Morgunblaðið - 29.11.1974, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1974
Eftirlit með fiíkalvfjum í mjólk á Suður-
og Vesturlandi, Eyjafirði og Neskaupstað
Ekki skipulegt eftirlit annars staðar
„ALLT frá því penicillínið upp-
götvaðist ! seinni heimsstyrjöld-
inni, hefur fjöldi skyldra lyfja
komið á markaðinn og gjörbreytt
aðstöðu læknavísindanna f barátt-
unni við skæða smitsjúkdóma.
Ekki er vafi á, að notkun fúka-
lyfja hefur stórbætt heilsufar
búpenings og við iblöndun þeirra
í fóður aukið arðsemi landbúnað-
arins. Aukin notkun þeirra hefur
aftur á móti skapað alvarlegt
vandamál fyrir mjólkuriðnaðinn
og neytendur mjólkur."
Þannig hefst bréf um notkun
fúkalyfja, sem Mjólkursamsalan i
Reykjavik hefur sent mjólkur-
framleiðendum. Rétt er að geta
þess að þarna mun átt vió aukna
arðsemi unggrísa og kjúklinga.
En af gefnu tilefni hóf Mjólkur-
samsalan á árinu 1967, undir for-
ustu Guðbrands Hlíðar dýralækn-
is, eftirlit með fúkalyfjum í mjólk
þeirri, sem þangað barst. Var eft-
irlitið aukið og sett í kerfi, og
hefur náðst sá árangur, að
nú finnst aðeins vottur af fúka-
lyfjum i 1,30—1,60% af sýnunum
á móti 3,72% í upphafi. Eru þessi
sýni nú tekin einu sinni í mánuði
hjá hverjum bónda, án þess að
hann geti vitað hvenær það er
gert. Einnig vikulega af tankbíla-
mjólkinni og daglega af geril-
sneyddri mjólk í stöðinni.
Þetta gildir á svæði Mjólkur-
samsölunnar, sem nær yfir Gull-
bringu- og Kjósarsýsiu og 4
hreppa Borgarfjarðarsýslu, — og
selur mjólk á þéttbýlissvæðinu
við Faxaflóa. Ennfremur hefur
Guðbrandur Hliðar sams konar
eftirlit með fúkalyfjum i mjólk á
öllu Vesturlandi, nema norðan
fjalla á Snæfellsnesi og Dala-
sýslu. Og við þetta bætist að í
Mjólkurbúi Flóamanna, sem tek
ur mjólk af öllu Suðurlandi, er nú
komið á samskonar fúkalyfjaeft-
irlit undir stjórn Gunnars Finn-
laugssonar. Kveðst hann að með-
altali einu sinni í mánuði rann-
saka sýni frá hverjum bæ og á
hverju kvöldi af öllum mjólkur-
tönkum, enda þurfi að vita að
morgni, hvort mjólkin er laus við
fúkalyf vegna skyrgerðar o.fl., en
það finnst sárasjaldan. Er þá
strax talað við viðkomandi bónda.
Guðbrandur Hliðar, sem hefur
veitt okkur upplýsingar í þessa
grein, sagði að áþekkt eftirlit
væri rekið af Mjólkursamlagi
KEA i Eyjafirði, en þar er ungur
maður, sem kynnti sér fyrirkomu-
lag á eftirlitinu í Reykjavík. Og á
litlu búi á Neskaupsstað er mánað
arlegt eftirlit framkvæmt á
mjólkinni og útvegar Mjólkur-
samsalan í Reykjavík það, sem til
þess þarf.
Á árinu 1973 mun því láta
nærri að um 70% af allri mjólk sé
komið undir eftirlit hvað fúka-
lyfjainnihald snertir, þ.e. öll
mjólk á Suðurlandi, Vesturlandi
að Dalasýslu, allur Eyjafjörður og
Norðfjörður að auki. Annars stað-
ar er enn ekki hægt að ganga úr
skugga um hvort í mjólkinni sé
eitthvað af fúkalyfjum, þar sem
önnur bú hafa ekki skipulegar
fúkalyfjarannsóknir. Mjólkurbú-
in eru yfirleitt lítil, gerilsneyða
oft aðeins mjólk fyrir sitt kaup-
tún og hafa ekki aðstöðu til ann-
ars en að fylgjast með flokkun
mjólkur og fitumagni, raunar
varla hægt að ætlazt til þess.
— Þarna erum við í íslenzkri
sjálfheldu með okkar litlu mjólk-
urbú, eins og Guðbrandur orðaði
það. En við hér í Mjólkursamsöl-
unni styðjum við bakið á þeim,
sem vilja til okkar leita, bætti
hann við. En nú er að koma til ný
aðferð, sem allir ættu að geta not-
að jafnvel í litilli rannsóknastofu.
Þar má lesa svarið um fúkalyfja-
innihald eftir 2'A til 3 tíma. Er
þetta alveg ný aðferð, kemur frá
Hollandi og er varla komin í not
t.d. á Norðurlöndum. Svo e.t.v.
getur þetta staðið til bóta áður en
langt um líður.
Dýralæknarnir gætu að sjálf-
sögðu mælt fúkalyfjainnihald
mjólkurinnar, ef þeir hefðu tæki
og tíma. En þeir eru fáir og hafa
gríðarstórum héruðum að sinna.
Utilokað er því að þeir geti sjálfir
sett upp nauðsynlega rannsóknar-
stofu og unnið rannsóknirnar. En
þeir gætu að sjálfsögðu skipulagt
slíkt eftirlit, ef þess væri óskað. 1
Danmörku og Bandaríkjunum
verða dýralæknar sjálfir að gefa
fúkalyfin, en hér er slíkt illfram-
kvæmanlegt.
Samt sem áður stendur í reglu-
gerð um mjólk og mjólkurvör-
ur: „Óheimilt er að selja eða
bjóða til sölu mjólk úr kúm, sem
við eru notuð lyf, sem borist geta í
mjólk og spillt henni.“ En þar er
ekki tiltekið hve mikið magn
fúkalyfja megi vera í mjólkinni. I
fyrrnefndu bréfi til mjólkurfram-
leiðenda frá Mjólkursamsölunni
Guðbrandur Hlfðar með tilrauna-
diska, þar sem prófuð er mjólk
með tilliti til fúkkalyfja. Sé fúka-
lyf ! mjólkinni breiðist hún út
fyrir blettinn.
um notkun fúkalyfja segir m.a.:
„Þegar fúkalyf eru notuð gegn
júgurbólgu finnst oft í nokkurn
tima á eftir mælanlegt magn
þeirra í mjólkinni, nægilega mik-
ið til þess að hindra eðlilegan vöxt
mjólkursýrugerla, en það getur
leitt til örðugleika við gerð osta,
sýrðrar mjólkur, skýrs og getur
einnig spillt eðlilegu bragði
smjörs. Mjög lítið magn fúkalyfs i
mjólk getur einnig leitt til of-
næmis neitenda hennar, það lýsir
sér sem lost, er getur jafnvel leitt
til dauða.“ Og við þetta mætti
bæta, sem kannski er ekki síður
alvarlegt, að sú búbót, sem lækn-
unum lagðist með fúkalyfjum í
baráttu við lifshættulega sjúk-
dóma, er að engu gerð, ef fólk er
gert ónæmt fyrir þeim með stöð-
ugri mötun þessara efna i fæðu að
nauðsynjalausu. Þá eru þessi lyf
ónothæf, þegar á ríður að grípa
þarf til þeirra við sjúkdómum,
e.t.v. í lífsháska.
Mikil mjólkurmagn þarf til þess
að þynna fúkalyf í mjólk svo mik-
ið, að fúkalyfsmagnið verki ekki
truflandi á vöxt mjólkursýru-
gerla, enda ljóst þar sem t.d. peni-
cillín, í styrkleika 0.05 einingar í
Guðbrandur við nýtt gerlarannsóknatæki, þar sem á svipstundu má lesa af tölu um fjölda gerlanna í
sýninu og sjá það á sjónvarpsskermi við hliðina á tækinu.
ml. mjólkur, truflar eðlilegan
vöxt þeirra, segir í aðvörunar-
bréfi Mjólkursamsölunnar. Mjólk
úr einum spena með fúkalyfi í,
getur þannig hindrað vöxt mjólk-
ursýrugerla i 1000 lítrum af
mjólk, ef slík mjólk væri send í
mjólkurbú fyrstu 2 daga eftir að-
gerð. Einu gildir hvort fúkalyf er
notað til inngjafar, sett í leg, dælt
í hold eða sett í júgur, það berst
með blóðinu í júgrið og þaðan í
mjólkina. A hverri öskju með
fúkalyfi til notkunar við júgur-
bólgu á að vera álímdur miði með
aðvörun um að blanda ekki mjólk
úr júgurhluta, sem er undir að-
gerð, í sölumjólk fyrr en i fyrsta
lagi fjórum sólarhringum eftir
síðustu lyfjagjöf. Ætti því öllum
bændum að vera þetta fullljóst.
Auk þess hafa þeir fengið aðvör-
unarbréf og málið verið kynnt á
ýmsa lund. Guðbrandur hefur t.d.
að kosnaðarlausu farið hvert sem
óskað hefur verið eftir á bæna-
fundi, til að ræða júgurbólgu og
notkun fúkalyfja og sýnt myndir
til skýringar.
En hvar liggja þá erfiðleikarn-
ir? 1 júgurbólgunni, sem talið er
að sé á um 50% sveitabýlum og
hefur valdið mjólkurframleiðend-
um miklum áföllum. Ekki aðeins
er dýrt að hella niður á stóru
kúabúi mjólkinni, sem kannski er
eina tekjulind bóndans, heldur
getur júgurbólga líka eyðilagt svo
vissan hluta af júgrinu, að aldrei
fáist fullnaðarnyt úr kúnni. Með
tilkomu fúkalyfjanna kom mikil-
vægt hjálparmeðal í baráttunni
við júgurbólguna. Nú geta bænd-
ur fengið hjá sinum dýralækni
eða sendar frá honum túbur, þar
sem sem lyfinu er blandað í
smyrslagrunn og geta þeir sjálfir
auðveldlega sprautað spenann.
En þá verður um leið að treysta á
samviskusemi þeirra og þegn-
skap, að alls ekki geti komið fyrir
að þeir láti mjólk frá þeirri kú
fara saman við aðra mjólk og á
markað fyrr en 4 dögum eftir að
fúkalyfið er gefið, sem sýnilega
kemur þó fyrir, þar sem fúkalyf
hafa fundist í mjólkinni Þegar
það kemur fyrir, t.d. í mjólk til
Mjólkursamsölunnar, og finnst í
sýni frá einhverjum bónda, fær
hann aðvörunarorðsendingu. En
engin viðurlög eru við því að gera
slíkt.
Danir og Bandarikjamenn beita
verðfellingu, ef slíkt kemur fyrir.
Og Hollendingar eru svo strangir,
að ef mælanlegt magn af fúkalyfj-
um finnst í mjólk frá búi, þá fær
bóndinn fyrst verulega sekt og
siðan er mjólk hans verðfelld i
ákveðinn tíma. Hér er ekki beitt
viðurlögum, aðeins aðvörun.
Stöku framleiðandi veit kannski
ekki hvað í húfi er og jafnvel
kemur fyrir að aðrir mjalta ef
bóndinn fer i kaupstað og vita
hugsanlega ekki um júgurbólgu-
aðgerðir á stöku kú. En viðurlög
hafa erlendis gefist vel til að
koma í veg fyrir slíkt, þvi alltaf er
drjúgt það, sem við pyngjuna
kemur. Markmiðið hlýtur að vera
að stefna að þvi að útiloka öll
fúkalyf úrsölumjólk.
Guðbrandur Hlíðar dýralæknir
hefur með höndum júgurbólgu-
rannsóknir fyrir allt landið. Og
geta allir dýralæknar sent honum
sýni. Eru þá sendar þar til gerðar
öskjur með sýnishornaglösum,
sem menn geta sjálfir mjólkað í.
Og þegar í rannsóknastofuna er
komið, eru júgurbólgugerlar
greindir á sama hátt og gert er
annars staðar í heiminum. Mjólk-
ursamsalan hefur líka sent bænd-
um, sem vilja sjálfir gera júgur-
bólguprófun, spjöld með gulum
deplum og leiðbeiningum um
notkun. Urhverjumspenaerþá
mjólkurbuna látin falla á einn
slíkan blett, örkin þurrkuð og lit-
urinn á blettunum segir til um
hvort júgurbólgugerlar eru fyrir
hendi. Sýklar valda júgurbólgu og
er því hætta á að smit breiðist í
aðrar kýr. Þvi ber að einangra kýr
sýktar af júgurbólgu og leita ráða
dýralæknis. Og að sjálfsögðu má
ekki selja mjólk úr slíkum kúm.
Ekki er hægt að útrýma alveg
júgurbólgunni, því gerlarnir lifa
góðu lifi í óhreinindum í fjósinu
og utan á spenahúðinni, en það er
hægt að halda henni niðri. Ymis-
legt er til þess gert til að koma i
veg fyrir að sýklarnir berist. T.d.
er borið sótthreinsandi efni á
spenana eftir mjaltir og nú er
farið að nota pappirsþurrkur, þar
sem hver þurrka er aðeins notuó
einu sinni á júgur, í stað klútanna
er 'áður voru notaðir á hverja
kúna á fætur annarri og báru
sýklana á milli júgra.
Dýralæknar hafa eftirlit meó
fjósunum og framkvæma kúa- og
fjósaskoðun einu sinni á ári. Þeir
benda þá á það, sem miður fer, og
veita kúaskoðunarvottorð í mörg-
um liðum. Og með niðurstöðu,
sem er: ágætt — gott — þolanlegt
— óviðunandi. Sé ástandið ekki
gott, fæst bráðabirgðavottorð. Síð-
an skoðar dýralæknirinn aftur, en
sem lokaráð getur héraðsdýra-
læknir með samþykkt yfirdýra-
læknis úrskurðað lokun fjóssins.
Einnig eru 6 tæknilegir ráðunaut-
ar starfandi á vegum mjólkurbúa,
sem fylgjast með mjaltavélunum,
sem stundum valda júgurbólgu ef
þær eru i ólagi. Þeir ferðast á
milli, gera við vélarnar, stilla þær
og geta tekið sýni. Og þeir veita
ráðgjafaþjónustu.
Júgurbólgan er mikill vágestur
á búunum og hefur valdið miklu
fjárhagslegu tjóni. Einn bóndi,
Guðmundur á Skálpastöðum, sem
hefur 65 kýr, hefur sagt frá þvi,
að hann hafi líklega orðið fyrir
150 þús kr. tjóni á ári 1967 og
1968 vegna júgurbólgunnar, bæði
vegna lyfjakaupa og gripa, sem
hann þurfti að lóga. En með þess-
um aðgerðum tókst honum að
halda júgurbólgunni niðri. Guð-
brandur Hlíðar segir, að þegar
hann rannsakar hjá honum núna,
finnist i hæsta lagi vottur júgur-
bólgu í 3—4 spenum.
Vegna hins mikla skaða, sem
bændur verða fyrir, er þeir þurfa
að hella nióur mjólkinni vegna
fúkalyfjagjafar, ætti helzt að nota
fúkalyfin i geldstöðu kúnna og er
það ráðlagt. Þá hættir júgurbólg-
unni til að brjótast út, og ef fúka-
lyf eru gefin, verka þau í 6 vikur.
Það fer i vöxt að menn geri þetta.
Það er dýrt. Þó er dýrara að þurfa
kannski að lóga 6—7 vetra kú,
þegar hún ætti að vera að komast
i hæztu nyt, en nær þvi aldrei
vegna júgurbólgu.
Takmarkið hlýtur að vera, að
mjólk sé algerlega fúkalyfjalaus,
segir í samþykkt frá WHO,
alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, og
að því marki hljótum við hér á
Islandi að keppa. Guðbrandur
Hlíðar telur, að varla verði hægt á
hans svæði að ná fúkalyfjamagn-
inu neðar en nú er, þ.e. 1,3—1,6%
af sýnum, meðan ekki er beitt
viðurlögum. En þar, hjá Mjólkur-
samsölunni í Reykjavík, hefur
fyrir frumkvæði og dugnað Guð-
brands, tekist að ná þessum góða
árangri. Opinbert eftirlit með
mjólk hefur verió framkvæmt í
Rannsóknastofnun fiskiðnaðar-
ins, þar sem gerlarannsókn fer
fram á sýnum. En nú telur sú
stofnun ekki að hún geti sinnt
þessu lengur og hefur sagt upp
samningum um það frá áramót-
um. En að sjálfsögðu þarf opin-
bert eftirlitmeðþessusemöðru
hversu góðir sem starfsmenn
mjólkuriðnaðarins eru. Þeir geta
aldrei orðið hinn hlutiausi eftir-
litsaðili sem veitir tryggingu. Nú
er farið að tala um að koma upp
Framhald á bls. 32