Morgunblaðið - 09.02.1975, Qupperneq 12
12
MÖRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1975
Konur eru engín fórnarlömb
Þær standa bara á tímamótum
segir Francoise Giroud, ráðherra
um málefni kvenna og stórkost-
legasta kona Frakklands
I kvöldverðarveizlu f Washing-
ton ðskaði einn gestanna eftir að
hitta hana og annar benti á hana.
— Nei, nei, mig langar til að hitta
Francoise Giroud, franska
kvennamálaráðherrann.
— En þetta er einmitt
Francoise Giroud, var svarið.
— Nú, sagði maðurinn. Hún er
ekkert lfk þvf sem ég bjóst við.
Þannig hefst viðtal, sem blaða-
maður enska blaðsins Guardian
átti nýlega við Francoise Giroud,
fyrstu konuna, sem fær sérstakt
ráðuneyti fyrir málefni kvenna.
En hún tók sæti f frönsku stjórn-
inni sl. sumar.
— Þegar ég hitti ókunnugt fólk,
á það von á að sjá einhverja fyrir-
ferðarmikla kvenpersónu, segir
Francoise með sinni kvenlegu
rödd og sýnir fyrirferðina með
því að baða út höndunum. — Og
búizt er við, að ég tali hátt og
mikið, bætir hún við og gerir mál-
róminn grófan.
— En hvorki konur né karlar
þurfa að hræðast mig. Þeim mun
róttækari sem maður er, því ljúf-
ari verður maður að vera í orðum
og framgöngu. Ég læt mig ekki f
mikilvægum málum, en get vel
tekið hefðbundnum venjum, sem
minna máli skipta. 1 daglegri um-
gengni get ég hegðað mér eins og
dama. Þó þessir smámunir séu
mikilvægir, þá get ég einmitt vel
þolað þá vegna þess að ég er rót-
tæk í skoðunum.
Francoise Giroud er „Madame
ráðherra“, og sennilega stórkost-
legasta kona Frakklands. Hún var
annar af tveimur stofnendum
stærsta fréttatímaritsins í land-
inu, „L’Express", og stjórnaði því
ein um skeió. Hún hefur veitt
sterkustu stjórnmálamönn-
um Frakklands andstöðu.
Og þó henni tækist að hafa
algerlega yfirhöndina í sjónvarps-
umræðum með Giscard d’Estaing
og berðist opinberlega gegn kosn-
ingu hans, þá sótti hann það fast
að hún tæki sæti í stjórninni eftir
að hann hafði verið kosinn forseti
Frakklands.
Oft hefur það verið sagt, að hún
sé slík kona, að hvern karlmann í
landinu mundi langa til að sofa
hjá henni, en samt sé hún virt af
mestu gáfumönnum þjóðarinnar
fyrir störf sín. — Aldrei hefi ég
haft áhuga á því að lifa bara til
þess að lifa. Ég vil lifa lífinu vel,
segir hún í sjálfsæfisögu sinni
„Upp á æru og trú“, sem kom
nýlega út.
Hún kveðst vera feimin, óáreit-
in, hæversk og kvenleg. — Konur
virðast vera dauðhræddar um að
þær missi kvenleikann, skrifar
hún. Eins og kvenleiki sé eitt-
hvað, sem hægt er að týna, rétt
eins og vasabók; hmm, hvar f
ósköpunum lét ég nú kvenleikann
minn?
Hún segist líka vera kappsfull,
sterk, þrjósk og ögrandi. Hún er
ein af þessum manneskjum, sem
lætur hendur standa fram úr erm-
um og fær líka aðra til að taka til
hendi. Á aðeins þremur mánuð-
um hefur hún valdið miklum
breytingum á kjörum og hag
kvenna í Frakklandi og dregið
fram margt annað, sem laga þarf.
Aður en hún varð ráðherra, hafði
hún skrifað: Sá maður, sem kemst
til valda, hefur þrjá mánuði til að
hneyksla. Hann hefur 100 daga til
að hrista upp í hlutunum. Og sjálf
hefur hún fylgt eigin ráðum.
Hún er hreinskilin og snýr sér
beint að hlutunum, sem raunar er
ekki undarlegt fyrir blaðamann,
en furðulegt þegar um stjórn-
málamann er að ræða. Hún vill
láta ávarpa sig með fornafni,
Francoise, en maður finnur að
lengra á ekki að ganga.
— Ég er ekki nein kvenrétt-
indakona, segir hún ákveðin. —
Ég hefi engan áhuga á konum
sem slíkum. En ég á góðar vin-
konur og finnst gott að starfa með
þeim. Aftur á móti geðjast mér
ekki að þessum áköfu og ágengu
manneskjum. Þær eru gamaldags.
Þegar konur voru að berjast fyrir
kosningarétti og kjörgengi, þá
voru þær mjög hugrakkar. En ég
get ekki þolað þá hugsun, að karl-
menn séu meó eitthvert alheims
samsæri til að halda konum niðri.
Sé það satt og hafi þeim tekizt
það, þá eru konur óttalega
heimskar. Finnist þeim þær vera
einhver fórnarlömb, ja, fórnar-
lömb eru ósköp heimsk. Það er
ekkert samsæri á ferðinni. Konur
standa bara á vissum tímamótum
í sögunni.
— Gallinn er sá, að konur virð-
ast fljótt missa kímnigáfuna,
segir hún. Er. það gera allar ný-
frjálsar manneskjur raunar lika.
Þetta er fjarska leiðigjarnt.
Eintak af kvennatímaritinu MS
barst mér i hendur og í þvf var
ein grein um einhverja kynvillta
konu og önnur um sjálfshjálp.
Hvers lags vitleysa er þetta?
Þegar Francoise Giroud var 15
ára gömul, missti hún vel efnaðan
föður og varð að fara út að vinna,
til að hjálpa til við að sjá fyrir
sjálfri sér, móður sinni og systur.
Hún varð aðstoðarstúlka hjá kvik-
myndastjóranum Jean Renoir og
síðan handritahöfundur. Á stríðs-
árunum varð hún svo fyrir tilvilj-
un blaðamaður. Á stríðsárunum
varð hún vanfær og gat ekki
fengið fóstrinu eytt, svo hún
neyddist tii að fæða óskilgetinn
son (Hann fórst tveimur árum
síðar í óveðri). Seinna náðu nas-
istar henni og hnepptu í fangelsi
vegna starfa hennar i andspyrnu-
hreyfingunni og við yfirheyrslur
hryggbrutu þeir hana.
Eftir stríóið vann hún við dag-
blöð og tímarit, en hitti þá banda-
ríska konu, Helen Lazareff. Þær
stofnuðu í félagi Elle, sem er enn
þann dag i dag vinsælasta
kvennaritið i Frakklandi. — Hjá
Elle lærði ég að meta konur og
geðjast að þeim, segir hún. Þar
vann hún sér orðstir sem sterk
stefnumarkandi hugsjónamann-
eskja.
Einu sinni olli hún hneyksli um
allt land með því að kanna hrein-
læti franskra kvenna og birta
niðurstöðurnar. Þar kom m.a.
fram, að þær þvægju sokkabanda-
beltin sin á tveggja ára fresti og
aðeins ein af hverjum fjórum
burstaði í sér tennurnar.
Þegar hún hitti Jean-Jacques
Servan-Schreiber, hætti hún hjá
Elle. Þau urðu ástfangin og stofn-
uóu í félagi hið frjálslynda tíma-
rit L’Express (fíkt Time og News-
week i Bandaríkjunum), en það
er nú lang stærsta tímarit Frakk-
lands. Þetta var stórkostlegt
ástarsamband — þar til hann til-
kynnti henni einn góðan veður-
dag, að hann ætlaði að kvænast
annarri konu. Það lá við að hún
fremdi sjálfsmorð og hún hætti
um sinn störfum við Express og
fór að vinna hjá dagblaðinu
France Soir.
— 1 mörg ár var ég eins og
gangandi rúst, skrifar hún i ævi-
sögu sinni. Ég var likust svörtum,
útbrunnum skógi eftir að eldur
hefur farið um hann. Það tók mig
mörg ár að finna mér annan lífs-
máta og komast i sátt við sjálfa
mig.
Henni tókst það mjög vel. Hún
sneri aftur til blaðs sfns L’Ex-
press, og nú eru Servan-Schreiber
og hún beztu vinir og félagar. Þau
eru enn talin áhrifamestu blaða-
menn í Frakklandi þegar þau
leggja saman.
Hún fær miklar hláturhrukkur
um augun, þegar hún brosir, og
hún hefur mikið aðdráttarafl
fyrir karlmenn. Francoise Giroud
er 58 ára gömul. Og hún viður-
kennir að hún sé vinnuþjarkur.
— Ég vinn betur, þegar allt er i
hers höndum og ég hefi ekki einu
sinni tíma til að hugsa, segir hún.
Francoise Giroud hefur náð því-
likum árangri i kröfum sinum
fyrir konur á sínum stutta starfs-
tíma sem ráðherra, að hún er orð-
in einn vinsælasti opinberi emb-
ættismaður landsins. Hún er í
leyfi frá ritstjórastörfum við I
L’Express-timaritið. — Þetta
starf getur ekki enzt mér lengur
en eitt til tvö ár, segir hún. Ég
þarf bara að koma lestinni á spor-
ið.
Kona á borð við Francoise Gi-
roud hefur ekki áhyggjur af því
að hún er ekki lengur ung — hún
hefur annað til að bera. En hún er
hrædd um að mörgum konum
finnist öllu glatað, þegar æskan
hverfur þeim. — Konur vita ekki
að æskublóminn er æði veikt
hálmstrá, svo þær hanga á honum
með kjafti og klóm, segir hún.
Varla getur þeim fundizt lffið svo
óskemmtilegt að þær séu ekki
lengur manneskjur, þegar æskan
er hjá liðin. Þær óttast að aðdrátt-
araflið, sem þær kunna að hafa,
hverfi þeim. En varla geta þær
haldið því með andlitsfarða.
Francoise Giroud vill ekki á það
hlusta, að konur hafi ekki hæfni
til að gera það sem karlmenn geta
gert. — Hafi þær efni, séu vel
menntaðar og búi yfir sjálfs-
trausti . . . segir hún. Samt litur
hún raunsæjum augum á málið.
— Þó geta aðeins karlmenn gefið
manni sjálfstraust. . . og að sjálf-
sögðu þurfa þeir einnig á manni
að halda. Nú hallar hún sér fram
og leggur áherzlu á það sem hún
ætlar að fara að segja: — Allt
hefst þetta þó með pillunni. Nú er
það á ábyrgð konunnar hvort hún
á barn eða ekki.
Sjálf er Francoise Giroud ekki
málgefin eða frek i tali. 1 umræð-
um — einkum meðal karlmanna
— virðist hún feimin. 1 opinberri
veizlu, sem Kissinger hélt henni i
Washington nýlega, stóð hún
sýnilega skjálfandi á fætur til að
svara skálaræðum og lýsti því yfir
að hún væri betri við ritvélina en
í ræðustóli. 1 kvöldverðarboði
— Hefði ég tekið við léttvægu ráðuneyti, þá hefði ég fyrr en varir verið komin
fram í eldhús í Elysée-höll að hita kaffi handa ráðherrastrákunum, sagði Francoise
Giroud, er hún hafnaði ráðherrastöðu, er skerða átti völd hennar.
fyrir hana i franska sendiráðinu,
hélt hún enga ræðu.
Francoise Giroud hefur einu
sinni verið gift, „ákaflega hríf-
andi Rússa”. Hún átti eina dóttur
i því hjónabandi og skildi 1952.
Hún hefur aldrei gifzt aftur, en
hefur nokkrum sinnum átt ástar-
samband við mestu áhrifamenn í
Frakklandi, sem ekki hefur farið
leynt. Núna „er hún með“ Alex
Grall, aðalritstjóra tveggja
stærstu útgáfufyrirtækja Frakk-
lands, Fayard og Hachette Litera-
tur. 1 hennar augum hefur hjóna-
band engan tilgang.
— Hjónabandið er til komið af
þjóðfélagslegri ýtni, segir hún. Og
því ekki það? Ég er ekkert á móti
hjónabandi. Mér finnst það bara
ekki skipta máli. Eigi maður
börn, er öðru máli að gegna.
Annars þjónar það engum til-
gangi. Ég vil búa ein. Ég vil vera
ég sjálf. Ékki eiginkona þessa eða
hins. Ég þarf engan eiginmann.
Hún hallar sér aftur á bak í stóln-
um 'og kimir. — Karlmönnum
geðjast alls ekki að þvi að kona
vilji ekki eiginmann. Karlmenn
vilja hjónabandið, af því þá þurfa
þeir ekki að hafa neitt fyrir þvi að
halda í konur sinar.
Francoise veit alveg hvernig
smekk hún hefur á karlmönnum.
Og hún hefur sýnilega gaman af
því að svara þeirri spurningu. —
Mér geðjast að karlmönnum,
segir hún. Mér geðjast að karl-
mönnum, sem eru sterkir og ekki
ósnertanlegir. Veiklynt fólk fell-
ur mér ekki i geð, hvorki konur
né karlar, en að það sé móttæki-
legt, hægt að koma við það, það er
allt annað. Og ég vil myndarlega
karlmenn og glæsilega. Mér þykir
sjálfri gott að geta hlegið. Kari-
maður, sem getur látið mig hlæja,
er hreinasta guðs gjöf.
Francoise Giroud hefur verið
gagnrýnd fyrir að taka sæti i
stjórn undir forustu Giscards
d’Estaings. Þó hann geti varla
kallast hægrisinni, þá er hann
ekki eins langt til vinstri og
Francois Mitterand, sem hún
studdi í siðustu forsetakosning-
um. En sagt er að d’Estaing sé
ákaflega hrifinn af henni og hann
stofnaði nýtt ráðherraembætti
fyrir hana, í andstöðu við for-
sætisráðherrann. Hún sér um
málefni kvenna, sem forsetinn
hafði lofað að taka til hendi við í
kosningabaráttunni.
— Ég styð Giscard nú vegna
þess að enginn annar maður er til,
hvorki á vinstri né hægri væng,
sem hefur minnsta áhuga á mál-
efnum kvenna. Hann er mjög
greindur maður og skildi að
breytingar voru á ferðinni í lífs-
háttum kvenna. Vinstri menn-
irnir eru allir „mýsogynistar”
(hún segir að ekkert orð sé til á
frönsku um iýðskrumaragelti).
Einn af okkar kunnustu heim-
spekingum vinstri manna hefur
sagt, að konur geti ekki verið ann-
að en húsmæður eða mellur. Og
Mitterand sjálfur er í rauninni
ekkert hrifinn af konum. Hann
veitir þeim engin tækifæri.
Hún tók þá ákvörðun að þiggja
ráðherraembættið eftir að hafa
hafnað því einu sinni, vegna þess
að forsætisráðherrann franski,
Jacques Chirac, reyndi að gera
það lítilvægt. Þá skrifaði hún í
dálk sinn i L’Express ummæli,
sem nú eru orðin fræg. Hún sagði,
að ef hún tæki starfið eins og
Chirac vildi hafa það, þá mundi
hún að viku liðinni áreiðanlega
vera komin í eldhúsið í Elysée-
höll að laga kaffi fyrir strákana.
Forsetinn Giscard d’Estaing
varð fjúkand reiður við Chirac
forsætisráðherra, blandaði sér í
málið og taldi Francoise Giroud á
að taka sæti í rfkisstjórninni. Það
gerði hún og valdi sér strax karl-
mann fyrir ráðuneytisstjóra.
Síðan hefur hún, að eigin dómi,
verið að vinna að mikilvægari
málaflokkum. Francoise Giroud
heldur því ákveðið fram, að hún
sé ekki í þessu ráðherrastarfi til
að vernda konur. — Mér er illa
við þetta orð „að vernda”. Konur
þurfa ekki vernd. Börn þurfa
vernd. Konur verða að geta tekið
á sig ábyrgð, en þær eru fullar af
mótsögnum. Þær vilja öryggi en
um leið krefjast þær sjálfstæðis.
Þær vilja borða kökuna sina og
eiga hana óétna. Hvort tveggja
Framhald á bis. 27.’