Morgunblaðið - 09.02.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.02.1975, Blaðsíða 18
FISKVEIÐIMÖRKIN Yfirstandandi ár verður vægast sagt erfitt brezkum sjó- mönnum. Nærtækustu vandamál- in eru arfur frá síðasta ári: til- raunir til að semja um ríkisstyrk sem gæti bjargað togaraútgerð- inni úr klóm stórfelldrar hækkun- ar á eldsneyti og lækkunar á fisk- verði og deilan við Norðmenn um togveiðibann á friðuðum svæðum. En þetta eru ekki framtíðár- vandamál. Mikilvægara er að fyrirsjáanleg er vaxandi sam- keppni um minnkandi auðæfi hafsins er mun magna togstreit- una milli fiskveiða og fiskverndar og getur leitt til fleiri þorska- stríða, sem jafnvel má hugsa sér að verði háð sem raunveruleg stríð. Staðreyndin er sú að nú orðið er það hagur allra strandríkja heimsins að hafa á hendi umráða- rétt yfir hafsbotninum og sjónum fyrir ofan hann. Ef ástæðan er ekki fiskur, þá er hún olía eða einhver málmur eða mengun eða siglingaöryggi eða landvarnir. Og út úr þessum hagsmunaruglingi hefur komið hugmyndin um 200 mílna „efnahagslögsögu“ til við- bótar 12 milna lögsögu. Um þessa 12/200 mílna reglu eins og hún er nú kölluð náðist ekki endanlegt samkomulag á hafréttarráðstefnunni i Caracas. Verið getur að ekki takist sam- komulag um hana þegar ráðstefn- an kemur aftur saman í Genf í marz. En hún nýtur víðtæks stuðnings, meðal annars Bret- lands, og ef hún verður ekki stað- fest í sáttmála nú í vor má búast við að mörg lönd taki alþjóðleg lög í eigin hendur og taki hana upp einhliða. Hvaó sem því líður mun hin nýja regla hafa gífurleg áhrif á brezka fiskimenn. Ný 200 mílna lögsaga sem bæði mun taka til fisks og oliu gleypir núverandi 12 mílna mörk. Gífurlega stór svæði á Norður-Atlantshafi, þar á meðal nokkur sem hafa verið talin heimamið frá gamalli tíð, verða lokuð fyrir brezkum togurum nema því aðeins að eigendum þeirra takist að gera sérsamninga við hlutaðeigandi lönd. Að vísu ættu þeir að fá rétt- indi á stórum svæðum umhverfis Bretland í staðinn. En ef nýja reglan verður ekki samþykkt í Genf er sennilegt að brezka stjórnin verði mjög hikandi við að gera tilkall til þeirra hafsvæða sem hún getur krafizt. Bretland er ekki aóeins sjóveldi vegna fiskimanna sinna heldur einnig vegna kaupsiglinga sinna og her- flota sins. Þess vegna sjá Bretar sér hag í þvi vegna margra gamalla hagsmuna að viðhalda lögum hafsins. Til dæmis hefði 12 mílna land- helgi sem líklegt er að krafizt verði um leið og 200 mílna efna- hagslögsögu — og Italir hafa þegar tekið sér tólf mílna land- helgi — þær afleiðingar að um það bil 100 alþjóðleg sund kæmust undir yfirráð einstakra ríkja og gera það að verkum að hefðbundinn réttur til „skað- lausra siglinga" verði miklu mikilvægari en hann er nú. Nú þegar höfum við séð hvernig Singapore, Malaysia og Indonesia hafa byrjað tilraunir til þess að meina risastórum olíuflutninga- skipum að stytta sér leið um Malakkasund — síðan 240.000 lesta olíuflutningaskipið Showa Maru strandaði — og þetta eftirlit mætti auka þannig að það yrði látið ná til herskipa. Þar við bætist annar vandi. Efnahagsbandalag Evrópu fylgir samræmdari stefnu í fiskveiði- málum er byggist á þeirri megin- reglu Rómarsáttmálans að þess skuli stranglega gætt að enginn sé beittur misrétti, en i raun réttri var stefnan ekki mótuð fyrr en rétt áður en Bretar gengu í bandalagið og brædd saman úr ólikum sjónarmiðum og sam- kvæmt henni er öllum fiskimönn- um Efnahagsbandalagslandanna skylt að skipta á milli sin fiski- miðum sínum. Það þýðir i raun að ríkin á meginlandinu sem hafa að mestu útrýmt öllum fiski á eigin miðum geta sent fiskimenn sína á brezk mió þar sem þeir geta veitt að vild á sama tíma og Bretar þurfa nauðsynlega á þessum fiski að halda í staðinn fyrir þorskinn eða ýsuna sem þeir fá ekki lengur að veiða á öðrum miðum. Ef litið er á landakort má sjá nokkuð af því sem er í húfi. Ekki sizt má sjá hvað örlítil, óbyggð klettaey, Rockall, er geysilega mikiivæg. Fyrir tilviljun hitti ég fyrir nokkrum dögum einn af landgönguliðum flotans sem drógu brezka fánann að húni á hæsta staðnum á eynni 1955. Hann virtist halda að hann hefði aðeins unnið venjulegt skyldu- verk. En í raun réttri bar leið- angurinn keim af gamalli snilld heimsveldisdaga Breta. Ekki má halda að tilkail okkar hafi verið viðurkennt að fullu. Nú orðið geta smáklettar sem rísa upp úr hafinu verið verðmætir vegna olíu eða fisks i nánd við þá. Ef Rockall er tekið sem dæmi mundi 200 mílna lögsaga sem miðaðist við eyna ná yfir einhver beztu kolmunnamið sem um getur og ef til vill nokkur ný djúpmið. Það er því engin furða þótt sér- fræðingar í þjóðarétti deili ákaft um slíka kletta og sker. Fleiri réttindi og kröfur sem kortið sýnir hafa heldur ekki hlot- ið almenna viðurkenningu, jafn- vel þótt gert sé ráð fyrir að 200 mílna reglan verði viðurkennd. Kortið veitir aðeins óljósa hug- mynd um það sem getur markað upphaf langra lögfræðilegra deilna. Það sem við höfum reynt að gera er að draga upp nýju markalínuna eins og lagt hefur verið til að þær verði og gefa í skyn, þar sem þær rekast á, hvernig draga megi miðlínurnar sem eiga að marka hlut hverrar þjóðar fyrir sig. 1 Norðursjónum hafa þegar verið dregnar markalínur sem skipta honum niður i svæði vegna oliuborana þar og gefa þau rétta leiðsögn. Annars staðar er aðeins hægt að koma við kvarða og landakorti til ágizkunar og þær gætu orðið alrangar ef nágranna- ríki legði fram ný atriði i málinu. Til dæmis er skipting Barents- hafsins óvenjulega viðamikið og viðkvæmt mál, þar sem margt fléttast inn í; ekki aðeins fiskur og olía, heldur einnig öryggismál — eða að minnsta kosti leynimál — hins mikla flotastyrks Sovét- ríkjanna umhverfis Murmansk. Þetta er leiðin, sem kjarnorkukaf- bátar Sovétríkjanna svo og togar- ar þeirra fara til að komast út á Atlantshaf. Samningaviðræðurnar, sem hófust nýlega i Moskvu, gætu oró- ið flóknari, hvað Sovétmenn varð- ar, ef þeir létu þar í ljós ágirnd á ákveðnum svæðum undir yfir- varpi ákveðinna meginreglna. Þessa bíðbáru hafaþeir sett fram og fylgt þar með fordæmi keisara- stjórnanna; að gera tilkall til allra svæða innan marka, sem eru frá Norðurpólnum til yztu horna í vestri og austri á heimskauta- landinu. Þessari aðferð var beitt með nokkrum árangri á milli- stríðsárunum til að koma kana- diskum eskimóum frá Wrantel- eyju skammt frá Beringssundi og norskum hvalveiðimönnum frá Franz Josef landi. Norðmenn kynnu að kjósa hina hefðbundnu miðlinu. En þá kann að koma upp annað vandamál, hvað þá snertir. Hvað á að verða um Spitsbergensamkomulagið frá 1920? Það tryggði Norðmönnum yfirráð yfir eyjaklasanum. Það veitti og öllum þeim 40 þjóðum, sem skrifuðu undir samninginn — og þar á meðal voru Bretar, Bandaríkjamenn og Japanir — rétt til aó athafna sig þar áfram á sviði siglinga, námagraftar og iðn- aðar á fullkomnum jafnréttis- grundvelli. Rússar hafa þegar notfært sér þetta með því að senda 2000 manna lið til námagraftar. En varðandi fiskveiðar er það mikil- vægt málsatriði, hvort sá réttur sjómanna okkar, sem þeir njóta nú innan þriggja mílna landhelgi við heimskautaeyjaklasann ætti einnig að ná til nýrrar 200 mílna efnahagslögsögu. Á þessum breiddargráðum er ýkt að nokkru hin gífurlega víð- áttumiklu svæði, sem Norðmenn gætu gert kröfu til umráða yfir, þegar Jan Mayen er haft með í dæminu, strandlengja þess og ef til vill Bjarnarey. En sýnd er nægilega skýrt hin mjóa ræma af frjálsum svæðum, sem verða eftir handa öðrum, þegar Island og Danmörk (og undir Danmörku liggja einnig Færeyjar og Græn- land) og hafa einnig tekið sinn skerf. Ef stefnu EBE i fiskveiðimál- um væri framfylgt eins og hún er nú, er rétt, að brezkir fiskimenn myndu halda ákveðnum aðgangi að fiskimiðum annarra EBE- landa, en í staðinn opna þeim sín eigin mið. Hin mikilvægu fiski- mið við Færeyjar eru útilokuð frá samningunum vegna þess að Fær- eyingar — sem hafa sjálfsstjórn i mörgum málum — vilja vernda sína eigin fiskstofna. Þetta er aðalástæðan fyrir því, að þeir hafa enn ekki gerzt aðilar að Efnahagsbandalaginu, enda þótt stjórnin i Kaupmannahöfn hafi samþykkt aðild. Og ef Græn- lendingar sem eru í Efnahags- bandlagi Evrópu kæmust að þeirri niðurstöðu, að hagsmuna þeirra væri ekki nægilega gætt, innan ramma bandalagsins myndu þeir sennilega taka til íhugunar að segja sig úr því. Af þessum níu ríkja hópi ættu Danir að minnsta kosti að geta skilið þær ástæður, sem gera nú- verandi fiskveiðistefnu banda- lagsins óaðgengilega fyrir brezka fiskiðnaðinn. Sú stefna sem brezkir sjómenn líta löngunar- augum er að þegar að því kæmi að 200 mílna lögsagan væri orðin að veruleika yrði eftirfarandi þriggja atriða gætt; 1) Eftirlit með öllum fiskveið- um innan nýju brezku fiskveiði- markanna, til þess að aðrir flotar, sem hafa verið hraktir af fyrri veiðisvæðum sínum, sérstaklega er hér átt við verksmiðjuflota frá kommúnistaríkjum, gætu einfald- lega ekki ruðst inn til að ryksuga upp fiskstofna, sem þegar eru of- veiddir. 2) Ótvíræðar reglur um hag stæðan fiskveiðkvóta fyrir brezka iðnaðinn á sínum eigin miðum — og þar í felst alger verndun á grunnsjávarmiðum — jafnvel þótt það sem óveitt væri upp í leyfilegan veiðikvóta yrði að deila með öðrum. 3) Gagnkvæmir samningar yrðu gerðir, einkum við Norð- menn og íslendinga (Sennilega yrðu þeir samningar að fara fram með milligöngu Brussel) er veittu skipum hvers aðila aðgang að miðum hins og mörkuðum. Það er vekur ótta innan iðnað- arins er að samvinna utanrík- isráðuneytisins og landbúnaðar- og fiskimálaráðuneytisins sé of sein. Það vekur ugg forsvars- manna iðnaðarins nema því að- eins að samræmd stefna i fisk- veiðimálum verði mótuð áður en ríkisstjórnin lætur fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um EBE, eins og nú er í undirbúningi. Og jafnvel þótt viðunandi samkomu- lag næðist innan Efnahagsbanda- lagsins myndi það ekki bjóða upp á neina vernd, fyrr en Bretar stíga það skref að lýsa yfir 200 mílna landhelgi — með eða án samþykkis hafréttarráðstefnunn- ar. Þegar að því kemur að kort- leggja hin nýju landhelgismörk er varla til sá krókur, sem Bretar gætu nýtt til fullnustu nema um hverfis Rockall. Um rökvisi þess að leyfa þjóðum að taka sér geysi- leg efnahagslögsöguleg réttindi vegna smákletta úti á reginhafi, má vissulega deila. En stjórn Hennar hátignar gæti varla hafa borið fram skorinorðara tilkall til þessarar graníteyju en raun ber vitni um. Og reyndar drógu þeir fána að húni á sérstakri flaggstöng. Síðan hefur eyjan heyrt undir Inver- ness samkvæmt Rockalllögunum frá árinu 1972, og reistur hefur verið viti á tindi hennar. En rétt- mæti þess að krefjast 200 milna lögsögu umhverfis eyjuna var engu að síður dregið í efa a haf- réttarráðstefnunni í Caracas, t.d. vegna þess að Tyrkir hafa miklar áhyggjur af þvi gríðarmikla svæði sem Grikkir geta gert tilkall til ef tekið er tillit til hvers einasta steinmola sem gægist upp úr Eyjahafi. Sem betur fer getum við ef til vill náð tangarhaldi á þessari örsmáu eignokkarí Atlantshafi með öðrum hætti, þ.e. með þvi að leggja fram þessa efnahagslegu kröfu okkar á þeim forsendum að hið tiltölulega grunna hafsvæði umhverfis eyjuna sé hluti af land- grunni okkar. Sem stendur skipta þessi mið ekki sérlega miklu máli fyrir fisk- iðnað okkar, en sá dagur kann að renna upp að þau verði gífurlega verðmæt. Það var meðfram yztu brún landgrunns okkar, vestan af Skotlandi og Irlandi sem tilrauna- togarar rikisstjórnarinnar fóru nýlega í leit að hinum ófrýnilegu en oft bragðgóðu fisktegundum sem finnast i myrkrum 3000 feta dýpis. Svipaðir könnunarleið- angrar hafa síðan verið farnir til að meta fjárhagslegan grundvöll fyrir kolmunnaveiðar, en kol- munni er svipmikill miðsjávar- fiskur sem flytur sig á miðin við Rockall og Porcupine. Árangur þessara djúpsjávar- rannsókna er mjög athyglisverð- ur, en ekki endanlegur. 1 bili er fiskiðnaðurinn á þeirri skoðun að engin þeirra fisktegunda sem þarna fundust væri veiðanleg í Meðfylgjandi grein og kort eru úr brezka blaðinu The Guardian. Greinin er eitt greinarbezta yfirlit sem birzt hefur um stöðuna í hafréttarmálum eins og hún er nú rúmum mánuði áður en hafréttarráðstefnan kemur aftur saman til fundar í Genf. Höfundur greinarinnar er blaðamaðurinn og rithöfundurinn David Fairhall, höfundur bókarinnar RUSSIA LOOKS TO THE SEA. Hann gerir meðal annars grein fyrir þeim stórfelldu breytingum sem eru fyrirsjáanlegar í hafréttarmálum, ástandi miða og fiskstofna og gífurlegum breytingum sem verða á aðstöðu brezka fiskiðnaðarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.