er samt ekki eitthvað f þessum óhugnanlegu orðum hans, sem kemur óþægilega við okkur og við eigum óhægt með að virða að vettugi? Hitler fann ekki upp strfð, og Hvorki Alexander mikli né Napóleon keisari. Það bendir flest til þess að menn- irnir hafi gjört strfðið eilíft hér á jörðinni, að eldur ófriðarins muni aldrei slökkna þar, ef jörðin fær að standa að eilífu. Kristur sagði, að svo myndi ekki verða og hernaðarvísindin hafa sannað, að þau orð hans geta ræst hvenær sem er. Ófriðurinn blasir hvarvetna við okkur. Strfð er jafnvel háð innan trúfélaga, sem boða bróðurkærleika. Togstreita um embætti, óeining um búnað helgidómanna ýfingar út af hé- góma. Svo spretta alvarlegar deilur út af ágreiningi um guð- fræði, sem geta leitt til heiftúð- ugs haturs. Eru það börn almáttugs Guðs, sem þannig haga sér. Já, það eru guðsbörn. Það vonda, sem þau ekki vilja, það gjöra þau, vegna þess að það leika myrk öfl lausum hala hér f heimi þeirra og vegna þess að syndin lifir þar góðu lífi. „Undirrót allra synda er eigingirni mannsins, þegar hann elskar sjálfan sig meira en Guð og náungann". Þessar setningar eru teknar úr náms- Börn Guðs kveri í kristnum fræðum. III- deilur og strfð standa f órofa tengslum við erfðasyndina og eina réttláta strfðið, sem við heyjum, er gegn henni, gegn eigingirni okkar. Það stríð getum við ekki leitt til lykta af sjálfsdáðum, þrátt fyrir sterka trú á vaxtarmegn mannlegs þroska. Því aðeins getum við sigrað í þeirri viðureign, að við köllum Krist okkur til hjálpar, að við beygjum kné okkar f auðmýkt og segjum: Guð vertu oss syndugum lfknsamur. — Hvf nú að vera að fitja upp á þessum óþægindum við frið- sama borgara í sunnudagsblaði. Eigum við ekki að láta þá um að strfða þar suðrf Miðjarðar- hafsbotnum eins og kunnasta ófriðarsvæði jarðarinnar er kallað um þessar mundir. Hér er allt svo friðsælt og fast í sömu gömlu og góðu skorðun- um. Ef menn fremja ofbeldis- verk á Islandi, þá er það ekki þeim að kenna, heldur brenni- víninu, sem þeim varð á að setja ofan f sig. Þessi er hin voveiflegasta þjóðarblekking, sem ógnar sjálfstæði og heill þjóðarinnar fremur en allt annað. Kristið siðgæði er á góðri leið með að drukkna f áfengismóðu og kristin trú f afslætti fjálglegrar frjáls- lyndisþoku, sem á ekkert skylt við frelsi. Menn leggja sig fram um að framreiða kenningar kristindómsins á þann hátt, að sem best láti f eyrum, svo hugð- næmur helgiblær fjúki nú ekki út f veður og vind. Sú ræða verður að vera firrt alvarlegum kröfum eða öðrum óþægindum, sem kynnu að leíða til þess að kirkjurnar tæmdust með öllu. Þótt gengisfellingum sé beitt til þess að koma efnahagslifi á réttan kjöl, þá er fráleitt að fella gengi kristinnar siðgæðis- kröfu, gengi þeirrar lifandi trúar, er getur af sér ábyrga breytni og helgun. Það er sú trú, sem hefur kærleikann og eilífðina að markmiði; eilíft lff í samfélagi Jesú Krists. Ekkert skortir heiminn jafn tilfinnan- lega og það fórnfúsa kærleiks- afl, sem Jesús Kristur hefur einn opinberað mönnunum í fullkominni mynd. Við fjar- lægjumst ekki syndina með þvf að halda að okkur höndum, með því að forðast allar hættur, eða með því að gleyma okkur f tilgangslausum boltaleik við dauða-beyginn. Eina vonin til þess að sigra f baráttunni við syndina er sú að gróðursetja kærleika Krists f hjartað, fórn- andi kærleika til allrar sköp- unar Guðs. Til þess að svo verði þurfum við að kynnast Kristi og það getum við ekki án heilagrar ritningar og helgra sakramenta. Biðjum Krist að gefa okkur helgan anda sinn til trúar og lífs. Frá Bridgefélagi Akureyrar. Nú er lokið tveimur umferð- um af níu í hinu svokallaða Akureyrarmóti, sem er sveita- keppni. Alls 10 sveitir taka þátt í keppninni að þessu sinni en það er nokkru færra en síðasta ár en þá var metþátttaka, 14 sveitir. Staðan eftir tvær umferðir er þessi: Sveit Sveinbjörns Sigurðs- sonar 40 — Alfreðs Pálssonar 40 — Páls Pálssonar 29 — Grettis Frímannssonar 27 — Gunnars Berg 27 — Sigur- björns Bjarnasonar 17. A þriðjudaginn kemur spila efstu sveitirnar saman og sveit- irnar, sem eru í þriðja og fjórða sæti. XXX Að fjórum umferðum loknum i Aðalsveitakeppni Bridge- félags Reykjavíkur hefur sveit Þóris Sigurðssonar tekið foryst- una, en hún fékk öll stigin á móti sveit Gylfa í síðustu um- ferð. Staða efstu sveitanna er nú þannig: Sveit stig. 1. Þóris Sigurðssonar 69 2. Þórarins Sigþórssonar 60 3. JónsP. Sigurjónssonar 57 4. Helga Sigurðssonar 55 5. Hermanns Lárussonar 50 6. GylfaBaldurssonar 47 7. Jóns Hjaltasonar 45 8. Esterar Jakobsdóttur 37 Sveit Jóns P. á ólokið leik við sveit Hjalta Elíassonar, en næsta umferð verður spiluð i Domus Medica n.k. miðviku- dagskvöld kl. 20. XXX Frá bridgefélagi Selfoss. Vetrarstarf félagsins hófst með aðalfundi 26. september sl. Stjórn félagsins skipa: Formað- ur Símon Ingi Gunnarsson, meðstjórnendur Þórður Sigurðsson og Már Ingólfsson. Varamenn Sigurður Sighvats- son og Páll Árnason. Nú stendur yfir haustmót með þátttöku 8 sveita og er staðan eftir fjórar umferðir þannig Sveit stig. KristmannsGuðmundssonar 70 Sigfúsar Þórðarsonar 61 Höskuldar Siggeirssonar 55 Þórðar Guðmundssonar 48 Símonar Inga Gunnarssonar 35 Arnar Vigfússonar 29 FriðriksLarsen 13 Sæmundur Friðrikssonar 9 XXX Bridgefélag kvenna: Eftir 6 umferðir í „baromet- er“ tvímenningskeppni félags- ins eru eftirtaldar konur efst- ar: A-riðill: stig Halla Bergþórsdóttir — Kristjana Steingrímsdóttir 445 Guðrún Bergsdóttir — Sigriður Pálsdóttir 428 GuðríðurGuðmundsdóttir — Kristín Þórðardóttir 423 Sigríður Bjarnadóttir — Petrina Færseth 420 Guðmundía Pálsdóttir — Sigríður Ingibergsd. 419 B-riðill: stig Anna Guðnadóttir — Þuriður Möller 448 Margrét Ásgeirsdóttir — Kristín Kristjánsdóttir 444 Guðrún Einarsdóttir — Guðrún Halldórsson 441 Sigríður Jónsdóttir — Ingibjörg Þorsteinsd. 437 Guðrún Bjartmarz — Sólveig Bjartmarz 423 Meðalskor: 384 stig. A.G. R. Brezki vinsældalistinn Þetta er brezki vinsældarlistinn í dag: 1(1) Kitler queen: Queen 2 ( 2) Gonna make you a star: David Essex 3 ( 4) (hey, there) Lonely girl: Eddiel Holman 4 (12) You're the first, the last, my everything: Barry White 5 ( 6) Pepper ox: Peppers 6 ( 3) Everything I own: Ken Boothe 7 ( 5) Down on the beach tonight: Drifters 8 (21) Magic: Pilot 9 ( 7) Let's get together again: Glitter and 10 (10) All of me loves all of you: Bay city rollers. Bandaríski vinsældalistinn Bsndarlski vinsældalistinn er á þessa leið þessa vikuna: 1 ( 2) You ain't seen nothing yet: Bacman-turner overdrive 2 ( 4) My melody of Love: Bobby Vinton 3 ( 8) I can help: Billy Swan 4 ( 9) Longfellow serenade: Neil Diamond 5 ( 5) Back home again: John Denver 6 (11) When will I see you again: Three Degrees 7 ( 1) Whatever gets you through: John Lennon the night 8 (11) Kung fu fighting: Carl Douglas 9 (10) Everlasting love: Carl Carlton 10(7) Life is a roc: (but the radio rolled me) Reunion

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.