Morgunblaðið - 24.11.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.11.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1974 7 STRAUMAR Absúrdisminn eöa fjarstæðu- leikhúsið hefur verið tölu- vert til umræðu hérlendis að undanförnu vegna sýninga Leikfélags Reykjavíkur á Meðgöngutima pólska leik- skáldsins Mrozeks, en verk hans þykja i þá veru. Þess vegna er kannski ekki óvið- eigandi að skyggnast um og vita hvar maður að nafni Eugene Ionesco hefur alið fjarstæða að segja að heimur- inn sé fjarstæða. „Við erum varla betur að okkur en skap- arinn.“ Þar af leiðandi eru verk hans heldur varla nein fjarstæða en hvað býr þá að baki þeim. Einhversstaðar hefur Ion- esco skrifað: „Ég hef samið fjölda leikrita . . . til að sýna hvað allir vita og til að stað- eftir BJÖRN -y VIGNISIGUl Þverstœður — tjarstœðunnar manninn, svo mikla ábyrgð sem hann ber á fjarstæðu- leikhúsinu. Og hvað kemur i ljós? Ionesco er orðinn ráð- settur og virðulegur aka- demius, sem gekkst upp í þvi að klæðast heiðurstákni hinna æðstu menntastofn- ana; skrúðanum skringilega, er hann fyrr i þessum mán- uði veitti viðtöku svonefnd- um Friter’s verðlaunum velska listaráðsins. Ionesco er lika kominn yfir sextugt, það er tekið að halla undan fæti og upphefðin virðist kærkomnari eftir þvi sem árin verða fleiri. Eða er hér komin þverstæðan og mót- sögnin i mannlegu eðli og framferði, sem Ionesco er svo hugleikin? Þvi að ekki hafa stakkaskipti orðið á lífsskoðun þessa helzta brautryðjanda leik- hússlifs 20. aldarinnar, sem sýndi Sköllóttu söng- konuna fyrir tómu húsi i Théatre des Noctam- bules þremur árum áður en Beckett blés lífi i absúrdismann með Beðið eftir Godot (1953). Því til vitnis eru yfirlýsingar Ionesco við brezka fjölmiðla, er hann gisti riki Elísabetar drottningar við fyrrgreint tækifæri, og verður stiklað á sumu því hér á eftir. „Ég skrifa aðeins fyrir sjálfan mig,“ segir hann þar á einum stað. „En svo gerast skrítnir hlutir. Þegar ég skrifa fyrir sjálfan mig æxlast það þannig að ég skrifa fyrir aðra. „C’est comme l’aomour”: Sumir halda að þeir elskist vegna ánægj- unnar þegar þeir i reyndinni elskast til að auka kyn sitt.“ Lengi vel var Ionesco absúrd- stimpillinn á verkum hans mikill þyrnir í augum. Hann varð fokvondur, ekki út í fjöl- miðiana, sem gripu þennan stimpil allshugar fegnir, heldur út í sökudólginn — Martin Esslin, (sem skrifaói mikla grein um absúrdism- ann i austantjaldslöndunum og birtist í Lesbókinni á dög- unum) og Ionesco kallar „óstýrilátan vin“ sinn. En honum rann reiðin, þegar hann rakst á orð Macbeths um „ævintýri, þulið af bjána, fullt af mögli og muldri, og merkir ekkert”, og þóttist þar þekkja í Shakespeare frumherja stefnunnar. Kímnigáfan hefur þannig ekkert látið á sjá. Og nú bætir hann því við að það sé festa fyrir sjálfum mér hvað ég hef alltaf vitað: framand- leika alheimsins, lágkúru hversdagslífsins sundurtætta af örvinglan. Árin hafa aukið á hugarvíl mitt, leiða minn, viðbjóð minn og örvæntingu . . . Ég „skrifa” . . . af nán- ast ómælanlegu erfiði og þvi kátlegri sem skrif mín virðast þeim mun meir eykst angur mitt." Nú segir hann að bókmennt- irnar séu siðlausar. „í leikriti afhjúpar rithöfundurinn iður sín: tilfinningar, blóð, kaun; örvæntingu, mærð, viðurstyggð, ákafa, gleði. En þetta eru aðeins hráefnin, sem hann vinnur eitthvað úr. Það er uppbyggingin, ekki hráefnið, sem máli skiptir — það sem situr eftir eða situr ekki eftir. Ekki hvað maóur segir heldur hvernig maður segir það. Og þótt ég fullyrði að bókmenntir séu lítils virði, að bókmenntir veki ekki áhuga minn heldur hin mannlega eymd — þá er það ekki satt. Vegna þess að hún verður líka að bókmenntum." Hann líkir því að skrifa við könnun — ferð inn i ókunna veröld sem rithöfundurinn nemur og býður öðrum að njóta.” En þetta er ekki ný veröld. Yfirburðir bókmennt- anna gagnvart vísindunum eru i því fólgnir, að visinda- legar uppgötvanir eru hag- nýtar en innan bókmennt- anna eru engar framfarir. Bókmenntirnar kenna okkur ekkert — til allrar ham- ingju.” Ionesco hefur alla tið verið ákafur andstæðingur þess að leikhúsið verði vettvangur pólitiskrar hugmyndafræði — lenti meira að segja eitt sinn i rimmu við Sartre og hans lika út af þvi — og það skín enn í gegn. „Rithöf- undur getur tekið sig alvar- lega og haldið að hann hafi sagt eitthvað merkilegt. Raunin er þó allt önnur vegna þess að alvarlegum spurningum verður ekki svarað, verk verður fyrst áhugavert er það hefur verið skilið frá hinu mannlega, alvaran leysist að síðustu upp: inntakið tekur á sig mynd og verkið verður beit- ing stils. Verkið hefir mest gildi þegar það er orðið til- gangslaust, þá verður það listaverk." H ann segir að fólk vilji leika sér, það sé alltaf að leika sér. „Hvaða boðskap sér maður í knattspyrnuleik? Engan boó- skap. Leikhúsið verður að sýna — frábærlega — tilgang leiksins, eitthvað tilgangs- laust. Tilgangsleysið er mér ómetanlegur munaður.” H ann getur þvi eðlilega ekki fallist á að verk hans hafi á neinn hátt umbylt leikhúsi okkar tíma. „Það er engin bylting til i listum eða stjórn- málum. I stjórnmálum birtist byltingin ætíð í þann mund sem hún er tilgangslaus — þegar samfélagið er farið úr skorðum, frelsað — og hún endurreisir þá einveldi og of- ríki af ennþá harðskeyttari toga. 1 bókmenntunum er hins vegar engin bylting, aðeins dialektisk framvinda — frá klassik til rómantikur, frá rómantik til raunsæis.” Nýjungar rithöfunda Parísar- skólans áttu þess vegna ekk- ert skylt við byltingu heldur var þar á ferð endurskoðun, stefnt gegn leikhúsum boule- vardanna. „Innst inni vorum við hlekkjaðir við forna hefð, leituðum hefðbundinna róta leiklistarinnar — að vanda- málum mannsins, lífi hans, dauða og örlögum, — hefðar sem var eldri en nokkuð það sem átti sér stað í leiklist þessa tima og þess vegna nýstárlegri fyrir okkur.” En hvers vegna skrifar Ionesco leikrit? „Ég er fuliur af mótsögnum, i hverri staó- hæfingu sem ég set fram, i hverri löngun sem ég er haldinn. Persónur minar lýsa mótsögnum minum, hver þeirra er fulitrúi þess sem ég er, þess sem ég vil vera, þess sem ég vil ekki vera, þess sem ég óttast. Þetta er likast því að dreyma. Hvaða fólk er þetta sem við sjáum í draum- um? Það erum við sjálf: tákn langana okkar og ótta, marg- höfða svipur úr innri veru- leika okkar. Draumurinn er dramað sjálft, eins og Jung sagði eitt sinn: leikrit þar sem við erum allt i senn — höfundur, leikari og áhorf- andi.“ Er þá hvergi — í þessari hringióu þverstæðan og mót- sagnasannleikann að finna — er lifið alvara eða fjar- stæða) „Ég held að það sé í senn alvara og ekki alvara, kátbroslegt og hörmulegt,” svarar hann. „Kannski er einhvers staðar að finna ein- hvern grundvallar veruieika en við skiljum hann ekki. Þess vegna erum við dæmd til að reika um i fáfræðinni.” Húsbyggjendur frámieiðum glugga- og dyra- karma, svala- og útihurðir úr plasti. Leitið tilboða. PLASTGLUGGAR hf. Nýbýlavegi 1 2, Kópavogi. Simi 4251 0. Brotamálmur Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. NÓATÚN27, simi 25891. Ljóðskáld eða aðrir sem á þurfa að halda. Til sölu er litið notaður offsetfjöIritari. Upplýsingar sima 23807. Ráðskona óskast á stórt heimili i Reykjavík, upplýsingar i sima 26772 eða 43522. Kona óskast til að sjá um heimili fyrir eldri hjón í útjaðri Reykjavíkur. Uppl. í síma 73685 og 1 6559. Dala-tweed tískulitir Dalette og babyull, Fasan garn nýkomið. Verslunin Hof. 120 fm Einbýlishús til sölu i Bolungarvik. Getur losnað fljótlega. Upplýsingar i sima 94-7136 eftir kl. 7 á kvöldin. Norska sendiráðið óskar eftir 2ja herb. ifcúð, helzt með húsgögnum í 1 Vi ár frá janú- ar 1974. Simi 13065! kl. 9 —12 og 1 3 —16. 19 ára súlka með gagnfræðapróf óskar eftir vinnu strax. Margt kemur til greina. Upplýsingar i sima 40618. Milliveggjaplötur vorar eru nú aftur fyrirliggjandi. Athugið að nákvæmni í stærð og þykkt sparar pússningu. Steypustöðin hf., sími 33603. Einbýlishús á góðum stað i Árbæjarhverfi til sölu. Um 140 fm auk bílskúrs. 4 svefnherbergi. Ræktuð lóð. Nánari upplýsingar í síma 81 665 á kvöld- in. Cortina '71 2ja dyra mjög falleg til sölu. Má borgast með 2ja— 5 ára skulda- bréfi eða eftir samkomulagi. Simi 1 6289. Peugeot 404 '74 keyrður 13 þús. km. til sölu. Samkomulag með niðurgreiðslu. Skipti koma til greina. Simi 1 6289. Miðstöðvarkatlar Til sölu 3 katlar á góðu verði ásamt tilheyrandi fýringum og spíralkútum. Sími 40228. Chevrolet Pick-Up Vil kaupa nýlegan Chevrolet Pick- Up lengri gerð. Upplýsingar i sima 92-1480 eftir kl. 1 9 á kvöldin. Til sölu Gott ferðasjónvarp. Litið notuð barnakerra og 2 springdýnur. Simi 86841. Athugið hef til leigu 3 herbergi á jarðhæð i Miðbænum fyrir skrifstofu- eða lagerpláss. Upplýsingar i sima 20298. Antik málmrammarnir komnir. Rósa- munstur til útsaums i þá. Smekk- legar gjafir. Hagstætt verð. Hannyrðaverzlunin Erla. Iðnaðarhúsnæði — Grindavik Til leigu í Grindavík gott iðnaðar- húsnæði. Einnig litil ibúð. Upplýsingar í sima 92-1950 kl. 1 —7 næstu daga. Allur frágangur á handavinnu. Innrömmun á saumuðum myndum, flauelspúða- uppsetning, uppsetning á strengj- um og teppum. Hannyrðaverzlunin Erla. M illiveggjahellur Steypuiðjan s.f., Selfossi, sími 99- 1399. Frumteikningar af Gunnhildi kóngamóður (Sofðu rótt), Krýningunni o.fl., unnar af Ásu Guðmundsdóttur. Fást aðeins hjá okkur. Hannyrðaverzlunin Erla. Til leigu 3ja herbergja ibúð i Hafnarfirði. Fyrirframgreiðsla. Tilboð sendist fyrir 1. des. í póst- hólf 491, Reykjavik merkt „REGLUSEMI". Nýkomið Nyndir með römmum, barna- myndir og púðar, jóladúkar. Hent- ugt til jólagjafa. Hannyrðaverzlun Jóhanna Andersson, Þingholtsstræti 24. (gegnt Spitalastíg). Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu Rowenfo Klukkur (EU 02) Ganga fyrir rafhlöðu. Ljós á skifu kviknar þeg- ar tekið er á henni. Heildsölubirgðir: Halldór Eiríksson & Co Simi83422 a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.