Morgunblaðið - 24.11.1974, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.11.1974, Blaðsíða 26
laus upp á endann í tvo klukkutíma, og var þó þreyttur fyrir. Svona er líka ástin. Hún stímúlerar í bili, en svo kemur linkan. Eftir stutta umhugsun: — Þetta veður stendur ekki lengi. ÞaS er rosabaugur kring- um tungliS og væta þegar farin aS draga sig í loftiS. Svona rosabaugur var í kringum tungliS kvöldiS áSur en aSförin var gerS aS Birni Jónssyni ráSherra, eftir aS hann hafSi sett þá af, Tryggva Gunnarsson bankastjóra og Halldór Jónsson banka- gjaldkera. ÞaS var haustiS 1909. Ég var meS í hópnum, fylgis- maSur Björns og stóS í Tjarnarbrekkunni, norSan viS RáSherra- bústaSinn. Knud Zimsen hélt æsingarræSu uppi á pípubunka á Lækjartorgi yfir mannfjöldanum, áSur en hann lagSi af staS. MikiS fannst mér eignin taka sig fíflalega út. Svo fór Þórbergur aS tala um kommúnisma, en ég sagSi: — SegSu mér heldur eitthvaS meira um ástina. — Já, ástin líkist oftast bólu, þaS hef ég sagt í kvæSi. En heyrSu, þaS var skrítiS aS sjá tungliS í Kanton. Þar lá þaS nærri því á bakiS. Ástin liggur stundum á bakiS líka. En ertu ekki farinn aS finna á þér ? Margrét verSur aS koma meS meira. Tiel estas Ia vivo. Zamenhof er einn mesti maSur, sem lifaS hefur á þessari jörS. Honum tókst fyrstum manna aS búa til tungumál, sem allar þjóðir gætu sameinazt um, ef svolítið af viti væri í hausnum á þeim. í Esperanto eru engir málslega meirimáttar né minnimáttar. En þrælslundin er svo mikil í heim- inum, að menn vilja heldur babla minnimáttar ensku við Eng- lendinga, heldur eti standa á málalegum jafnréttisgrundvelli með Esperanto frammi fyrir Englendingum og öðrum þjóðum. Það er engin innri reisn til í þessu dóti, ekkert annað en mont- gola og hinn parturinn er skriðdýrið. Já, vinur minn, heimur- inn er bagborinn . Heimurinn er gallagripur og gaetir fljóða miður vcl. Einar spjallaði lyndislipur Litlu-Strandar Gabríel. Ég hef aldrei litið upp til nokkurs manns, hvorki íslendings né útlendings, aldrei litið upp til neinnar kirkju, aldrei litið upp til neins guðdóms. Af þessu hefur svo leitt, að ég hef heldur aldrei litið niður á nokkurn mann. Ég hef nánast litið á alla sem jafningja mína. Hugsaðu þér nú bara, sumir hérna líta upp til Englendinga, eins og þetta sé einhver andlegur aðall. Ég hef þekkt nokkra Breta, sem mér hefur fallið ágætlega við, en ég hef ekki litið upp til þeirra meira en fólks austan úr Suður- sveit. Ja nu har du hort hvad jeg hart sagt. Ég hef meira að segja aldrei litið upp til guðs. Ég er sannfærður um, að það er hvorki hægt að nálgast hann með línu upp eða niður, ef hann er til. Menn eiga að tala við guð eftir láréttri línu, eins og sveit- unga sinn eða leikbróður. Ég er sannfærður um, að svoleiðis framkoma líkar honum bezt. — ,,Það þýðir ekki að tala við guð eins og skynsaman mann, heldur eins og barn eða hreinan óvita,'" sagði Árni prófastur. Nei við eigum ekki að líta upp til Englendinga. Þar er mikil fáfræði. Þegar Margrét var í Eng- landi 1949, fór hún í búð til að kaupa kjól. Stúlkan spurði, hvaðan hún væri, þegar hún heyrði, að hún var útlendingur. — Jú, frá íslandi. — Komuð þér með járnbrautinni ? spurði stúlkan. — Nei, ég kom gangandi til að spara mér aura, svar- aði Margrét. í annarri verzlun voru afskaplega fínir herrar. Þeir seldu teppi. Margrét spurði um teppi. Þeir spurðu, hvaðan hún kæmi. — Frá íslandi, svaraði hún. — Nú, hvað hún ætlaði að gera við teppi, búandi í snjóhúsi ? Þá tók Margrét til máls: Damd fools you are . . . — Svo halda menn, að þetta sé and- legur aðall og líta upp til þess með fruktandi undirgefni. En ertu nú farinn að finna á þér ? Ja, þá er bara að fá eitt glas í viðbót. Snobberíið er ákaflega ríkt í mönnum. Það er snobb- að fyrir valdi og þeim, sem eiga peninga. Hér sigldi fransmað- ur hjá okkur á vaktinni með rá á bæði borð og gafl í báðum endum og sagði: Plenty glass, Kap Nord, nefnilega nóg af stórri og feitri ýsu, sem Gomsarinn fékk þar. Það var bezti dráttarmaðurinn á Hafsteini, Guðmundur Sveinsson frá Gufu- nesi, sem þetta var haft eftir, ágætur karl. Hann var ólíkur sr. Friðrik. Einu sinni reyndi sr. Friðrik að berja inn í mig latínu. Sicilia insula est. En ertu ekki orðinn fullur ennþá ? Lífið er eitt allsherjarsnobberí. Meira að segja var Árni prófast- ur Þórarinsson snobbaður. Það var hans veikleiki. En hans snobb var ekki slæmt, því hann leit aldrei niður á alþýðuna. Hann sagði, að hann hefði allt sitt vit frá alþýðunni. En það voru aðrir tímar, þegar sr. Árni var að alast upp. Þá gengu höfðingjarnir við gyllta stafi . . . Tiel estas la vivo. . . . FIMMTUDAGUR, 27. KVÖLÐIÐ._____________________________________ Þegar ég kom heim til Þórbergs í kvöld, spurði ég: — Er Margrét að fara út ? — Nei, svaraði hann. Því heldurðu það ? — Ja, hún er svo fín í tauinu, svaraði ég. — Já-já, svaraði skáldið. Hún Maja kemur hingað í kvöld, hún Maja, sem ég skrifaði bréfið. Og ég verð sennilega dálítið tvískiptur, þegar fer að líða á. Ég leit á bókaskápinn: — Hvar eru þínar bækur í skápnum ? spurði ég. — Þær eru á víð og dreif, svaraði Þórbergur. Ég raða bók- um ekki eftir efni, heldur eftir stærð. Ég sá að það var fallegra. Það verkaði á mig eins og skörðóttur kjaftur að sjá þær standa hinsegin. Ég hef sem sé dálítinn fegurðarsmekk, þó að Mar- grét segi, að ég hafi ekkert vit á málverkum. Faðir minn hlóð ákaflega vel garða og smíðaði fallegar skjólur og manntöfl, en var svo hlédrægur, að hann hleypti sér aldrei út í stærri smíð- ar. Ég lét þetta gott heita. Hvaða máli skiptir, hvort Stafsetn- ingarorðabók Halldórs Halldórssonar er á milli Sankta Biblio og Ljóss heimsins, eða einhvers staðar annars staðar ? Skáldið leit til veðurs: — Það eru sumir, sem aldrei hafa talið mig kommúnista, sagði hann, af því ég trúi á líf eftir dauðann og þori ekki að óreyndu að neita tilveru guðs. Og þegar sú frétt komst á kreik fyrir fáum árum, að Brynjólfur Bjamason væri ekki fjandsam- legur lífi eftir dauðann, þá fóru menn að horfa á hann spíóner- andi augnaráði og þóttust sjá þess merki, að hann væri farinn að bila í kommúnismanum. Brynjólfur er mjög gáfaður maður og laus við þvergirðing gegn skynsamlegum rökum. En fyrir mér horfir þetta þannig við: Það er óvísindalegt að neita lífi eftir dauðann, fyrr en menn hafa rannsakað málið til hlítar og fengið sannanir fyrir, að annað líf sé ekki til. Það er bein- línis ódíalektískt. Sannur díalektíker mundi segja: Ja, þetta er nú mál, sem ég hef ekki rannsakað, og þess vegna læt ég það liggja milli hluta. En ég reyni að spinna mig lengra og lengra að því. Og svo sjáum við, hvað setur. En þessi andúð kommun- ista á trúarbrögðum er skiljanleg. Kirkjan hefur notað trúar- brögðin gegn sósíalismanum og í þágu auðvaldsins. Af þessu hefur leitt, að forystumenn kommúnismans hafa snúizt gegn kirkjunni. Og af því að trúarbrögðin voru vopn hennar, þá sner- ust þeir líka gegn þeim. Það var ekki svo auðvelt að greina trúarbrögð frá kirkjunni. Trúarbrögðin eiga ekki mikið skylt við kristindóminn. Kristindómur hefur aldrei verið kenndur í kirkj- unum síðan hann komst undir vald ríkisins. í kirkjunum eru kenndar falskenningar, sem eiga ekkert skylt við kristindóm. Kirkjan hefur til dæmis alltaf fylgt því ríki í stríði, sem hún hefur tilheyrt, og snúið bænum guðs í Buslubænir, en Kristur bauð, að ekki skyldi vega menn. Guð er alþjóðasinni eins og ég. Kenningar Krists eru ekki trúarbrögð. Kristindómurinn er ekki fræðikerfi um guðdóminn eða líf eftir dauðann. Megin- uppistaða hans eru siðakenningar. Hann fjallar um það, hvern- ig menn eiga að breyta hver við annan og hvaða afleiðingar sú breytni hafi fyrir þá. En spurningin um líf eftir dauðann kemur trúarbrögðum og kristindómi ekki meira við en náttúrufræði Darwins og eðlisfræði Einsteins. Spurningin um líf eftir dauð- ann er náttúru- og eðlisfræðilegs efnis. — En finnst þér ekki ljóður á kommúnistum að trúa ekki á líf eftir dauðann ? — Onei, ég tel það ekki ljóð á neinum manni, þó að hann trúi ekki á líf eftir dauðann, reyndar svolítið heimskulegt að neita því. Það mundi vera þægilegra fyrir hann, þegar hann kæmi yfrum að hafa kynnt sér þetta eitthvað. Það mundi að öðru jöfnu vera þægilegra fyrir hann, þegar að því kæmi. Það væri auðveldara fyrir einn fátækan íslending við fiskirí á Winni- pegvatni, ef hann vissi eitthvað um vatnið og náttúrur fiskanna þar, áður en hann flyttist þangað vestur. Og ekki held ég það væri skemmtilegt fyrir menn að búa í landi, sem þeir tryðu ekki, að væri til. Þeir mundu halda, að þetta væri ljótur draumur. En nú ætla ég að taka veðrið: Loft léttskýjað, kaldi, sunnan. Hiti 7,8 stig. Ég held tunglið liggi yfir gaflinum. Bíddu aðeins, ég ætla að skreppa fram í eldhús. Jú, þarna er það. — Við vorum að tala um trúarbrögðin. En hvað um náð- ina ? Við höfum ekkert minnzt á hana. — Hún er uppfynding brokkgengra manna til að reyna að snuða sig frá hinum slæmu afleiðingum verka sinna. Þeim þykir gott að hafa náðina upp á að hlaupa. Þeir um það. En þeir munu reka sig á, að náð er ekki til í náttúrunni, heldur lögmál orsaka og afleiðinga. Hugmyndir manna um guð eru ákaflega barnalegar. En mikilleika guðs og gáfnafar, ef hann er til, má kannski dálítið marka af því, að það skyldi þurfa mann eins og Einstein til að uppgötva hið einfaldasta í útreikn- ingum hans. Hversu stórkostleg mun þá ekki vera lýrík hans og frásagnarsnilli. Guð er svo stórkostlegur, ef hann er til, að örlítill geisli af orku hans mundi breyta okkur samstundis í duft og ösku, ef við næðum sambandi við hann. Það væri eins og að fá milljónir stærstu vetnissprengna yfir sig. Sá kraftur, sem menn hafa þótzt fá ofan að og talið er, að komi frá guði, hef- ur farið í gegnum fjölda millistöðva eða minni háttar guði, sem smækka eftir því sem nær okkur dregur. Þetta eru eins konar spennistöðvar á milli okkar og guðs með minnkandi straum. Ég held, að allir menn þróist á milljörðum ára upp í það að verða guðir. Hitler líka. Já, það skiptir engu máli, hvað mikil himpi- gimpi þeir hafa verið hér á jörðu. Þó segja dulspekingar, að menn geti verið svo spilltir að þeir leysist upp. En nú þarf ég að skreppa inn til hennar Maju, ég verð tvískiptur í kvöld, eins og ég sagði þér. Að nokkurri stund liðinni kom Þórbergur aftur og fór að segja mér, hvers konar bókum hann hefði mestan áhuga á: — Ég hef mest gaman af að lesa dulrænar sögur, sagði hann, af því að þar er svigrúm fyrir ímyndunaraflið og þægileg spenna í efninu. Þar næst koma ævisögur og alþýðuvísindi, þá náttúru- fræði, stjörnufræði og loks skáldskapur, kvæði og skáldsögur. Mér þykir ekki eins skemmtilegt að lesa kvæði og þegar ég var yngri. Mér finnst þetta vera hálfgerðar barnabókmenntir. Ég man eftir því, að sá vitri maður Magnús Arinbjarnarson, lög- spekingur, sagði einu sinni við mig: — Ég skil ekkert í því, hvers vegna aumingja mennimir eru að kreista þetta úr sér. Þetta var nú fyrir einum 28 árum og þá þótti mér það mikið hneyksli. En nú finn ég, að ég verð að gæta mín vel til að taka ekki und;r með honum. Ég hef líka gaman af að lesa heim- spekirit og talsvert gaman af að lesa bækur um pólitísk efni. Þó hef ég verið latur við þann lestur í seinni tíð. Dulrænar frá- sagnir eru hunang allra bókmennta. Já, jafnvel þó að þær séu ekki neinar bókmenntir. Ég held, að Indriði miðill sé með því skásta, sem ég hef skrifað. Þórbergur þurfti nú að skreppa aftur fram til hennar Maju. Ég beið á meðan, fannst samtalið orðið allskrykkjótt. Beið samt rólegur, því Þórbergur var ákveðinn í að vera tvískiptur í kvöld. Svo kom hann inn aftur að vörmu spori: — Það eru óskiljanlega lítilþægir menn, sem gera sig ánægða með að flytjast á aðra stjörnu eftir dauðann. Allar stjörnur munu vera mjög svipað samsettar. Ég er hissa á, að menn skuli endilega vilja setjast að sama stöppudiskinum og kattarláfujafn- ingnum. Þá er skemmtilegra að koma í heim með nýjum víð- áttum, öðrum gróðri, meiri léttleik og líflegheitum en finnast á stjörnunum. Ja, nema kannski á tunglinu, ég veit það ekki. Svo skrapp hann enn einu sinni inn í hina stofuna, en kall- aði til mín á leiðinni: — Stjörnur eru skemmtilegar til að horfa á þær langt í burtu. En þekkingin er að drepa alla rómantík. Rómantík mega menn ekki missa, því að hún er stækkun á líf- inu. Síríus var fallegur, þegar ég var í Bergshúsi. Það varð nokkurt hlé. Svo kom hann aftur: — Já, rómantíkin er ágæt. Ég er mikið með henni. Þessi þurrkuntuháttur og uppskrúf í ljóðagerð er óþolandi. Guð er rómantískur. Og þegar menn setjast niður og yrkja kvæði, eiga þeir að hugsa: Hvernig mundi nú guð gera þetta ? En nú skul- um við flytja okkur inn í hina stofuna. Hún er full af rómantík. Og svo fáum við þar en lille kop kafe. Við fórum inn í stofuna og töluðum við Maju. Þórbergur sótti bréf, sem hann hafði skrifað vini sínum á Esperantó. Að- alefni þess var þetta: Ég er á móti óperum. Um leið og þeir byggja óperuhöll hér, þá flyt ég til Angmagsalik. Óperan er eftirstöðvar af lénsskipulaginu. Lénsherrarnir fundu þetta upp til að pína ennþá meira kúgaðan almúgann. Það er hlægilegt að heyra menn tala syngjandi. En það er snobbað fyrir þessu. Svo var farið að tala um Jón Leifs og Írafells-Móra af mikilli virðingu. LAUGARDAGUR 6. DESEMBER, KLUKKAN 4—5.32.___________________ Ég hef verið að hugsa um það í allan dag, hvernig stendur á því, að sumir menn eru fengnir til þess að sætta hjón. Ástæð- an er sú, að Ragnar Jónsson hringdi til mín í dag Og sagði: — Elsku vinur, þú verður að afsaka, að ég skyldi ekki koma í gærkvöldi. Ég var að sætta hjón fram undir morgun. — Gerir ekkert, svaraði ég, en hvernig tókst ? Ég hef ekki getað hætt að hugsa um þetta í allan dag. Einu sinni var ég fenginn til að sætta hjón. Mér leizt illa á blikuna og trúði ekki á, að það gæti tekizt. Ég vonaði jafnvel hálft í hvoru, að það mundi mistakast. Ég er að hugsa um hvers vegna. Var það vegna þess að ég var sjálfur ástfanginn í kon- unni og ætlaði að hremma hana, þar sem hún lá ósjálfbjarga á vígvellinum eftir hjónabardagann ? Eða var það vegna þess að ég var svona mikill vinur vinar míns ? Ég veit ekki hvort heldur var, og sennilega fæ ég aldrei að vita það. En ég var sannfærður um, að eitthvað hefðu þeir menn fram yfir aðra, sem fengnir væru til að sætta hjón. Virðing mín fyrir Ragnari í Smára hefur aldrei verið eins mikil og í dag. Þegar ég kom til Þórbergs sótti þetta enn mjög á mig. Ég var því ekki fyrr seztur en ég sagði við skáldið: — Hvað mundir þú gera, ef þú værir beðinn um að sætta hjón ? — Ég mundi aldrei leggja út í svoleiðis, sagði hann. Það á aldrei að reyna að sætta hjón. Það á að örva þau til að slást. Eftir slagsmálin koma sættirnar. Þar með var málið útrætt og næsta mál á dagskrá tekið fyrir. Fjölkvæni ? — Jú, fjölkvæni er karlmönnum enn eiginlegra en einkvæni. Það ætti hver maður að eiga 12 konur, eina fyrir hvern mán- uð ársins. — Yrðu þá engar framhjátökur ? — Jú-jú, svaraði skáldið og brosti gleitt. Þær yrðu alveg eins fyrir það. Framhjátagelsi. Þeir hafa það svoleiðis sums staðar í Indlandi, þar sem fólki kemur illa saman í þorpi eða byggðar- lagi, að það hittist einu sinni á ári og ber þá allar þær svívirðing- ar hvert á annað, sem það hefur fóstrað í sér á árinu. Þegar allir eru búnir að útausa sér nægilega, þá eru þeir sáttir. Og sam- búðin gengur vel fram eftir næsta ári. Þetta væri kannski ráð til þess að sætta hjón, að sættarinn stillti svo til, að þau gætu rifizt vel og jafnvel flogizt á. — Það er ekki hægt, svaraði ég. Ragnar á svo mikið af dýr- um málverkum og mér er sagt hann eigi á annað þúsund hljóm- plötur. — Ja, ef það eru óperur, gerir það ekkert til, svaraði Þór- bergur og hélt svo áfram: — Annars er það einkennilegt, hvað margt fólk á erfitt með að laga sig hvert eftir öðru. Það vill vera svo rismiklar per- sónur, að hvorug lætur undan fyrir hinni. Þegar ég mæti stórri persónu, reyni ég alltaf að vera lítil persóna til þess að stóra persónan hafi þá ánægju að verða ennþá stærri. Það er líka nokkuð algengur veikleiki í fari manna að slá sér upp á ann- ars kostnað, verða stórir, þegar nokkrir eru viðstaddir, segja þá eitthvað vanvirðulegt um einn, gera hann hlægilegan og horfa svo upp á hina og spyrja með uppétandi augnaráði: — Var þetta ekki helvíti sniðugt hjá mér ? — Þetta er nokkuð al- gengt í fari manna. Annars er stór persóna aldrei stór. Hún dregur sig í hlé og þegir. Og Þórbergur heldur áfram: — Ég hef aldrei skilið, hvað menn geta lagt á sig mikið af heimskulegu erfiði til þess að ávinna sér veraldarupphefðir, sem þeim virðist ekki vera nein lífsnauðsyn að ná. Venjulega byrja þeir með að komast upp á kvenmann og þykjast hafa vaxið að manndómi. Það er frumstæðasta ástríða mannsins. Þetta eitt endist þeim þó ekki til lengdar og þá fer þá að langa eftir að safna auðæfum. Og þeir halda áfram að safna og safna og aldrei hafa þeir safnað svo miklu, að þeim finnist þeir hafi efni á að segja: Nú er ég búinn að fá nóg. Þetta er eins og helgar bækur lýsa þorstanum í Helvíti. Og þeir geta lagt svo mikið að sér til að reyna að fullnægja þessari blekkingu í sjálfum sér, að þeir eru orðnir úttauguð hrör langt fyrir aldur fram. Peningagræðgi er mjög slæm fyrir taugarnar og hjartað og æða- kerfið, að ég tali nú ekki um fyrir sálina. Aðrir leggja mikið kapp á að geta sallað náungann í fótbolta, sigrað hann í stang- arstökki, kringlukasti og glennt sig betur en hann í þrístökki, sem ég held að sé auvirðilegasta stökk í heimi. En samt verða menn heimsfrægir fyrir það. Enn aðrir sækjast eftir því að komast til valda, verða dýrkaðir af fólkinu sem alþingismenn, ráðherrar og annað þvíumlíkt. Svo eru þeir sem keppa eftir að verða frægir fyrir að skrifa bækur, yrkja kvæði, herma eftir uppi á leikpalli, möndla óperur. Allt stafar þetta frá einu og því sama: einhverri vöntun í manninn, einhverju andlegu tómi, sem er verið að strefa við að fylla. En það skrítna við þetta er það, að tómið fyllist aldrei. Og maðurinn er í raun og veru jafntómur og jafnvesæll að vegarlokum sem í upphafi leiðarinn- ar. Þetta er eitt af því skrítna við lífið. Tómið verður aðeins fyllt með því að losa sig við strefið við að fylla tómið. Losa sig við persónuleikann, sem ég er frægur fyrir að hafa kallað svo, því að strefið á rætur sínar í persónuleikanum. Hann er hnútarnir í sálarlífinu. Þegar menn hafa leyst hnútana, ljóma þeir eins og fagurt ljós. En komdu hérna fram snöggvast og heilsaðu upp á hana Imbu litlu Fálu. Hún er fjögurra ára. Hún er að læra ballett og lofaði að kenna mér, en hefur svikizt um það. Hún er falleg. Ég gat lært Möllersæfingar af sjálfum mér. . . . Og svo göngum við inn í stofuna aftur og Þórbergur tekur upp þráðinn: — Já, þá verða þeir eins og fagurt Ijós. Þá er persónuleik- inn dauður að eilífu og menn eru komnir í kompaní við allífið. Margir halda, að kompaníið við allífið þýði slokknun einstak- lingseðlisins. En þessu er öfugt farið. Maður með ,,persónu- leika" er aldrei sjálfstæður maður. Hann er alltaf að taka tillit til sjálfs sín og þar með hefur hann gefið sig undir þrældóm annarra. Hann er að hugsa um peningana sína, mannorðið sitt, stöðuna sína, gáfurnar sínar, frægðina sína. En sá sem hefur leyst hnúta persónuleikans, hann er laus undan þessu fargi. Hann hugsar ekki um að vera neitt, né verða neitt. Hann er. — En hvernig er bezt að losna við persónuleikann ? Með því •að fara í klaustur ? — Nei, ég held bænagerðir hjálpi manni ekkert í þessum •efnum. Þær leysa ekki hnútana, þær bara færa þá svolítið til. Menn hafa haldið, að kirkjan og trúarbrögðin hjálpuðu þeim til þroska. En ég held þau verki öfugt. Þau binda menn í dogmur og færa í fjötra hindurvitna og hleypidóma og trúar- haturs, sem ná valdi á manninum og deyfa hann frá að hugsa sjálfstætt. Ég held, að eina leiðin til að leysa hnútana sé sú að skilja orsök þeirra, að skilja sjálfan sig og lífið til hlítar. Það getur mörgum fundizt erfitt, það getur kannski tekið þá nokkur jarðlíf. En ég held, að önnur leið sé ekki hugsanleg. Trúarbrögðin hafa haldið mönnum í andlegum viðjum og varn- að þeim að skilja og verða andlega sjálfbjarga. Þess vegna liggur allur þorri manna hundflatur og getulaus frammi fyrir hvers konar áróðri og eru svo andlega villtir, að það má segja þeim í dag, að það sé hvítt, sem þeim var sagt svart í gær. ‘Og menn hafa ekki við að tíúa. Þó að eitthvað gott kunni að liggja eftir kirkjuna, þá er það hafið yfir allar efasemdir, að' hún hefur unnið meiri skemmdarverk á sálum manna en nokk- ur önnur stofnun í heiminum. — En heldurðu ekki, að kirkjan gæti gert gagn ? — Jú, það gæti hún, ef hún breytti sér í þekkingarstofnun og hætti við þetta háfleyga, freyðandi kjaftæði, sem hún byrl- ar fólki. Hér gæti spíritisminn komið kirkjunni til hjálpar sem fræðslugrein. Spíritisminn getur fært mönnum rök og jafnvel sannanir fyrir framhaldslífi og gefið fólki nokkrar bendingar um það, hvernig því lífi er hagað. Og hann getur gefið okkur skýringar á samhenginu milli þess lífs og jarðlífsins. En þetta er ekkert aðalatriði. Aðalatriðið er að skilja það líf, sem við lifum og þann heim sem við lifum í. — Þú talaðir áðan um frægðina, Þórbergur. Byrjaðir þú ekki að skrifa til að verða frægur ? — Neij það gerði ég ekki. Það var svo lítill ákafinn í mér að verða frægur, að ég skrifaði enga bók í sjö ár, eftir að ég lauk við Bréf til Láru. Hafði enga löngun til þess. Ég skrifaði fáeinar blaðagreinar á þessum árum, sem komu yfir mig eins og steypa. Og ekkert annað. Allan fyrri partinn af Bréfi til Láru skrifaði ég til að skemmta Láru. Hitt skrifaði ég til að breyta þjóðskipulaginu. Annað vakti ekki fyrir mér. Að vísu lét ég flakka með nokkrar skringilegar setningar, en aðeins í því skyni, að bókin seldist. Auðvitað hafði ég dálítið gaman af að skrifa þetta, alveg eins og unglingar hafa af að steypa sér kollskít eða hoppa sem lengst á öðrum fæti. Það er ein- kennilegt, að íþróttamenn skuli ekki hafa tekið það inn í sitt kerfi að stökkva á einum fæti. Það gæti þó verið gagnlegt, ef maður fótbrotnaði á ferð úti á víðavangi. Þá gæti hann stokkið á hinum til byggða, ef hann hefði verið ,,í góðri þjálfun" hjá Benna Waage. Þess vegna virðist mér þetta vera gagnleg íþrótt. Þetta hef ég sagt Benna Waage, en hann botnaði ekkert í því. Þeir eru alltaf með sportlæti, sem engum koma að gagni í líf- inu, eins og kringlukast og þrístökk. Stangarstökk gat verið gagnlegt í gamla daga, þegar menn urðu að stökkva yfir ár og læki á stöngum, en nú er það alveg orðið úrelt, því nú er þetta allt farið í bílum og flugvélum. Ég hef stundað líkams- æfingar í 44 ár, þ. e. a. s. Möllersæfingar og böð í sjó og vötn- um. Framan af iðkaði ég líka dálítið hlaup, hljóp til að mynda frá suðausturhorninu á Uppsölum suður að sundskálanum gamla við Skerjafjörð í einum spretti. Og nokkuð lengi reyndi ég að marséra eins hart og franski landherinn. En mér tókst það aldrei. Ég var þá líka orðinn fullorðinn. Það var á síðari stríðs- árunum. Fyrir einum tuttugu árum færði ég það í tal við Helga frá Brennu, að íþróttasamband íslands gerði mig að heiðurs- félaga sínum með öllum réttindum. Helgi er skynsamur og sagðist vera með þessu, lofaði mér hjálp og ráðlagði mér að tala ' ið Benna Waage. En Benni varð hinn versti við og sagði, að ég gæti ekki orðið heiðursfélagi, fyrr en ég væri búinn að synda kringum Örfirisey. En þá var ekki hægt að synda kring- um Örfirisey, því hafnargarðurinn út í eyna var fyrir löngu kominn. En þarna sérðu hjartalag þeirra. Það er einskis metið, þó að maður hafi stundað íþróttir í 44 ár til þess að verða nýt- ari maður í heiminum, ef hann hefur ekki tranað sér fram í opinberum skrípalátum á einhverjum atplássum, sem eru í innsta eðli sínu skólar í mannhatri. Jú-jú, svo sendu þeir mér einu sinni heim eitthvert merki, sem mig minnir, að ætti að veita mér leyfi til að koma á fund hjá einhverjum atfélags- skap. Það var bara upp á spott við mig. En ég launaði Benna spottið líkt og frelsarinn mundi gert hafa. Sem undirforseti MÍR stakk ég upp á því, að hann yrði sendur í nefnd til Rúss- lands. Það flaug í gegn, Benni fór til Rússlands og kom for- framaður heim og hagaði sér eins og maður, en ekki eins og útskryppið á Vatnsleysu. FIMMTUDAGUR 22. JANUAR. STUTT RABB UM HRAFNA EFTIR FRETTIR._________________________________________________ — Hrafnar eru þær einu verur í þessum heimi, sem ég ber virðingu fyrir, og það er af því, að ég held þeir séu vitrari en ég Ég kann ýmsar sögur, sem sanna þetta, og eina ætla ég að segja þér: Norðan ísafjarðardjúps eru tveir bæir. Annar heitir Nauteyri, en hinn Rauðamýri. Hér um bil mitt á milli bæjanna fellur á, sem heitir Þverá. í árgljúfrinu höfðu hrafnar orpið langan tíma og fengið að hafa egg sín f friði. Og þeir gerðu aldrei fénaði mein. Nú ber svo til eitt ár, að bóndinn flytur frá Nauteyri og þangað kemur önnur fjölskylda. Sá bóndi steypti undan hrafnshjónunum. Þá bregður svo við, að hrafn- arnir leggjast á lömb bónda og drepa þau niður unnvörpum. Innan um lambfé hans gekk lambfé frá Rauðamýri, því milli bæjanna eru ekki meira en röskir tveir kílómetrar. Hrafnarnir snertu aldrei við nokkru lambi frá Rauðamýri, en takmörk- uðu skemmdarverk sín við lömb bóndans á Nauteyri. Þegar Hallgrímur Pétursson hefur sagt anekdótu í Passíusálmunum, kemur alltaf útlegging á anekdótunni á eftir. Nú skulum við gera eins og Hallgrímur og snúa hjörtum okkar örstutta stund að anekdótunni um hrafninn í Þverárgljúfri og skyggnast um, hvað af henni megi læra. Hrafnarnir höfðu aldrei snert við neinu lambi, meðan þeir fengu að unga út eggjurrt sínum í friði. En þegar hefur verið steypt undan þeim, leggjast þeir á lömb undansteyparans; m. ö. o. þeir þekkja ær hans eða lömb úr ánum eða lömbunum frá Rauðamýri, sem þeir hreyfðu ekki við. Af þessu mátt þú sál mín, læra, að hröfnunum er gefið meira vit en mér. Eg mundi hafa fyllzt svipuðum hefndarhug

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.