Morgunblaðið - 04.02.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.02.1975, Blaðsíða 19
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRUAR 1975 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRUAR 1975 19 tír fyrri leik FH og ASK í Evrópubikarkeppninni. Viðar Símo.iarson skorar. Viðar gerði 3 mörk f leiknum á laugardaginn og var einna beztur FH-inga. FH HÉLT f WÐ ASK í p\m IIÁIiLEJK FA MISSTI ÞATTTÖKU FH { Evrópubikar- keppni meistaraliða í handknatt- leik er iokið að þessu sinni. Á laugardaginn lék liðið seinni leik sinn við a-þýzka liðið ASK Vor- wárts, og eins og við mátti búast stóðust FH-ingar ekki hinum snjöllu Austur-Þjóðverjum snún- ing og töpuðu 18—30, eftir að staðan hafði verið 8—12 f hálf- ieik. Samanlögð markatala úr leikjum liðanna er því 51—35 Þjóðverjunum í vil, eða mjög svipað því sem flestir áttu von á, þegar fréttist að FH-ingar hefðu dregist á móti þessu ágæta liði. I einkaskeyti til Morgunblaðs- ins frá AP-fréttastofunni, segir m.a. svo um leikinn, að Hafnfirð- ingarnir hafi aldrei átt möguleika gegn þýska liðinu úti. Munurinn hafi berlega komið í ljós í seinni hálfleiknum, en þá hafi mismun- ur á þjálfun leikmannanna farið að koma fram. Þjóðverjarnir hafi þá átt hvert hraðaupphlaupið af öðru og skorað í nær öllum sókn- urn sínum, enda hafi markvarslan verið nánast engin hjá FH-liðinu og þýsku skytturnar hafi getað skorað hvernig sem þeim sýndist. Það eina sem þeir þurftu að hugsa um var að hitta markið. Þá var varnarleikur FH-inga einnig ákaflega slakur, sérstaklega í seinni hálfleiknum, og þeir oftast einungis áhorfendur að því sem Þjóðverjarnir voru að gera. FH-ingar byrjuðu leikínn mjög vel á laugardaginn. Lögðu áherslu á að hafasóknirsínarlangar halda knettinum og skjóta ekki fyrr en sæmileg færi gáfust. Þannig var staðan í leiknum 4—3 fyrir ASK, þegar hálfleikurinn var um það bil hálfnaður, en eftir það tók að losna um leik FH-inganna. Þjóð- verjarnir komu meira fram á móti þeim í vörninni, og reyndu að trufla spilið, og á nokkrum mínút- um hafði þýska liðið náð 7 marka forystu er staðan var 11—4. Und- ir lok hálfleiksins náði FH hins vegar að rétta hlut sinn nokkuð, mest fyrir framtak Ölafs Einars- sonar, sem átti glæsileg skot að marki Þjóðverjanna, sem mark- vöróur iiðsins átti engin tök á að ná. Var munurinn 4 mörk í hálf- leik sem fyrr greinir, 12—8 eða mun minni en var i hálfleik er liðin mættust i Laugardalshöll- inni, en þá höfðu Þjóðverjarnir 7 marka forystu á tölunni 14—7. Strax i byrjun seinni hálfleiks- ins tókst Ólafi að minnka muninn niður í þrjú mörk, 12—9, en eftir það var úti ævintýri hjá FH- ingum. Spurningin var aðeins hversu lengi þeim tækist að halda knettinum í sókn sinni, því ekki þurfti að því að spyrja hvort Þjóð- verjarnir skoruðu i sóknarlotum sinum. Og þegar á hálfleikinn leið tók að gæta mikills óöryggis i leik F'H-inga. ASK-menn komust hvað eftir annað inn í sendingar þeirra, brunuðu upp og skoruðu, og þegar FH-ingar náðu á annað borð að stilla upp vörn, liðu ekki nema örfáar sekúndur uns Þjóð- verjarnir höfðu fundið glompu á henni og skoruðu framhjá mark- vörðunum, sem hreyfðu sig varla eftir skotunum, hvað þá að þeir verðu. Staðan breyttist fljótlega í 15—10, síðan í 17—12, 21—13, 24—15 og 29—16. Var auðséð að Þjóðverjarnir voru farnir að keppa að 30 marka markmiðinu undir lokin, og því tókst þeim að ná skömmu fyrir leikslok. Ölafur Einarsson var mark- hæstur FH-inganna í leiknum og skoraði hann 9 mörk, mörg hver með fallegum skotum fyrir utan vörn Þjóðverjanna. I seinni hálf- leiknum tóku Þjóðverjarnir aó gæta hans betur, auk þess sem þreytumerki tóku að sjást á hon- um. Að Sögn AP áttu auk Ólafs þeir Viðar Simonarson og Gunnar Einarsson ágætan leik, sérstak- lega þó Viðar, sem sagt er að hafi verið maðurinn á bak við það bezta sem FH-liðið gerði. Viðar skoraði 3 mörk, Guðmundur Stefánsson 2, Þórarinn Ragnars- son 1, Gunnar Einarsson 1, Árni Guðjónsson 1, og Tryggvi Harðar- son 1. Bezti maður þýzka liðsins var landsliðsmaðurinn Engel, sem reyndist FH-ingum mjög erfiður viðureignar. Þá átti Rose, sem er fyrrverandi landsliðsmaður einn- ig afbragðs leik, svo og Weber og Smidt. Var Engel markhæstur Þjóðverjanna með 8 mörk, en Rose gerði 6. Ólafur Einarsson átti mjög góðan leik með FH-liðinu á laugardaginn og skoraði 9 mörk. Myndin var tekin er hann var að skora f fyrri leik liðanna, sem fram fór f Laugardalshöllinni. Skagastúlkurnar urðu meistarar er FH og UBK gerðu jafntefli Stúlkurnar frá Akranesi urðu Islandsmeistarar í knatt- spyrnu innanhúss árið 1975 eftir jafna baráttu við stúlk- urnar úr FH og Breiðabliki í úrslitakeppni mótsins. — Síð- asti leikurinn í úrslitakeppn- inni var á milli FH og Breiða- bliks og var þá komin upp sú staða, að ef Breiðablik næði jafntefli eða sigraði var sigur- inn Akraness, en ef FH sigraði, þurfti aukaleik milli Akraness og FH. Eftir að hafa verið undir nær allan leikinn, tókst Breiðablik að gera jafntefli og var þeim úrslitum tekið með miklum fagnaðarlátum af Akranesstúlkunum. Það voru 9 lið sem hófu keppni i þrem riðlum. I A riðli vann FH öruggan sigur, i B riðli hafði Breiða- blik nokkra yfirburði yfir stúlkurnar frá Keflavík, en Islandsmeistararnir frá í fyrra, Fram, höfðu möguleika á að vinna riðilinn á síðustu mín. leiks- ins á móti Breiðablik, en þeim mis- tókst að skora úr vítaspyrnu og misstu af lestinni. 1 C riðlinum unnu Akranesstúikurnar öruggan sigur yfir Grindavík og Þrótti. Það voru því lið FH, Breiðabliks og Akraness, sem léku til úrslita á sunnudagskvöldið. ÍA — Breiðablik 3_2 (3—0) IA byrjaði leikinn vel og skoraði Kristin Aðalsteinsdóttir fyrsta mark- ið, en Rikka Mýrdal bætti öðru við nokkru siðar. Og fyrir lok hálfleiks- ins bætti Ragnheiður Jónasdóttir þvi 3ja við. Breiðablik sneri dæminu við í siðari hálfleik og skoraði Dagný Halldórsdóttir mark og Bryndís Einarsdóttir bætti öðru við. Mikil bar- átta var undir lokin, en Akranesstúlk- unum tókst að halda forskotinu og sigra. ÍA — FH 0—0 Það gætti nokkurs taugaóstyrks hjá báðum liðum i þessum leik og áttu bæði liðin góð tækifæri til að skora, en þrátt fyrir það lauk leiknum án þess að knötturinn kæmist i netið og er það nokkuð sjaldgæft í þessari iþrótt, að mark sé ekki skorað. F.H. — Breiðablik 4—4 (3—1) FH stúlkurnar þurftu að vinna þennan leik til að fá aukaleik við Akranes um Islandsmeistaratitilinn og var ekki útlit fyrir annað en að það ætlaði að takast. Sigríður Sigurgeirs- dóttir skoraði fyrsta markið fyrir FH, en Dagný Halldórsdóttir jafnaði fyrir Blikana. Sigrún bætti öðru við nokkru siðar og Svanhvít Magnús- dóttir þriðja fyrir FH. Þannig að staó- an var 3—1 fyrir FH í hálfleik. En Blikarnir voru ekki á því að gefast upp og reyndu allt hvað af tók að jafna metin. Bryndis Einarsdóttir skoraði fyrir Blikana, en Sigrún Sigurðardóttir svaraði með því að skora 4. mark FH. Var nú lagnt liðið á leikinn og mikil barátta I stúlkunum og voru Kópa- vogsstúlkurnar ákaft hvarrar af Akranesstúlkunum. Bryndís Einarsdóttir skoraði 3. mark Blikanna og rétt áður er. leikn- um lauk skoraði hún svo jöfnunar- markið og færði þar með stúlkunum frá Akranesi Islandsmeistaratitilinn á silfurfati, enda var þeim ákaft fagnað af þeim, þegar þær gengu af leikvelli. Það voru alls 9 lið, sem tóku þátt í mótinu og var þeim skipt í þrjá riðla. I A-riðli léku Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar og Ármann, sem vann þetta mót 1973. FH vann Hauka 6—0, en Ármenninga 3—0. Ármann vann svo Hauka 3—0 og tryggði sér annað sætið i riðlinum. I B riðli léku Breiðablik, Keflavík- ingar og Fram, sem var íslands- meistari i fyrra. Breiðablik vann Keflavík 4—1, en Fram 3—2 og mátti þar ekki miklu muna, því Fram átti möguleika á að jafna á síðustu sek. leiksins er þeim var dæmd víta- spyrna, en þeim mistókst að skora og kostaði það að þær misstu af sætinu í úrslitariðlinum. Fram vann hinsvegar léttan sigur yfir Keflvlkingum, 5—2. I C riðli léku Akurnesingar, Grindavik og Þróttur, Reykjavik. Akranes vann léttan sigur yfir Þrótti, 6—0 og Grindvíkingum 6—3, en Grindavík og Þróttur gerðu jafntefli 3—3. A kvennamóti í knatt- spyrnu rétt á sér? íslandsmót í knattspyrnu kvenna innanhúss hefur verið haldið árlega síðan 1971, en það ár gaf KSI bikar til keppninnar, sem keppt hefur verið um síðan. Tvö fyrstu árin sigruðu Akurnesingar, en árið 1973 sigraði Ármann, en árið 1974 Fram. Það dylst engum, sem með þessum mótum hefur fylgst, að stúlkunum hefur ekki farið fram i þessari íþrótt og er líklegra að um afturför sé að ræða. Greinilegt er, að velflest þau lið, sem þarna keppa, æfa knattspyrnu ekki, heldur er stúlkunum hóað sam- an rétt fyrir mótið og þær látnar keppa. Margir, sem með mótinu fylgdust, töldu því að rétt væri að leggja þetta mót niður. Hvort það er rétt, skal ósagt látið, en hitt er ljóst, að félögin verða að gera betur við stúlkurnar i þessum efnum, þvi greinilegt er að þær hafa gaman af knattspyrnu og leggja sig allar fram. Skagastúlkurnar sem urðu lslandsmeistarar f kvennaflokki, ásamt þjálfara sfnum, Herði Jóhannessyni. Stúlkurnar heita: Rikka Mýrdal (fyrirliði), Guðrún Kristjánsdóttir, Sigurborg Valdimarsdóttir, Þorbjörg Skúladóttir, Laufey Sigurðardóttir, Hafdís Asgeirsdóttir, Kristfn Áðalsteinsdóttir og Ragnheiður Jónasdóttir. Framarar sem urðu Islandsmeistarar f innanhússknattspyrnu karla árið 1975 Framarar meistarar Reykjavíkurmeistarar Fram tryggöu sér Islandsmeist- aratitilinn í knattspyrnu innanhúss með því aö sigra Val í skemmtilegum úrslitaleik á sunnudagskvöldið, með eins marks mun. Voru Framarar vel að þeim sigri komnir, því þeir léku jafnbestu knattspyrnuna mótið í gegn og komust aldrei í taphættu. Alls voru það 27 lið sem tóku þátt í keppninni og var þeim skipt í 9 riðla. Valur sigraði með yfirburðum í A riðli, en í B riðli sigruðu Akur- nesingar án mikilla átaka. Fram vann C riðilinn, einnig með mikl- um yfirburðum. D riðilinn vann KR, en i E riðli sigraði Víkingur og átti þar í nokkru basli með Ármenninga. I F riðli sigraði FH örugglega og sömuleiðis Breiða- blik i G riðli. H riðilinn vann IBK, Þróttur Reykjavík I riðilinn. Það voru því 9 lið sem léku í Úrslit Urslit f cinstökum riðlum: A riðill: Valur — Hrönn 12—3 Valur — Fylkir 7—5 Fylkir — Hrönn 10—3 B riðill: IA — Ak. 9—3 ÍA — Reynir8—1 Þór Ak — Reynir 13—6 C riðíll: Fram — Víðir 10—4 Fram — Afturelding 12—1 Afturelding — Víðir 5—3 D riðill: KR — IR 8—2 KR — Leiknir 9—1 ÍR — Leiknir 13—1 E riðill: Vikingur — Armann 5—4 Víkingur — Selfoss 4—3 Armann — Selfoss 6—3 F riðill: FH — Þróttur N 7—3 FH — Grindavik 11—2 ÞrótturN —Grindavik 10—1 G riðill: UBK — Stjarnan 12—2 UBK — Magni 8—2 Stjarnan — Magni 9—2 H riðill: ÍBK — Haukar 6—3 IBK — K.S. 10—3 Haukar — K.S. 8—7 I riðill: Þróttur R — Grótta 9—5 Þróttur R. — Þór Þ. 16—4 Grótta Þór Þ5—5 Undanúrslit: A riðill: Þróttur R — IBK 12—7 Þróttur R — KR 4—3 KR — IBK 8—5 B riðill: Fram — FH 7—5 Fram — IA 7—3 IA — FH 7—6 C riðill: Valur — Vikingur 10—6 Valur — UBK 5—3 UBK — Víkingur 3—3 undanúrslitunum og var þeim skipt í þrjá riðla. I A riðli undanúrslitanna mætt- ust ÍBK, KR og Þróttur R. KR vann IBK með 8—5 og Þróttur vann IBK með yfirburðum 12—7. Það var hörkuleikur milli Þrótt- ar og KR, þar sem á ýmsu gekk, en Þrótti tókst að sigra með eins marks mun 4—3. I B riðlinum mættust Fram, Akranes og FH. Fram byrjaði á því að sigra FH með 7—5 i nokk- uð jöfnum og góðum leik.en síðan sigruðu þeir Akurnesinga með 7—3. Leikur Akraness og FH var jafn lengst af og lauk honum með eins marks sigri Akurnesinga 7—6. I C-riðli áttust við Valur, Vík- ingur og Breiðablik. Valur vann Viking með 10—6, eftir að hafa haft 6—0 í hálfleik. Valur sigraði einnig Breiðablik 5—3 i jöfnum leik. Hins vegar var mikil barátta hjá Víking og Breiðablik og lauk þeim leik með jafntefli 3—3. Það voru því Þróttur, Fram og Valur, sem tryggðu sér réttinn til að leika til úrslita. Fram — Þróttur 9—3 (6—0) Fram byrjaði leikinn mjög vel og skoraði Asgeir Eliasson fyrsta markið, en Ágúst Guðmundsson bætti öðru við. Kristinn Jörunds- son misnotaði síðan tvö „dauða- færi“ en Eggert Steingrímsson bætti úr þvi með góðu marki. Þá kom að Ásgeiri að skora aftur, en fimmta markið skoraði Snorri Hauksson. Siðasta orðið hafði svo Marteinn Geirsson, sem skoraði sjötta mark Fram. Þannig aö Fram hafði yfirburðarstöðu i hálfleik, 6—0. I siðari hálfleik héldu Framarar uppteknum hætti þvi Rúnar Gíslason skoraði 7—0 fyrir Fram. Fóru nú Þróttarar að taka við sér og skoraði Þórður Hilmarsson tvö mörk og lagfærði stöðuna i 7—2. Atli Jósafatsson skoraði 8—2, en Helgi Þorvaldsson skoraði fyrir Þrótt, og rétt fyrir leikslok skor- aði Jón Pétursson fyrir Fram, þannig að leiknum lauk með 9—3 sigri Fram. Valur — Þróttur tí—5 (2—2) Leikur Þróttar og Vals var jafn allan tímann og máttu Valsmenn þakka fyrir að sigra í þeirri viður- eign, því þeir léku slakan leik að þessu sinni. Ingi Björn Alberts- son skoraði fyrsta markið fyrir Val, en Guðmundur Gislason jafn- aði fyrir Þrótt. Þróttarar komust yfir, er Valsmenn skoruðu sjálfs- mark. Fyrir lok hálfleiksins skor- aði Guðmundur Þorbjörnsson fyr- ir Val, þannig að staðan var jöfn 2—2 i hálfleik. Þróttur tók forystuna i síðari hálfleik, er Aðalsteinn Örnólfsson skoraði, en Jóhannes Eðvaldsson jafnaði fyrir Val úr vítaspyrnu. Þá skoraði Ingi Björn aftur fyrir Val, en Aðalsteinn Örnólfsson jafnaði fyrir Þrótt með fallegu skallamarki úr þröngri stöðu. Færðist nú talsverð harka í leik- inn og var nokkrum leikmönnum vísað af leikvelli. Þróttur átti tækifæri til að taka forystu í leiknum, þar sem dæmd var vita- spyrna á Val, en Jóhannes varði skotið frá Aðalsteini. Þegar 33 sek. voru eftir skoraði Hannes Lárusson fyrir Val og bætti síðan öðru marki við rétt á eftir, en á síðustu sekúndunni skoraði Guð- mundur Gíslason fyrir Þrótt, þannig að Valur sigraði í þessum leik með 6—5. Fram — Valur 5—4 (3—2) Urslitaleikurinn var því milli Fram og Vals. Greinilegt var að bæði liðin léku af mikilli gætni og lögðu áherslu á sterka vörn og tefldu ekki í neina tvisýnu i sókn- arleiknum. Kristinn Jörundsson skoraði fyrsta markið, en Kristinn Björnsson jafnaði fyrir Val. Krist- inn skoraði aftur fyrir Val, en nafni hans í Fram jafnaði. Krist- inn Jörundsson hafði siðasta orð- ið í hálfleiknum og skoraði 3ja mark Fram, þannig að staðan var 3—2 fyrir Fram í hálfleik. Síðari hálfleikur var líkur þeim fyrri, þvi bæði liðin léku af ör- yggi, en greinilegt var, að Fram var sterkari aðilinn. Ásgeir Elías- son skoraði fallegt mark fyrir Fram og var undirbúningurinn að því mjög skemmtilegur. Kristinn Jörundsson var aftur á ferðinni og skoraði 5. mark Fram, þannig að staðan var orðin 5—2. Undir lokin reyndu Valsmenn allt hvað af tók að jafna metin og skoruðu tvö mörk, en þau gerðu þeir Ingi Björn og Jóhannes Eð- valdsson. Fleiri mörk voru ekki skoruð og lauk leiknum því með sigri Fram 5—4. Framarar voru vel að sigrinum komnir, enda léku þeir vel og yf- irvegað í öilum leikjum sinum. Valsmenn áttu einnig góða leiki, en voru misjafnir. Áttu þeir góða leikkafla, en duttu svo niður á milli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.