Morgunblaðið - 24.11.1974, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.11.1974, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1974 Ávarp til þjóðarinnar á bindindisdaginn 24. nóvember 1974 Ljóst er að augu æ jleiri manna opnast nú fyrir því að áfcngi er hœttulegt jíkniefni, hölvaldur manna og þjóða. Evrópuráðið og Norðurlandaráð hafa nýlega gert samþykktir um áfengismál og hvetur hið fyrr- nefnda meðal annars til að halda áfengi í háu verði og auka bindindisfrœðslu, bœði í skólum og œskulýðs- fclögum. I sumum nágrannalöndum okkar, þar sem sala áfengis er engum hömlum bundin, fjölgar dauðsföll- um af völdum áfengisneyslu svo mjög að einungis krabbamein og hjarta- og œðasjúkdómar valda dauða fleiri manna (Frakkland). Hérlendis hafa meðal annarra lœknasamtökin var- að við þeim hœttum sem við blasa og hvatt til þess ,,að sala áfengra drvkkja verði takmörkuð". Framundan er mikið átak í umhverfismálum. Upp- blástur grcðurlendis skal stöðvaður, vörnum beitt og helst snúið í sókn. En við skyldum minnast þess að fleira getur blásið upp og sundrast en grænir reitir. Neysla áfengis og annarra vímuefna veldur þeim upp- blœstri sem oft reynist erfitt að grœða. Áfengis- neysla er ekki einkamál. Margt barnið vex úr grasi og hefur ævistarf sitt kalið á hjarta vegna drykkju foreldra. Og margt atgervisfólk hefir ísland misst í þá óseðjandi hít sem elfur áfengisins er. Það er þarft að berjast gegn mengun umhvérfisins. Hitt er þó enn mikilvægara að koma í veg fyrir meng- un líkama og sálar, háskalega mengun sem getur sið- blindað jafnvel hina bestu menn. — Við teljum það skyldu hugsandi manna að skera upp herör gegn drykkjutískunni og hörmulegum afleiðingum hennar. Slík herför hæfir vel á þjóðhátíðarári. t heilbiij>nisráiiherra \ > menniamálaráiiherra form. Landss. f>egn áfengisb. )^CVv\l(w\ áfengisvarnaráfiunautur * íorm. K venfélagasambands íslands /' prófessor alþingismafiur U v biskup ■=A. alþingismafíur alþingismaður alþingismafíur ’ ftórtemplar r/ Hreggviður Jónsson: Bindindi er byggt á frelsi 30 Stefán Kjærnested: Starf- semi ung- templara ISLENZKIR ungtemplarar eru samtök ungmenna, sem hafa það markmið sem felst I kjörorði sam- bandsins. Bindindi — Bræðralag — Þjóðarheill. l.U.T. var stofnað 24. apríl 1958 ai nokkrujn ung- templara- og ungmennastúkum. i dag eru starfandi ung- templarafélög á 7 stöðum á land- inu á Isafirði, Akureyri, Hvera- gerði, Keflavik, Kópavogi, Hafnarfirði og 3 i Reykjavík. Félög þessi hafa nokkuð mismun- andi starfsemi. Eftir að þú les- andi góður hefur litið yfir þessa fróðleiksmola xþá vaknar eflaust hjá þér sú spurning af hverju er verið að vesenast með þessi ung- templarafélög? Jú, það er vegna þess, að á öllum tímum er til hópur ung- menna, sem sjá i gegnum blekk- ingavef Bakkusar, sjá hvaða áhrif hann hefur til ills, sjá tilgangs- leysið í neyslu áfengis, þvi þau hafa komist að því, að það er hægt að skemmta sér alveg konunglega ófullur og vita, að vandamálin drekkur maður ekki burt heldur verður maður að takast á við þau. Fyrir þetta fólk voru ung- templarafélögin stofnuð og fyrir það eru þau til nú. Við ung- templarar gerum okkur margt til skemmtunar og reynum að tak- marka allan þann viróuleikablæ og hátíðarblæ, sem deyfir áhuga félagans. Við eigum okkur þá hugsjón að skemmta okkur án áfengis og skemmta okkur vel og það gerum við svo sannarlega. Hvað gerum við til þess? Jú, flest eða gott ef ekki öll félög halda opið hús vikulega. Þangað koma menn til að spjalla saman og kynnast fleira fólki, og grípa þá gjarnan í sþil eða taka lagið. Oft eru líka málfundir þar sem menn geta fengið útrás fyrir skoðanir sínar i stað þess að fara kannski í slag (sem gæti þó verið skemmtilegt ef andstæðingurinn væri af veikara kyninu (innsk. höf.) Lika eru haldin skemmti- kvöld, kynningarkvöld og margt fleira i stað opnu húsanna. Hvert félag hefur lika sínar venjur í sambandi við þetta, sum hafa t.d. stutta leikþætti eða bara eitthvað annað. Þar að auki eru svo böll hjá flestum félögum mánaðar- lega. Böll hjá íslenskum ung- templurum eru orðin víðfræg fyrir það stuð og fjör, sem þar rikir. Hver hefur t.d. ekki heyrt um fjörið á náttfataballinu hjá Hrönn. Ferðalög eru líka snar þáttur í lífi ungtemplara, því að þeir djöflast i skálaferðir, Þórs- merkurferðir, ferðir út í bláinn og alls konar ferðir, og ekki vant- ar fjörið heldur þar. Og enn er þetta ekki búið. Því við höldum stundum félagsmála- námskeið fyrir félaga. Á nám- skeiðum þessum er þeim kennd ræðumennska, tilgangur ung- templarafélaganna, hlutverk stjórnar o.s.frv. Þarna líka hefur okkur tekist að halda uppi gamla góða móralnum. Á sumrin höld- um við bindindismót í Galta- lækjarskógi, sem svona einhvers- konar mótvægi við hin mótin. Jæja, ég nenni nú ekki að tina upp fleiri liði, en ég skora á þig lesandi góóur. Ef þú ert orðinn leiður á drykkju (eða ef þú hefur aldrei byrjað hana) þá skaltu koma til okkar og starfa með okkur smá tíma og vittu til hvort það fari ekki fyrir þér eins og mér, að þú getir ekki innan árs hugsað þér að vera annað en ung- templari. Með þökk. I DAG gefst fólki kostur á að kynna sér starf templara, ung- templara og barnastúkna hér í Reykjavik og víðar. Starf þessara þriggja bindindissamtaka er fjöl- þætt og þess eigi kostur að lýsa því í þessu greinarkorni, heldur eru menn hvattir tíl að kynna sér starfsemi þessara bindindissam- taka af eigin raun i dag. Skoðun margra á bindindis- hreyfingunni hefur oft mótazt af þekkingarskorti, kreddum og mis- skilningi á grundvallarkenn- ingum og siðum hennar. Þetta á fyrst og fremst við um álit margra á teplurum, sem er í raun og veru ofur eðlilegt, þegar haft er i huga hvað lítið hefur verið gert til að kynna samtökin fyrir alþjóð og skoðanir almennings því ekki byggðar á nægri þekkingu. Bind- indi er byggt á frelsi hvers og eins til að ákveða sjálfstæði sitt eða taka á sig byrði og kvaðir áfengis- neyzlu eða annarra ávana- og fíkniefna. Hvora leiðina menn velja verða þeir sjálfir að ákveða. Hitt er, að það er óneitanlega léttara að varast vitin, ef þau eru ekki til staðar. Þetta hefur lög- gjafinn viðurkennt og bannað flest önnur hættuleg efni. Áfengisbann hefur verið reynt, en fjöldi fólks vildi ekki eða gat verið án áfengis. I dag er áfengis- sjúkt fólk af ýmsum talið vera ekki undir 6.000 hér á landi. Við höfum á lýðræðislegan hátt valið og samfélagið viðurkennir áfengi. Það má vera, að áfengi sé að ein- hverju marki nytsamt fyrir þjóð- ina, en það er augljóslega hættu- legt á margan hátt. Templurum er oft núið um nasir, að þeir séu öfgamenn og þá oftast minnzt á bannlögin. Lítill vafi erþó á, að ef áfengi væri fundið upp i næstu viku og hættur þess væru þekktar myndi það bannað sem mjög hættulegt efni. Vafalaust er, að bannlögin 1915 mörkuðu djúp spor í sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar, en aðalfor- ingi bindindismanna var Björn Jónsson ráðherra sem kunnugt er. Pétur Ottesen lét oft í ljós hve mikilvægt það hefði verið í sjálf- stæðisbaráttunni að geta sýnt fram á sjálfstæði Islendinga í áfengismálum og að þeir væru ódeigir við að kljást við vandann. Um fullveldið 1918 segir Pétur Ottesen í viðtali við Olaf Hauk Árnason í riti Stúdentafélagsins á Akranesi, 1918 — 1. desember — 1968: „Þegar þessir merku at- burðir gerðust hafði áfengisbann staðið hér á landi í nokkur ár og gefizt vel. Islandsvinurinn Frið- rik konungur áttundi kvaðst ekki hafa unnið önnur embættisverk sín glaðari en undirskrift bann- laganna íslenzku. Og ég tel engan vafa á því, að önnur hefði getað orðið niðurstaðan 1918, ef hér hefði allt flotið i víni og siðgæðis- slappleiki sá, er drykkju jafnan fylgir, þjakað þjóð vora.“ Bannlögin sönnuðu svo ekki verður hrakið, að það böl, sem fylgir áfengisneyzlu, hvarf algjör- lega. Öll sú óhamingja, allt það heimilisböl, afbrot og sálarstríð, sem áfengi eru samfara, voru úr sögunni. Hvað ætli mörg manns- dráp verði af völdum ölvunar hér á landi? Vegna hvers leyfum við áfengi? Ástæðurnar eru fjöl- margar, einstaklingar og fyrir- tæki hafa góðar tekjur af áfengis- sölu, auk þess er stór hópur fólks svo vanur áfengi, hefur svo miklar mætur á því, og er svo háður því, að það myndi vera von- laust að ná árangri með banni. Hvað er þá til úrbóta? Tillits- semi og frelsi til að vera bindindismaður. Vió, sem erum bindindismenn, óskum þess, að þeir, sem neyta áfengis, viður- kenni rétt okkar til að lifa lífinu án áfengis. Hver einstaklingur verður að hafa rétt til að ákveða hvora leiðina hann velur og það sé tekið tillit til þess. Ég óttast ekki, að afli menn sér þekkingar á starfi og hugsjónum templara, ungtemplara og barnastúkna, þá muniþeirveljarétt. Grundvöllur hinnar sönnu sjálf- stæðisstefnu er óhagganlegur og ég veit, að þið munið kjósa að gerast sjálfstæðir menn í framtíð- inni. Verið velkomin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.