Morgunblaðið - 04.02.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.02.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRUAR 1975 21 2. DEILD KA — IBK 21-14 KA FRÁ Akureyri sigraði ÍBK 21 —14 1 slökum leik í 2. deildarkeppninni I handknattleik ð sunnudaginn. Eru Akureyringarnir því enn sigurstrangleg- ir ( 2. deildinni, þar sem þeir hafa leikið fleiri leiki en Þróttur og Þór sem hafa tapað tveimur stigum eins og KA. í leiknum var greinilegt að Halldór Rafnsson, þjálfari þeirra norðan- manna, var að gera tilraunir með lið sitt. Geir Friðgeirsson lék ekki með og þeir Þorleifur Ananíasson, Hörður Hilmarsson og Halldór þjálfari voru ekki meðal byrjunarleikmanna liðsins. Kom þessi tilraunastarfsemi nokkuð niður á leiknum og varð þess m.a. valdandi að leikurinn var hrein hörmung, sérstaklega síðari hlutinn. I fyrri hálfleik mátti hins vegar sjð bregða fyrir stórskemmtilegu spili KA-liðsins og var staðan að honum loknum 14—5. í byrjun síðari hálfleiks náðu Keflvikingar að minnka muninn niður ( 6 mörk, 15—9 og hélst sá munur næstum óbreyttur til loka leiksins. 21 —14 urðu lokatölurnar og sýna þær að ÍBK vann siðari hálfleikinn 9—7. Leikur þessi var ekki þess eðlis að nauðsynlegt sé að fjölyrða um það sem fram fór. KA tryggði sigurinn i fyrri hálfleik með nokkuð góðum leik, en sýndi svo lélega hluti i þeim siðari. Var reyndar um hreint „fiaskó" að ræða ð timabili. fBK-liðið lék hins vegar hvorki betur né verr en búizt var við, sérstaklega með tilliti til þess að þrjá beztu menn liðsins vantaði. Bestur ( liði ÍBK var Grétar Grétarsson, drjúgur leikmaður, sem litið fer fyrir, en gerir sitt. Sigurbjörn og Sævar Halldórsson stóðu einnig vel fyrir sinu. Hjá KA var Þorleifur bestur, en hann fékk furðanlega litið að vera inná, einkum i fyrri hálfleik, þegar hann virtist vera að komast i ham. Viðar Kristmundsson stóð sig vel i markinu svo og þeir Haraldur Haraldsson og Hermann Haraldsson í vörninni. Jóhann Jakobsson, (Knattspyrnumaður- inn snjalli) lék sinn fyrsta leik ( langan tima, en hann fingurbrotnaði i fyrsta leik KA i fslandsmótinu. Verður hann liðinu örugglega mikill styrkur i komandi leikjum. Haukur Hallsson og Geir Thorsteinsson dæmdu leikinn og var margt athugavert við dómgæslu þeirra. MÖRK fBK: Grétar 5 (1 viti), Sævar 2, Sigurbjörn 2, Sverrir Einarsson 2, Einar Leifsson 1, Sigurður Sigurðsson 1, Þorsteinn Geirharðsson 1. KÖRK KA: Hörður Hilmarsson 6 (1 viti), Þorleifur Ananíasson 6 (2 viti), Ármann Sverrisson 3, Jóhann Einarsson 2, Guðmundur Lárusson 1, Halldór 1, Jóhann Jakobsson 1 og Haraldur 1. háhá. Þór — ÍBK 26-17 ÞEGAR fBK-liðið kom til Akureyrar á laugardag kom i Ijós, að þrjá af máttarstólpum liðsins vantaði: Knattspyrnumennina Þorstein Ólafsson, Steinar Jóhannsson og Astráð Gunnarsson. Þjálfari liðsins, Sigurður Steindórsson, var heldur ekki með I förinni, en liðsstjóri i hans stað var Grétar Magnússon, knattspyrnumaðurinn kunni. Heimamenn tóku forystuna strax i upphafi og ætluðu greinilega að gera út um leikinn í fyrri hálfleik. Það virtist ætla að takast. þvi sjá mátti 7—2 á markatöflunni, eftir 10 minútna leik og 9—4 um miðjan fyrri hálfleik- inn. Hafði Aðalsteinn Sigurgeirsson gert 5 af mörkum Þórs. Var staðan orðin 12—6 þegar 5 minútur voru eftir af hálfleiknum. en þá tók Grétar Grétarsson af skarið, skoraði 4 mörk í röð fyrir Keflavikurliðið. f hálfleik varstaðan þvi 12—10. Upphafskafli siðari hálfleiksins var mjög góður hjá Þór, sem náði þá öruggri forystu. Breyttist staðan úr 14—11 i 19—11, og slökuðu Þórsararnir þá svolitið á, nema Þorbjörn sem hélt uppi stórskotahrið á mark Keflvikinganna með góðum árangri. Leikurinn leystist upp í leik- leysu á timabili og voru engin takmórk fyrir klaufalegum mistökum sem áttu sér stað. Úrslit leiksins urðu mikill yfirburðasigur Þórs 26—1 7. f byrjun var allt annar og betri bragur á leik ÍBK-liðsins en fyrr i vetur. En liðsmenn voru óheppnir með skot og það virtist draga út þeim kjarkinn. Siðan þegar Þór hafði náð yfirburðaforystu I leiknum tók við sama hnoðið og einkennt hefur leik Keflvíkinganna i vetur. Varnarleikur- inn var heldur ekki upp á marga fiska. Sigurbjörn Gústafsson var bestur ÍBK-manna i leiknum ásamt Grétari Grétarssyni. Þorsteinn Geirharðsson barðist vel allan leikinn, en fékk sem linumaður að kenna á ómjúkum handbrögðum Þórsaranna. Þórsliðið lék sem fyrr skynsamlega, en það er fátt i leik liðsins sem gleður augað. Vörnin er geysisterk, en i sóknarleiknum vantar meiri fjölbreytni. Eins og sakir standa hafa Þórsararnir aðeins tapað tveimur stigum og eru í toppbaráttunni i 2. deild. Samt eru fáir þeirrar skoðunar að Þór verði í efsta sætinu þegar keppninni lýkur. Til þess hafi þeir ekki nægilega góðan mannskap. En Þórsliðið hefur það fram yfir flest önnur lið, að það þekkir sin takmörk og spilar sem ein heild. Þessi atriði gætu reynzt liðinu þýðingarmikil I þeirri baráttu sem framundan er. Þorbjörn hefur verið að ná sér á strik að undanförnu og átti að þessu sinni einn af sínum stórleikjum. Hann má þó gæta sin i varnarleiknum, en þar hættir honum til að leika helzt til gróft. Aðalsteinn var góður i fyrri hálfleik og Benedikt Guðmundsson er leikmaður sem sjaldan bregst. j'vörninni áttu Óskar Gunnarsson og Gunnar Gunnarsson góðan leik, en komust upp með allt of mörg gróf brot. MÖRK ÍBK: Sigurbjörn 6, Grétar 6, Þorsteinn 3, Sævar 2. MÖRK ÞÓRS: Þorbjörn 9, Aðalsteinn 5 (3 viti), Benedikt 4, Árni Gunnarsson 3 (1 viti), Gunnar 2, Óskar 2, Einar Björnsson 1. Heukur Hallsson og Geir Thorsteinsson dæmdu erfiðan leik nokkuð vel. — háhá. Thoeiíi í forystu italski skíðamaðurinn Gustavo Thoeni lét að sér kveða á skiða- mótum helgarinnar og er nú i forystu i heimsbikarkeppninni i Alpagreinum. Thoeni er reyndar enginn nýgræðingur á þessum vettvangi — hefur þrivegis hlotið heimsbikarinn. Franz Klammer frá Austurriki sem til þessa hefur haft forystu i heimsbikarkeppninni mistókst illa i keppninni i bruni í Megeve á laugardaginn. Í miðri brautinni missti hann af sér annað skiðið og þar með var draumurinn úti. Brautin i Megeve reyndist annars mörgum keppendanum erfið, og tveir kunnir skíðamenn, Bern- hard Russi frá Sviss og David Zwilling frá Austurriki, duttu og meiddust illa. Eftir keppni helgarinnar hefur Thoeni hlotið 198 stig. Klammer er með 184 stig, Gros frá ftaliu þriðji með 145 stig, en siðan koma Norðurlandabúarnir Sten- mark og Haaker með 130 og 105 stig. Enn sigrar UMFS BORGNESINGARNIR halda áfram að sigra í 2. deildinni, og ætla sér greinilega upp i 1. deild á ný. Ekki dregur það úr sigurvilja þeirra að þeir munu næsta vetur geta keppt í nýju iþróttahúsi með löglegum sal, og þá vilja þeir helst leika i 1. deild. Um helgina lék liðið við Grindavík og vann stóran sigur, skoraði 80 stig gegn 54. — Það gekk þó ekki allt of vel hjá þeim til að byrja með, UMFG hafði nefnilega forustuna lengst af í fyrri hálfleik, en Borgarnes komst fram úr fyrir lok hálfleiks- ins og staðan var 33:29. Strax í ' byrjun s.h. gerðu þeir svo út um leikinn með góðum kafla, og gátu leyft sér að slaka á það sem eftir var leiksins. — Pétur Jónsson skoraði þeirra mest 28 stig, Stein- ar Ragnarsson 18. Fyrir Grinda- vik skoraði Magnús H. Valgeirs- son mest, 19 stig, Kristinn Jóhannesson 16 stig. Gk. H.K.D.R. H.K.D.R. ÁRÍÐANDI FUNDUR Verður haldinn að Hótel Esju Þriðjudaginn 4. febrúar (í kvöld) kl. 20,30. Fjölmennið. Stjórn H.K.D.R. Tilþrif alítill leikur Á laugardaginn léku Valur og Þór sfðari leik sinn f 1. deildar keppni kvenna, og fór hann fram á Akrueyri. Eins og við mátti búast var leik- ur þessi f ójafnara lagi, enda staða liðanna mjög ólfk. Þórsliðið er neðarlega f deildinn- og stend- ur f baráttu fyrir sæii sínu. V als- liðinu hefur aftur á móti vegnað vel f vetur og er enn ósigrað. Telja flestir Valsliðið okkar bezta kvennalið um þessar mundir og sigurstranglegast í keppninni um Islandsmeistaratitilinn. Lengst af var þó lítill meistarabragur á leik liðsins á laugardaginn. Það var aðeins á 15. min. kafla í fyrri hálfleik að liðið sýndi virki lega hvað í því býr. Að þeim kafla Fjögur stig tilÍBK 3. deiidarlið IBK gerði góða ferð til Akureyrar um helgina. Þeir léku tvo ieiki, gegn Tindastól frá Sauðárkróki, og síðan gegn K.A. og unnu báða leikina. Þessi úrslit galopna stöðuna i riðlinum, og IBK, K.A. og Breiðablik geta öll sigrað þar. A laugardaginn lék ÍBK við Tindastól, og var aldrei neinn vafi á hver myndi sigra í þeirri viður- eign. Keflavikingarnir sigruðu örugglega með 60 stigum gegn 46. Daginn eftir léku þeir við KA sem voru taldir sigurstranglegri, en IBK náði mjög góðum leik og sigraði aftur örugglega, nú með 64 stigum gegn 48. Lið IBK er að mestu skipað ungum leikmönnum mjög frískum strákum, og með meiri þjálfun eiga þeir örugglega eftir að ná hærra en að leika i 3. deild. Varamenn ÍR unnu HSK — ÞAÐ ÁTTI maður eftir að upp- lifa, að leikmenn þeir sem vermt hafa varamannabekki IR að und- anförnu (Vindlarnir) tækju sig saman og ynnu leik fyrir lið sitt. Það gerðu þeir um helgina gegn HSK, en ekki kom það til af góðu. Agnar Friðriksson f Ameríkuferð og Kristinn Jörundsson veður- tepptur á Akureyri þar sem hann var sem þjálfari með 2. deildar liði Fram. — E.t.v. gerði það gæfumuninn fyrir IR að Anton Bjarnason var að þreyta „meira- próf“ f akstri austur f sveitum og gat ekki mætt til leiks með HSK. Þeir austanmenn höfðu nefnilega forustuna f leiknum lengst af, og það var ekki fyrr en 3 sfðustu mfn. leiksins að lR náði að sigla framúr og koma stigunum tveim upp á bryggjuna. Þetta var barningsleikur eins og þeir gerast bestir. Mikið hlaupið og stritað, en oft að erindisleysu. — HSK hafði nær alltaf forustuna i fyrri hálfleikn- um, mest 7 stig um miðjan hálf- leikinn, og 3 stig í háifleik 43:40. — I síðari hálfleik skiptust liðin síðan á um forustuna sem aldrei varð þó meiri en 4 stig á annan hvorn veginn. Þegar lokakaflinn svo hófst var staðan jöfn 66:66 og 3. min eftir. iR-ingar reyndust sterkari það sem eftir var, og sigr- uðu með 74 stigum gegn 70. — Þótt Þorsteinn Guðnason hafi borið mjög af i liði ÍR, komu þeir mjög á óvart Finnur Geirsson, Sigurður Halidórsson (átti þrumugóð tilþrif), Asgeir Guð- mundsson og Erlendur Markús- son. Þessir 5 ásamt aldursfor- setanum Sigurði Gislasyni hífðu sigurinn inn í fjarveru „stjarn- anna“. Þeir Birkir Þorkelsson og Gunnar Jóakimsson voru bestu menn HSK ásamt Gunnari Árna- syni. — Stigin: IR: Þorsteinn 17, Finnur 12, Sigurður Gíslason og Jón Jörundsson 10 hvor. — HSK: Birgir 17, Gunnar Jóakimsson 16, Gunnar Arnason 12. gk. loknum voru úrslit leiksins ráðin og nánast formsatriði að ljúka honum. Upphafsmítúturnar voru nokk- uð jafnar, allt fram að miðjum fyrri hálfleiknum, er staðan var 5—3. Þá tóku Valsstúlkurnar mikinn fjörkipp og höfðu skorað 8 mörk fyrir lok hálfleiksins geng engu. Staðan var því 13—3 i leik- hléi. Forystan var það mikil að von- laust var að Þórsstúlkunum tæk- ist að veita Val nokkra keppni. Enda var síðari hálfleikurinn hálfgert hnoð á báða bóga og mik- ið um alls konar mistök, t.d. mis- tókust 5 vítaköst i hálfleiknum (Alls 7 i leiknum.) Voru flestir áhorfendur því fegnir er flauta timavarðarins gaf til kynna að leiknum væri lokið, með yfir- burðasigri Vals 23—7. Erfitt er að dæma getu Valsliðs- ins af þessum leik, til þess var mótstaðan of lítil. Þó var liðið á köflum mjög sannfærandi og sýndi þá prýðisgóðan handknatt- leik, en datt svo niður þess á milli. Valsliðið var mjög jafnt í leiknum og dreifðust mörkin á alla útispil- ara liðsins. Ragnheiður Lárus- dóttir átti nú einn af sinum beztu ieikjum á keppnistímabilinu, barðist vel i sókn og vörn og átti góðar línusendingar. Erfitt er að gera upp á milli frammistöðu hinna stúlknanna. Þó er rétt að minnast á Sigrúnu Guðmundsdóttur, þótt hún hafi reyndar oft leikið betur, Hörpu Guðmundsdóttur og Hildi Sigurð- ardóttur, en þessar tvær siðast- nefndu eru báðar ungar að árum og eiga áreiðanlega eftir að vera félagi sínu styrkur í mörg ár. Auk þessara stóðu markverðirnir, Oddgerður og Inga, vel fyrir sínu. Þórsliðið gerði þá reginskyssu, að skjóta i tíma og ótíma úr von- litlum færum, í stað þess að halda knettinum og freista þess að opna vörn andstæðinganna. Afleiðing- in varð óþarflega mikill marka- munur. Til gamans má geta þess, að i fyrra er þessi sömu lið mættust á sama stað var um mjög jafnan og spennandi leik að ræða. Þá lék Þórsliðið skynsamlega, hafði raunar einnig betri mannskap en nú, og lauk leiknum aðeins með eins eða tveggja marka sigri Vals- liðsins. Hanna Rúna Jóhannsdóttir og Guðrún Stefánsdóttir komust bezt frá leiknum á laugardaginn. Sú síðarnefnda mætti að skaðlausu skjóta meira. Dómarar leiksins voru þeir Árni og Ragnar Sverrissynir og dæmdu mjög vel, þegar á heildina er litið. Mörk Vals: Ragnheiður 6 (2 víti), Sigrún 4 (1 víti), Björg Jónsdóttir 3 (1 víti), Hildur Sig- urðardóttir 3 (1 viti), Halldóra Magnúsdóttir 2, Harpa 2, Hrafn- hildur Ingólfsdóttir 2 og Hrefna Birgisdóttir 1. Mörk Þórs: Guðrún 2, Magnea Friðriksdóttir 2, Aðalbjörg Ölafs- dóttir 1, Guðný Bergvinsdóttir 1, Hanna Rúna 1. háhá Asgeir Framhald af bls. 17 fram undan en erfiðleikarn- ir væru nú til að sigrast á. Landleikir Ásgeirs f blaki eru einnig tveir. Þeir voru háðir hér á landi f fyrra og voru fyrstu landsleikir Is- lands hér heima. Ásgeir lék með U.M.F.B. I blakinu og varð Islandsmeistari með því liði á s.l. ári. Sem stend- ur fæst Ásgeir ekkert við blakiðkan enda ef til vill nóg að keppa í tveimur greinum iþrótta. Ásgeir er kvæntur Soffíu Guðmundsdóttur og eru bæði íþróttakennarar að mennt. Soffía er því ekki alveg laus við íþróttabakter- íuna fremur en Ásgeir. Raunar leikur Soffia með 1. deildarliði KR í handknatt- leik. Ásgeir Elíasson er ennþá ungur maður, á 26. aldurs- ári. Þvf má ætla að framtíð- in eigi eftir að færa honum enn meiri og glæstari fþróttasigra þó miklir séu orðnir nú þegar. Það verður gaman að fylgjast með Ás- geiri næstu árin. — Carrodus Framhald af bls. 17 haldið til Manehester þar sem Villa lék gegn Utd. f 2. deild. Aftur var Carrodus stjarna leiksins þrátt fyrir að Villa tapaði. Blöðin spurðu. „Hvers vegna lét City þennan stórkostlega leikmann fara frá sér?“ Carrodus er lýst sem hug- kvæmum leikmanni. Hann hefir mikinn hraða og er laginn með knöttinn. Hann gefur aldrei eftir þrátt fyrir að hann er ekki nema 1.65 m á hæð. Saunders með steinrunna andlitið brosir þegar nafn Carrodus er nefnt. „Það er gaman þegar i Ijós kemur að maður hefir haft á réttu að standa. Margir voru mjög undrandi þegar ég keypti Carrodus."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.