Morgunblaðið - 24.11.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.11.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÖVEMBER 1974 3 Perúmenn reyna að selja mikið mjöl FYRIR skömmu var haldin i Lima í Perú 14. alþjóðaráð- stefna fiskmjölsframeliðenda (I.A.F.M.M.). Ráðstefnuna, sem stóð yfir frá 14.—19. október sóttu þrír Islendingar, þeir Har- aldur Haraldsson, í Andra h.f., Gunnar Óiafsson hjá Fiskiðjunni h.f. ( Keflavfk og Haraldur Gfsla- son hjá Fiskmjölsverksmiðjunni h.f., f Vestmannaeyjum, en þessi fyrirtæki framleiða og selja um 20% af heildarfiskmjölsfram- leiðslu landsins. Þessa ráðstefnu sóttu að þessu sinni um 250 full- trúar, þar af um 60 frá Norður- löndunum. Þá var það athyglis- vert við þessa ráðstefnu, að hana sóttu f fyrsta skipti fulltrúar Austantjaldslands, en Pólverjar áttu fulltrúa þarna. Þegar Morgunblaðið ræddi við þá félaga, stuttu eftir að þeir komu heim, sögðu þeir, að ferðina hefðu þeir farið á eigin vegum og fyrst og fremst farið til að hitta þá menn, sem standa nálægt þessari framleiðslu, — enda væri slíkt gagnlegt, þar sem miklar sveiflur ættu sér stað í þessum iðnaði og því nauðsynlegt að fylgjast vel með. Það hefðu ekki eingöngu verið framleiðendur og seljendur á þessari ráðstefnu, heldur einnig umboðsmenn og tæknimenn frá ýmsum löndum og stofnunum eins og t.d. frá F.A.O. Því hefðu þeir saknað að enginn maður frá Hafrannsóknastofnuninni, eða Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins, hefði sótt þessa ráðstefnu. — Þeir sögðu að á fundinum hefði komið fram að Perúmenn ætluðu að framleiða 1974 um 1100 þús. lestir og sama magn aftur 1975. Perúmenn gera sér vonir um, að stór hluti af þessari aukn- ingu frá 1973 (380 þús. lestir) fari lágt i hlutfalli við framleiðslu- kostnað, samfara sölutregðu, að bændur segðust tapa á hverju tonni, sem þeir framleiddu til neytenda og kenndu þeir m.a. f óð- urverðinu um, en fiskmjöl er m.a. notað í fóðurblöndur. Þvi væri erfitt við þetta að eiga og því miður væri ekkert sem benti til hækkunar á fiskmjöli. Einu söl- urnar sem talað væri um nú, væri 25—50 tonna sölur frá Danmörku á lágu verði. Með lýsið væri öðru- vísi farið og komið hefði fram, að menn teldu það jafnvel hækka i verði. — Hvernig var undirbúningur þingsins? — Hann var hreint til fyrir- myndar. Við skoðuðum m.a. verk- smiðjur í boði stjórnvalda, auk þess sem við fórum á eigin vegum Loðnuveiðar Fiskmjöl kynnt sem proteingjafi í skoðunarleiðangra. Berlega kom í ljós, að þeir eru mjög framarlega í allri tækni, en engin verksmiðj- anna er undir þaki, heldur standa þær úti undir berum himni og þannig er líka fram- leiðslan geymd, og er mjölið haft kögglað. A þeim tfma sem við vorum í Perú, voru veiðitakmark- Rœtt við 3 Islendinga sem sóttu al- þjóðaráðstefnu fiskmjölsframleiðenda inn á markaði eins og Rússland Cuba og Kína. En Perúmenn eru þeir einu, sem hafa komist inn á þessa markaði að einhverju ráði. — Komst Soyabaunafram- leiðsla ekkert til umræðu á ráð- stefnunn? — Mikið var rætt um þá fram- leiðslu, og sýndist sitt hverjum. Menn verða því að hafa sín sjón- armið sjálfir, hvað þá framleiðslu snertir. En menn voru sammála um, að enginn vandi væri að losna við mjölið, en verðið væri því miður nokkuð lágt. Verð á kjöti væri nú orðið það anir í gildi og var aðeins hluti bátaflotans og verksmiðjanna not- aður. T.d. á einum stað, þar sem við vorum, voru sex verksmiðjur, en aðeins þrjár í gangi. Ekki var starfsfólkinu þó sagt upp, heldur var því dreift milli verkmiðjanna, en afköst þessara verksmiðja eru á milli 2000 og 3000 lestir á sólar- hring. — Það var athyglisvert við landanir úr bátunum, að ansjóvet- unni var dælt í land með 600—1000 metra löngum leiðslum frá þeim stað sem bátarnir lönd- uðu. Engin bryggja er notuð, heldur liggur löng leiðsla út i pramma á miðjum flóanum. Þetta gera þeir til að spara hafnar- mannvirki, en þá bræða þeir hrá- efnið alltaf glænýtt og finnst þvi litil lykt frá verksmiðjunum. Reykháfarnir eru i mesta lagi 10 metra háir. — Gætu Islendingar eitthvað lært af bræðsluaðferðum Perú- manna? — Framleiðsluaðferðir þeirra eru ekki svo frábrugðnar okkar. Munurinn á þeirra veiðum og okkar, um þessar mundir, liggur einkum í þvi, að þeir reyna að takmarka veiðarnar við það sem stofninn þolir, en hér reynum við að veiða sem mest þann tíma, sem loðnan gengur meðfram landinu. — Er ekki mikill munur á þeim bátum, sem Perúmenn nota við veiðarnar og þeim sem íslending- ar nota? Jú. Bæði eru bátarnir mun minni, 100—200 rúmlestir og að auki eru þeir ekki með eins full- kominn tækjabúnað. Bátarnir fara út daglega í veiðiferð, en sigling fram og til baka tekur um 6 til 8 tíma, ekki er róið á laugar- dögum og sunnudögum. Reyndar eru allir þeirra bátar með kraft- blökk, en að öðru leyti standa þeir að baki okkar skipum. — Nú voruð þið þarna á mikl- um jarðskjálftatímum. Gekk ekki mikið á i mestu hrinunum? — Fólkið var mjög rólegt allan timann, en meðan við vorum þarna mældust 859 skjálftar að okkur var sagt, en sjálfir fundum við þrjá snarpa skjálfta. Hinsveg- ar kom það okkur ekki á óvart, að húsin skyldu hrynja, ef miða á við okkar byggingarhátt. Samþykkti þingið engin sérstök lög eða reglur, sem reyna á að komatil framkvæmda? — Samþykkt var að reyna að samræma reglur hinna mismun- andi innflutnjngsrikja og yrði það mjög til bóta. Þá var einnig sam- þykkt, að stórauka fjárveitingu til kynningar á fiskmjöli sem pró teinsgjafa, sérstaklega til þess að sanna hvað það hefði mikið fram- yfir þær fóðurtegundir, sem und- anfarið hafa verið notaðar í rík- um mæli í skepnufóður. — Hvar verður svo næsti fund- ur? — Hann verður haldinn í Kaup- mannahöfn næsta haust, en fram kom að mikill áhugi er fyrir að halda sllkan fund á Islandi á næstunni. Þ.O. Roksala hjá Steingrími Á ANNAÐ þúsund manns hafa komið á málverkasýn- ingu Steingríms Sigurós- sonar sem staðið hefur yfir í Hamragörðum viö Hring- braut þessa viku. Á sýning- unni eru 75 myndir, og hef- ur meira en helmingur þeirra selst. Athygli skal vakin á því, að þetta er síðasta sýningarhelgin. í dag verður sýningin opin kl. 14—23. Ferðaskrifstofan UTSYN MUNIÐ ÚTSÝNARKVÖLDIÐ ÁHÓTEL SÖGU í KVÖLD Marz: 14. Aprfl: 4. 1 8. VERÐ INGRAM I 2ja m. herb. Kr 20.800, í 1. m. herb. Kr 21 600 GLASGOW Nóvember: 22 Des.: 6 Jan.: 17.31 Ferbr.: 14 28 -------------------------------. Kanaríeyjar Brottför: 21 nóv — 3 vikur 1 2 des. — 2 vikur 1 5. des. — 1 9 dagar aukaferð 1 9. des. — 3 vikur 26. des. — 3 vikur 2. jan. — 2 vikur, aukaferð. 9. jan — 2 vikur 1 6 jan — 4 vikur 23. jan. — 2 vikur 6 feb — 3 vikur 1 3. feb. — 3 vikur. 2 7. feb — 3 vikur. 6 marz — 3 vikur. 20 marz — 2 vikur. 27. marz — 3 vikur. 1 7. maí — 2 vikur. 1. mal — 3 vikur. Vikuferðir til Kaupmannah.: 1 8. nóv. ,,Intertool" (International Fair for Tools and Machine tools) 31. jan.,,Exh Building Products'' 14. feb. „Scandinavia Men's Wear Fair'' 3. mars „Shoe Fair Exh " „International boat show" 14. mars „19th Scandinavian Fashion Week '75" Flug, gisting og morgunverður 29 500 Kr Skíðaferðin til Austurríkis 1 7 dg Brottför 28 des., 1. feb og 1. mars V-__________________________ --------------------------------------------------- LONDON Ódýrar viku ferSir! Nóvember: 23 Desember: 1 8.og15 Janúar: 1118 og 25 Febrúar: 18 1 5 og 22. Marz: 1 8.16. ng 22. Aprfl: 5.12.19.0^26 VERO REGENT PALACE I 2ja m herb Kr. 24 200 I 1 m herb Kr 27 100 CUMBERLAND i 2ja m herb Kr. 28 900 M . m. herb. Kr. 31 800. KENÝA 1 7 dagar viku Safari Vika við Indlandshaf. 2 dagar I Nairobi Fyrsta flokks aðbúnaður. Brottför 21. des. (jólaferð) 28. des. (nýársferð) 25. janúar 22. febrúar 22. mars (páskaferð) r GAMBIUFERÐIR Brottför: 8. febr. 30. nóv. 22. febr. 14. des. (jólaferð) 8. marz. 28. des. (nýársferð) 22. mal (páskaferð) V V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.