Morgunblaðið - 09.02.1975, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1975
10
... pvl nýja veröld
gafst pú mér...
X Fjölbreytni er
nauðsynleg
„Fjarlægðir minnka, þjóðir heims færast hver ann-
arri nær svo að kynni milli þeirra eru orðin miklu
meiri en áður. Nú boða múhameðstrúarmenn sína trú
og játendur Búdda sína meðal kristinna manna. Það er
ógerlegt lengur sem áður var hægt að boða kristindóm
sem einu trúarbrögðin sem flytja sannan og óum-
breytilegan boðskap á jörðu. Sagan sýnir að um ófyrir-
sjáanlega framtið geta engin ein trúarbrögð gert sér
vonir um að sigra heiminn, og raunar vafasamt að
æskilegt væri. Þótt þjóðir heims séu í innsta grunni
ákaflega líkar, er þó svo margt með þeim ólíkt að
fjölbreytni í trúarbragðaheiminum er gagnleg og
nauðsynleg. Það var kristninni mikil ógæfa og menn-
ingunni tjón þegar Þeódósíus keisari gerði kristnina
að ríkistrú og bannaði öll trúarbrögð önnur í riki sinu.
Fjölbreytni er nauðsynleg og einnig innan kristn-
innar sjálfrar. Það eðlislæga umburðarleysi, sem
kristnin tók óneitanlega i arf frá gyðingdómi hefur
orðið til margfaldrar ógæfu. Hinir yztu pólar geta
verið nauðsynlegir. Hin óhagganlega reglufesta róm-
versku kirkjunnar, sem oft hefur orðið að beinni
harðstjórn — og hið því nær algera skipulagsleysi í
trúfélagi kvekara — báðir þessir yztu pólar kristninn-
ar gegna sínu hlutverki og svala ákveðnum þörfum
mannssálarinnar. Umburðarlyndi gagnvart öðrum trú-
arbrögðum og virðing fyrir trúbræðrum sem aðrar
skoðanir aðhyllast og aðra kirkjuskipan, er að verða
meiri nauðsyn nú en nokkru sinni fyrr, ef kristnir
menn eiga ekki að verða „af orðum sínum sakfelldir“.
Eitt gleðilegasta tákn innan kristninnar nú er það að
til þessarar áttar er tvímælalaust að þokast.
Með aukinni þekkingu á sögu liðinna alda og gleggri
sýn til framtiðar er auðsætt að með varúð verður að
tala og fullyrða um „óumbreytanleik kristindómsins",
hins „eina sannleika".
Ég veit að um þetta er stuðzt við þau orð sem Jesú
eru eignuð, að orð hans „muni aldrei undir lok líða“.
Ég trúi fastlega því, að orð hans muni ekki líða undir
lok, en þvl má ekki gleyma að þessi orð guðspjallsins
eru sögð við kynslóð sem trúði fastlega á heimsendi
innan fárra ára, eða örfárra áratuga. Það var eðlilegt
slíkri kynslóð að trúa því að engu orði kristindóms
yrði haggað eða breytt.
Nú höfum við allt aðra framtiðarsýn. Vísindin full-
yrða nú að mannkynið geti lifað í 2000 milljónir ára á
jörðu, og þegar við hugsum um það hverjum geysi-
breytingum maðurinn hefur tekið frá bernsku sinni
fyrir 8—900 þúsund árum og hugsum um 2000 millj-
óna ára framtíð hans enn á jörðu, getur enginn maður
gert sér í hugarlund hvernig maðurinn verður þá. Fer
það þá ekki að verða æði vafasamt að þeim manni
muni hæfa sams konar trúarbrögð, sams konar trúar-
hugmyndir og hæfa mér og þér i dag?
Ég á ekki við trúna sjálfa, ég á við trúarbrögðin,
hinn ytri búning trúarlífsins. Trúin sjálf mun lifa.
A.m.k. hefur engin kynslóð getað lifað án hennar enn.
Þegar trúarbrögðin missa tök á mannssálunum, eins
og gerzt hefur á síðari timum um heim allan, verður
tóm i mannssálunum. Það tóm hafa menn á siðari
tímum reynt að fylla með margs konar hugmynda-
fræðum, ,,ideólogíum“, kommúnisma, skefjalausri ein-
staklingshyggju auðvaldsríkja og þjóðernishyggju
„nationalista". Allt þetta er trúarbrögð þótt ekki sé
guðstrú í venjulegum skilningi. En þótt slík trúar-
brögð stefni að þjóðfélagslegu réttlæti og bættum ytri
kjörum, svala þau ekki mannssálinni til frambúðar og
veita ekki þá upphafningu hjartans, þá hugljómun eða
huggun í lífsreynslu sem engar umbætur á ytri kjör-
um geta tryggt manninn gegn, meðan einhver neisti
lifir í mannssálinni, þess sem lifir í mér og þér í dag.“
XI Logandi kyndillinn í
heiðna fornaldarheiminn
„Ég minntist á varúð. Með gát skal hugað að þeim
gömlu götum sem mannkyn hefur gengið og með
varúð fullyrt um framtíð og æðstu rök. „Af orðum
þínum muntu verða sakfelldur," segir guðspjallið. En
það segir einnig: „Af orðum þínum muntu verða
réttlættur."
„Ég hef minnzt á sitthvað við þig, sem ég hef mínar
efasemdir um, þótt í helgum fræðum standi. En ég
veit einnig það í þeim helgu fræðum, sem ég er ennþá
sannfærðari um nú og hef ennþá þyngri rök fyrir, en
ég hafði þegar ég hóf predikunarstarf fyrir 43 árum.
Hvert er það orð, hver eru þau sannindi?
Þau eru mörg, en fyrst og fremst kenning Jesús um
ómetanlegt gildi mannsins fyrir Guði, ómetanlegt gildi
hans vegna þess, að hann er eilífðarvera, ódauðlegt
Guðs barm
Þótt milijónir manna telji auðsætt af fyrirbærum,
sem á öllum öldum virðast hafa gerzt, að mannssálin
lifi likamsdauðann, getur enginn sannað ytri sönnun-
um að mannssálin lifi að eilífu. Þar verður trúin að
taka við sem þekkingunni sleppir.
Þegar ég hóf predíkunarstarf hafði ég kynnt mér
allmikið af því, sem beztu sálarrannsóknarmenn töldu
rök fyrir framhaldslífi. Sú þekking var mér mikils
virði í prestsstarfinu og er vissulega enn. Ýmsar nýjar
skýringartilgátur á fyrirbrigðunum hafa siðan komið
fram og sum fyrirbrigðin er eðlilegt að skýra á annan
hátt nú en sálarrannsóknarmenn gerðu fyrir hálfri öld
og fyrr. En ég er ennþá eins sannfærður og ég var þá
um það, að eðlilegasta skýringin á mörgum hinna bezt
rannsökuðu og bezt vottfestu fyrirbrigða er sú, að þau
stafi frá mönnum sem dóu, en lifa enn á öðrum
sviðum.
Að maðurinn sé eilífðarvera og ódauðlegt Guðs barn
er grundvöllur Kristskenningarinnar um ómetanlegt
gildi mannssálarinnar fyrir Guði. Sú kenning greinir
kristindóminn langtum skýrar frá öðrum trúarbrögð-
um en hið marga sem er þeim sameiginlegt, þótt einn
búning beri i þessum trúarbrögðum og annan í hinum.
Boðskapur Krists um gildi mannsins kom líkt og
logandi kyndli væri kastað inn í heiðna fornaldar-
heiminn og gagnvart þeirri hugsjón hafa flestar synd-
ir kristninnar verió drýgðar, og eru enn. Og vist er
hennar þörf nú, ekki síður en var þegar meistarinn frá
Nazaret flutti hana fyrst.
A öld háþróaðrar vísindamenningar og skefjalauss
vélbúnaðar er maðurinn, persónuleikinn, vanræktur
og manngildið við það miðað að einstaklingurinn geti
verið gagnlegt hjól í risavaxinni vélasamstæðu hins
tæknilega þróaða þjóðfélags.
Þetta gerist ekki aðeins í vestrænum heimi. Asíu-
þjóðir, sem ákveðnar eru í að hafna kristna trúboðinu
gripa fegins hendi vestræna vélmenningu og varpa
fyrir róða sínum merkilega gamla menningararfi og
háþróaðri trúspeki. Svo hafa visindaafrekin glapið
mönnum sýn í vestri og austri, norðri og suðri. Þess
vegna er nú slík brennandi nauðsyn Kristskenningar-
innar um eilíf verðmæti ódauðlegrar mannssálar. Sú
kenning á sitt mikla erindi við stjórnmálin, atvinnu
málin, viðskiptalífið og þá ekki síður við bókmenntir
og listir til að frjóvga þær og hækka hugmyndir
listamanna um manninn og eilif örlög.“
XII prósaljóð eftir sr.
Jón Auðuns
„Lotningin fyrir lífinu, eins og hún krystallast í
heimspeki Alberts Schweitzers, flest sem verðmætast
er í vestrænni menningu á frumrót i þessari kenningu
Krists:
Mundu það mannssál, að Guð hefur bundið þér örlög
sem ráðast i eilífðinni handan við jarðnesk ár.
Mundu það mannssál að jarðarbarn ertu ekki nema i
fáein ár.
Mundu það mannssál að þér eru æðri örlög spunni-
in og markmið sett svo svimandi há að hugarsýnir
sjáendanna, vökudraumar djúphyggjumannanna, dul-
sýnir helgra og heimsbarna og dýrustu draumar
skálda — eru daufur skuggi aðeins þess dýrðlega
veruleika sem bíður þín sunnan sólar og ofar jarð-
neskri skynjun.
Mundu það mannssál og hlustaðu á Hann. Hinn
hæsta segja við þig: Þú ert barnið mitt, þér gleymi ég
aldrei. Hvert andartak þitt í angist eða kvíða, í sæld
eða sorg, í glampandi vonafylling'eða g'rátlegum von-
brigðum vekur gagnóm, sem hljóðnar aldrei í hjarta
mínu.
Ég man ekki i svip, að i skáldskap hafi þessi
boðskapur verið túlkaður betur en í stórbrotnum
ljóðaflokki um Pál postula eftir W.H. Myers, sem
Jakob Smári þýðir m.a. svo:
Hvert og eitt andvarp kærleiks eða kvala,
kveinstafir veikleiks, syndar — Líkaböng,
skráð er í bækur bjartra englasala,
bergmálar Guðs í endalausum söng.
Af slíkum or'ðum, slíkum boðskap verður kristin-
dómurinn réttlættur hvar sem hann verður kallaður
til dóms á allsherjarþingi allra trúarbragða, allra
menningarverðmæta.
Og þótt margt sé vafið óvissu um helga óræða dóma
og margt verði hjúpað skuggum efasemdanna um
kenningar og gamlan kenningaarf og þótt menn nemi
víða staðar við fingraför ófullkominna manna á blað-
síðum helgra bóka, er það náð að mega bera fram
þennan boðskap."
M.
Með starfsbræðrum í kór Dómkirkjunnar.