Morgunblaðið - 04.02.1975, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRUAR 1975
þessu sinni úthlutaði nefndin
13 milljónum króna, en f fyrra
voru 10 milljónir til skiptanna.
Sjö menn, sem áður hafa ekki
fengið laun úr efri flokki lista-
mannaiauna fá þau nú. Þeir
eru: Agúst Fr. Petersen, list-
málari, Björn J. Blöndal, rit-
höfundur, Guðmundur L. Frið-
finnsson, rithöfundur, Hall-
grfmur Helgason, tónskáld, Jón
Asgeirsson, tónskáid, og Vetur-
liði Gunnarsson, listmálari.
Sjö, sem áður hafa ekki
hlotið listamannalaun, fá þau f
ár. Þeir eru: Gunnar Þórðar-
son, tónlistarmaður, Ingimar
Eriendur Sigurðsson, rithöf-
undur, Jakob Hafstein, list-
málari, Jón E. Guðmundsson,
myndlistarmaður og leikbrúðu-
smiður, Magnús Jónsson,
óperusöngvari, Matthea Jóns-
dóttir, listmálari, og Þráinn
Karisson, leikari.
í ár fá 63 listamenn laun úr
efri flokki, 150 þúsund krónur
hver, og 50 úr neðri flokki, 75
þúsund krónur hver.
I fyrra hlutu 60 laun úr efri
flokki, 120 þúsund krónur hver,
og 47 úr neðri flokki, þar sem
upphæðin var 60 þúsund
krónur.
A fundi, sem úthlutunar-
nefnd listamanna hélt með
fréttamönnum í gær, kom fram,
að hefð er orðin, að þeir, sem
einu sinni eru komnir í efri
flokkinn, fá laun úr honum
síðan, en jafnan verða nokkur
umskipti í neðri flokknum.
Þannig fékk 21 listamaður laun
úr neðri flokki í fyrra, af þeim
50, sem laun hljóta í ár.
Sjö listamenn hljóta nú lista-
mannalaun í fyrsta sinn. Þeir
eru: Gunnar Þórðarson, tón-
listarmaður, Ingimar Erlendur
Guðmundur L. Friðfinnsson
Hallgrfmur Helgason
Jón Asgeirsson
Vesturliði Gunnarsson
Agúst Fr. Petersen
Listamannalaunum úthlutað:
Sjö nýir í
efri flokki
Guðbergur Bergsson
Sigurðsson, rithöfundur, Jakob
Hafstein, listmálari, Jón E.
Guðmundsson, leikmynda-
teiknari, Magnús Jónsson,
óperusöngvari, Matthea Jóns-
dóttir, listmálari, og Þráinn
Karlsson, leikari.
Á fundinum í gær óskaði
Sverrir Hólmarsson að taka
fram, að eining hefði ekki verið
innan nefndarinnar í atkvæða-
greiðslu um laun til Jakobs
Hafstein og sagðist hann
harma, að nefndin skyldi vera
notuð I pólitísku útspili, eins og
hann orðaði það, í deilu um
Kjarvalsstaði, - - sérstaklega
þar sem maður frá borgar-
stjórnarmeirihlutanum ætti
sæti í úthlutunarnefnd.
Olafur B. Thors sagði m.a., að
þetta væri furðulega ósmekk-
leg athugasemd, sem ætti við
engin rök að styðjast. Furðu-
legt væri að gera þessa athuga-
semd á fundi með frétta-
mönnum, þar sem Sverrir hefði
ekki komið fram með þetta
sjónarmið á fundum néfndar-
innar. Hann sagði ennfremur
fráleitt, að Jakob Hafstein ætti
að gjalda þess eða njóta á nokk-
urn hátt í þessari úthlutun, að
hann væri aðili að deilunni um
Kjarvalsstaði.
Hjörtur Kristmundsson benti
á, að Eyborg Guðmundsdóttir
og Kjartan Guðjónsson, list-
málarar, sem bæði hefðu tekið
beinan þátt í deilunni um
Kjarvalsstaði, fengju bæði
listamannalaun, en samkvæmt
kenningu Sverris, hefðu hvor-
ugt átt að koma til greina við
úthlutun.
Helgi Sæmundsson sagðist
álíta, að flokkspólitísk sjónar-
mið væru alls ekki svo ráðandi I
úthlutunarnefndinni, eins og
margir vildu vera láta, og enn
síður í ár en endranær. Benti
hann á, að yfir 20 af þeim 50,
sem fá laun úr neðri flokknum,
hefðu að þessu sinni hlotið
atkvæði allra nefndarmanna.
1 úthlutunarnefnd lista-
mannalauna eiga sæti: Halldór
Kristjánsson, formaður, Jón R.
Hjálmarsson, skólastjóri, ritari,
Helgi Sæmundsson, ritstjóri,
Hjörtur Kristmundsson, fyrr-
um skólastjóri, Magnús Þórðar-
son, framkvæmdastjóri, Olafur
B. Thors, lögfræðingur, og
Sverrir Hólmarsson, mennta-
skólakennari.
Hér fara á eftir nöfn þeirra,
sem hlotið hafa listamannalaun
að þessu sinr.i:
Aður veitt af Alþingi 350 þús-
und krónur hver:
Asmundur Sveinsson, Brynjólf-
ur Jóhannesson, Finnur Jóns-
son, Guðmundur Daníelsson,
Guðmundur G. Hagalín,
Gunnar Gunnarsson, Halldór
Laxness, Indriði G. Þorsteins-
son, Kristmann Guðmundsson,
Ríkharður Jónsson, Tómas Guð-
mundsson, Þorvaldur Skúlason.
Veitt af nefndinni, 150 þúsund
krónur:
Agnar Þórðarson, Ágúst Fr.
Petersen, Ármann Kr. Einars-
son, Árni Kristjánsson, Björn J.
Blöndal, Björn Ólafsson, Bragi
Ásgeirsson, Eiríkur Smith,
Elínborg Lárusdóttir, Guðberg-
ur Bergsson, Guðmunda
Andrésdóttir, Guðmundur L.
Friðfinnsson, Guðmundur Frí-
Framhald á bls. 34
UTHLUTUNARNEFND lista-
mannalauna lauk störfum f
gær. 125 listamenn njóta launa
f ár, en þar af veitir Alþingi
laun 12 mönnum, og fær hver
þeirra 350 þúsund krónur. Að
Björn J. Blöndal
Uthlutunarnefnd listamannalauna (talið frá vinstri): Magnús Þórðarson, Ólafur B. Thors, Hjörtur
Kristmundsson, Halldór Kristjánsson, formaður nefndarinnar, Helgi Sæmundsson og Sverrir Hólm-
arsson. A myndina vantar Jón R. Hjálmarsson.
Ný og fullkomin
verbúð í Ólafsvík
Ölafsvík 3. feb.
1. FEB. s.l. var tekið f notkun nýtt
og glæsilegt húsnæði fyrir
vertfðarfólk I Ólafsvfk. í bygging-
unni, sem er um 100 fm að flatar-
máli auk tveggja stigahúsa og
fbúðar húsvarðar, eru 38 tveggja
manna herbergi, sem nú eru full-
gerð ásamt hreinlætis- og snyrti-
aðstöðu svo og setu- og sjónvarps-
stofu. Auk þess eru á hæðinni
matsalur og eldhús fyrir væntan-
legt mötuneyti ásamt þjónustu-
húsnæði. Þeir þættir starfseminn-
ar verða væntanlega teknir í notk-
un I júnf n.k. Gert er ráð fyrir, að
á sumrin verði ferðafólki seld
gisting I helmingi húsnæðisins
aðskildum frá hinum. Einnig
verði þá eldhús og matsalur notuð
til greiðasölu.
Byggingin er við aðalgötu kaup-
túnsins, skammt frá höfninni með
mjög góðu útsýni annars vegar
yfir byggðina og hins vegar yfir
höfnina. Aðdragandi að byggingu
þessa myndarlega húss var með
þeim hætti að undanfarin ár hafa
verið gífurleg vandræði með að
hýsa vertíðarfólk, bæði sjómenn
og landverkamenn. Hefur fjöldi
aðkomufólks stundum komizt
hátt í 200 og hefði jafnvel þurft
enn fleiri til þess að nytja mætti
með góðu móti afla vaxandi út-
gerðar í Ólafsvík. Var þá tekið til
bragðs að stofna fyrirtækið Sjó-
búðir h.f. og var það gert 8. júlí
1972. Að stofnun þess stóðu allir
eigendur stærri báta svo og allar
fiskvinnslustöðvarnar, Hrað-
frystihús Ólafsvíkur, Hrói h.f. og
Barki s.f.
Byggingarframkvæmdir hófust
síðan í maí 1973. Arkitekt er
Rögnvaldur Johnsen, verkfræð-
ingur Jón Bergs og rafmagns-
teikningar annaðist Stefán Þor-
steinsson. Byggingarmeistari var
Vigfús Vigfússon, Ölafsvík, múr-
arameistari Hallgrimur Hall-
grimsson og raflagnir önnuðust
Jón og Trausti s.f., Ólafsvík, pípu-
lagnir Enok Tomsen og málara-
meistari var Sævar Þór Jónsson.
Flísalagnir annaðist Marteinn
Davíðsson listmúrari Reykjavík.
Framkvæmdastjóri og stjórarfor-
maður fyrirtækisins er Ólafur
Kristjánsson yfirverkstjóri.
Kostnaðarverð byggingarinnar er
35 millj. kr. í lok þessa áfanga og
endanlegt verð er áætlað 45—47
millj. kr.
Þetta mun vera fyrsta verbúð á
tslandi sem er byggð í samvinnu
útgerðarmanna og fiskverkenda.
Tíðindamaður blaðsins var við-
staddur þegar framkvæmdastjór
inn afhenti eigendunum lykla að
herbergjunum á laugardaginn.
Þar náði ég tali af Víglundi Jóns-
syni einum stjórnarmannanna.
Hann lýsti mikilli ánægju út-
gerðarmannanna með það að geta
nú loksins boðið upp á fullkomn-
asta húsnæði sem völ er á. Tekizt
hefði að koma þessu í fram-
kvæmd á svo skömmum tíma fyrir
atbeina margra manna og vegna
góðrar samstöðu og samvinnt
heima fyrir og ekki siður fyrir
það, að forráðamenn lánastofnana
hafa sýnt góðan skilning á þessu
mikla vandamáli undanfarin ár.
Allir þingmenn kjördæmisins
hafa fylgzt vel með framkvæmd-
um frá upphafi og verið mjög
hjálplegir. Kvað hann útgerðar-
menn mjög þakkláta þessum aðil-
um. Víglundur gat þess einnig, að
fyrir 3—4 árum hefði einnig verið
tekið í notkun myndarlegt hús
með 17 veiðarfærageymslum og
beitningaskúrum ásamt frysti-
geymslu. Það hús er sameign
Ólafsvíkurhrepps og útgerðar-
manna og heitir félagið um það
Verbúðir h.f. og er hver verbúð
ætluð fyrir 1 bát. Mætti því segja,
að ,öll aðstaða til útgerðar væri
orðin mjög góð í Ólafsvik. Báðar
þessar byggingar eru hitaðar upp
með rafmagni.
— Helgi
Fagur ljósahjálmur
í Goðdalakirkju
Mælifelli — 3. febrúar.
VIÐ guðþjónustu i Goðdalakirkju
í gær var kveikt á ljósahjálmi sem
frú Elinborg Lárusdóttir, skáld-
kona, og séra Ingimar Jónsson
hafa gefið kirkjunni í tilefni af 70
ára afmæli hennar, sem haldið
var hátiðlegt fyrr í vetur. Sóknar-
presturinn þakkaði gjöfina og
minntist gefendanna, en frú Elín-
borg er fædd og uppalin í Góð-
dalasókn. Fólk úr söfnuðinum
söng við undirleik Heiðmars Jóns-
sonar, kennara frá Ártúnum, en
svo illa tókst til er kirkjuorganist-
inn Björn Ólafsson á Kríthóli var
nýlagður af stað til kirkjunnar, að
bifreið hans fauk út af veginum
og valt. Slys urðu þó ekki á mönn-
um. Veður var afar hvasst í
byljunum, og gekk á með skúrum.
Enn verra var þó veðrið í nótt og í
morgun, hvass suðvestan en lítil
úrkoma. Svellalög hafa mjög
runnið við þessa hláku en ekki
kunnugt um verulegar skemmdir
af völdum veðursins í Skaga-
fjarðardölum. — séra Agúst.